Morgunblaðið - 23.10.1984, Síða 4

Morgunblaðið - 23.10.1984, Síða 4
4 MORGUNBLÁSID, !»FlOJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984 Júlía Sveinbjarn- ardóttir JÍJLÍA Sveinbjarnardóttir, fyrrver- andi formaður Félags leiðsögu- manna, lést í Reykjavík 21. október, 53 ira að aldri. Júlía fæddist árið 1931, dóttir Sveinbjarnar Sigurjónssonar, fyrrum skólastjóra og konu hans Soffíu Ingvarsdóttur. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1950 og BA prófi í dönsku og þýsku frá Há- skóla íslands árið 1955. Hún starf- aði sem flugfreyja á árunum 1955 til 1957 og fékkst síðan við stunda- kennslustörf í Verslunarskóla ís- lands og Kennaraskóla íslands. Árið 1970 lauk hún prófi sem leið- sögumaður frá Ferðaskrifstofu Ríkisins og starfaði að leiðsögn á meðan að heilsan entist. Júlía átti lengi sæti í stjórn Fé- lags leiðsögumanna og gegndi starfi formanns félagsins frá 1979 til febrúarmánaðar sl. Þá átti hún um þriggja ára skeið sæti í stjórn Alþjóðasambands leiðsögumanna á Norðurlöndum, IGC. látin Júlía Sveinbjarnardóttir Eftirlifandi eiginmaður Júlíu er Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri. Haraldur V. Olafsson í Fálkanum látinn Haraldur V. Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Fálkans hf., lést í Reykja- vík 18. september sl. 83 ára að aldri. Haraldur lauk prófi frá Versl- unarskóla íslands árið 1920. Frá árinu 1922 til 1923 dvaldist hann í Danmörku og Þýskalandi við nám og störf. Á árunum 1921 til 1948 starfaði sem aðstoðarmaður föður sins, Ólafs Magnússonar kaup- manns, við verslunina Fálkann i Reykjavík og var framkvæmda- stjóri hennar frá 1948 til 1955. Hann var forstjóri Fálkans hf., fyrst einn 1955 til 1964 og síðan með bræðrum sínum Braga og Sigurði, uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1975. Haraldur var formaður stjórnar Fálkans hf. frá 1948 til 1955 og stjórnarformaður 1955 til 1976. Hann var meðstjórnandis Stáls hf. frá stofnun 1956 og stjórnar- formaður frá 1976. Hann var for- maður íslandsdeildar alþjóðasam- bands hljómplötuframleiðenda (ÍÁH) frá stofnun 1966 til ársins 1978. Hann var fyrsti formaður Sambands flytjenda og hljóm- plötuframleiðenda á íslandi (SFH) þegar það var stofnað árið 1973 og gegndi því starfi annað hvert ár frá þeim tfma. Haraldur var aðalræðismaður Lýðveldisins Kóreu frá 1970 og endurskoðandi Félags íslenskra kjörræðismanna frá 1973. Hann var gerður að heið- ursfélaga f deild íslendingafélags- ins í Winnipeg árið 1968. Þá var hann gerður heiðursfélagi Karla- kórsins Vísis árið 1969 og Lúðra- sveitarinnar Svans árið 1969. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Þóra Finnbogadóttir. Benedikt Þ. Gröndal verkfræðingur látinn Benedikt Þ. Gröndal verkfræðing- ur, fyrrverandi forstjóri Hamars hf., lést í Reykjavík þriðjudaginn 11. september sl. 85 ára að aldri. Benedikt lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum f Reykjavfk árið 1917 og cand. phil.