Morgunblaðið - 05.02.1985, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBROAR 1985
Víkingar í þorraskapi
í STÓRMARKAÐI Víðis í Mjóddinni í Reykjavík hefur nú verið reistur burstabær þar sem vígalegir víkingar ota
ýmsu matarkyns að viðskiptavinum.
Að sögn Þorsteins Hjaltested, matreiðslumanns, var ákveðið að hafa þjóðlegt umhverfi í versluninni um þorrann. „Við
reistum burstabæ yfir kjötkælinn okkar og fengum lánaða muni frá Árbæjarsafni og Þjóðminjasafni, t.d. rúllupylsu-
pressu, aska, skyrsíur og fleira. Viðskiptavinir fá að bragða á ýmsum þorramat, t.d. hákarli, hrútspungum, sviðasultu,
og yfirleitt öllu því sem til þorramatar heyrir."
Á meðfylgjandi mynd sjást þeir Arthur Pétursson, matreiðslunemi og víkingurinn Helgi Helgason, matreiöslumeist-
ari, fyrir innan þorralegt borðið.
Gefjun AKUREYRI
Nr.3
Kiwanisklúbburinn
Þyrill á Akranesi
færir stórgjafir
Akranesi, 29. janúar.
Á AFMÆLISFUNDI í Kiwanis-
klúbbnum Þyrli á Akranesi sl.
laugardag afhenti klúbburinn
þrjár stórar gjafir til félaga- og
stofnana á Akranesi. Hið nýja
sambýli fjölfatlaðra á Akranesi
fékk að gjöf bifreið til afnota fyrir
vistmenn.
Bifreiðin er af gerðinni Mitsu-
bishi og tekur 11 manns. Um-
boðsaðili bifreiðarinnar á Is-
landi, Heildverslunin Hekla hf.,
var klúbbfélögum mjög innan
handar við kaupin og veitti þeim
afslátt af kaupverðinu og styrkti
á ýmsan annan hátt. Kemur
þessi bifreið sér mjög vel fyrir
sambýlið.
Sigurfarasjóður sem annast
uppbyggingu kútter Sigurfara
við Byggðasafnið í Görðum fékk
kr. 100.000.- og Björgunarsveit
Slysavarnadeildarinnar Hjálpin
á Akranesi fékk kr. 75.000.- til
tækjakaupa.
Afmælisfundurinn var hald-
inn í tilefni af 15 árá afmæli
Bifreiðin sem maðurinn varð undir og Guðmundur lyfti. Maðurinn var við
viðgerðir aftarlega á bifreiðinni, en afturhluti bifreiðarinnar vegur 550 kg, en
þegar annað hjólið er vigtað var þyngdin 300 kg. Guðmundur lyfti öðru horni
bifreiðarinnar.
Lyftu 300 kílóum og
björguðu mannslífi
Vofrum 28. janúar.
UNGUR maður í Vogum á Vatns-
leysuströnd varð fyrir þeirri
óskcmmtilegu reynslu nýlega að
þegar hann lá undir bifreið sinni aö
viðgerðum, að bifreiðin rann til og
var tjakkurinn að falla undan. Var
ekki um annað að ræða fyrir hann
en að kalla á hjálp og reyna að halda
við bílinn svo hann félli ekki alveg
niður. Það tókst svo vel til að maður
í nágrenninu heyrði neyðaróp við-
gerðarmannsins og þaut til, og tókst
með yfirnáttúnilegum krafti að lyfta
bifreiðinn' ásamt móður viðgerðar-
mannsins ofan af manninum svo
hann komst undan bifreiðinni.
Það telst fullvíst að mannslífi
hafi verið bjargað, og maðurinn
sem lyfti bifreiðinni heitir Guð-
mundur í. Ágústsson og er á sex-
tugasta og sjöunda aldursári.
Hann hefur lyft sannkölluðu
kraftaverki því bifreiðin vigtar
300 kg eitt hjólið. Viðgerðarmað-
urinn sagðist alltaf setja búkka
undir bifreiðina er hann væri við
viðgerðir undir bifreiðinni, en það
hefði ekki verið gert í þetta sinn.
Þá sagði hann það hafa verið sér
Guðmundur í. Ágústsson
til happs að hafa staðið að við-
gerðinni utan húss, en hann væri
ætíð inn í bílgeymslu við þá iðju,
hefði hann verið þar hefði senni-
lega enginn heyrt til hans.
Viðgerðarmaðurinn var farinn
að blána og sagði hann aðeins sek-
úndur þar til bíllinn hefði lagst af
fullum þunga á hann. Var maður-
inn ómeiddur er hann kom undan
bílnum. E.G.