Morgunblaðið - 04.11.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 04.11.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 101 fékk lokið gagnmerku lífsstarfi og er nú saknað af stórum hópi frænda og vina og hann á stóran hóp afkomenda, sem eiga i honum dýrmæta fyrirmynd á margan hátt. Einar var fæddur 15. október 1908, næstelsta bam foreldra minna Gests Einarssonar og Margrétar Gísladóttur. Þau tóku við búsforráðum á Hæli vorið 1906 af foreldrum Gests, þeim Stein- unni Thorarensen Vigfúsdóttur sýslumanns, fædd 1848, og Einari Gestssyni sem fæddur var á Hæli 1843 og bjó þar allan sinn aldur. Foreldrar Einars voru Ingveldur Einarsdóttir frá Laxárdal, fædd 1814 og Gestur Gíslason fæddur á Hæli 1805 og bjó þar eftir föður sinn, Gísla Gamalíelsson sem einnig var bóndi á Hæli og var hann sonur Gamalíels Gestssonar bónda á Hæli og Vigdísar Gísla- dóttur, en Vigdís var dóttir Gísla Sighvatssonar sem flutti að Hæli árið 1740 frá Birtingaholti og dó á Hæli árið 1755. Einar var ekki gamall þegar hann vissi að fyrir honum ætti að liggja að verða bóndi á Hæli. Hann var mjög hændur að föður sínum og vék ekki frá honum þeg- ar hann var heima og hlustaði á margar áætlanagerðir um virkjun Þjórsár, rafvæðingu landsins, byggingu hafnar í Þorlákshöfn, járnbrautarlagningu, stóriðju, byggða á virkjun fossaflsins, um- bætur í verslunarháttum dreifbýl- isins, þar sem samvinnustefnan gæti skaffað bændum ódýrari vör- ur með rekstri stórverslana og á sama hátt viö sölu og markaðsleit á afurðum landbúnaðarins, kæmu stórar og öflugar vinnslustöðvar, sem stjórnað yrði af samtökum bænda. Faðir okkar bjó við mikil umsvif á Hæli þau 12 ár er honum auðn- aðist að lifa, og þar dvöldu oft í lengri og skemmri tíma menn sem stóðu framarlega i fjármála- og athafnalifi þjóðarinnar, eins og Einar Benediktsson skáld og Magnús Sigurðsson bankastjóri Landsbankans og listamennirnir Ásgrímur Jónsson listmálari og Einar Jónsson myndhöggvari ásamt mörgum fleirum. Móðir mín sagði mér síðar að hún hefði haft einna sárastar áhyggjur af því þegar faðir okkar dó, hve mik- ið það hefði tekið á Einar sem þá var aðeins 10 ára að aldri. Eitt er víst að þá þegar hét hann því að gera það sem hann megnaði, að koma í framkvæmd hugsjónum föður sins og ekki síst með tilliti til búskaparins á Hæli og i félags- og menningarmálum í sveitinni hans, Gnúpverjahreppi og í hér- aði. Einari varð ekki auðið langrar skólagöngu. Haustið 1923 tók hann inntökupróf í III. bekk Flensborgarskólans í Hafnarfirði eftir tveggja vetra nám hjá heim- iliskennara og hann útskrifaðist gagnfræðingur þaðan vorið eftir. Lengri varö skólaganga hans ekki. Hann dvaldi þó eitt ár á Jaðrinum í Noregi við landbúnaðarstörf og að því bjó hann á margan hátt alla ævi. En þrátt fyrir þetta þá var Einar mjög vel menntaður maður, sérstaklega i móðurmálinu og meðferð þess, bókmenntum og skáldskap og kunni mikið af ljóð- um og vísum og var vel heima í allslags þjóðlegum fróðleik. Hann var vel máli farinn og átti auðvelt með að gera grein fyrir skoðunum sínum og hann var ritfær í besta lagi og liggur þar talsvert eftir hann bæði minningargreinar ásamt ýmsum blaðagreinum um menn og málefni. Einar var ágætlega vel fær, harður af sér og áræðinn og verk- maður ágætur. Sérstaklega var hann árvakur heyskaparmaður. Þá var hann góður hestamaður og átti alltaf góða hesta og lélegan hest sá ég aldrei á hans heimili, þvi að hjá honum þurftu allir að geta lagt sig fram, bæði menn og skepnur. Einar hafði einnig gott og afurðasamt fé og seldi hann um langt skeið marga kynbótahrúta sem sumir hverjir hafa orðið for- feður að bestu kynbótahrútum héraðsins. Það mun hafa verið árið 1929 að móðir okkar hóf að nýju búskap á allri jörðinni á Hæli en hún leigði */* hluta jarðarinnar. um 5 ára tímabil á meðan við börnin vorum að ná meiri þroska. Frá þessu ári má telja að Einar hafi verið ráðs- maður hjá móður okkar, á meðan hún bjó eða þar til ársins 1937 og hef ég hér að framan lýst því glað- væra og lífmikla heimili sem þá var á Hæli. En árið 1937 kvæntist Einar eft- irlifandi konu sinni Höllu Bjarna- dóttur frá Stóru-Mástungu og varð það honum til mikillar gæfu því að hún hefur reynst framúr- skarandi húsmóðir og einstaklega óeigingjörn og kærleiksrík eigin- kona og kom það ekki síst fram í þungbærum veikindum Einars, sem lögðust sem þung byrði á allt heimilisfólkið, en sérstaklega Höllu og