Morgunblaðið - 05.02.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 05.02.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 21 Já, sá stærsti! Ef allir teldu rétt og samviskusamlega fram og greiddu skatta af raunveru- legum tekjum, gætu skattaálögur lækkað um tvo milljarða króna, miðað við óbreytt fjárlög. Og aukavinningurinn: Jafnari og réttlátari skattbyrði. Ef reiknað er með að skattsvik á íslandi séu hlutfallslega jafnmikil og í nágrannaríkjum okkar má búast við að vangreiddir skattar og gjöld á árinu 1985 verði á bilinu 1,7 - 2,0 milljarðar. Það er full ástæða til að velta fyrir sér hvar þessir fjármunir munu lenda og hversu mikið kæmi í hlut hverrar fjölskyldu á landinu í lækkuðum sköttum ef þeir skiluðu sér. Það væri nógu gam- an að vita hvað vinningslíhurnar yrðu mihlar hjá Eiríhi , frænda! fjármálaráðuneytið V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Paul Celan Biðin eftir því að Paul Celan fái Nóbelsverðlaun hlýtur að verða löng. Nú eru liðin rúm fjórtán ár síðan hann lést í París fjörutíu og níu ára að aldri. Akademíunni er vorkunn. Kraftaverkastofnun er hún ekki. Aftur á móti töldu margir á sjöunda áratugnum lík- legt að röðin kæmi að Ceian. Með bókum eins og Die Niemandsrose (1963), Atemwende (1967) og Fadensonnen (1968) skipaði hann sér i flokk helstu samtímaskálda. Mikilleika skáldskapar hans sönn- uðu ekki síður Lichtzwang (1970) og Schneepart (1971). Það sem segja má grein George Steiners til hróss er að bók- menntasmekkur hans sem fram kemur í greininni er ákaflega fjöl- breytilegur. Sumar ábendingar hans um lítt þekkta höfunda eru gagnlegar. Hann leggur stundum að jöfnu öndvegishöfunda og miðl- ungshöfunda og gerist þá sekur um það sama og hann ákærir Aka- demíuna sænsku fyrir. Niðurstað- an eftir lestur greinarinnar er sú að það er ekki auðvelt að dæma og gæta skal nokkurs hófs. Stóri vinningurinn? Athugasemd vegna annarlegra sjónarmiöa Afmælismót Skáksambandsins: Jóhann Hjálmarsson í Morgunblaðinu (27. jan. sl.) er grein eftir Georg Steiner sem nefnist Annarleg sjónarmið allsráð- andi og fjallar um Nóbelsverðlaun. Margt er skarplega athugað í greininni, en hún er skrifuð með þeim hætti sem er dæmigerður fyrir enskumælandi menntamenn, minnir helst á eins konar saman- safn af stráksskap, lærdómi og glannalegum fullyrðingum. Ef til vill er þetta eina leiðin til að vekja athygli á menningunni, gera hana að æsiefni á borð við sakamál. Eins og nafn greinarinnar vitnar um efnast Steiner um heilindi sænsku Akademíunnar, rökstyður sum sjónarmið sín, en virðist njóta þess að bera á borð ýmsar getgátur. Meðal þess sem furðu hlýtur að vekja er sú skoðun Steiners að með því að veita Albert Camus Nóbelsverðlaun 1957 hafi Aka- demían í reynd verið „að hylla persónuleika á sviði bókmennta og vissan hugarheim, sem í einu og öllu má segja að sé í fyllsta sam- ræmi við ríkjandi lífsviðhorf í Stokkhólmi". Það þarf töluvert hugmyndaflug til að tengja Albert Camus við sænskan hugmyndaheim, fáir voru franskari en hann. Val hans var líka óvenju djarft, hann var enn ungur höfundur, yngstur Nób- elsverðlaunahafa. í bollaleggingum um að vegir bókmenntaverðlaunanna séu órannsakanlegir segir Steiner: „En svo einkennilega vill hins veg- ar til, að nafn Pauls Celan, sem með ljóðrænum kveðskap sínum hefur þó sýnt hvað mest innsæi og slegið flesta nýja strengi í vest- rænum bókmenntum vorra tíma, hefur enn þá ekki og á ef til vill aldrei eftir að birtast á lista Aka- demíunnar yfir verðug skáld, sem til greina koma. Hví skyldi innsæi hljóta meirihluta atkvæðanna?" Vafasamt er að nota orðið kveðskapur um skáldskap Pauls Celans, en það er ekki sök Stein- ers. Ég er sammála Steiner um innsæi Celans og var satt að segja himinlifandi þegar ég las skil- greiningu Steiners á Celan. Ég hef lengi verið aðdáandi þessa skálds og þýddi tvö ljóða hans, að vísu af vanefnum, annað þeirra er hið magnaða ljóð Helfúga sem greinir frá útrýmingu evrópskra gyðinga á stríðsárunum: „Hann kallar leikið Ijúfar dauðann dauðinn er meistari frá Þýskalandi/ hann kallar strjúkið myrkar fiðluna þá stígið þið reykur upp í loftið/ þá eignist þið gröf í skýjunum þar er nægilegt rúm“. Mótið í 11. styrkleika- flokki MEDALSTIG keppenda á 60. ára af- mælismóti Skáksambands íslands eru 2.518 stig og verður mótið í 11. styrkleikaflokki. Þetta verður sterk- asta skákmót, sem hér hefur verið haldið. Til þess að ná stór- meistaraáfanga þurfa keppendur að hljóta 7 vinninga og 5 vinninga að alþjóðlegum titli. Sovéski stórmeistarinn Artur Yusupov er stigahæstur keppenda með 2.590 Elo-stig. Boris Spassky kemur næstur í röðinni með 2.580 Elo-stig, Vlastimil Hort í þriðja sæti með 2.560 stig. Margeir Pét- ursson er fjórði stigahæsti kepp- andinn með 2.535 Elo-stig. Þá kemur Jóhann Hjartarson með 2.530 og Bent Larsen með 2.520 Elo-stig. Helgi Ólafsson í sjöunda sæti með 2.515 Elo-stig, Curt Han- sen, Danmörku, 2.505 stig, hol- lenski stórmeistarinn Van der Wiel 2.500 stig. Jón L. Árnason er í tíunda sæti með 2.495 stig, Guð- mundur Sigurjónsson 2.485 stig og Karl Þorsteins 240 Elo-stig. Sex stórmeistarar taka þátt í mótinu og fimm alþjóðlegir meist- arar. Karl Þorsteins er eini titil- lausi skákmaðurinn á mótinu, sem hefst 12. febrúar. Teflt verður á Hótel Loftleiðum. Bókmenntír

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.