Morgunblaðið - 04.11.1984, Side 35

Morgunblaðið - 04.11.1984, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 99 Myndverk Sverris Ólafssonar Myndlist Bragi Ásgeirsson f eystri gangi Kjarvalsstaða hefur Sverrir Ólafsson myndlist- armaður komið fyrir nokkrum skúlptúrverkum, er hafa staðið þar, hangið í lausu lofti eða fest á vegginn þessar síðustu verk- fallsvikur. Hefur staðið á ýms- um tilfæringum allan sýningar- tímann, húsinu hefur verið lokað og opnað á vixl en nú að afstöðnu verkfalli gefst fólki loks kostur á því að skoða þau í friði fram á sunnudagskvöld. Sverrir er menntaður úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og hefur gert víðreist um Evrópu og Bandaríkin. Gerandinn hélt sýningu í hin- um margfræga sýningarsal FÍM við Laugarnesveg meðan hann var og hét og vakti hún nokkra athygli þeirra er á þann stað villtust af tilviljun. Þegar fyrri sýning gerandans einkenndist mest af ríkri við- leitni til fágunar og einfaldleika þá einkenndist þessi af umbúða- lausum, kröftugum vinnubrögð- um í ætt við það sem efst er á baugi i framúrstefnugalleríum heimsins. Það hefur þannig orðið mikil brevting á vinnubrögðum Sverr- is Olafssonar hin síðari ár og þá aðallega í útfærslu mynd- verkanna en maður kennir sama manninn á bak við handverkið. Sýningin ber það öll með sér. að mikil gerjun og umbrot eiga sér stað í myndheimi gerandans og að hann hafi ennþá ekki náð þar öruggri fótfestu. Allt er þó á leiðinni og hin hrifmestu verk á sýningunni eru í senn einföld og sterk og vil ég þá einkum vfsa til verkanna „Myndhöggvarinn" (1), „Snoppufríð" (7), „Gríma" (17), „Blámann og blómarós“ (21) og „Kasper, Jesper og Jónatan" (28). Flestar myndanna eru unnar í næsta óvenjulega tækni hér á landi, en þær eru mótaðar í stál og málaðar með olíulitum. Þetta er hressileg frumraun á nýju sviði hjá Sverri ólafssyni og nú gildir að fylgja unnum áfanga fast eftir — slaka hvergi á. Hárígræðsla í Danmörku Veiti aöstoö og ráöleggingar þeim, sem hyggjast fá hárígræöslu hjá „Hair Consult Scandinavía" í Kaupmannahöfn eða TCC í Englandi. Sömu læknar á báöum stööum. Kynniö ykkur verö og greiösluskilmála. Upplysingar í síma 614233 á kvöldin. Siguröur L. Viggósson. tannlæknir. Bladburóarfólk óskast! ettirtaiin hverfi: Qrafarvogshverfi Skeifunni -f» Beintur lór-hetortílboö pottaplöntum Siáið okkarverð: -- Kærieikstré (50 cm) • • • Lea Coccinea (30 cm) • Drekatré(45cm) Skotgiaða Hanna (Piiea) Hengihnoðri • ....... , Aspas-Springeri •••• Tilboöiö giidir Símar 36770-686340 Gróðurhúsmu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.