Morgunblaðið - 04.11.1984, Side 36
100
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984
Skttnaðarkveðja:
Gísli og Einar
Gestssynir Hœli
Við fráfall bræðra minna Gísla
og Einars, sem varð með rúmlega
viku millibili þann 4. og 14. októ-
ber sl., leita margar kærar minn-
ingar á hugann. Einkum eru
áleitnar minningar frá æskuheim-
ilinu á Hæli í Hreppum, þar sem
við deildum gleði og sorgum, 5
bræður og ein systir, lengst af með
góðri og mikilhæfri móður, þvi að
föður okkar misstum við, þegar
við vorum börn, það yngsta aðeins
hálfs árs aö aldri, en Gísli sem var
elstur var á tólfta árinu, en Einar
10 ára. Ég var þá aðeins á þriðja
árinu og fyrstu minningar mínar
voru þær, hve móðir okkar syrgði
föður okkar sárt. Við börnin skild-
um öll hve hún átti bágt og reynd-
um því að vera henni góð og eftir-
lát. En föðurmissirinn þjappaði
okkur saman og gerði okkur sam-
rýnd og sterk fjölskyldutengsl
hafa haldist með okkur systkinun-
um allt til þessa dags.
Föðurbróðir okkar Eiríkur Ein-
arsson alþ.m. gekk okkur að
nokkru í föðurstað. Hann tregaði
bróður sinn sárt eins og margir
munu hafa kynnst, sem lesið hafa
kvæðabók hans Vísur og kvæði.
Þremur árum eftir dauða hans
orti Eiríkur kvseði sem hann nefn-
ir „Allt er að endurgróa":
Senn kemst það f gott og gamalt lag,
hann Gfsli, sá elsti, á að fermast f dag,
að ári verður það Einar.
Til hækkandi sólar ég horfa vil,
á Hæli eru margir drengir til
og bestu byggingarsteinar.
Fjallið er enn með bera brún
og blásturinn náði fram á tún,
en allt er að endurgróa.
Það króknar ei lff, sem kjarngott er
þó klæðafaldurinn breyti sér,
þvf er melur orðinn að móa.
Já, smám saman greru sárin
eftir föðurmissinn og móður okkar
tókst að skapa okkur einstaklega
hlýtt og örvandi æskuheimili, þar
sem trúrækni og aivara lffsins
hélst í hendur við einlæga gleði,
söng, fþróttaiðkanir, skáldskap og
ljóöagerð.
Við bræðurnir lærðum að
syngja saman f kvartett jafnvel
áður en sá yngsti komst úr mút-
um, og það held ég að hafi verið all
frumlegur kórsöngur, að vera með
sólista meö barnsrödd sem söng
með karlakór. Og stundum létum
við systur okkar spila undir hjá
okkur, jafnvel þegar hún var svo
Iftil, en hún var yngst, að hún náði
varla niður á fótafjalirnar á orgel-
inu. Margt var sér til gleði gert og
hver stund nýtt til söngæfinga eða
fþróttaiðkana. Aldrei var sest
niður til að matast eða drekka
kaffi á engjunum að ekki væri tek-
ið lagið og þá alltaf fjórraddað og
oft með sólósöng til viðbótar.
Kveðskapur fylgdi oft með, því að
sérstaklega þeir Gisli og Einar
voru góðir hagyrðingar.
