Morgunblaðið - 05.02.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980
25
V-Þýzkaland:
Umfangsmikil leit að
borgarskæruliðum
MUncben, 4. febrúar. AP.
LÖGREGLAN f Vestur Þýskalandi loitar nú ákaft tveggja hrydjuverka-
manna sem myrtu iðnrekandann Ernst Zimmermann á heimili hans í
Miinchen á laugardaginn. Hafa verið gerðar teikningar af parinu sem myrti
hinn 55 ára gamla Zimmerman, en lögregluyfirvöld viðurkenndu hins vegar
að þau hefðu enga hugmynd um hvar fólkið væri niður komið. Lýsingar á
fólkinu eru hafðar eftir eiginkonu Zimmermanns, sem opnaði fyrir þeim
hurðina. „Rauða herdeildin" lýsti ábyrgð á verknaðinum. -
New York, 4. janúar. AP.
ARKADY Shevchenko, háttsettur
sovéskur stjórnarerindreki, sem
fékk hæli sem pólitískur flótta-
maður í Bandaríkjunum árið 1978,
segir í endurminningum sínum,
sem vikuritið Time hefur birt út-
drátt úr, að á árinu 1960 hafi hann
heyrt Nikita Krúsjef, þáverandi
forsætisráðherra Sovétríkjanna,
hafa uppi hótanir í garð Dags
Hammarskjöld, þáverandi fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna.
Shevchenko, sem var einn af
aðstoðar framkvæmdastjórum
SÞ er hann baðst hælis í Banda-
ríkjunum, segir í endurminning-
um sínum Breaking with Mos
cow, að Krjúsjef hafi gramist af-
skipti Sameinuðu þjóðanna af
borgarastyrjöldinni í Kongó.
Hafi hann farið hinum verstu
orðum um stofnunina og sagt við
samstarfsmenn sína, að Hamm-
arskjöld væri að skipta sér af
málum, sem honum kæmu ekki
við, „Hann hefur tekið sér vald,
sem hann á ekki að hafa. Hann
verður að gjalda fyrir það. Við
verðum að losna við hann með
öllum tiltækum ráðum,“ hefur
Shevchenko orðrétt eftir Krúsj-
ef.
Shevchenko segir að kunningj-
ar sínir innan sovésku ríkis-
stjórnarinnar hafi sagt sér, að
þeir hafi séð leyniskjal frá KGB,
sem bendi til þess að stuðnings-
menn Sovétríkjanna í Kongó
hafi skotið vél Hammarskjölds
niður, en hún fórst í Kongó árið
1961 við dularfullar aðstæður.
Shevchenko segir ennfremuur
í endurminningum sínum, að
samstarfsmaður sinn, Mikhail
Kapitsa, sem er sérfræðingur
Sovétstjórnarinnar í málefnum
Asíu, hafi sagt sér frá miklum
hitafundi í stjórnmálaráði sov-
éska kommúnistaflokksins árið
1969, þar sem um það var deilt
hvort varpa ætti kjarnorku-
sprengju á Kina. Ríkin áttu þá í
landamæradeilu. Frá þessari
hugmynd var fallið vegna ótta
við að heimsstyrjöld brytist út í
kjölfarið.
Lögreglan hefur einkum leitað
32 ára manns og 28 ára konu sem
likjast mjög parinu sem myrti
Zimmermann. Þau hafa lengi ver-
ið eftirlýst fyrir önnur hryðju-
verk. Morðið var mjög í anda af-
töku, Zimmermann var bundinn á
höndum og fótum, keflaður um
munninn, en siðan var hann skot-
inn einu sinni i hnakkann. Hann
lést 11 klukkustundum síðar á
sjúkrahúsi. Konu Zimmermanns
bundu morðingjarnir og skildu
hana þannig eftir á stofugólfinu
Norðursjór:
Kaupmannahbrn, 4. febrúar. AP.
LEIT hefur verið hætt að skipinu
„Konstantinopel“ sem sendi frá sér
neyðarkall úti fyrir ströndum Dan-
merkur. Raunar efast margir um
raunverulega tilvist skipsins þar sem
ekkert skip með umræddu nafni er
til á skrá. Hins vegar var staðfest að
neyðarkallið kom af hafi. Tveggja
sólarhringa leit bar ekki árangur.
Björgunarvesti fannst á floti í sjón-
um og eitthvað fleira, en ósannað
var að það tilheyrði skipinu „Konst-
antinopel".
skammt frá deyjandi eiginmanni
sínum. Tókst henni um síðir að
losa sig og gera lögreglunni við-
vart.
Fyrirtæki það sem Zimmer-
mann veitti forstöðu framleiðir
túrbínur í herflugvélar. Þýska
blaðið Die Welt sagði svo frá, að
Zimmermann hefði verið „að-
gengilegt" skotmark fyrir hryðju-
verkamenn, „hann var tákn víg-
búnaðar og þeir þurftu ekki að
glíma við harðsnúna lífverði," rit-
aði Die Welt.
Aðallega var leitað á hafsvæð-
um vestur af Jótlandi og norður af
Vestur-Þýskalandi, en þaðan kom
kallið. Það var á þá leið, að skipið
væri að því komið að sökkva og 21
áhafnarmeðlimur væri að klifra
um borð í björgunarbát. Ekki
reyndist unnt að halda sambandi
og ekkert hefur heyrst síðan. Nú
er leit hætt sem fyrr segir og að
margra áliti var hér um gabb að
ræða.
Nikita Krúsjef
Dag Hammarskjöld
Arkady Shevchenko
Endurminningar háttsetts sovésks flóttamanns:
„Verðum að losna við
Dag Hammarskjöld"
— sagði Krúsjef ári áður en framkvæmdastjóri SÞ lést í dularfullu flugslysi
Leit að huldu-
skipinu hætt
Í88KAPAR)
Hollensk hágæðavara
\RF 844 ☆☆☆☆☆
<æliskápur 310 Itr. meö 65 Itr. frystihólfi. H
I59. B 55. D 58 cm. Verð kr. 21.200.- stg.
ARF 842 ☆☆
Kæliskápur 340 Itr. meö 33 Itr.
frystihólfi. H 144. B 59. D 64 cm.
Verð kr. 17.500.- stg.
HUOMBÆR
HVERFISGÖTU 103
SÍMI 25999
HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI
ARF 843 ☆☆☆☆☆
Kæliskápur 265 Itr. með 55 Itr. frystihólfi. H
139. B 55. D 58 cm. Verð kr. 18.500.- stg.