Morgunblaðið - 05.02.1985, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
Byggingahraði B-álmu
Hvað veldur seinlæti?
— eftir Guðjón B.
Baldvinsson
Borgarspítali — B-álma? Hverj-
ir bíða eftir því vistrými? Eru það
forréttindahópar samfélagsins,
sem eiga að njóta vistar í B-áímu?
Nei, þetta rými hefur ávallt verið
ætlað öldrunarsjúklingum. Opin-
ber stjórnvöld hafa a.m.k. gengið
út frá því og aðstandendur aldr-
aðra langlegusjúklinga hafa bund-
ið vonir við þá fyrirætlun. Þessir
aðilar hafa náttúrlega meira að
segja en sjúklingarnir sjálfir. En
samningarnir frá því í apríl, þeir
halda ekki. Við lesum það í frétt
Mbl.
Ríkissjóður ætlar að leggja
fram 8 millj. kr. á þessu ári en
hlutur þess á að nema 85% af
byggingarkostnaði á móti 15% frá
borginni. Mig minnir að ráö hafi
verið fyrir því gert einhvern tíma
á ári aldraðra að byggingu ætti að
vera lokið 1984. Nefndur apríl-
samningur gerði ráð fyrir verklok-
um 1986, en kostnaður áætlaður
kr. 136 millj. fyrir eftirstöðvum
byggingarkostnaðar. Og hvað nú
ungi maður?
„Eru tilfinningar um-
boðsmanna okkar á Al-
þingi og í ríkisstjórn
þunglamalegri vegna
aldurs þeirra, eöa máski
vegna aldurs Borgarspít-
alans ..."
Borgarstjórinn upplýsir í frétt-
inni að „framkvæmdir verði hæg-
ari en gert var ráð fyrir" í samn-
ingi hans við tvo ráðherra. Og
huggunin er: „En framkvæmdir
halda auðvitað áfram og B-álman
kemst í notkun smám saman." Það
getur ekki verið skemmtilegt fyrir
borgarstjóra að gefa svona yfir-
lýsingu eftir að hafa samið við tvo
flokksbræður á ráðherrastólum.
Ef gert er ráð fyrir að skipta áætl-
unarkostnaði á 2 ár, þá ætti að
veita á fjárlögum ársins 1985 um
58 millj. kr., þ.e. 50 millj. vantar
ti) að ríkið standi við undirritað
loforð heilbrigðis- og fjármála-
ráðherra. Hvað áætlað hefur verið
á fjárhagsáætlun borgarinnar veit
ég ekki, en það hefðu átt að vera
Guðjón B. Baldvinsson
rúmar 10 millj. miðað við samn-
inginn.
Þessi dráttur hlýtur að hækka
kostnaðinn um vexti af því fé sem
þegar hefur verið lagt fram og um
þá hækkun sem leiðir af verð-
bólgu. En það er lítilsvirði á móti
þeim sáru vonbrigðum og ómældu
erfiðleikum aldraðra sjúklinga og
aðstandenda þeirra, sem af brigð
þessa viðmiðunarsamnings leiðir.
Mannlegur þáttur þessa óheyri-
lega dráttar er léttur á vogarskál-
ar peningavaldsins. Vegna þess að
það er ekki þrýstihópur, sem rís
upp og hótar atkvæðaflutningi,
þegar um er að ræða aldraða borg-
ara. Þetta eru bara sjúkir ein-
staklingar og þeirra aðstandendur
eru líka í mörgum tilfellum aldr-
aðir einstaklingar, sem hvorki
hafa krafta né aðstöðu til að beita
þrýstingi. Aldurinn orsakar hæg-
ari viðbrögð einstaklingsins. Við
verðum svifaseinni og þolinmóðari
þegar við eldumst.
