Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 20
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984 Lilju Olafsdóttur og Þorkel Jónsson Lagt af stað aA morgni sfðasta göngndags. Á myndinni eru þan Þorkell og Viðmælendur okkar eru hjónin Lilja Ólafsdóttir og Þorkell Jónsson, sem nýlega komu úr langri gönguferð um hálendið en þar gengu þau hina svonefndu Bárð- argötu. Þessi ieið dregur nafn sitt af landnámsmanninum Gnúpa- Bárði, en um hann segir í Land- námabók: „BirAr, son Heyjangrs-Bjarnar, kom skipi sínu í Skjálfandafljótsós, ok nam BárAardal allan upp frá Kálfborgará ok Eyjadalsá, ok bjó at Lundarbrekku um hríð; þá markaði hann at veðrum, at landviðri váru betri enn hafviðri, ok ætlaði af því betri lönd fyrir sunnan heiði. Hann sendi sonu sína suður um gói. Þá fundu þeir góubeytla ok annan gróð- un enn annat vár eftir þá gerði Bárð- ur kjálka hverju kykvendi, því er gengt var, ok lét hvat draga sitt fóðr ok fjárhlut; hann fór Vonarskarð, þar er síðan heitir Bárðargata; hann nam síðan Fljótshverfi ok bjó at Gnúpum; þá var hann kallaðr Gnúpa-Bárðr.“ Bárðargata Hugmyndin var að fara þessa sömu leið og Gnúpa-Bárður en hún hefur verið ákaflega fáfarin allt til þessa dags, sagði Þorkell. í Árbók Ferðafélagsins 1963 stend- ur að eftir að Bárður fór hana á landnámsöld sé ekki vitað til að neinn hafi farið hana næstu 1100 árin. Það vantar þó mikið á að við færum alla þá leið sem Bárður hefur farið. Við hófum gönguna í Nýjadal en þangað fórum við með áætlunarbíl Norðurleiðar. Reyndar er deilt um Lilja. nafn þessa dals, sumir vilja kalla hann Nýjadal en aðrir Jökuldal — þessi deila kom einmitt upp í vet- ur þegar snjósleðamenn voru þarna á ferð og villtust. öruggast er kannski að kalla dalinn Nýja- jökuldal, eins og sumir gera. Við vorum sjö saman í þessari gönguferð — ásamt okkur Lilju voru hjónin Vilhelm Andersen og Guðrún Kristinsdóttir, sem oft hafa verið með okkur í gönguferð- um. Svo voru hjónin Brynjar Har- aldsson og Unnur Jónsdótti, og sá sjöundi Hjörtur Guðbjartsson. Þessi þrjú síðast töldu voru ekki vön gönguferðum, en stóðu sig al- veg eins og hetjur. Við hófum gönguna upp fjalls- hrygginn við Nýjadalinn og geng- um yfir í Vonarskarð í Snapadal og þar var fyrsti náttstaður. önn- ur dagleiðin var úr Snapadal, yfir Köldukvíslarbotna, yfir tunguna á Köldukvíslarjökli og í Leynidal. Þriðja daginn gengum við upp á Mókollana, skildum þar bakpok- ana okkar eftir og héldum upp að Hamarslóni. Síðan til baka og tjölduðum í Tröllahrauni. Næsti áfangi átti að vera í Heljargjá en vegna þoku breyttum við þeirri áætlun og héldum beint í Jökul- heima. f Jökulheimum tókum við okkur hvíld í einn dag en daginn eftir var haldið yfir Tungnaá, yfir Leitað að vaði yfir Tungná.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.