Ég minnist þess hve oft var
glatt á hjalla þegar haldið var upp
á túngjöldin sem jafnan var með
þeim hætti að gefið var frí frá
slættinum kl. þrjú e.h. og farið
heim og drukkið súkkulaði, kaffi
og kökur með eins og ffnast á jól-
unum. Alltaf var eitthvað gert sér
til skemmtunar og á Hæli var
oftast mikið sungið. Ég held að
það hafi verið sumarið 1930 að
túnaslátturinn var frekar erfiður,
fyrst óþurrkar en sfðan þegar
þurrkurinn kom, var við lftt ráðið
vegna hvassviðris. Ég man að á
túngjaldadaginn vorum við Gfsli
bróðir saman á teig, og ég var allt-
af að yrða á hann, en fékk lítil
svör. Klukkan þrjú voru orfin lögð
til hliðar og við bræður 5 gengum
heim á leið og þá sagði Gisli okkur
að hann hefði sett saman 5 stökur,
sem hann ætlaðist til að við syngj-
um f túngjöldunum við lagið „Litla
skáld“ og f þvf átti ég að syngja
einsöng. Fyrstu vísurnar voru á
þessa leið:
Taðan hirt og túnið autt,
töðugjöldin kalla.
Þrátt fyrir sumar þurrka snautt,
þrátt fyrir storma alla.
Svo var stælt f strákum þel,
að stormurinn varð að gjalti.
Við höfum unnið allir vel,
allir nema Hjalti.
í næstu tveimur vfsum fékk ég
svo orðið og hældi mér stórkost-
lega og að lokum kom svo kórinn
og féllst þá á að allir án undan-
tekninga hefðu unnið vel.
Gamanmál, gleði og söngur ein-
kenndu þessi æskuár um og eftir
1930. Ég man að f túngjöldunum
1931 flutti Gfsli kvæði sem hófst á
þessari vfsu:
„Við einum bæ í breiðri sveit
brosir sólin rauð og heit.
Iðar þar um engjareit
æði smá en vinnuteit
sveinahjörð en samt er hún nokkuð
[sundurleit.”
Árið 1931 var sfðasta árið sem
við bræðurnir vorum allir heima á
slættinum, en fram til 1938 að
leiðir skildi vegna skólagöngu og
styrjaldarástands, var félagsskap-
ur okkar systkinanna einstaklega
náinn og sönggyðjunni færðar
miklar fórnir til mikillar gleði
móður okkar, sem var mjög mús-
fkölsk og hafði ágæta söngrödd.
Þó að hópurinn tvístraðist
nokkuð árið 1938, þá vorum við
systkinin svo lánsöm að móðir
okkar lifði eftir það í 30 ár og á
meðan hún lifði og raunar allt til
þessa dags, höfum við átt margar
gleðistundir á gamla æskuheimil-
inu, að Hæli f Hreppum, því að
þangað hefur hugurinn jafnan
reikað og þar er enn gott að koma
og hitta frændur og vini og hlusta
á raddir náttúrunnar, setjast f
grasið við hlfðarfaðm og anda að
sér ilmi jarðar og hlusta á fossa-
og flúðatal og vind i stráum.
Mér varð bilt við er mér barst
andlátsfrétt Gfsla bróður mfns.
Hann hafði lifað við góða heilsu
fram á sl. vor og aldurinn lftið
farinn að setja mark sitt á hann,
þó að hann væri orðinn 77 ára
gamall. En skömmu seinna veikt-
ist hann alvarlega og lá á sjúkra-
húsi fram eftir sumri. Hann kom
heim af sjúkrahúsinu um miðjan
ágúst, en batinn var hægur. Svo
var það að kvöldi dags 4. október
að hann gekk til hvflu um tíuleyt-
ið, eftir að hafa boðið konu sinni
og dætrum tveim, sem voru í
heimsókn, góða nótt. Hálfri
stundu sfðar þegar litið var inn til
hans hafði hann lagt bókina sem
hann var að lesa til hliðar og var
örendur, en lá eins og hann hefði
lagt sig til svefns eftir góðan
starfsdag.
Gfsli var fæddur á Hæli f
Gnúpverjahreppi 6. maf árið 1907.
Hann var elstur 7 barna þeirra
Gests Einarssonar bónda á Hæli
og konu hans Margrétar Gísla-
dóttur.