-prófi frá Hafn- arháskóla árið 1918. Árið 1924 lauk hann prófi í vélaverkfræði frá Den Tekniske Höjskole í Kaupmannahöfn. Sama ár starf- aði hann sem verkfræðingur hjá A/S Flydedokken í Kaupmanna- höfn og hjá vélsmiðjunni Hamri hf. í Reykjavík. Á árunum 1925 til 1931 starfrækti hann eigin verk- fræðistofu í Reykjavík og var þá meðal annars ráðunautur húsa- meistara rfkisins við hitalagnir. Benedikt starfaði sem verk- fræðingur hjá Hamri hf. f Reykja- vík frá árinu 1931 og gegndi starfi forstjóra fyrirtækisins frá 1932 til ársins 1972. Hann var fram- kvæmdastjóri Stálsmiðjunnar hf. og Járnsteypunnar hf. í Reykjavík frá stofnun þeirra árið 1933, ásamt framkvæmdastjóra frá vél- smiðjunni Héðni hf. Benedikt átti sæti í framkvæmdanefnd Vinnu- veitendasambands íslands frá stofnun þess árið 1934 og einnig átti hann sæti í stjórn Iðnaðar- málastofnunar íslands frá 1962. Hann var formaður VFÍ 1946—48 og formaður Meistarafélags járn- iðnaðarmanna 1942—44 og 1953— 54. Hann var heiðursfélagi í VFl og Rótaryklúbbi Reykjavíkur. Eftirlifandi eiginkona Bene- dikts er Halldóra Ágústsdóttir Flygenring. Morgunbladid/Júlíus. Kjaradeilunefnd að störfum í Rúgbrauðsgerðinni í gær, en þar hefur nefndin haft aðsetur í verkfalli BSRB. Fær SKÝRR undanþágu til að reikna út laun? Kjaradeilunefnd tekur væntan- lega ákvörðun um það í dag hvort kalla eigi starfsfólk Skýrsluvéla ríkisins til vinnu, og annað það fólk sem vinnur á einhvern hátt við að afla forsendna til launaútreiknings, til að hægt verði að greiða út laun um næstu mánaðamót. Skýrsluvélar ríkisins reikna út laun fyrir rikið og Reykjavíkurborg. Ef erindinu verður synjað og verkfall BSRB dregst enn á langinn gæti svo farið að ýmsir aðilar sem ekki eru í verkfalli fái ekki laun sín greidd um mánaða- mótin. Helgi V. Jónsson, formaður kjaradeilunefndar, sagði i samtali við Mbl. í gær, að nefndin hefði fengið að glíma við ýmis prófmál í þessu verkfalli og þetta væri eitt af þeim. Sambærileg staða kom ekki upp í verkfalli BSRB árið 1977. Spurningin væri hvort það heyrði undir verksvið kjaradeilu- nefndar að fjalla um mál af þessu tagi, en samkvæmt lögum á nefnd- in aðeins að sinna erindum sem varða nauðsynlega öryggisvörslu og heilsugæslu. Kjaradeilunefnd hafði í gær fengið 462 erindi inn á borð til sin, kveðið upp rúmlega 300 úrskurði og þar af synjað rúmlega 50. Félagsdómur: Frávísimarkröfu hafnað í máli BSRB og borgarinnar Félagsdómur hafnaði í gær frávís- unarkröfu lögmanns Reykjavíkur- borgar í máli því er BSRB höfðaði gegn Reykjavíkurborg vegna þess að laun borgarstarfsmanna voru ekki greidd að fullu 1. október sl. Krafð- ist lögmaður Reykjavíkurborgar þess að málinu yrði vísað frá Félags- dómi, en sú krafa var ekki tekin til greina og féllu atkvæði þannig í Fé- lagsdómi að þrír höfnuðu frávísun- arkröfunni en tveir vildu vísa málinu frá dómi. Lögmaður Reykjavíkur- borgar hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hann kærir þennan úr- skurð til Hæstaréttar. Nokkur önnur mál hafa komið fyrir Félagsdóm í kjaradeilum þeim er nú standa yfir, að því er formaður Félagsdóms, Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, tjáði blm. Mbl. i gær. En auk Bjarna eiga þeir Björn Helgason, hæsta- réttarritari, og Gunnlaugur Briem, yfirsakadómari, fast sæti í Félagsdómi og einnig