Morgunblaðið - 04.11.1984, Side 8
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984
MENGUN
Þar standa
þeir sífellt
á öndinni
Hlæið ekki. Við erum að
dauða komin.“ Eftirfarandi
orð stóðu meðal annars á mótmæla-
spjóldum, sem um 2.000 manna hóp-
ur bar fyrir skömmu í Alameda Park
í miðri Mexíkóborg. Fundurinn var
haldinn síðla föstudags, þegar um-
ferðaröngþveitið í borginni er sem
mest
Af skiltunum mátti draga þá
ályktun, að hópurinn væri hrædd-
ur um að verða hafður að háði og
spéi. Og æði margir hafa væntan-
lega séð harla lítinn tilgang í að-
gerðum hans. Þarna voru á ferð-
inni félagar í vistfræðisamtökum
Mexíkó og höfðu þar með efnt til
fyrstu skipulögðu mótmælaað-
gerðanna í baráttunni fyrir hreinu
lofti í Mexíkóborg. í engri annarri
borg á byggðu bóli er viðlíka mikil
mengun og þar. Og þarna búa um
16 milljónir manna, eða um það
bil 20% af íbúum landsins.
Forsvarsmenn mótmælaaðgerð-
anna benda á að loftmengun i
Mexíkóborg sé talsvert meiri en í
Los Angeles, New York, Tókýó eða
nokkurri annarri borg í heimin-
um, og að brýnt sé að aðhafast
eitthvað hið skjótasta.
En vistfræðingarnir standa
frammi fyrir því vandamáli, að
umhverfisvernd er munaður sem
ekki er á færi allra í þriðja heim-
inum að veita sér. Götusalinn og
skóburstarinn sem hafast við i
menguðu loftinu í miðborg Mex-
íkóborgar hafa nóg á sinni könnu
við að afla sér viðurværis og litinn
tíma og orku til að hafa áhyggjur
af öðru. Ekki eru þó allir jafnfá-
tækir, og vistfræðingarnir gera
sér vonir um að ná meðal annars
til þeirra, sem eiga þær 2,5 millj-
ónir ökutækja sem í borginni eru.
Mörg þeirra eru bandarísk trylli-
tæki, sem spýja eiturgufum út í
andrúmsloftið þar sem súrefni er
af skornum skammti fyrir enda er
borgin 7.000 fet yfir sjávarmáli.
Samkvæmt upplýsingum vist-
fræðisamtakanna látast árlega
5.000 manns beinlínis vegna um-
hverfismengunar þarna í höfuð-
borginni. Að auki þjást 400.000
manns af sjúkdómum, sm rekja
má til mengunar, svo sem astma
og augnkvillum ýmiss konar svo
sem astma og augnkvillum. Þá eru
meltingartruflanir og margskonar
magasjúkdómar líka raktir til
mengunarinnar.
Vistfræðingarnir geta sýnt
fram á að barátta þeirra hefur
borið nokkurn árangur. Þegar for-
seti Mexíkó flutti árlegt ávarp sitt
til þjóðarinnar i september sl.
skýrði hann frá því, að breyting á
reglugerð hefði haft hagstæða
þróun í för með sér í þessu tilliti.
Til dæmis hefði stórlega dregið úr
notkun eldsneytis, sem innihéldi
mikið blý. Og þá hefðu sum þeirra
iðnfyrirtækja í Mexíkóborg, sem
völd hefðu verið að mikilli loft-
mengun, horfið frá því að brenna
olíu og notuðu þess í stað jarðgas.
— PETER CHAPMAN
ÞRÆLAHALD
Alltnemahlekkirnir
Ahmed Ould Sid Ahmed barm-
ar sér yfir því, að gömul
kona, sem eitt sinn var ambátt
fjölskyldu hans, komi enn heim til
hans á tyllidögum, biðji um pen-
inga og líti á sig sem eina af fjöl-
skyldunni.
Þetta er dálítið erfitt mál fyrir
Sid Ahmed, því að hann var fyrir
skömmu formaður sendinefndar
Mauritaníu á ráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna um mannréttindi,
þar sem fjallað var um þrælahald.
