Morgunblaðið - 05.02.1985, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
Suður-Afríka:
Tutu gefur stjórn-
völdum 2 ára frest
Jóhannesarbori;, 4. febrúar. AP.
DESMOND Tutu, fridarverðlauna-
hafi Nóbels, var um helgina skipað-
ur fyrsti svarti biskup Jóhannesar-
borgar og var mikið fjölmenni vió-
statt athöfnina sem fór fram í
Maríukirkjunni í borginni. Tutu not-
aði tækifaerið og boðaði harðar að-
Desmond Tutu
gerðir gegn minnihlutastjórn hvítra
ef ekki yrði horfið frá aðskilnaðar-
stefnu stjórnvalda innan tveggja ára.
Tutu sagði stjórnarfarið í land-
inu vera „af hinu illa og ekki í
samræmi við kristnidóminn". Svo
sagði hann: „Hvaða hvíti maður í
Suður Afríku vildi skipta á stöð-
um við blökkumann þó ekki væri
nema í einn dag? Enginn." Ræðu
sinni lauk Tutu með þeim orðum,
að ef stjórnvöld í Suður Afríku
létu ekki af aðskilnaðarstefnu
sinni innan tveggja ára, myndi
hann beita sér fyrir því að landið
yrði beitt hörðum efnahagsþving-
unum. Þessi orð biskupsins vöktu
mikla athygli og þóttu jaðra við
landráð.
Þrátt fyrir hörð orð, undirstrik-
aði Tutu að fyrst og fremst vildi
hann þó friðsamlega lausn á
vandamálum Suður Afríku og
hann myndi beita sér fyrir því,
starfa sem milligöngumaður milli
stjórnvalda og skæruliða og
blökkumanna ef þess væri óskað.
Hinir 2.000 athafnargestir, hvítir
og svartir, klöppuðu Tutu lof í lófa
í ræðulok.
Pinochet gefur
hvergi eftir
Santiago, 4. febrúnr. AP.
AUGOSTO Pinochet forseti her-
stjórnar Chile framlengdi um
helgina um 90 daga herlögum og
neyðarástandi í landinu. Það þýðir
að enn um sinn verður áköf rit-
skoðun, bönn við fjöldafundum og
starfsemi stjórnarandstæðinga og
útgöngubann í helstu borgum
landsins.
Pinochet hefur ekki tjáð sig
opinberlega um framlenging-
una, hún var lesin upp í útvarpi
og sjónvarpi án athugasemda.
Fregnir herma, að margir af
helstu ráðgjöfum Pinochets
hefðu ráðið honum frá því að
troða þennan veg, en hann vilji
á ekkert slíkt hlusta. telja ráð-
gjafarnir að forsetanum hafi
mislukkast að berja niður
vinstri sinnuð öfgaöfl, heldur
hefðu aðgerðirnar aðeins orðið
til að stappa stálinu í andstæð-
inga stjórnarinnar, auk þess
sem almenningsálitið í heimin-
um hefði orðið stjórn Pinochets
andsnúnara og var þó vart á
bætandi.
Þessi mynd af Jóhannesi Páli páfa II var tekin I Ecuador á miðvikudag.
Páfi lét sér rétt sem snöggvast renna í brjóst, áður en hann prédikaði í
La Carolina-garðinum (Quito, höfuðborg landsins.
Jóhannes Páli páfí í Perú:
„Röksemdir ofbeldisins
þjóna engum tilgangi“
Aymfurho, Perii, 4. febrúw. AP.
Á SUNNUDAG hélt Jóhannes Páll
páfi II ræðu í borginni Ayacucho í
Andesfjöllum, þar sem herinn hef-
ur mikinn viðbúnað vegna and-
spyrnustarfsemi, og bað páfi hina
vinstri sinnuðu skæruliða að leggja
niður vopn og hætta baráttunni,
sem hann kvað þegar hafa kostað
um 4000 manns lífið.
„Miskunnarlausar röksemdir
ofbeldisins þjóna engum til-
gangi," sagði páfi við tugi þús-
unda manna sem tóku á móti
honum á flugvellinum. „Ef það
er heill Perú sem þið stefnið að,
farið þá samningaleiðina," sagði
hann.
Páfi sagði í ræðunni, að
stjórnvöld, sem ættu að halda
uppi lögum og reglu, yrðu að
gera allt sem í þeirra valdi stæði
til að „eignast traust þjóðarinn-
ar“.
Mannréttindasamtökin Amn-
esty International gáfu nýlega
út skýrslu, þar sem því er haldið
fram, að hundruð manna hafi
verið myrt á Ayacucho-svæðinu,
eftir að öryggissveitir hersins
hafi tekið þá höndum, og mörg
fórnarlambanna hafi verið pynt-
uð og síðan varpað nöktum í
fjöldagrafir.
Fernando Belaunde forseti,
sem brátt lætur af embætti, hef-
ur vísað þessum staðhæfingum á
bug.
Páfi kom til Perú á föstudag
og fer þaðan á morgun, þriðju-
dag, í lokaáfanga þessarar sjöttu
ferðar sinnar til Suður-Ameríku.
Sækir hann þá Trinidad og Tob-
ago heim.
Hættir
í hungur-
verkfalli
París, 4. janú&r. AP.
FJÓRIR félagar í frönsku hryðju-
verkasamtökunum Action directe og
einn stuðningsmaður samtakanna,
sem sitja í fangelsum í París og
nágrenni, hafa hætt tveggja vikna
löngu hungurverkfalli, sem þeir fóru
í til að lýsa yfir stuðningi við Rauðu
herdeildirnar svonefndu í Vestur-
Þýskalandi.
