Morgunblaðið - 23.10.1984, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984
9
Til
sölu
TF-HRL, Piper Cherokee er til sölu. Heildarflugtími
um 3000 klst. Vélin er búin blindflugstækjum og er
í mjög góöu ástandi. Eftir eru um 1000 klst. af
mótor.
Vélin hefir alla tíö veriö í flugskýli.
Upplýsingar í símum 11199 og 19813.
GEfsiP?
Þessir margeffirspurðu
kuldaskór aftur fáanlegir
SPÓNl
eik, fu
mahog
40, 50 >
og 244\
Geröu þaö
sjálfur
eik
eidd
PLA
með
og&
og 2
itu
teak
breid
BJÖRNINN HF
Skúlatúni 4 - Siml 25150 - Reykjavik
IBSRÍ S-THMNW
KRISTJÁN TH0RLACIUS!
VERÐUM AÐ TRY6GJA
KAUPMÁTTINN * 35s«£i,5si,s» - ZZSgr* BSSgjggC
í blaöaleysinu
í Staksteinum er í dag drepið á ýmislegt sem
gerst hefur á sviöi íslenskrar fjölmiðlunar í
blaðaleysinu. Sérstaklega er vitnað til mál-
gagns opinberra starfsmanna, BSRB-tíöinda,
sem hvaö eftir annaö hefur látið aö því liggja
aö hvers kyns ófagnaöur setji svip sinn á
launagreiðslur til opinberra starfsmanna.
Safngrípir
f bla&aleysinu hafa verið
gefin út alls kyns dreifirit
og blöð sem ef að líkum
betur eiga eftir að öðlast
gildi sem safngripir þegar
fram líða stundir. Þeir sem
áhuga hafa á söfnun slíkra
dreifirita mega hafa sig
alla við til að koma hönd-
um yfir allt sem út hefúr
komið. Dreifingunni hefúr
verið háttað með margvís-
legu móti og að útgáfú-
starfseminni hafa staðið
Ijölmargir aðilar sem litu á
verkfall bókagerðarmanna
sem uppgripatíma. Ritfrels-
ið er stjómarskrárverndað
og veitir mönnum rétt til
að segja skoðun sína á
prenti, hitt er svo Ueknilegt
vandamál sem auðvelt er
að leysa nú á tímum að
fjölfaída ritað mál i þús-
undum eintaka ef því er að
skipta.
Eins og vakið er máls á I
forystugrein Morgunblaðe-
ins í dag taldi blaðið sig
bundið af þeim samning-
um sem gerðir höfðu verið
við samtök vinnuveitenda
og verkalýðsfélög áður en
til verkfalls kom i verkfall-
inu sjálfu. Þess vegna fór
blaðið ekki út á þá braut
að nýta sér aðra Uekni til
fjölföldunar I verkfallinu
en fclst í hefðbundinni
prentun. Blaðið hefur þvl
ekkert lagt til í þann flokk
safngripa sem framleiddir
hafa verið á síðustu sex
vikum.
Af Qölmiðlaverkfallinu
leiddi einnig að margir
tóku að b'ta á sjálft Ríkis-
útvarpið sem hálfgerðan
safngrip þegar þeir sáu hve
auðvelt var að koma á fót
útvarpsstöðvum sem gátu
með fámennu starfsliði
veitt þá þjónustu sem brýn-
ust var á líðandi stund. Oft
hefur verið grunnt á óvild
útvarpsstarfsmanna í garð
frjáls útvarps og eftir að
því var hrundið af stokkun-
um vegna ólögmætrar lok-
unar Ríkisútvarpsinr
magnaðist þessi óvild 0|
breyttist í sumum tilvikum
iheift
Eftir að neyðarréttar-
sjónarmiðin sem for-
svarsmenn frjálsra út-
varpsstöðva lögðu til
grundvallar starfsemi
þeirra höfðu I raun verið
viðurkennd með því að
hafist var handa af hálfu
rikisins að senda út tvo
fréttatíma á dag vaknaði
sú spurning i hugum
margra hvort í þessum
fréttum væri gætt ákvæða í
3. málsgrein 3. greinar út-
varpslaganna þar sem
starfsmönnum Ríkisút-
varpsins er gert skylt að
halda í beiðri lýðræðislegar
gnindvallarreglúr, virða
tjáningarfrelsi og gæta
fyllstu óhhitdrægni gagn-
vart öllum flokkum og
stefnum í opinberum mál-
um, stofnunun, félögum og
einstaklingum. Þessi laga-
grein er ekki safngripur
beldur felst í henni starfs-
regla sem sett er af ríkri
nauðsyn, regia sem þeim
mun brýnna er fyrir starfs-
menn útvarpsins að fylgja
þegar þeir sitja einir að
fjölmiðhin í landinu.