í Mauritanfu eru um tvær millj-
ónir manna og þar af eru 40%
annað hvort þrælar eða leysingj-
ar, enda þótt þrælahald hafi form-
lega verið aflagt þrisvar sinnum.
Nú mun þeim samt loksins vera
alvara á þessum slóðum og félags-
skapur, sem berst gegn þrælahaldi
og hefur bækistöðvar í Lundúnum,
á hvað drýgstan hátt f þeirri
þróun.
Á fundinum um mannréttinda-
mál, sem fyrr frá greinir, var lesin
upp skýrela frá sendinefnd á veg-
um Sameinuðu þjóðanna, sem
sótti Mauritaníu heim fyrr á þessu
ári. Peter Davies, framkvæmda-
stjóri félagsins f Lundúnum, sagði
af því tilefni, að herforingja-
stjórnin í Mauritaníu hefði sýnt
þann manndóm að viðurkenna, að
enn eimdi eftir af þrælahaldi f
landinu, þótt 24 ár væru iiðin sfð-
an það hlaut sjálfstæði.
Frakkar afnámu þrælahald f
Mauritaníu formlega árið 1905, en
það var þó áfram við lýði. Þrælar
voru að visu ekki hafðir f hlekkj-
um ein9 og borið gat við í Suður-
ríkjum Bandaríkjanna á þeim
tíma, en eigi að síður voru þeir
LÆKNAVÍSINDIN
Lyl fyrir
lágvaxna
Fyrir skömmu hófust til-
raunir með lyf, sem e.t.v.
á eftir að valda byltingu í
læknavísindunum. Það hefur
þau áhrif, að það eykur lík-
amsvöxt barna og unglinga, en
læknar eru þó nú þegar farnir
að hafa áhyggjur af, að það
kunni að verða misnotað.
Læknarnir, sem að til-
raununum standa, telja, að
með íyfinu verði unnt að búa
til heila kynslóð af ofur-
mennum í íþróttum. Þeir
óttast líka, að metnaðarfull-
ir foreldrar, sem eiga smá-
vaxin en eðlileg börn, muni
gefa þeim það af einskærum
hégómaskap. Nýja lyfið,
kallað Somatonorm III, er
vaxtarhormón, sem búið er
til að aðferðum erfðaverk-
fræðinnar og gert fyrir bðrn,
sem ekki geta búið nóg til af
því sjálf og ná því sjaldan
meðalvexti.
Hægt verður að framleiða
eins mikið af þessu lyfi og
hver vill og þótt það sé vissu-
iega kostur fyrir þá, sem á
því þurfa að halda, er hætt
við, að óvandaðir menn í
læknastétt skrifi upp á það
fyrir börn, sem ekkert amar
að þótt smávaxin séu. Lyfinu
fylgir líka sú hætta fyrir þá,
sem heilbrigðir eru, að of
mikið af vaxtarhormóninu
getur vaidið sykursýki. Sér-
fræðingar vona, að ekki
verði öðrum leyft að gefa
þetta lyf nema valinkunnum
heiðursmönnum til að ólík-
legra sé, að það verði misnot-
að.
— ANNABEL FERRIMAN
Vopnabúr í einkaeign — og tilheyrandi slagorð.
HINIR SKOTGLOÐU
Selst sem
hugsjón
Skyrtubolir með
áletrununum
„Dreptu komma
fyrir mömmu",
„Sprengjum upp
Hanoi. Það er
ekki of seint",
„Farið til Líbanon og hjálpið Sýr-
lendingi á fund Allah“ og
„Sprengjum upp Havanna" eru
líklega meinlausustu vörurnar,
sem auglýstar eru í tímaritum
fyrir Bandaríkjamenn, sem eiga
þá hugsjón helsta að heyja einka-
stríð gegn kommúnistum, sér-
staklega þeim í Mið-Ameríku.
Þegar tveir Bandaríkjamenn,
háðir húsbændum sinum i hvi-
vetna.
Þrælarnir voru ævinlega þel-
dökkir. Yfirleitt voru húsbændur
þeirra „hvítir“ márar eða þeldökk-
ir Afríkumenn. Að sjálfsögðu átti
enginn svertingi hvítan þræl.
