Morgunblaðið - 23.10.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984
Tíu manns hafa látist af
slysförum á rúmum mánuði
MorgunblaðiA/Gunnar Hallsson.
Frá slysstað í fjöninni við Óshlíð. Bifreiðin, sem tvítug kona var farþegi í og beið bana, hrapaði um 30 metra
niður snarbratta hlíðina.
TÍU MANNS hafa látist af slysfór-
um hér á landi á rúmum mánuði.
Þriðjudaginn 18. september
lést Elías Hjartarson, til heimil-
is að Lundi við Nýbýlaveg í
Kópavogi, eftir að hafa þann 13.
september orðið fyrir bifreið á
Kringlumýrarbraut, skammt
fyrir norðan Nesti. Elías heitinn
var 69 ára gamall, fæddur 7.
október 1914.
Aðfaranótt sunnudagsins 23.
september lést tvítug kona,
Svava Þorláksdóttir, eftir að bif-
reið, sem hún var farþegi í, fór
út af Óshlíðarvegi. Ekki er ljóst
hvað olli slysinu en allstórir
steinar höfðu fallið á veginn og
er helst talið að ökumaður bif-
reiðarinnar hafi misst vald á
henni vegna grjótsins. Bifreiðin
hrapaði þrjátíu metra niður í
fjöru. Þrennt var í bifreiðinni og
náði ökumaðurinn að krafsa sig
upp á veg og gat stöðvað bifreið
sem leið átti um. Svava heitin
var búsett í Bolungarvík og læt-
ur eftir sig eitt barn.
Laust eftir miðnætti aðfara-
nótt sunnudagsins 29. september
féll piltur í ölfusá. Hann hét
Hilmar Grétar Hilmarsson til
heimilis að Keilufelli 13 í
Reykjavík. Hilmar var 16 ára
gamall, fæddur 5. júlí 1968.
Þrátt fyrir víðtæka leit hefur lík
hans ekki fundist.
Sömu helgi varð banaslys í
Svínahrauni þegar ökumaður
missti stjórn á bifreið sinni á
hálkubletti skammt frá Litlu
kaffistofunni með þeim afleið-
ingum að bifreiðin valt. öku-
maðurinn hét Valdimar G.
Kristinsson, til heimilis að Lísu-
bergi 5 í Þorlákshöfn. Hann var
62 ára gamall, fæddur 6. október
1921.
Mánudaginn 1. október var
eins skipverja af Matthildi SH
67 saknað þegar báturinn hélt í
róður. Við eftirgrennslan kom í
Ijós að maðurinn hafði átt erindi
um borð daginn áður og hófst
leit í höfninni. Lík mannsins
fannst í höfninni þann 3. októ-
ber. Maðurinn hét Guðmundur
Geirsson, til heimilis að Mýrar-
holti 7 í Ólafsvík. Hann var 64
ára gamall, ókvæntur og barn-
laus.
Laugardaginn 6. október varð
banaslys á Akureyri þegar 18
ára gömul stúlka, Þuríður Jóns-
dóttir, sem var við æfingar í fall-
hlífarstökki, féll til jarðar án
þess að fallhlíf hennar opnaðist.
Þuríður var meðlimur í Fallhlíf-
arstökkklúbbi Akureyrar og
hafði verið á námskeiði hjá
klúbbnum og var þetta hennar
16. stökk.
Föstudaginn 5. október varð
banaslys í Fljótshverfi . í
V-Skaftafellssýslu. Sex ára göm-
ul stúlka, Ágústa Inga Hannes-
dóttir frá Hvoli í Hörglands-
hreppi, lést þegar hún varð undir
dráttarvél.
Þann 12. október lést 38 ára
gamall maður, Birgir Kristján
Sigurbjörnsson, í hörðum
árekstri í Kömbunum. Birgir
heitinn ók Fiat-fólksbifreið upp
Kambana. Hann missti bifreið
sína yfir á öfugan vegarhelming
í neðstu beygjunni með þeim af-
leiðingum að hún lenti framan á
vörubifreið. Birgir heitinn bjó að
Smáratúni 1 á Selfossi. Hann
fæddist 24. apríl 1946.