Það kom fljótt í ljós að Gísli
hafði miklar námsgáfur og þótti
þvf sjálfsagt að hann yrði settur
til mennta. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum f Reykjavfk að-
eins 19 ára gamall, árið 1926 með
mjög hárri einkunn, enda hlaut
hann hinn svokallaða stóra styrk
menntamálaráðs til náms f efna-
verkfræði við verkfræðiháskólann
danska f Kaupmannahöfn. Hann
var duglegur að skrifa móður
minni bréf frá Kaupmannahöfn,
frá skólastarfinu og frá þvf sem
fyrir augu og eyru bar. Móðir mín
las upp þessi bréf fyrir okkur
systkinin og við drukkum f okkur
allt sem hann sagði frá. Einu sinni
man ég að mamma var bæði stolt
og glöð eftir lestur bréfs sem hún
fékk en þá lét Gfsli fylgja með
kvæði, sem hann hafði ort um
vorkomuna hér heima, ljúfsárt
saknaðarlóð sem sýndi okkur að
hann hafði erft eitthvað af ljóð-
rænum hæfileikum föður okkar.
Það kom betur í ljós sfðar á lífs-
leiðinni, þá sjaldan hann fékkst til
að láta kveðskap sinn heyrast.
Gfsli hafði óvenjulega fjölhæfar
gáfur, og fljótt varð honum ljóst
að hann hafði ekki valið þá náms-
grein sem stóð næst hugðarefnum
hans. Það voru miklu fremur ýmis
svið náttúrufræði, tónlist eða
jafnvel saga. Námið fór þvf nokk-
uð á dreif og að lokum setti krepp-
an mikla fótinn fyrir frekara nám.
Hann fékk stöðu við Landsbank-
ann f Reykjavik haustið 1931 og
varð þá ekki meira af námi við
verkfræðiháskólann danska. Þetta
sama ár kvæntist Gfsli eftirlifandi
konu sinni Guðrúnu Sigurðardótt-
ur handavinnukennara en þau
kynntust er þau voru bæði við
nám f Kaupmannahöfn. Guðrún er
dóttir Sigurðar Jónssonar sem um
langt skeið var skólastjóri Mið-
bæjarbarnaskólans, og konu hans
önnu Magnúsdóttur. Þetta kvon-
fang varð Gfsla mikill gæfuvegur,
þvf óhætt mun vera að fullyrða að
elskulegra og gestrisnara heimili
fannst ekki en þeirra heimili og
aldrei hefur hún heyrst segja
æðruorð, þó að hún hafi alla tíð
unnið hörðum höndum bæði sem
kennari og húsmóðir. Þau voru
einnig svo lánsöm að eignast fjög-
ur efnileg börn sem öll hafa hlotið
ágæta menntun og stofnað sfn
heimili. Þau eru: Anna fþrótta-
kennari, gift Geir Kristjánssyni
verslunarmanni. Þau eiga 2 börn.
Margrét handavinnukennari,
starfsmaður Þjóðminjasafnsins,
ógift og barnlaus. Sigrún lyfja-
fræðingur, gift Jóhanni Má Marf-
assyni aðstoðarforstjóra Lands-
virkjunar. Þau eiga 4 börn. Gestur
jarðfræðingur, starfsmaður
Orkustofnunar, vinnur nú er-
lendis, kvæntur Ernu Halldórs-
dóttur. Þau eiga 2 börn.
Gfsli átti mörg hugðarefni bseði
merkileg og þroskandi og honum
heppnaðist að sinna þeim það
mikið að hann náði árangri eða
vissri fullkomnun f þeim mörgum.
Eitt þessara hugðarefna var að
kynnast landi okkar og sögu þess.