A það að verka á byggingar-
hraða B-álmunnar? Eru tilfinn-
ingar umboðsmanna okkar á Al-
þingi og í ríkisstjórn þunglama-
legri vegna aldurs þeirra, eða
máski vegna aldurs Borgarspítal-
ans, eðá hvaða ástæður aðrar geta
legið að baki þessu óafsakanlega
seinlæti og þeim samúðarskorti
sem einkennir allar aðgerðir ríkis-
ins um fjárveitingar til B-álmunn-
ar?
Guðjón B. Baldrinsson er formað-
ur Samhands lífeyrisþega ríkis og
bæja.
Fræöslu-
mynd fyrir
starfsfólk í
matvælaiðju
ÞESSA dagana er að koma út á
myndbandi frædslumynd fyrir
starfsfólk í matvælaiðju er nefnist
„Matur er mannsins megin“.
Fræðslumynd þessi er hönnuð
með það í huga að vera eins konar
námskeiö fyrir starfsfólk í fisk- og
kjötiðnaði, veitingahúsum, stórum
eldhúsum, matvöruverzlunum og
almennum matvælaiðnaði. I
myndinni er farið í gegnum
nokkra þætti er snerta starfið s.s.
hreinlæti og aðferðir við þrif,
skyndihjálp og notkun hand-
slökkvitækja. Framleiðandi
myndarinnar er Matvælatækni en
stjórn handritsgerðar annaðist
Hákon Jóhannesson matvæla- *
fræðingur.
Fyrsta tölublað
Bjarma í ár
FYR8TA tölublaðið í ár af tímaritinu
Bjarma er nú komið út og hafa
nokkrar breytingar verið gerðar á
útliti blaðsins og það jafnframt
stækkað.
Aðalefni þessa tölublaðs er
dauðinn og er fjallað um málið frá
ýmsum sjónarhornum. Þá er í
blaðinu m.a. viðtal við Ástráð Sig-
ursteindórsson núverandi starfs-
mann Hins íslenska biblíufélags
og hugleiðing eftir séra Guðmund
Óla ólafsson.
Diners Club færir út
kvíarnar á íslandi
Stjórn félagsins Réttarbót aldraðra, frá vinstri Jónína Jónsdóttir, ritari, Lárus Hermannsson, varaformaður, Bjami
Tómasson, formaður og Jón Hanncsson, gjaldkeri.
Aldraðir stofna hagsmunafélag
FERÐASKRIFSTOFAN Atlantik
hefur verið umboðsaðili á íslandi
fyrir Diners Club-greiðslukortafyr-
irtækið frá því síðastliðið haust. í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins sagði Böðvar Valgeirsson
Fjölbraut á Akranesi:
Fimm sóttu um
skólameistarann
FIMM MENN sóttu um stöðu
skólameistara Fjölbrautaskólans á
Akranesi, en umsóknarfrestur rann
út fyrir helgina.
Umsækjendur eru: Bragi Hall-
dórsson, aðstoðarskólameistari á
Sauðárkróki, Haraldur Jóhanns-
son, hagfræðingur, Haukur Ág-
ústsson, skólastjóri Héraðsskól-
ans á Laugum í Þingeyjarsýslu,
Jón Hannesson, menntaskóla-
kennari, og Þórir Ólafsson, settur
skólameistari á Ákranesi.
forstjóri ferðaskrifstofunnar að starf
þeirra væri fólgið í því að afla Din-
ers Club viðskiptavina, annars vegar
fyrirtækja sem taka við kortunum
sem greiðslu og hins vegar korthafa.
Þau fyrirtæki sem taka við Din-
ers Club-kortum taka eingöngu
við þeim frá útlendingum, en ís-
lenskir korthafar geta enn sem
komið er aðeins notað kortið er-
lendis. Öll reikningsleg viðskipti
fara gegnum Diners Club í Kaup-
mannahöfn, og fá fyrirtæki upp-
gert a.m.k. fjórum sinnum í mán-
uði, en að sögn Böðvars Valgeirs-
sonar er það ein ástæða þess að
þau eru tilbúin að greiða nokkru
hærri þóknun til Diners Club en
til annarra greiðslukortafyrir-
tækja sem gera upp einu sinni i
mánuði.