Þriðjudaginn 16. október fór-
ust tveir sjómenn um þrítugt
þegar bátur þeirra, Sóley SK 8,
fórst um 10 sjómílur út af
Garðskaga. Þeir hétu Róbert
Jónsson, til heimilis að Breið-
vangi 13 í Hafnarfirði, og Sig-
urður Jónsson, til heimilis að
Borgarhrauni 10 í Grindavík.
NeyðarkaH barst frá þeim á
sjötta tímanum um að leki væri
kominn að bát þeirra. Slysa-
varnafélagi íslands var þegar
gert viðvart og björgunarsveitir
kallaðar út. Bátur þeirra félaga
var sokkinn þegar á vettvang var
komið. Sigurður fannst látinn
um 10 sjómílur suð-vestur af
Garðskaga, en lík Róberts hefur
ekki fundist.
Bókagerðarmenn samþykktu
nýgerðan samning 447:68
Felur í sér 17% meðaltalshækkun launa á
samningstímanum, sem er til ársloka 1985
RÚMLEGA 500 manna félagsfundur
Félags bókagerðarmanna samþykkti
í gær nýgerðan kjarasamning félags-
ins og Félags íslenzka prentiðnaðar-
ins með miklum meirihluta greiddra
atkvæða. Samningurinn felur í sér
um 17% hækkun til félaga í FBM á
samningstímanum samkvæmt upp-
lýsingum FÍP en að mati Magnúsar
E. Sigurðssonar, formanns FBM,
nemur hækkunin 20 til 24% til
þeirra lægstlaunuðu. Félagsfundur í
FÍP mun fjalla um samningana í
dag, þriðjudag. Vegna þessa var
verkbanni, bæði á prentara og biaða-
menn, aflétt og verkfalli FBM aflýst
í gær. Vinna hófst á dagblöðunum í
gær og í almennum prentsmiðjum
hefst hún í dag eftir rúmlega 6 vikna
verkfall FBM.
Atkvæði urp samninginn féllu
þannig að 447 voru honum fylgj-
andi, 68 á móti og auðir og ógildir
atkvæðaseðlar voru 10. Atkvæða-
greiðslan var skrifleg. Samningur
FBM og FÍP felur í sér 10% launa-
hækkun frá og með 22. október,
3% launahækkun fyrsta desember
næstkomandi og fyrsta júní 1985
og fyrsta september sama ár. Auk
þess fá félagar í FBM, sem eru í
fullu starfi, 3.000 króna sérstaka
greiðslu 30. nóvember og 1.500
krónur 29. marz 1985. Sérstakar
launauppbætur koma á laun að-
stoðarfólks í prentiðnaði. Nema
þær 600 krónum mánaðarlega frá
og með 1. janúar næstkomandi og
taka sömu hækkunum og aðrir
launaliðir samningsins á samn-
ingstímabilinu. Þá er í samningn-
um ákvæði um að verði samningar
heildarsamtaka vinnumarkaðsins
um grunnlaunahækkanir að við-
bættum hugsanlegum verðbótum
hærri en launahækkanir samn-
ingsins skulu laun samningsins
endurskoðuð. Samningurinn gildir
til ársloka 1985.
„Ég get lítð sagt um þessa
samninga nú. Það verður fundur í
félagi okkar á morgun, þar sem
afstaða verður tekin til þeirra. Þó
get ég sagt það, að við erum sæmi-
lega ánægðir með þessa samninga
miðað við þær aðstæður, sem nú
eru f þjóðfélaginu í samningamál-
um á vinnumarkaðnum almennt
eftir langt verkfall, og þá samn-
inga, sem gerðir hafa verið í sveit-
arfélögum víða um land,“ sagði
Magnús Vigfússon, formaður Fé-
lags íslenzka prentiðnaðarins, í
samtali við blm. Morgunblaðsins.
Magnús sagði einnig, að FlP
hefði í upphafi stefnt að samning-
um um minni launahækkun og
skattalækkanir. Fyrstu fjórar vik-
urnar hefðu að miklu leyti farið í
að ræða þá hluti, en því miður
hefði það allt farið úr böndunum.