einkadótturina, Þórdísi, sem báðar önnuðust hann af ein- stakri fórnfýsi og kostgæfni til hinstu stundar. Þeim Einari og Höllu varð 6 barna auðið og eru 5 þeirra á lifi. Fyrsta barnið sem var drengur fæddist andvana. Næstur var Gestur tæknifræðing- ur, búsettur í Reykjavik, kvæntur Valgerði Hjaltested og eiga þau þrjú börn. Þá er Bjarni bóndi og hreppstjóri á Hæli, kvæntur Borghildi Jóhannsdóttur og eiga þau þrjú börn. Næstur er Eiríkur kennari að mennt, vinnur sem stendur í New York, kvæntur Magneu Viggósdóttur. Þá er næst- ur Ari bóndi á Hæli, ókvæntur og barnlaus og yngst er Þórdís, sem er fóstra að mennt, ógift en á eitt barn. Einar var bóndi á Hæli til árs- ins 1978 og siðustu árin i félagi við Ara son sinn, en allmörgum árum áður hafði hann látið syni sínum Bjarna eftir hluta af jörðinni til nýbýlastofnunar. Einar hafði þvi i raun verið bóndi á Hæli í 50 ár og segja má að hann hafi setið jörð- ina með glæsibrag. Eins og sagt er hér að framan þá var Einar ágæt- ur bóndi, átti arðsamt bú og öll verk gengu þar vel og áfallalaust. Einar var einnig mjög mikill ræktunarmaður og jók því hey- feng jarðarinnar þrefalt við það sem hann hafði í upphafi, byggði fyrst íbúðarhús 1937 sem brann árið 1959, en byggði það sama ár íbúðarhús að nýju. Þá byggði hann einnig yfir allan sinn fénað vönd- uð hús og er þá rétt að geta þess að við þessar framkvæmdir marg- ar hlaut hann góðan stuðning dugmikilla sona sinna. En það sem meira er um vert en allt þetta var það að Einari og Höllu tókst að gera heimili sitt að þeim rausnargarði sem vinir og sveitungar hafa reynt öll þessi ár, sem þau Einar og Halla höfðu búsforráð á Hæli. Einar var mjög félagslyndur maður og vann alla tið af ósér- plægni að margháttuðum félags- störfum fyrir sveit sína og hérað. Þannig var hann um árabil for- maður hrossaræktarfélags sveit- arinnar, í stjórn sauðfjárræktar- félagsins, ræktunarfélagsins, for- maöur Stóru-Laxárdeildar veiðifé- lagsins, fulltrúi Gnúpverjahrepps í MBF í yfir 40 ár og í Kaupfélagi Árnesinga álíka lengi og um 10 ára skeið í stjórn þess. I þessum samtökum auðnaðist Einari að vinna samkvæmt æskuhugsjón sinni, að treysta þessi samtök til aukinnar hagsældar fyrir íbúa þessa héraðs. Einar hafði alla tíð mikinn áhuga á stjórnmálum, þó að hann væri það víðsýnn að það hafði eng- in áhrif á val kunningja og vina. Hann gekk ungur í Bændaflokkinn þegar hann var stofnaður, en þeg- ar sá flokkur var lagður niður, gekk hann til fylgis við Sjálfstæð- isflokkinn og var þar að minu mati einn af góðu öndunum í þeim stóra landsmálaflokki. Nokkur voru þau landsmál sem Einar hafði sérstakan áhuga á, en það voru samgöngumál héraðsins með bættu vegakerfi og byggingu hafn- ar í Þorlákshöfn, stórvirkjanir Þjórsár og dreifing raforku um byggðir landsins, ásamt stofnun stóriðjuverksmiðja, sem notuðu orku frá fossaflinu og svo efling landsbyggðarinnar með ábata- sömum landbúnaði og vel mennt- aðri bændastétt. Einar var svo lánsamur að sjá flesta þessa drauma rætast og aldrei fann ég hjá honum nokkurn ugg um það að úrtölumönnum tækist að stöðva eðlilega þróun landbúnaðarins til farsældar fyrir land og lýð. Það var frekar dimmt yfir þann 20. október þegar Einar á Hæli var fluttur til hinstu hvíldar að Stóra-Núpi að viðstöddu miklu fjölmenni. Þann dag var sveitin fríða klædd haustlitum en hvítir tindar austurfjalla settu hátíðar- blæ á fjallasalinn. Hér hafði þreyttur bóndi fengið hvíld eftir þungbær veikindi og langt og merkilegt ævistarf. Hann var hamingjumaður þrátt fyrir allt því að honum hlotnaðist svo margt eftirsóknarvert. Hann fékk í vöggugjöf mikla hæfileika. Hann fékk sem lífsförunaut konu sem hann elskaði og virti. Hann eign- aðist góð og mikilhæf börn og hon- um auðnaðist að sjá æskuhugsjón- ir sinar rætast. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir allt það sem Einar og fjölskylda hans hafa ver- ið mér og mínum. Sorg er þó í sinni og gamli kvintettinn okkar bræðranna frá Hæli lifir nú að- eins í minningunni. En ekki er ástæða til að láta hugfallast, þvi að hópur ungra manna af sama stofni er að vaxa upp og aðrir í fullu starfi, sem munu fúsir vinna með sama óeig- ingjarna hugarfarinu að aukinni farsæld lands og lýðs og Einari á Hæli var svo eiginlegt, á sínum langa og góða starfsdegi. Blessuð sé minning þeirra Gisla og Einars Gestssona frá Hæli. Hjalti Gestsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.