Rauðu herdeildirnar eru hryðju-
verkasamtök, sem rekja uppruna
sinn til Baader-Meinhof samtak-
anna, og hafa að undanförnu unn-
ið mörg hryðjuverk. Þau hafa m.a.
lýst á hendur sér ábyrgð á morð-
inu á iðjuhöldinum Ernst Zimm-
erman, sem myrtur var á föstu-
dag.
Smábarni
fórnað
fyrir
uppskeru
Njja Delhí. 4. febrúar. AP.
INDVERSKA fréttastofan United
News Of India greindi frá því í dag,
að bóndi einn í Mahrarastraríki í
vesturhluta Indlands, hefði rænt 4
ára dreng, hálshöggvið hann og fært
þannig frjósemisguðum fórn. Mun
bóndi hafa ætlað að blíðka guðina til
að færa sér risauppskeru.
Fréttastofan greindi þannig frá
atburðinum að litli drengurinn
hefði verið á leið heim frá fjöl-
bragðaglímukeppni er bóndinn
stökk á hann á skógarstíg og stakk
honum í sekk. Var hann síðan
stríðalinn í fjóra sólarhringa á
heimili bónda uns aftakan fór
fram. Síðan dreifði bóndi blóði
drengsins um gróðurmold sína. En
hann varð uppvís að athæfinu og
mun svara fyrir það.
Viðræður um
framtíð Gíbraltar
Geaf, 4. febrúar. AP.
Utanríkisráðherrar Bretlands og
Spánar, sir Geoffrey Howe og Fer-
nando Moran, hittast í Genf á morg-
un, þriðjudag, til að ræða framtíð
Gíbraltar við Njörvasund, sem Bret-
ar hafa ráðið frá 1704.
í almennri atkvæðagreiðslu á
Gíbraltar árið 1967 lýstu 12.138
kjósendur sig andvíga sameiningu
við Spán og aðeins 44 voru henni
hlynntir.
Krafizt afsagnar Bodströms
Stokkhólmi, 4. febrúar. Frá fréttaritara Mbl.
TALSMENN stjórnarandstöðuflokkanna í Svíþjóð eru mjög harðorðir vegna
ummæla Lennarts Bodstroms, utanríkisráðherra um að engar sannanir séu
fyrir því að kafbátar hafl roflð sænska landhelgi eftir atburðina í Hárflrði
árið 1982. Torbjörn Fálldin, forystumaður Miðflokksins hefur kraflzt þess að
Bodström segi tafarlaust af sér og talsmaður Þjóðarflokksins Bengt Wester-
berg sagði að með þessu væri Bodström að draga í efna áreiðanleika skýrslu
hersins um málið. Oryggismálaáerfræðingur Hægri flokksins (Moderaterna),
Carl Bildt, tók í sama streng í ummælum sínum.
Orsökin er sú, að utanríkisráð-
herrann sagði á fundi með nokkr-
um fréttamönnum í fyrri viku, að
ekki væru neinar sannanir fyrir
þvi að óvinakafbátar hefðu gerzt
brotlegir síðustu þrjú ár í land-
helgi. Þessi fundir var haldinn til
að reyna að bæta heldur kuldaleg
samskipti milli utanrikisráðu-
neytis Svíþjóðar og fjölmiðla.
Ummæli Bodströms stinga í
stúf við niðurstöður kafbáta-
nefndarinnar og ýmis fyrri um-
mæli ábyrgra fulltrúa stjórnar-
innar. Lennart Ljung, yfirmaður
sænska heraflans sagði í skýrslum
sínum yfir tímabilið frá
1983—1985, að sannanir væru
fyrir brotum kafbáta enda þótt
ekki væri hægt að fullyrða hvaðan
þeir væru.
Utanríkisráðherrann reyndi i
gær að draga nokkuð af ummæl-
um sinum til baka, sagði að blaða-
menn hefðu misskilið orð sín og
hann sagðist hafa langt áherzlu á
Lennart Bodström
að hann hefði átt við, að ekkert
lægi fyrir um, hvaðan bátanir
hefðu verið. Blaðamennirnir eru
sammála um, að þeir hafi í engu
mistúlkað staðhæfingu Bod-
ströms.
Stjórnarandstaðan segir að
þetta muni veikja tiltrú annarra
ríkja á varnarstefnu Svía og þetta
gefi sovézkum yfirvöldum byr
undir báða vængi, en þau hafa
fullyrt að allar staðhæfingar um
að sovézkir kafbátar færu í sov-
ézka landhelgi væru hugarórar og
áróður gegn Svoétríkjunum.
Olof Palme, forsætisráðherra
vildi í gær, sunnudag, ekki segja
neitt um ummæli Bodströms. Það
virðist augljóst að þetta mál gæti
orðið til þess að Bodström fengi
ekki tækifæri til að bjóða sig fram
við kosningarnar í september nk.
GOÐUR
ODYR
LIPUR
SÆLL
AFBRAGÐ
ARriARHÓLL
Hvíldarstaður
í hádegi
höll að kveldi
Velkomin
Aligrísarifj asteik
(flæskesteg)
að dönskum hætti.
Kr. 310.-
Borðapantanir í síma 18833.
Opnum kl. 11.30
SÝNISHORN ÚR
MATSEÐLI