Mikil áherzla hefði verið lögð á
leiðréttingu til handa hinum
lægstlaunuðu, sem að undanförnu
hefðu orðið nokkuð útundan, og
teldi hann að þar hefði tekizt all-
vel til. Þá skipti miklu máli, að
samningurinn gilti út næsta ár,
þvi bókaútgefendur yrðu þá tæp-
lega fyrir skakkaföllum vegna
vinnudeilna seinni hluta árs eins
og nú.
Ég held að við getum verið
þokkalega sáttir við þessa samn-
inga miðað við aðstæður. Þeir eru
gerðir undir dálítið miklum
þyngslum frá atviunurekendum.
Vinnuveitendasambandið beitti
sér fyrir ákveðinni launastefnu í
þessum kjaramálum almennt og
að sjálfsögðu fylgdi FÍP þeirri
stefnu í hvívetna framan af. Þessi
stefna brast síðan með þessum
samningi eins og ljóst er. Þetta
setti sín ákveðnu mörk á lengd
deilunnar að mínu rnati," sagði
Magnús Einar Sigurðsson, for-
maður Félags bókagerðarmanna, í
samtali við blm. Morgunblaðsins.
Magnús sagði ennfremur, að
ugglaust hefði deilan getað orðið
styttri, hefðu menn sameinazt um
þau sjónarmið, sem þeir hefðu sett
fram í upphafi hennar, það er að
samningamálin færu í þennan far-
veg. Forysta félagsins hefði fengið
góðan stuðning í atkvæðagreiðsl-
unni um samninginn eins og á öðr-
um fundi fyrir skömmu. Það hefði
verið ánægjulegt við þessa deilu,
að mikill einhugur hefði ríkt í fé-
laginu og haldizt út hana alla.
Hefði hann átt sinn þátt í árangr-
inum.
Ríkiseinokun
á fjölmiðlun
tímaskekkja
segir Ragnhildur
Helgadóttir mennta-
málaráðherra
„EFNISATRIÐI frumvarpsins eru
auóvitað aðalatriðið," sagði Ragn-
hildur Helgadóttir menntamálaráð-
berra í samtali við blm. Morgun-
blaðsins í gær. Hún var spurð að því
hvort bún byggist við að nýju út-
varpslögin gstu öðlast gildi þann 1.
nóvember nk. eins og gert hefur verið
ráð fyrir. „Ég hafði satt að segja von-
ast til þess að svo yrði. En ef það
tekst ekki, verður ákvsði frumvarps-
ins um gildistíma að sjálfsögðu
breytt. En það dregst vonandi ekki
langt fram eftir nóvembermánuði."
Ragnhildur var spurð að því
hvort yfirlýsing Páls Péturssonar,
þess efnis að hann myndi ekki
styðja frumvarpið, yrði til þess að
tefja málið. Hún sagði: „Páll Pét-
ursson er frumlegur maður og hef-
ur sínar skoðanir. Þær fara ekki
alltaf saman við skoðanir þorra
þingmanna í hans flokki. Frum-
varpið hefur þegar verið töluvert
rætt því að það var lagt fram á
síðasta þingi einnig og fékk þá um-
fjöllun í nefnd. Ég vonast til þess
að þingmenn stuðli að því að þessi
rýmkun laganna nái sem fyrst
fram að ganga. Það er auðvitað
ljóst að hér er um málamiðlun að
ræða. Sumir munu vilja ganga
lengra, en aðrir skemur, en það er
eins og ævinlega þegar stigin eru
framfaraspor að þá verða einhverj-
ir sem vilja fara hægar í sakirnar.
En það hamlar því ekki að við verð-
um að stíga fram á við. Ég vonast
til þess að hægt verði að afgreiða
þetta mál vel fyrir jólaannir.
Ríkiseinokun á fjölmiðlun með
nútímatækni í frjálsu þjóðfélagi er
tímaskekkja," sagði menntamála-
ráðherra að lokum.