Morgunblaðið - 23.10.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984
7
Landhelgisgæslan:
Franska þyrlan kom
til landsins í gær
ÞYRLAN sem Landhelgisgæslan
hefur tekið i leigu fri Frakklandi
kom til landsins í gær, minudag. í
ihöfn þyrlunnar voru franskur flug-
stjóri, Pill Halldórsson, flugstjóri,
Benóný Ásgrímsson, flugmaður, og
einn franskur flugvirki. Að sogn Sig-
urðar Árnasonar, skipherra hji
Landhelgisgæslunni, var lagt upp fri
Færeyjum í gærmorgun, millilent á
Hornafirði og lenti þyrlan í Reykja-
vík klukkan 14.23 í gær.
Þyrlan er af gerðinni Dauphin
og hefur Landhelgisgæslan hana á
leigu frá Aerospatialie-verksmiðj-
unum í Frakklandi fram á mitt
næsta ár. En þá er von á þyrlu
þeirri sem gæslan hefur fest kaup
á frá verksmiðjunum og er hún
sömu gerðar og sú sem kom í gær.
Þyrlan hefur enn ekki hlotið is-
lenska skráningarstafi en franskir
skráningarstafir hennar eru
F-WXFJ. Verður strax hafist
handa við að þjálfa íslenskar
áhafnir sem fljúga eiga þyrlunni.
Askriftarsiminn er 83033
Ný stjórn
Launasjóðs
rithöfunda
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Nýja þyrlan á Reykjayíkurfhigyelli í gær, rétt eftir komuna.
Á STJÓRNARFUNDI Launasjóðs
rithöfunda sem haldinn var í sept-
ember sl. var skipuð ný stjórn
sjóðsins til þriggja ára. I stjórn-
inni eiga sæti Jóhanna Sveinsdótt-
ir bókmenntafræðingur, Brynjólf-
ur Bjarnason forstjóri BUR og
Sverrir Tómasson bókmennta-
fræðingur.
Össur Skarphéðinsson, nýráðinn rit-
stjóri Þjóðviljans.
Össur Skarphéð-
insson ritstjóri
Þjóðviljans
ÖSSUR Skarphéðinsson hefur nú
tekið við störfum sem ritstjóri Þjóð-
viljans í stað Einars Karls Haralds-
sonar sem nú hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Alþýðubanda-
lagsins.
Össur er fæddur árið 1953.
Hann lagði stund á líffræði við
Háskóla íslands og lauk þaðan
prófi árið 1979. Þá starfaði hann
um skeið sem blaðamaður á Þjóð-
viljanum en hélt utan til Englands
til náms í fiskalífeðlisfræði. Hann
lauk doktorsprófi í þeim fræðum
sl. vor og hefur starfað sem blaða-
maður á Þjóðviljanum síðan. Eig-
inkona Össurar er Árný Erla
Sveinbjömsdóttir, jarðfræðingur.
Þá hefur sú breyting verið gerð
á ritstjórninni, að Oskar Guð-
mundsson fréttastjóri hefur verið
ráðinn ritstjórnarfulltrúi. Frétta-
stjóri verður sem hingað til Val-
þór Hlöðversson.
Metabo
Endlng - Kraf tur - Öryggi
A EINNI
SEKÚNDU..
PRENTAR GEMINI
ALLT STAFRÓFIÐ
FJORUM SINNUM
★ Gemini nálaprentararnir frá Star vinna afar hratt. 120 stafir á hverri sekúndu — allt stafrófið
4 sinnum og gott betur — er þeim leikur einn.
★ Gemini prentararnir hafa sitt eigið minni. Þeir geyma því og prenta upplýsingar um leið og
þeir létta á minni tölvunnar sem þeir eru tengdir við. Gemini prentararnir skila skýrri og
áferðarfallegri prentun með íslensku letri í mörgum stærðum og leturgerðum —
á rúllupappír, gataðan tölvupappír og lausar arkir.
★ Þú tengir Gemini prentara jafnt við litlar og stórar tölvur af flestum gerðum og verðið er
ótrúlega hagstætt.
GEMIN110Xi
kostar aðeins kr. 13.400,-
(með vinnslubreiddina 21 sm.)
GEMIN115Xi
kostaraðeins kr. 19.850,-
(með vinnslubreiddina 38 sm.)
Hérer tækifærið fyrirþá sem
vilja eignast alvöru prentara.
ék
TOLVUDEILD
■w
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33 — Simi 20560
pós.hólf 377
• - >•-t)