Morgunblaðið - 26.08.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1984
83
Bach hershöfðingja, sem var sér-
fræðingur í götubardögum.
Og nú gengu Þjóðverjar skipu-
lega til verks. Með flugvélum,
skriðdrekum og Öflugu stórskota-
liði tókst þeim að einangra gamla
borgarhluta Varsjár frá umheim-
inum. Þó var ein fær leið út úr
honum og hún lá í gegnum holræs-
in. Stór hluti AK-hermannanna
gat bjargað lífi sínu með því að
fara um þau, eina ferð í einu með
óreglulegu millibili, en sumstaðar
var aðeins hægt að komast skríð-
andi á fjórum fótum. Alls sluppu
1.500 vopnaðir hermenn og 3.000
óvopnaðir um holræsin. 2.500
særðir hermenn urðu að vera eft-
ir, en af þeim voru hundruð myrt
eða brennd lifandi af hyski Dirle-
wanges.
Engin hjálp frá Sovét
Framrás Rússanna hafði alveg
stöðvast. Yfirmaður Heimahers-
ins reyndi ítrekað að ná sambandi
við Rauða herinn utan við borgina
en það var árangurslaust, hvort
sem hann notaði fjarskipti eða
sendiboða. Talstöðvarköllum var
aldrei svarað og sendiboðarnir
komu aldrei til baka. Það varð
ljósara með hverjum deginum að
Rússarnir höfðu engan áhuga á að
koma Pólverjum til hjálpar.
Þann 3. september hófst enn ný
atlaga Þjóðverja að uppreisnar-
mönnum, í þetta sinn á stöðvar
meðfram Vislufljóti. Flugvélar
vörpuðu 1.000 kílóa sprengjum,
ekki aðeins á stöðvar AK-mann-
anna, heldur einnig á heilu borg-
arhverfin. Mótspyrna Pólverja
koðnaði niður í sprenguregninu og
þeir drógu sig til baka inn í mið-
borgina. Mannfall var orðið mikið
í báðum liðum og eftir þessa stór-
árás höfðu Þjóðverjar náð undir
sig einum þriðja af svæðinu við
Vislu-fljót.
Þann 23. september féll eitt síð-
asta vígið við ána og Þjóðverjar
tóku 57 Ak-hermenn og 82 Berl-
ing-hermenn til fanga. Það var
þýski herinn, sem tók Pólverjana
til fanga, og því héldu þeir lífi.
Bálvondir SS-hermenn myrtu 120
særða Pólverja til að hefna hinnar
hörðu mótspyrnu. Ástandið í þeim
hluta Varsjár, sem enn var frjáls,
var með versta móti. Matar-
skammturinn var einn fimmti af
því sem hermannaskammtur ven-
julegast er og skotfæri voru næst-
um uppurin. Breski flugherinn og
flugher Frjálsra Pólverja unnu að
því að varpa birgðum niður til
pólsku hermannanna, en lagt var
upp frá Ítalíu í þeim tilgangi. 296
flugvélar náðu inn yfir Varsjá á
meðan á uppreisninni stóð. 34
voru skotnar niður.
„Njet“
Stjórnir Bretlands og Banda-
ríkjanna leituðust við að ná samn-
ingum við Sovétmenn um að fá að
lenda flugvélum sínum eftir flug
yfir Varsjá á flugvöllum Rússa,
sem voru í um 100 kílómetra fjar-
lægð austan við borgina en þvf var
svarað með sovésku „njet“.
Þúsundir barna tóku þátt í upp-
reisninni og var flestum þeirra
falið að flytja orðsendingar og
fyrirmæli á milli hverfa og húsa.
Sumar stúlknanna gegndu störf-
um hjúkrunarliða og margir
drengjanna kröfðust þess að fá að
berjast fyrir borg sína. Sumir, allt
niður í 12 ára gamlir strákar, voru
taldir nægilega góðir strfðsmenn
til að fá að bera byssur og hand-
sprengjur.
Mörg þessara barna lentu í því
sem fengi fullorðna menn til að
fölna. Ein sagan hermdi að nokkr-
ir drengir hafi verið að fara um
yfirráðasvæði Þjóðverja að næt-
urlagi þegar gölluð handsprengja
særði einn þeirra, sem gekk undir
nafninu Barón, og særði hann
kviðsári. „Barón bað okkur um að
leysa sig af kvöl sinni," sagði einn
drengjanna, „hann vissi að við
gátum ekki tekið hann með okkur
og við gátum ekki skilið hann eftir
til þess að lenda f greipum Þjóð-
verja." Þeir áttu einskis annars
úrkosti en að stytta vini sínum
aldur.
Lfkin hlóðust upp þúsundum
saman á hverjum degi og þau varð
Vopnaðar pólskar uppreisnarkonur áður en þcr halda út í virkin.
Ungir boðsendlar hlaupa í gegnum op á vegg á skaddaðri byggingu.
Fjórir boðberar úr hópi ungra stúlkna.
Bor hershöfðingi gefst upp fyrir von dem Bach.
Lík voru grafin hvar sem pláss fékkst Hér hefiir verið rótað upp gangstétt fyrir grafir en útför var gerð hvenær sem
sljákkaði i skothríðinni.
að greftra tafarlaust í hitum ág-
ústmánaðar. Líkkistubirgðir
gengu fljótlega til þurrðar og þeir
sem uppi stóðu bönguðu saman
óvönduðum kistum úr borðum,
rúmum og stólum. Þar sem göt-
urnar lágu undir skothríð var
jarðarförum jafnan hespað af. Er
fram liðu stundir fylltist mjúk
moldin f húsagörðum og lystigörð-
um og þá voru gangstéttar rifnar
upp til þess að fá meira grafar-
rými.