Hann gekk snemma i Ferðafélag
íslands og á vegum þess ferðaðist
hann mikið um landið, bæði sem
óbreyttur ferðamaður og sem far-
arstjóri. Á þessum ferðalögum
safnaði hann bæði sjaldgæfum
bergtegundum og miklu magni af
jurtum og átti hann orðið mikið
safn fslenskra jurta, enda var
hann mjög vel að sér f grasafræði
og naut sfn sjaldan betur en við
grasasöfnun. Á þessum ferðalög-
um tók hann einnig mikið af
myndum en hann var snjall ljós-
myndari og fullvann sjálfur allar
sínar myndir og hafa margar
þeirra birst í ýmsum ritum og
blöðum. Gfsli var um áratuga
skeið f stjórn Ferðafélags íslands
og hann kunni vel við sig f þeim
félagsskap, og þar átti hann
marga vini, sem hann hafði mikla
ánægju af að blanda geði við og
átti þá marga að heimilisvinum til
æviloka.
Gfsli hóf starfsferil sinn sem
bankamaður við Landsbankann.
Ekki fór það á milli mála, að Gfsli
var þar fyrst og fremst til þess að
geta séð fyrir sér og sfnum, en
starfsgleðin var þar takmörkuð.
Af tilviljun að mestu réðst það svo
árið 1950, að Gísli fór í sumarfrí
að aðstoða Kristján Eldjárn Þjóð-
minjavörð við fornleifarannsókn-
ir. Þetta varð til þess að Kristján
lagði að Gísla að ráðast til þjóð-
minjasafnsins og varð það að ráði
árið 1951, og þar vann Gfsli sitt
ævistarf, það sem eftir var ævinn-
ar með miklum áhuga og vakandi
starfsgleði. í þessu starfi nýttist
Gfsla hin vfðfeðma þekking sem
hann hafði aflað sér, og þarna gat
Gísli rækt áhugaefni sfn i sögu-
grúski, ferðalögum og ljósmynd-
un. Gfsli var mjög vel ritfær og
kom honum það að góðu gagni í
þessu starfi, því að hann skrifaði
margar greinar um fornleifa-
rannsóknir og auk þess f rit
Ferðafélags íslands. Hann gaf
einnig út ásamt Snorra Hjartar-
syni safnritið „Heiman ég fór“
sem var ætlað sem þjóðlegt lestr-
arefni ferðamanna.
Gfsli átti vandað bókasafn og
hafði hann sjálfur bundið inn all-
mikið af bókum sfnum f mjög
vandað band. Gisli var ágætlega
músfkalskur. Hann spilaði oft
daglega á pfanóið sitt eða hann sat
og hlustaði á mikil tónverk, sem
hann átti mörg á plötum. Hann
stundaði reglulega konserta Sin-
fónfuhljómsveitarinnar frá þvf að
hún var stofnuð og sótti einnig
alla merkari hljómlistarviðburði
höfuðborgarinnar. Gfsli hafði
gaman af að syngja og hafði góða
bassarödd og hann hafði einnig
gaman af að semja sönglög og
hygg ég að hann hafi samið
nokkra tugi ágætra sönglaga á
yngri árum, en það mun hann
hafa lagt niður með aldrinum.
Gfsli var einstaklega trygglynd-
ur og vinfastur og hann átti þvf
fjölda tryggðavina og þar á meðal
vorum við systkini hans. Ég og
kona mfn og börn eigum margar
ógleymanlegar minningar frá
heimsóknum á heimili Gunnu og
Gfsla, þar sem við fundum alltaf
að við vorum velkomin og þar gátu
allir verið eins og heima hjá sér.
Um leið og heimili þeirra var hið
merkasta menningarheimili þá
var það einnig einstakt gestrisni-
heimili og þvf fjölsótt af stórum
og góðum vinahópi. Það er erfitt
að hugsa til þess að hér er nú orð-
in breyting á en mér er þó efst í
huga innilegt þakklæti til allrar
fjölskyldunnar fyrir það liðna. Og
gott er að hugsa til þess að Gfsli
Minning:
Guðrún Oddnjj
Þorvaldsdóttir
Fædd 14. aprfl 1924
Dáin 27. október 1984
Á morgun verður borin til
hinstu hvflu Guðrún Oddný Þor-
valdsdóttir, fulltrúi hjá Póst- og
sfmamálastofnuninni. Guðrún var
dóttir hjónanna Gróu Oddsdóttur
og Þorvaldar Böðvarssonar, bónda
og hreppsstjóra á Þóroddsstöðum
í Hrútafirði.