sitja nú i honum þeir Ragnar Halldór Hall, borgarfógeti, skipaður af fjár- málaráðherra, og Sigfinnur Sig- urðsson, skrifstofustjóri, skipaður af BSRB. Nýlega dæmdi Félagsdómur í máli þvi er BSRB höfðaði gegn Selfossbæ á þeim forsendum, að byggingafulltrúa Selfossbæjar væri skylt að fara í verkfall og var úrskurður dómsins á þá leið að svo væri. Einnig var kveðinn upp dómur i máli sveitarstjóra Borgarnes- hrepps f.h. hreppsins gegn BSRB vegna félagsmanna þess, er hjá hreppnum starfa. Þar var þess krafist að verkfall þeirra starfs- manna yrði dæmt ógilt, sökum þess að ekki hefði verið löglega til þess boðað. Félagsdómur dæmdi verkfallið ólögmætt og mun talið að sá dómur geti haft fordæmis- gildi, þar sem samskonar kjara- samningar og eru á milli BSRB og Borgarneshrepps gilda a.m.k. hjá eftirtöldum sveitarfélögum: Bessastaðahreppi, Stykkishólmi, Ólafsvík, Patreksfirði, Dalvík og Höfn í Hornafirði. Þá hafa tvö mál sem blaðamenn höfða gegn útgefendum vegna þess að laun voru ekki greidd fyrirfram 1. oktober sl. verið þing- fest fyrir Félagsdómi og er Blaða- mannafélag Islands stefnandi í báðum tilvikum. Varnaraðili i öðru málinu er Vinnuveitenda- samband Islands fyrir hönd Ár- vakurs hf. og í hinu Nútíminn hf. Lögmaður Blaðamannafélags Islands í báðum málunum er Guðni Á. Haraldsson, hdl. Lög- maður Árvakurs er Þórarinn V. Þórarinsson, lögfræðingur, og lög- maður Nútímans Eiríkur Tómas- son, hdl. Óánægja medal sjómanna Kjaradeilunefnd úrskurðaði sl. fimmtudag að sjómenn skyldu njóta eðlilegs símasambands við fjöldskyldur sínar f landi, en nefndinni barst erindi þar um mánudaginn 15. október. Höfðu sjómenn þá verið meira og minna sambandslausir við fjöldskyldur sínar frá þvf er verkfall BSRB skall á þann 4. október, vegna lok- unar strandstöðva, sem eingöngu sinntu neyðarþjónustu. Þeir óskar Vigfússon, formað- ur Sjómannasambands Islands, og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sögðu í samtali við Mbl. í gær, að það væri geysileg óánægja meðal sjómanna um þessar mundir, bæði vegna þessa fjarskiptamáls og eins vegna þeirrar tregðu sem var á að hleypa sjómönnum í land á þeim skipum sem legið hafa við ytri höfnina í Reykjavik í verkfall- inu. Er talið að þegar mest var hafi yfir 50 sjómenn verið inn- lyksa í skipum sínum við höfn- ina. „Þá eru okkar umbjóðendur undrandi á því hve seint gekk að kippa fjarskiptamálinu í liðinn," sagði ðskar, „en þessi seina- gangur stafaði að nokkru leyti af misskilningi; BSRB-mönnum barst aldrei formleg beiðni um að aflétta þessu og það var ekki fyrr en á mánudaginn í síðustu viku sem kjaramálanefnd fékk erindið inn á sitt borð. Hún af- greiddi erindið hins vegar ekki fyrr en á fimmtudag." Guðmundur Hallvarðsson sagði að sjómenn hefðu margir hverjir náð sambandi til Islands í gegnum Færeyjar fyrstu verk- fallsvikuna, en síðan hefði verið tekið fyrir það að mestu leyti. „Það er mjög afleitt að þetta ástand skuli hafa skapast," sagði Guðmundur, „því það hefur eng- in áhrif á gang kjaradeilunnar að halda sjómönnum sambands- lausum við fjöldskyldur sínar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.