Árgjald fyrir kort frá Diners
Club er 385 danskar krónur, en á
næstunni verður gert átak í því að
bjóða íslendingum þessi kort.
Félagið Réttarbót aldraða heldur
framhaldsstofnfund 7. febrúar nk.,
kl. 4 í Alþýðuhúsinu. Félagið var
stofnað 17. janúar sl., en markmið
félagsins er að vinna að félagsmál-
um aldraða og veita þeim upplýs-
ingar um almenn réttindi þeirra.
Brýnasta verkefnið er efling Al-
menna lífeyrissjóðsins, sem aldr-
aðir hefðu aðgang að, en margt
eldra fólk hefur lítil sem engin lif-
eyrissjóðsréttindi í þeim sjóðum
sem það er aðili að. Til að fjár-
magna sjóðinn er stefnt að frjáls-
um framlögum allra íslendinga.
Annað verkefni félagsins er að
koma á fót upplýsingamiðstöð
fyrir aldraða, þar sem aldraðir
gætu leitað eftir upplýsingum og
aðstoð sérfræðinga við að leysa
persónuleg vandamál sín.
(Úr fréttatilkynningu.
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar |
JÍFélagsstarf
Sjálfs tœðisflokksim; |
Reykjaneskjördæmi
Formenn (ulltrúaráöa og sjálfstæöisfélaga í Reykjaneskjördæmi eru
hvattlr tll aö senda ársskýrslur sínar sem fyrst tll formanns Kjördæm-
isráös vegna undirbúnings aöalfundar ráösins og landsfundar.
Stjórnin.
Akranes — Þorrablót
Sjátfstæöisfélögin á Akranesi halda þorrablöt föstudaginn 8. febrúar
nk. i Sjálfstæöishúsinu viö Heiöarbraut kl. 19.00. Þátttaka tilkynnist í
síma 1825 (Pálina), 1752 (Rúnar), 2023 (Jónina), sem allra fyrst og i
síöasta lagi fyrir hádegi flmmtudaginn 7. febrúar.
Allt sjálfstæöisfólk og gestir þeirra velkomnir. Mætlö öll vel og
stundvislega. Stjórn fulltrúarráös sjálfstæöisfélaganna á Akranesi.
Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi: .
Spilakvöld
veröur haldiö í Valhöll fimmtudaginn7. febrúar kl. 20.30.
Góö verðlaun. Kaffiveitingar. „ ,, ,
St/ornm.
Kópavogur - Kópavogur
Spilakvöld Sjálfstæöisfélaganna i Kópavogi verður þriöjudaginn 5.
febrúar kl. 21.00 stundvislega í Sjálfstæöishúsinu Hamraborg 1.
Stjórnln.
Selfoss — þorrablót
Sjálfstæðisfélögin á Selfossi halda sameigin-
legt þorrablót, laugardaginn 9. febr. kl. 20.00
í Inghól (Fossnesti). Skemmtiatriði og dans.
Þátttaka tilkynnist í síma 1350 (Ella), og í
síma 1344 (Bjössi), fyrir 5. febr.
Allt sjálfstæðisfólk og gestir þeirra velkomið.
Atvinnumál
Verkalýösráö Sjálfstasöisflokksins og Málfundafélagiö Ööinn halda
sameiginlegan fund um atvinnumál, þriöjudaginn 5. febrúar 1985 i
Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst hann kl. 20.00.
Framsögumenn: Birgir isl. Gunnarsson alþm., formaöur stórlöju-
nefndar, og Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi,
formaöur atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar.
Umræöur — fyrirspurnir. Kaffiveitingar.
Fundarstjóri: Málhildur Angantýsdóttir, sjúkraliöi.
Allir sjálfstæöismenn velkomnir.
Þriójudagur 5. febrúar 1985 kl. 20.00.
Undirbúnlngsnofnd.
Málhildur Magnús L.