Guðrún lauk prófi frá Kvenna-
skólanum á Blönduósi og hóf sfðan
stðrf hjá Pósti og síma sem tal-
símavörður á simstöðinni á Borð-
eyri í apríl 1946. Á árinu 1948
fluttist hún til Reykjavíkur og
vann á langlínumiðstöðinni til
ársins 1962 en þá var hún skipuð
bókari í hagdeild stofnunarinnar.
Árið 1970 var hún síðan skipuð
fulltrúi á skrifstofu aðalféhirðis
þar sem hún starfaði til dauða-
dags.
Eg kynntist Guðrúnu vel þegar
hún og eiginkona mfn urðu starfs-
félagar á skrifstofu aðalféhirðis.
Það í fari hennar, sem fyrst vakti
athygli mína, var hin sérstaka
prúðmennska hennar og fágaða
framkoma. Ósjálfrátt bar ég strax
mikla virðingu fyrir þessari hátt-
vfsu konu sem lftt var gefin fyrir
að trana sér fram en átti alltaf
einhverja vörn fyrir þá sem á var
deilt og jákvætt framlag til allrar
umræðu. Smám saman kynntist
ég sfðan þeim eiginleikum sem
prýddu persónuleika hennar mest
en þeir voru fullkominn heiðar-
leiki og samviskusemi. Það leyndi
sér ekki að hún kom frá heimili
þar sem góðir siðir voru i háveg-
um hafðir og sönn menning rikti
enda gegndi faðir hennar ýmsum
ábyrgðarstörfum i sveit sinni og
örstutt kynni við móður hennar
sýndu mér hvaðan hún fékk sina
góðu eiginleika. Það er raunar
engin tilviljun að á starfsferli sfn-
um fluttist Guðrún f störf sem
stöðugt færðu henni meiri ábyrgð
í hendur. Hún þurfti ekki á með-
mælum annarra að halda. Mann-
kostir hennar, sem engum duld-
ust, voru hennar meðmæli.
Traustum höndum vann hún störf
aðalféhirðis f leyfum hans og
vissulega voru símamenn heppnir
þegar hún tók að sér að sjá um
lánasjóð þeirra án launa en marg-
ir þeirra kynntust einmitt ljúf-
mennsku Guðrúnar þegar fé var
þrotið fyrir mánaöamót og til
hennar var leitað. Eiginkona min
komst einhverju sinni svo að orði
að Guðrún væri allt of góð fyrir
þessa vályndu veröld. Þessi orð
lýsa kannski best þeim hug sem
simamenn báru til hennar og
sannarlega var hún sú fyrirmynd
sem allir mættu lfkjast, bæði i
starfi og einkalifi.
Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári
veiktist Guðrún og var fjarri
starfi f nokkra mánuði. Þegar hún
á sfðastliðnum vetri kom aftur til
vinnu, fögnuðu vinnufélagarnir
henni ákaft og töldu sig hafa
heimt góðan vin úr greipum
sjúkdómsins en nokkrum mánuð-
um sfðar náði hann aftur undir-
tökunum og lagði hana loks að
velli hinn 27. október sfðastliðinn.
Á morgun kveðja sfmamenn
góðan félaga i hinsta sinn og
stendur eftir skarð fyrir skildi.
Um leið og viö Ágga þökkum
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
fylgdar Guðrúnar um allnokkurt
skeið, sendum við aldraðri móður
hennar og öðrum ástvinum okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi minninguna um
vinkonu okkar, Guðrúnu Þor-
valdsdóttur.
Andrés Sveinsson, sfmamaður.