Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGCST 1984
77
Frá Snapadal í Vonarskarði. Á myndinni sjást fjðllin Skrauti, Kolufell og
Syarthöfði.
Langisjór séður af Skaftárjökli. í fjarska sést Sveinstindur fyrir miðju.
Tjaldað f sandi í Tröllahrauni.
Skaftárjökul og tjöldum var slegið
í Fljótsodda. Úr Fljótsodda var
svo haldið niður Lakagíga, en sú
dagleið varð stutt vegna rigningar
og þoku. Næsti dagur var notaður
til að ganga á Laka og svo sem leið
liggur niður að gangnamannakofa
í Blágili. Næstsíðasta daginn var
farið úr Blágili niður að Eintúna-
hálsi og síðasta dagleiðin var það-
an og niður á þjóðveg, við Hunku-
bakka.
Alger auðn hvert
sem litið er
Þetta var nokkuð strangt ferða-
lag — farið á fætur um kl. 7 á
morgnana og venjulega lagt af
stað fyrir kl. 8, — svo var haldið
áfram i 10 til 12 tíma með hvíld-
um. Hver karlmaður verður að
bera um 20 kíló á svona ferðalagi,
og getur það sigið í þegar lengi er
gengið, jafnvel þó maður sé í
sæmilegri þjálfun. Það geta orðið
góðar dagleiðir með þessu móti —
samt taka árnar mikinn tíma frá
manni, það tekur oft tíma að finna
öruggt vað og svo þarf að klæða
sig úr og í. •
Gnúpa-Bárður flutti allar sína
búslóð þessa leið, frá Lundar-
brekku í Bárðardal til Gnúpa i
Fljótshverfi, og hefur það verið
tvísýnt og vandasamt ferðalag.
Þarna er enga beit að hafa mestan
part leiðarinnar, enda segir í sög-
unni að hver skepna hafi þurft að
bera sitt eigið fóður sjálf. Lands-
iagið er alger auðn hvert sem litið
er, foksandar, leirur, hraun og
jökull en hvergi stingandi strá eða
mosató. Þarna er ekkert fuglalíf
og enga skepnu að sjá. Það andar
líka köldu af jöklinum allt sumar-
ið en þó var sæmilega heitt þarna
allan tímann sem við vorum á
ferð.
Ætli leiðin öll hafi ekki verið
svona 180 km með útúrdúrum. Við
vorum níu daga að fara þetta en
tókum okkur einn hvíldardag í
Jökulheimum þannig að ferðin
stóð í 10 daga alls. Við fengum
sæmilegt gönguveður allan tíman
— þó það væri rigning og súld
fyrstu dagana var veðrið aldrei
slæmt og síðustu þrjá dagana voru
veðurguðirnir ósparir á sólskinið.
— Eruð þið vön svona fjallaferð-
um?
Já, við erum búin að þvælast
töluvert um landið undanfarin ár.
Fyrstu gönguferðirnar sem við
fórum voru um Strandir og fórum
við þangað þrjú ár í röð. Við höf-
um farið í svona fjallaferðir, sem
tekið hafa um viku til hálfan mán-
uð, síðastliðin átta ár, og kannað
ýmsar slóðir á hálendinu.
Meiri upplyfting en
að fara á sólarströnd
— Er kannski skemmtilegra að
ferðast um íslenskar óbyggðir en
að ferðast utanlands?
Ég tel hiklaust að þetta sé miklu
meiri upplyfting en að fara á sól-
arströnd og allavega er það mikið
ódýrara, sagði Lilja. Hafi maður
komið sér upp góðum útbúnaði er
ferð sem þessi vægast sagt ódýr.
— Hvað má ætla að sæmilegur
útbúnaður kosti?
Það er nauðsynlegt að vera með
tjald, svefnpoka og bakpoka og
þarf þetta allt að vera af vandaðri
gerð. Þá þarf auðvitað að hafa
góða gönguskó og ýmsa smáhluti.
Það er nauðsynlegt að vera vel út
búinn í gönguferðir um óbyggðir,
jafnvel að sumarlagi — því eftir
að ferðin er hafin verður maður að
geta staðið af sér hvaða veður sem
er. Það hefur komið fyrir okkur að
verða veðurteppt í tjaldinu á ann-
an sólarhring í óbyggðum, og þá er
auðvitað betra að vel fari um
mann meðan beðið er.
Ég hugsa að fá megi góðan út-
búnað fyrir um 20 þús. kr. á mann
og hann getur auðvitað enst árum
saman.
— Var einhver með í ferðinni
sem var kunnugur á þessum slóð-
um?
Nei, og þeir eru víst fáir sem
talist geta kunnugir þarna. Við
vorum hins vegar búin að skoða
kortið töluvert og svo getur maður
nokkuð treyst á áttavitann ef
hann skellur á með þoku. Til þess
kom þó varla í þessari ferð. Ann-
ars er tiltölulega auðvelt að rata á
Ljósm. Þorkell Jónsson.
þessari leið — sé skyggni sæmi-
legt eru mörg kennileiti sem hægt
er að átta sig á.
— Eru þetta ekki erfðar ferðir?
Þær eru ekki svo mjög erfiðar
en það er hins vegar nauðsynlegt
að koma sér í sæmilega þjálfun
áður en lagt er í lengri ferðir.
Það hefur líka auðveldað svona
gönguferðir mikið að nú er hægt
að fá þurrkaðan mat sem bæði er
léttur og fljótlegt að matreiða,
sagði Lilja.
— Verður ekki að læra að
þekkja ýmsar hættur á ferðalög-
um í óbyggðum?
Já, hættur leynast náttúrulega
víða og það dugir ekki að fara gá-
leysislega eða hugsunarlaust í
óbyggðum. En maður lærir þetta
með tímanum, t.d. að þekkja árn-
ar, hvar er djúpt eða grunnt og
hversu stríður straumurinn er. Ef
menn sýna aðgæslu þurfa ferðalög
um óbyggðirnar alls ekki að vera
hættuleg. — bó.
. '''C, ---s(KWSlkm
KORT2
N
6 8km
J I
■ ^ " vr ■ V itx*' ' ■*’ ■ v- ,«
rv ■,
, nv
•r j? Jæz
í Lakagígum. Fögrufjöll í baksýn.