Morgunblaðið - 04.11.1984, Side 2

Morgunblaðið - 04.11.1984, Side 2
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4, NÓVEMBER 1984 Frá suraarsýningu Árbæjarsafns í leikrdngum. „Alltaf líf í gömlum húsum“ Nanna Hermannsson borgarminjavörður tekur við starfi lénsminjavarðar í Svíþjóð eftir 10 ár í Árbæjarsafni (Ljósm. Emilfa). „Einn draumurinn hefur verið að koma hér upp tækniminjasafni." Húsið Líkn sem geymir nú skrifstofur Árbæjarsafns. Þetta hús stóð áður við Kirkjustræti og Alþingishúsið var byggt ( kálgarði hússins. „Þetta hús hefur verið kallað Líkn, og stóð upphaflega við Kirkjustræti. Austan við það var mikill kálgarður sem lagður var undir Alþingishúsið, þannig að segja má að Alþingishúsið sé byggt í kálgarði þessa húss. Húsið var reist 1848 og var í fyrstu ein hæð, hlaðin úr múrsteinum sem urðu af- gangs er Dómkirkjan var byggð. Húsið gekk einnig oft undir nafn- inu hús Halldórs Kr. Friðriksson- ar, en hann var kennari við Latínu- skólann. Halldór eignaðist húsið 1851, og bjó þar til dauðadags. Er Alþingishúsið fékk hluta kálgarðs- ins sem tilheyrði húsinu, byggði Halldór ofan á húsið, þessa hæð sem við erura nú í. Þessi hæð er því fjörutíu árum yngri en neðri hæðin, byggð 1884 úr timbri og einangruð með steinsteypu.** Húsið sem hér er rætt um stendur i túnfæti Árbæjarsafns og það er Nanna Hermannsson borgarminjavörður sem segir sögu hússins í stórum dráttum. Húsin standa þarna hvert i ná- lægð annars, flest áttu rætur einhvers staðar annars staðar en urðu að víkja fyrir nýrri húsum, nútímabyggingarháttum, krön- um og lyfturum sem margir telja aðalarkitektana í dag. Svona fljótt á litið virðast þau ekki eiga neitt annað sameiginlegt en það að vera öðruvisi en hin húsin i Árbæjarhverfinu sem eru reynd- ar farin að skriða yfir nálægar hæðir, og margir farnir að gleyma að Árbæjarhverfið dreg- ur nafn sitt af gamla bænum þarna í nágrenninu. Jíúsið Líkn var tekið í notkun fyrir safnið árið 1978, og hér eru nú skrifstofur safnsins." Nanna er önnum kafin við að pakka niður, hún er á leið til Svíþjóðar eftir 10 ára starf í Árbæjarsafni. Fyrir framan gula húsið sem hún hefur búið í þennan tíma stendur hálffullur gámur með hluta af búslóð fjölskyldunnar innanborðs. „Ég hef fengið launalaust leyfi í eitt ár, og er búin að ráða mig til starfa sem lénsminjavörður í Norrköping, kem til með að fylgjast með fornminjum í Suð- urmannalandi og verð forstöðu- maður safnsins í Nyköping. „Þetta hefur verið geysilega skemmtilegur tími hér í Arbæj- arsafni, það hefur margt gerst á þessum 10 árum sem liðin eru frá því ég hóf störf hér. Það hef- ur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með þeirri þróun sem hefur átt sér stað í sambandi við viðhorf til gömlu húsanna og margt gott gerst í húsfriðun- armálum. Reykjavík er mjög fal- leg borg, en það þarf oft ein- hvern utanaðkomandi til að benda á fegurð sem heimamenn líta á sem sjálfsagðan hlut.“ Gömul hús pökkuð inn í bárujárn Út um gluggann á Líknarhús- inu má sjá nokkur húsanna sem flutt hafa verið á safnið, einna næst er Suðurgata 7 sem pökkuð hefur verið inn í bárujárn, við- gerðir ekki hafnar. Árbæjarsafn á sér tiltölulega stutta sögu eins og flestum er kunnugt og ef til vill ekki úr vegi að rifja hana upp. Reykjavíkurborg eignaðist jörðina árið 1906, en búið var í Árbæ þar til 1948. Safnið var svo stofnað árið 1957 sem útisafn, með því markmiði að endurreisa Árbæ, friðlýsa svæðið, stefna að almenningsgarði á svæðinu og flytja þangað eða endurreisa menningarsögulega merkar byggingar. Einn helsti hvata- maður að stofnun safnsins var Lárus Sigurbjörnsson skjala- og miniavörður Reykjavíkurborgar. „Eg kom hingað á ferðalagi 1973, var þá safnvörður í forn- minjasafni í Færeyjum, og þá spurði Þór Magnússon þjóð- minjavörður mig að því hvort ég vildi taka að mér stjórn Árbæj- arsafns." Nanna er fil. lic. í þjóð- háttafræðum, hafði kennt þjóð- háttafræði i Bretlandi og unnið við danska Þjóðminjasafnið áður en hún kom hingað. Nanna er fædd og uppalin í Sviþjóð, móðir hennar er islensk en faðirinn sænskur. íslandi hafði hún þó kynnst lítilsháttar, verið við menntaskólanám hér í tvo vetur. „Mér fannst svæðið hérna ósköp óásjáiegt i fyrstu er ég byrjaði sem safnvörður hér 1. apríl 1974. Þegar ég kom hingað var ólafur B. Jónsson ráðsmaður hér og auk hans voru smiðir á verkstæðinu sem unnu að endur- byggingu húsanna, en engin skrifstofa var á staönum. Gula húsið sem við hér á staðnum nefnum svo var tekið af Laufás- vegi 31, og fyrst var skrifstofan þar auk þess sem þar var íbúð fyrir mig og manninn minn. Fljótlega kom samstarfsmaður, Júlíanna Gottskálksdóttir list- fræðingur sem nú er í fram- haldsnámi i arkitektúr. Kristín Jónasdóttir kom svo hingað sem aðstoðarmaður 1975, hún vinnur við textílviðgerðir og hefur sinnt ýmsum störfum fyrir safnið. 