Morgunblaðið - 04.11.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984
69
/ kokteUkeppai í MaBora 1967.
góðu skapi og fara út aftur jafn
vel á sig komið."
Og það versta?
„Verst af öllu er að þurfa að
neita of drukknu fólki um af-
greiðslu. Það er sem betur fer
sjaldgæft, en kemur þó fyrir.
Annað er það, sem fer alveg
sérstaklega í taugarnar á mér,
og það er þegar gesturinn kem-
ur á barinn og veit ekki hvað
hann vill. Auðvitað reynir mað-
ur að liðsinna mönnum í slíkum
tilfellum, en það segir sig sjálft,
að það er afskaplega erfitt fyrir
barþjóninn að ákveða fyrir fólk
hvað það á að drekka. Það er
svo einstaklingsbundið hvað
hentar mönnum í það og það
skiptið."
fyrstu fnunreidshimenn i Naustinu, rið opnunina & nóvember 1954, f.v- Sigurður Pátasoa, Birgir Ámason, PíB Amljótsson,
Bjami Guðjónssoo, Súnon Sguijónsson og Grétar Hafsteinsson.
ar og viðurkennir að það sé ekki
beint hægt að vera ánægður
með vinnutímann. En auðvitað
verður ekki á allt kosið í þessu
lífi.
I framhaldi af þessu spyr ég
Símon um tómstundir og hann
Á ferð í Olpunum í boði ítakka
barþjónaktúbbéms 1961
var einn af stofnendum Bar-
þjónaklúbbs íslands, formaður
klúbbsins fyrstu árin og árið
1983 var hann gerður að heið-
ursfélaga klúbbsins, sá fyrsti
og eini sem hlotnast hefur sá
heiður. Ég spyr hann nánar út í
félagsstörfin.
„Ég hef alltaf álitið það
mikilvægt að hafa gott sam-
band við fagfélög og starfsbr-
æður erlendis, og strax fyrir
1960 vorum við farnir að leita
út fyrir landsteinana, fyrst og
fremst með það fyrir augum að
læra af reynslu annarra og
bæta okkur í starfi. Síðan hefur
maður farið í ferðir út, tekið
þátt í alþjóðlegum barþjónam-
ótum, verið dómari í keppnum
og þess háttar. Svo er ég með-
limur í enska og danska bar-
þjónaklúbbnum."
Þú ert líka margverólaunaður
úr hinum og þessum keppnum. Er
einhver verðlaunadrykkur, sem
þér þykir vænna um en aðra?
„Nei, ég vil helst ekki gera
upp á milli þeirra. En það má
kannski segja að „Stranger"
Súnon ásamt núverandi eiganda Nausts, Ómari HaBssynL
Hstu starfsmenn Naustáns, sem báðt bafa starfað frá því
húsð opnaði, Súnon og Gísti Pihnason birgðavörður.
Tekið i móti viðurkenningu i alþjóðlegu harþjónamóti i ftatiu.
Starfsfótii Naustsins, sem starfað haíði við húsið tri upphafí i 15 ára afmætinu 1969.
ídómnefnd á alþjóðlegu barþjónamóti.
hvort það væri virkilega þess
virði að leggja þetta á sig. Ég
kveið stundum fyrir því að fara
í vinnuna. Og enn kemur það
fyrir, eftir erfiðar vaktir, að
það tekur mig talsverðan tíma
að ná mér niður. Ég þarf oft að
„lesa mig niður" í tvo til þrjá
tíma áður en ég get farið að
sofa.
En svo hefur maður auðvitað
átt skemmtilegar stundir á
móti og það er eitt sem mér
dettur í hug, þegar talað er um
sálfræðilegu hliðina á þessu
starfi. Það er, að eftir öll þessi
ár er maður orðinn býsna
glöggur að sjá út manngerðina,
sem kemur á barinn. Nú orðið
þarf ég stundum ekki annað en
að tala við manninn í tvær til
þrjár mínútur til að fara nokk-
uð nærri um hvers konar
manngerð hér er á ferðinni."
Hvað er skemmtilegast við
starfið?
„Það ánægjulegasta við
starfið er að sjá fólk koma inn í
FÉLAGSSTÖRF OG
VIÐURKENNINGAR
Frúin ber fram kaffi og kök-
ur og ég nota tækifærið og spyr
hana hvernig það sé að vera
gift barþjóni. „Helgarkvöldin
geta verið ansi lengi að líða og
þetta er oft einmanalegt. Ég
fann minna fyrir þessu hér áð-
ur fyrr, þegar strákarnir voru
litlir. En eftir að þeir fóru að
heiman finnst mér þetta alveg
ómögulegt. Ef ég væri ung
stúlka í dag myndi ég sennilega
ekki velja barþjón," segir hún
og lítur brosandi á mann sinn,
sem verður hálf vandræðalegur
undir þessu ámæli. Hann tekur
þó undir þessa skoðun konunn-
dregur þá fram safn eitt mikið
og digurt, þar sem finna má
vindlamerki alls staðar úr
heiminum. „Ég hef verið að
safna þessu síðastliðin 20 ár og
er í samböndum út um allan
heim, enda eru merkin nú orðin
um 300 þúsund," segir hann og
fer varfærnislegum höndum
um möppurnar, sem geyma
þetta mikla safn. Hann segir að
það fari ótrúlega mikill tími í
þessa tómstundaiðju og greini-
legt er að mikið hefur verið
nostrað við safnið. Af öðrum
áhugamálum nefnir Símon
ferðalög, og hafa þau hjónin
ferðast víða, bæði á eigin veg-
um og á vegum félagasamtaka
barþjóna víða um heim. Símon
hafi verið hvað vinsælastur. í
honum eru % Contreause. 'A
Cream deCacao og '/s ferskur
sítrónusafi. Einnig má nefna
„Hot Pants" sem fékk silf-
urverðlaun á alþjóðlegu
barþjónamóti í Japan."
Símoni hefur verið sýndur
ýmiss konar sómi í starfi sínu
og meðal annars hlotið orður
frá forseta Islands, Svíakon-
ungi og Noregskonungi. Ég
spyr hann nánar út í þessar
viðurkenningar.
„Forsetaorðuna fékk ég frá
Ásgeir Ásgeirssyni, en ég vann
um skeið við margar forseta-
veislur á Bessastöðum. Kónga-
orðurnar fékk ég hins vegar í
tengslum við heimsóknir þess-
ara þjóðhöfðingja og mér skilst
að það sé venjan að veita svona
orðu ýmsum þeim sem koma
nálægt slíkum heimsóknum."
Ég spyr Símon að lokum hvað
hann haldi að hann eigi eftir að
vera lengi enn fyrir innan barb-
orðið í Naustinu.
„Það er ómögulegt að segja
til um það. Það má kannski
segja að það sé kominn tími til
að breyta til, bæði fyrir mig og
viðskiptavinina. Þó er ég ekki
viss um að ég gæti skotið rótum
annars staðar úr því sem komið
er. Mér hefur liðið vel í Naust-
inu og mér þykir vænt um stað-
inn, starfsfólkið og kúnnana, og
ég vona að það sé gagnkvæmt."
Sv.G.