Morgunblaðið - 23.10.1984, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984
21
Óvíst hvaða embætti
Ogarkov tekur við
Moskm, 22. október. AP.
SERGEI F. Akhromeyev, nýskipaöur
yfirmaður sovézka herráðsins, sagði
í sjónvarpsviðtali við NBC-fréttastof-
una í dag, að skipun hans í embætti
í síðustu viku ætti ekki að verða til-
efni til neinna sérstakra getgátna.
Hann fékkst hins vegar ekki til þess
að skýra frá því, hvaða starfi fyrir-
rennari hans, Nikolai V. Ogarkov,
ætti að taka við né hvers vegna sá
síðarnefndi væri látinn víkja úr emb-
ætti forseta herráðsins nú, eftir að
hafa gegnt þeirri stöðu í 7 ár.
Akhromeyev og Grigory Korni-
enko aðstoðarutanríkisráðherra
ræddu við fréttamenn NBC í hálfa
klukkustund í dag um margvísleg
málefni, en það er mjög fágætt, að
háttsettir sovézkir valdamenn
veiti vestrænum fréttamönnum
slík viðtöl. Sagði Kornienko, að
Andrei Gromyko utanríkisráð-
herra væri reiðubúinn til þess að
ræða við Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseta síðar í þessum mán-
uði, er Gromyko færi til Banda-
ríkjanna.
Akhromeyev var spurður um
heilsufar sovézka leiðtogans
Konstantins Chernenkos, sem að-
eins befur komið fram við eitt
tækifæri undanfarna tvo mánuði.
Svaraði Akhromeyev því til, að
Chernenko hefði verið í orlofi, en
væri nú kominn til starfa á ný.
Launakerfið stokk-
að upp í Kína
Pekíng, 22. október. AP.
UMBÆTUR í kínversku efnahags-
lífi standa nú fyrir dyrum og er m.a.
fyrirhugað að stokka upp allt launa-
kerfið í landinu. Menntamenn og
þeir, sem tæknifróðir eru, hafa
lengi borið skarðan hlut frá borði
miðað við aðra en nú á að verða
breyting á því. Er þetta haft eftir
kínverskum embættismanni, sem
ekki vildi láta nafns síns getið.
Hingað til hafa verið í gildi
lágmarkslaun í Kina en mennta-
menn hafa hins vegar engin tök
haft á því að auka laun sín með
bónusgreiðslum eins og gerist
með verksmiðjufólk og verka-
menn, sem oft og tíðum bera þre-
falt meira úr býtum en þeir, sem
hafa lagt á sig langskólanám.
Nýja launakerfið verður þannig,
að áfram verða i gildi lágmarks-
laun og eftirlaun en hér eftir
verður tekið tillit til ábyrgðar i
starfi og þess hvernig verkið er af
hendi leyst.
Meðal annarra breytinga í
efnahagslífinu, sem sagt var frá
opinberlega sl. laugardag, má
nefna, að dregið verður úr ríkis-
afskiptum, slakað á verðlagseft-
irliti, laun verða hækkuð og verk-
smiðjustjórnum gert að taka upp
sams konar samkeppni og á sér
stað i kapitalískum löndum.
AP/Símamynd.
Bílsprengja í Stokkhólmi
Leifar bifreiðar, sem sprengd var í loft upp í miðborg Stokkhólms árla á mánudagsmorgun. Bifreiðin var í eigu
manns sem er af júgóslavnesku bergi brotinn, en ekkert er vitað um orsakir þessa atburðar. Engin slys urðu á
fólki.
Sprengjuhrina í Colombo
( 'olombo, 22. okt AP.
NOKKRAR öflugar sprengjur
sprungu í Colombo í morgun og her
og lögreglulið landsins voru sam-
stundis sett í viðbragðsstöðu. Einn
maður beið bana er fyrsta sprengj-
an sprakk og mun sá látni hafa
verið að koma sprengjunni fyrir i
grennd við lögreglustöð.
Maðurinn var af ættflokk
Tamila. Nokkru síðar sprakk svo
önnur sprengja mjög voldug og
slösuðust þá fjórir strætisvagna-
farþegar. Sprengjunni hafði ver-
ið komið fyrir í grennd við stræt-
isvagnabiðstöð og segir í frétt-
um, að það hafi verið mesta mildi
að fáir voru á ferli vegna þess
hve árla morguns þetta gerðist.
Stjórnvöld á Sri Lanka eru
sögð óttast að þessir atburðir
kunni að vera undanfari frekari
aðgerða Tamila gegn stjórn
Jayawardene forseta og þar eð
þeim þyki hann hafa gengið á
bak orða um að reyna að jafna
misrétti sem er með Sinhalesum
og Tamilum í landinu.
Sadofoss
LÍM OG ÞÉTTIEFNI
Rubberseal 1K
Mióaóu vió
IBMPC
i
Skjár án auka-
endurkasts.
Létt og auðvelt
lyklaborð.
Stórt minni.
Hraðvirkur
prentari.
Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna:
Ef þú ert að hugleiða kaup á
tölvu, hagaðu þér þá eins og þeir
sem reynsluna hafa.
Flestir tölvuframleiðendur og
nær allir framleiðendur hugbún-
aðar miða við IBM PC.tölvuna,
sem tók beint strik á toppinn hér-
lendis eins og hvarvetna í heimin-
um. Betri meðmæli eru vandfund-
in.
IBM PC er ekkert frekar tölva
fyrir byrjendur þó að hún henti
þeim mjög vel. Þú þarft heldur
ekki eingöngu að ætla henni byrj-
unarhlutverk. Verkefnasvið IBM
PC er afar víðfeðmt hvort sem
hún er sjálfstæð eða í tengslum
við aðrar tölvur.
Við að kynnast kostum IBM PC
kemstu fljótt að raun um hve dýr-
mæt hún er. Pantaðu kynningu á
IBM PC strax hjá næsta söluum-
boði.
Gísli J. Johnsen
Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8,
Kópavogi, simi 73111
Skrifstofuvélar hf.
Ottó A. MicheUen, Hverfisgötu 33,
Reykjavík, sími 20560
Örtölvutækni sf., Ármúla38.
Reykjavík, sími 687220 -----------