1978 komu svo hingað þær Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur og Guðný Gerður Gunnarsdóttir þjóðháttafræðingur. Þú spyrð ef til vill hvað allt þetta fólk hafi að gera hér á safninu, þar sem það er aðeins opið þrjá mánuði á ári. En á vet- urna er unnið hér við að gera upp gömul hús, könnuð brot úr sögu Reykjavíkur, tekið á móti skólabörnum og öörum gestum sem óska sérstaklega eftir því.“ { Líknarhúsinu er því að finna ýmsar skjalfestar upplýsingar um Reykjavíkurborg, þar má finna sögur einstakra húsa og ljósmyndir úr gömlu Reykjavík. „Ekki hægt að skilja Laxness án þess að... “ Sumir hafa gagnrýnt Árbæj- arsafn fyrir að það sé ekki nægi- lega lifandi, lagt til að búið verði í gömlu húsunum eða komið upp einhvers konar starfsemi í þeim svo sem verslunum eða veit- ingastöðum. Hvað segir Nanna um þessa gagnrýni? „Húsin sem gerð eru upp hér á safninu eru gerð upp með það í huga að þau eru safnmunir, hús sem á að búa í þarf að einangra betur, setja upp rafmagn, hita og þess háttar. Hér er verið að sýna ákveðna þróun í byggingum, og yrði erfitt að fá að skoða húsin ef einhver byggi í þeim. Árbæj- arsafn er fyrst og fremst safn, og hér er hægt að skoða sögu- fræg og venjuleg hús frá mis- munandi tímum á einum stað sem hlýtur að vera kostur. Hug- myndin er að hér verði komið upp nokkurs konar þorpi, hér eru götur eða vísir að götum, byggðin er enn heldur óþétt þar sem fleiri hús eiga eftir að bæt- ast í hópinn, því söfn sem þessi byggjast venjulega á löngum tíma. Ég er ekki sammála þvl að húsin séu ekki nógu lifandi þar sem ekki er búið í þeim. Það er alltaf líf í gömlum húsum. Þau verða lifandi um leið og fólk kemur að skoða þau, sýnir börn- unum sínum hvernig forfeðurnir bjuggu, þetta er hluti af þjóðar- arfinum, það er t.d. ekki hægt að skilja Laxness án þess að reyna að setja sig inn í hvernig fólk bjó. Ég held að þðrfin fyrir safn af þessu tagi eigi eftir að aukast með árunum. Þessi gömlu timb- urhús eru ótrúlega fá og því mik- ils virði að þeim sé vel við haldið. Hvað varðar veitingahúsrekst- ur, þá höfum við mörg undanfar- in sumur verið með kaffiveit- ingar í Dillonshúsi, húsið hefur verið tekið mjög rækilega í gegn, og næsta sumar á það að vera fullbúið og væntanlega mjög fal- legt. Við höfum breytt inngangin- um í safnið frá því sem áður var, nú fer miðasalan fram í húsi sem áður var Laugavegur 62, þar verður komið upp verslun og ég geri ráð fyrir að fólk geti komið þar inn eins og í gamla búð og keypt eitthvað eins og í gamla daga. Sumarsýningar og Útnorðursafn Á sumrin höfum við verið hér með sýningar, héldum sýningu á leikföngum eitt árið, flugminj- um annað árið, þá hefur verið hér iðnminjasýning, sýning á verkum Jóns Helgasonar, sýning á kvensöðlum og sýning á al- þýðulist úr Dölunum í Svíþjóð svo eitthvað sé nefnt. Við erum með í svokölluðu Útnorðursafni, en það er samstarf menningar- sögulegra safna i Grænlandi, Færeyjum og íslandi. Þetta safn hefur m.a. fengið styrk úr Nor- ræna menningarsjóðnum til sýn- inga og nú eru sex sýningar í gangi á vegum safnsins, flytjast á milli landa.“ — Hvaða framkvæmdir eru næst á döflnni hér i safninu? „Það verður gengið betur frá aðkomu safnsins, og undirbúin sýning í prófessorshúsinu frá Kleppi. Þar verður sýning úr sögu Reykjavíkur, atvinnulíf og byggingar. Það er að mörgu leyti erfitt að fara frá þegar mörg verkefni eru framundan, einn draumurinn hefur t.d. verið að koma hér upp tækniminjasafni, en nú er eingöngu til deild í Þjóðminjasafninu með því nafni. Gamla rafstöðin hér i nágrenn- inu er ágætlega til þess fallin." — Hvensr liggur leið þín hingað næst? „Eg kem hingað á þing næsta sumar, en ég veit ekki hvort ég kem til að vera að loknu þessu ári. Við eigum tvo stráka, 8 og 9 ára, sem eru fæddir og uppaldir hér á safninu, annar þeirra fæddist hér í einu húsanna, og við eigum eftir að sjá hvort þeir festa rætur í Svíþjóð." texti: Valgeröur Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.