Baráttublað
BSRB
Það dreifiblað sem mest
befúr borið á í verkfallinu
siðustu daga heitir
RSRB-tíðindi. Enginn sem
þessi tíðindi les getur efast
um að þeir sem í það rita
vilja sækja fram af miklu
kappL Enginn lesandi
BSRB-tíðinda þarf beldur
að efast um hverja það tel-
ur höfuðandstæðinga sína,
því að á síðum blaðsins eru
einstaklingar, einkum úr
röðum sjálfstæðismanna,
teknir til bæna og þeim
ekki vandaðar kveðjurnar.
f þessum skrifum hefur
verið lögð stund á persónu-
legan skæting í garð stjórn-
málamanna og annarra
sem flestir hafa talið að
heyrði sögunni til. Að hefja
slík skrif til vegs í nafni
opinberra starfsmanna get-
ur eltki verið þeim öllum
að skapi og fráleitt er að
ætla að þau verði til þess
að lokum að Ijölga krónun-
um i launaumslögum
þeirra.
Markmið BSRB-tíðinda
er að vinna þeirri kröfu
skilyrðlslaust fylgi að laun
opinberra starfsmanna
verði hækkuð um 30% og
frá þvi hvergi hvikað. Hver
er rökstuðningurinn fyrir
þessari kröfu? Hér verður
gripið niður í þrjár forsíðu-
greinar tiðindanna.
f 12. töhiblaði 12. októ-
ber segir „Með kröfum
okkar erum við að gefa um
það yfirlýsingu með hvaða
hætti við teljum að eigi að
greiða kaup á fslandL Ekki
í greiðslum fyrir óunna yf-
irtíð eða sporslum til hinna
útvöldu, heldur á hreinan
og beinan hátt, samkvæmt
umsömdum kauptöxtum.
Ríkisstjórnin talar óljóst
um skattalækkanir. Við er-
um til viðtals um þær. En
hér erum við á varðbergi.
Við spyrjum hvað á að
skera niður í ríkisútgjöld-
um til að mæta þessari
skattalækkun. Á að taka á
þeim stóru og spilltu eða
hinum smáu og veikburða?
Á að beita hnífnum á spilL
ingu í sjóðakerfi eða á að
beita bonum á skólakerfi
og sjúkrahús? Það er auð-
veldara að loka gigtardeild
en taka á Qármálaspillingu.
Og við minnumst þess að
íslenskir stjórnmálamenn
gera það sem er auðveld-
ast, ekki það sem er hag-
kvæmast og réttasL l*ess
vegna erum við á varð-
bergL“
f 15. tbl. 17. október seg-
ir „í sumar vöknuðu
opinberir starfsmenn upp
við vondan draum. Þeir
gerðu sér grein fýrir hvert
stefndi. Þeir ákváðu að
segja þessum falsheimi
(sem ríkir í launagreiðslum
til opinberra starfsmanna,
innsk. Staksteina) stríð á
hendur, þeir vildu hreinar
og beinar línur. Þeir
ákváðu að hafna kerfi und-
irlægjunnar, Sporshikerf-
inu. Því kerfi sem var ann-
að í orði en á borði. Þeir
settu fram hófsamar kröfur
og minntu jafnframt lands-
lýð á hver laun þeirra
væru.“
Og í 17. tbl. 19. október
segja BSRB-tíðindL „Til
þess að fá rétt út úr dæm-
inu þarf að stilla því rétt
upp. Svo geta menn farið
að reiltna. Þetta verkfall
snýst meðal annars um
það. Að stilla dæminu rétt
upp. — Við kreljumst þess
að það sé reiknað hvað
þurfi að breytast til að
fyrirhafnarlaust sé hægt að
greiða okkur þrjátíu pró-
sent ofan á launin. Og við
krefjumst þess að það sé
reiknað hvað þurfi að
breytast til að þessi þrjátiu
prósent verði ekki tekin
burt í einni svipan með
gengisfellingu, eða öðrum
fídúsum verðbólgukynslóð-
arinnar á Alþingi.“
Allt árið um kring - í hvaða veðri sem er getur fjölskyldan sólað sig í Soltron frá JK.
—^ f ^ JÁ 16 X 100 wall 26 X 100 watt 20 X 100 watt 26 X 160 watt
Átt þú ekki skilið smá vítamín í kroppinn - og fallegan hörundslit!
JK vestur-þýsku sólarlamparnir standast ýtrustu gæðakröfur
v-þýska öryggis- og heilbrigðiseftirlitsins.
Þér er óhætt að slappa af í JK sólarlampa hvort sem hann er stór eða smár,
einfaldur eða „samloka“, með sérstökum andlitslampa eða án.
Að auki eru bekkirnir loftkældir. Bekkimir standast vel kröfur þeirra sem
vilja sólbaða sig heima og þeirra sem reka sólbaðstofur.
Dekraðu við sjálfan þig í JK sólarlampa og árangurinn er vellíðan og
fallegur hömndslitur á öllum tímum ársins.
JK = mest seldu sólarlampar í Evrópu.
ÞYZK-ISLENZKA
Lyngháls 10, símí 82677