Þjóðverjar hvöttu Pólverja til
að gefast upp og á sama tima hóf
kommúnistaútvarpið pólska að
senda út hvatning til bardagafólks
um að halda þetta út og hétu þvf
að hjálpin bærist fljótt. Bor Kom-
orowski neitaði alfarið að ræða
uppgjöf og Þjóðverjar hófu nú að
einbeita sér að því að ná á sitt
vald næsta borgarhluta, Mokotow.
Eftir þriggja daga harða bardaga
var gefist upp í þeim hluta borgar-
innar og 600 hermenn héldu um
holræsin til miðborgarinnar, sem
ávallt var í höndum Pólverja.
Flóttinn um holræsin endaði oft
með ósköpum. Hermennirnir villt-
ust í myrkum, daunillum göngun-
um, margir dóu úr eitrun, aðrir
sturluðust og drekktu sér og stór
hluti gekk upp á stað, sem f ljós
kom að var við aðalstöðvar Gesta-
po í borginni. Hermönnunum var
safnað saman og þeir voru drepn-
ir. Aðeins fáir fundu réttu leiðina
í hina pólsku hluta borgarinnar.
Uppgjöf
Bardaginn um síðasta svæði
Pólverjanna við Vislu náði nú há-
marki. Kállner, yfirmaður 19.
bryndeildar þýska hersins, tók við
stjórninni. Eftir tveggja daga
samfelldar sprengjuárásir úr lofti
og á jörðu, brutu skriðdrekar
Þjóðverja sér leið í gegnum götu-
virki Pólverjanna. Þann 30. sept-
ember féll Zoliborz-hverfið og
1.360 AK-hermenn voru teknir til
fanga. I fyrsta skipti frá því upp-
reisnin hófst héldu nasistar Genf-
arsamþykktina um meðferð
stríðsfanga, með nokkrum undan-
tekningum þó.
Nú var aðeins miðborg Varsjár
enn í höndum Pólverja og þegar
von dem Bach hershöfðingi krafð-
ist á ný uppgjafar Pólverja, ákvað
herráð AK-mannanna að gefast
upp. Eftir 63. daga harða og blóð-
uga bardaga skrifaði Bor hers-
höfðingi undir uppgjafarskilmál-
ana. Bor hafði allt fram á síðustu
stundu reynt að ná sambandi við
Rauða herinn, en án árangurs.
Uppgjöfin var staðreynd. í
fyrsta skipti í sögu seinni heims-
styrjaldarinnar viðurkenndu nas-
istar föðurlandsvini, sem venju-
lega hermenn, og skuldbundu sig
til að halda Genfarsamþykktina.
Erick von dem Bach hershöfðingi
var næstum alúðlegur við uppgjaf-
arathöfnina. „Við verðum að
reyna að bjarga hinum ágætu her-
mönnum Heimahersins," sagði
hann. „Það eru sameiginleg örlög
okkar að einhvern tíma á ókomn-
um árum munum við Þjóðverjar
og Pólverjar berjast gegn sameig-
inlegum óvini."
Útkoman
Eyðileggingu Varsjár var þó
ekki lokið. í sömu andrá og íbú-
arnir yfirgáfu heimili sfn hófust
Þjóðverjar skipulega handa um að
sprengja upp hverja einustu bygg-
ingu í borginni, sem þegar hafði
ekki eyðilagst. Þeir skildu aðeins
eftir þau hús, sem þeir gátu nýtt
undir hermenn sína. Skipun Hitl-
ers um að leggja borgina í rúst var
framfylgt.
Um 25.000 AK-hermenn höfðu
fallið eða særst.
Um 25.000 þýskir hermenn
höfðu fallið eða særst.
Mannfallið var mest eins og
alltaf, á meðal óbreyttra borgara.
Það verður aldrei hægt að segja til
um það með vissu hve margir
borgarar létu lífið í uppreisninni
en sagnfræðingar segja töluna
einhversstaðar á bilinu 200—
250.000. Að minnsta kosti álíka
mikill fjöldi særðist.
Yfir ein milljón manna missti
allt sitt og um hálf milljón vinnu-
færra manna, karlar og konur, var
send í þýskar þrælkunarbúðir. 91
prósent af heimilum í Varsjá var
lagt í rúst. í gamla borgarhlutan-
um var ekki eitt einasta hús leng-
ur íbúðarhæft.
AK-hermennirnir, sem lentu í
þýskum fangelsum, losnuðu þaðan
eftir því sem leið á stríðið og nær
dró stríðslokum. Sumir þeirra
héldu áfram að berjast við Þjóð-
verja eftir frelsunina og Bor Kom-
orowski hershöfðingi var ge'rður
að yfirmanni alls herafla Pólverja
í vestri.
Eftir stríðið kusu AK-hermenn-
irnir að snúa ekki aftur heim til
Póllands, en enginn þeirra, ekki
einu sinni Bor hershöfðingi, fékk
eftirlaun frá pólska hernum, þótt
þeir hefðu, hinn 30. ágúst 1944,
verið lýstir liðsmenn í honum,
undir breskri stjórn. Bor hers-
höfðingi lifði á breskri fátækra-
hjálp þar til hann lést fyrir nokkr-
um árum. Tákn Armja Krajowas,
bókstafirnir PV (skammstöfun á
vígorðunum „Til baráttu Pól-
land“), er stöðugt notað í Póllandi
í dag, lítið breytt í meðförum
Samstöðu.
— ai.