Þrælarnir unnu myrkranna á
milli. Þeir önnuðust búpening,
sóttu vatn í lindir og þrifu tjöldin
án þess að fá nokkra greiðslu
fyrir. Til skamms tíma tíðkaðist
það jafnvel að húsbændur hefðu
ungar ambáttir til tækifærisgjafa.
Leysingjar eru
um 30% af
íbúum Mauritaníu.
Þeir eru álíka
réttlausir og lægsta
stétt manna á
Indlandi. Niðjar
þeirra þurfa í
sumum tilvikum að greiða fram-
lag til húsbændanna. Vitað er til
þess að leysingjar, sem vinna í
frönskum bílaverksmiðjum, senda
fyrrverandi húsbændum hluta af
launum sínum. En þess eru einnig
dæmi að leysingjar hafi orðið efn-
aðir kaupsýslumenn, landeigendur
og háskólamenn — og þess eru
líka dæmi að leysingjar hafi gerst
þrælahaldarar.
Þrælahald var afnumið með lög-
um árið 1961 og aftur árið 1981, en
í bæði skiptin skorti að viðeigandi
ráðstafanir væru gerðar til að
unnt væri að framfylgja lögunum.
Stjórnvöld í Mauritaníu þræta
fyrir að þrælahald sé enn við lýði í
landinu — nema ef til vill í út-
kjálkabyggðum. En þó er vitað til
þess að dómarar hafi vísað frá sér
þrælum, sem leitað hafa til þeirra
til að öðlast frelsi. Slfkum dómur-
um hefur nú verið vikið úr emb-
ætti, en I sumum tilvikum bæta
lögreglumenn gráu ofan á svart og
reyna að handsama þræla sem flú-
ið hafa. Sumir þeirra eru nefni-
lega þrælahaldarar líka.
— DENNIS HERBSTEIN
sem börðust við
hlið uppreisnar-
manna í Nicar-
agua, féllu nú
fyrir skömmu,
vakti það ekki
aðeins athygli á
þessum krossförum gegn komm-
únismanum heldur ekki sfður á
því andlega fóðri, sem þeir nærast
á. Tímaritin skipuleggja ferðir
sjálfboðaliða til EI Salvador og
Honduras, safna fé fyrir stjórn-
arherinn í E1 Salvador og upp-
reisnarmenn f Nicaragua og segja
sögur af hernaði Suður-Afríku-
manna gegn skæruliðum Swapo-
hreyfingarinnar. Stríð og stríðs-
vopn eru aðalefnið á siðum blað-
anna og hetjusögur af hermönn-
um. í leiðurum eru menn hvattir
til að taka þátt f kosningum og
kjósa þann frambjóðanda, sem
hugsar eins og þeir. Reagan er í
náðinni en þó harðlega gagnrýnd-
ur fyrir linku bæði í Mið-Ameríku
og Áfganistan.
Nú nýlega sögðu talsmenn ríkis-
stjórnarinnar, að það væri ekkert
rangt við það að gerast sjálfboða-
liði í Mið-Ameríku enda hefði
þingið bannað leyniþjónustunni
aðgang að þeim sjóðum, sem hún
notaði áður til að útvega uppreisn-
armönnum vopn, lyf og einkenn-
isbúninga. Sumir þingmenn, og
jafnvel leiðarahöfundur Wash-
ington Post líka, halda þvf fram,
að enginn munur sé á þessum
sjálfboðaliðum og þeim Banda-
ríkjamönnum, sem tóku þátt í
borgarastyrjöldinni á Spáni
1936—39 og að þess vegna ættu
stjórnvöld ekkert að skipta sér af
þeim.
Ekki fer á milli mála, að upp-
reisnarmenn f Nicaragua og
stjórnarherinn í EI Salvador fá
umtalsverða aðstoð frá einstakl-
ingum, félögum og rfkisstjórnum,
sem sammála eru stefnu Reagan-
stjórnarinnar f málefnum Mið-
Ameríku. Þrátt fyrir það eru upp-
reisnarmenn ekki á neinum hrak-
hólum með bandariska sjálfboða-
liða. Það er meira en nóg af þeim.
Sumir auglýsa þjónustu sína í her-
mannatimaritum, sem venjulegt
fólk hefur andstyggð á fyrir gróft
og ofbeldisfullt efni,
— MIGUEL ACOCA