Morgunblaðið - 05.02.1985, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985
t
Móðir okkar,
BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
frá Túngarði,
lést i Hrafnistu i Reykjavik, laugardaginn 2. febrúar.
Soffía Magnúsdóttir,
Gestur Magnússon.
t
Eiginkona min,
MÁLFRÍÐUR PÁLSDÓTTIR,
lést laugardaginn 2. febrúar.
Skúli Guömundsson.
t
Móöir okkar og tengdamóöir,
KRISTÍN SVAVA VILHJÁLMSDÓTTIR,
frá Vogsósum
til heimilis aö Seljabraut 17, Þorlékshöfn,
lést aö heimili sinu 2. febrúar.
Synir og tengdadætur.
t
Móöir okkar,
ÓLÖF BALDVINSDÓTTIR,
Kórsnesbraut 63,
Kópavogi,
andaöist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhliö, Kópavogi, 2. febrúar.
Adam Þorgeirsson,
Hrafnhildur Þorgeirsdóttir,
Hjördis Þorgeirsdóttir,
Arnar Þorgeirsson.
t
Konan min og móöir okkar,
GUÐRÚN BERGLJÓT ÞÓRÐARDÓTTIR,
Krossholti 4,
Keflavfk,
lést i Reykjavik, sunnudaginn 3. febrúar.
Þórhallur Helgason og börn.
t
Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir og amma,
BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR,
Nökkvavogi 4,
Reykjavfk,
andaöist i Vifilsstaöaspitala aöfaranótt 4. febrúar.
Indfana Sigfúsdóttir,
Siguröur Sigfússon,
Gylfi Guömundsson
og barnabörn.
t
Móöir min,
BRYNGERDUR FRÍMANNSDÓTTIR
fré Grfmsey,
Klakksvfk,
Færeyjum,
er látin.
Fyrir hönd systkina og ættingja,
Sigmundur Baldvinsson.
t
JÓN STEFÁN RAFNSSON
tannlæknir,
Stekkjaseli 1,
Reykjavfk,
veröur jarösunginn frá Háteigskirkju miövikudaginn 6. febrúar kl.
13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á kirkjubyggingu Seljasóknar.
Marfa Gfsladóttir,
Rafn Jónsson,
Gísli Jónsson, Rafn Jónsson,
Hulda Björg Jónsdóttir, Hulda Olgeirsdóttir,
systkini og aórir aðstandendur.
Unnur Pjeturs-
dóttir - Minning
Fædd 20. aprfl 1903
Dáin 28. janúar 1985
Nú þegar frú Unnur Pjeturs-
dnttir, ekkja Einars Pjeturssonar
stórkaupmanns, hefur kvatt okkur
i hinsta sinn er mér ljúft og skylt
að minnast hennar.
Frá því eg var barn var Einar
frændi minn stórvinur minn og
þegar hann giftist Unni eignaðist
ég annan vin sem ég hefi matið
mikils og notið vináttu hennar og
vinsemdar í gegnum árin.
Frú Unnur Pjetursdóttir var
dóttir hjónanna Pjeturs Ingi-
mundarsonar slökkviliðsstjóra og
konu hans, Guðrúnar Benedikts-
dóttur kaupkonu, mæt hjón og virt
í Reykjavík í æsku minni. Unnur
var mjög vel menntuð kona, talaði
fleiri tungumál og varð deildar-
stjóri Sjóvá á unga aldri en eftir
að hún giftist Einari helgaði hún
sig heimilinu og uppeldi barna
sinna. Hún þurfti líka að standa
fyrir móttöku á mörgum við-
skiptavina Einars innlendum sem
erlendum, komu þá í ljós kostir
hennar í matargerð og gestamót-
töku, man ég margar dýrindis
veislur sem ég sat á heimili þeirra
hjóna og aldrei kom ég svo þangað
að mér væri ekki tekið opnum
örmum og fyrir það vil ég þakka
með þessum fáu orðum.
Unnur vann að ýmsum mannúð-
armálum, starfaði í Kvenfélaginu
Hringnum og í Vinahjálp meðan
kraftar entust. Seinni árin notaði
hún til að grúska í ættfræði sinni
og hafði mikla ánægju af.
Friður Guðs sé með henni.
Sigríður Sigurjónsdóttir
í dag verður gerð útför tengda-
móður minnar, Unnar Pjeturs-
dóttur, sem andaðist þann 28.
janúar sl. á Landakotsspítala eftir
stutta sjúkrahúslegu á áttugasta
og öðru aldursári.
Unnur fæddist þann 20. apríl
1903 í Reykjavík. Hún var elsta
barn þeirra merkishjóna Guðrún-
ar Benediktsdóttur f. 9. september
1878 að Miðhúsum í Vatnsdal, d.
31. janúar 1957, og Péturs Ingi-
mundarsonar húsasmiðameistara
og fyrrverandi slökkviliðsstjóra í
Reykjavík, f. 6. júlí 1878 á Úti-
bleiksstöðum í Heggstaðanesi í
Miðfirði, d. 24. nóvember 1944.
Með Unni er nú gengið það síð-
asta af fimm börnum þeirra hjóna
Pjeturs og Guðrúnar. Systkini
Unnar voru Sigríður húsfreyja f.
23. ágúst 1905, d. 19. júlí 1959,
Kjartan brunavörður og verslun-
armaður f. 9. ágúst 1908, d. 29.
janúar 1984, Tómas stórkaupmað-
ur f. 19. september 1910, d. 16. ág-
úst 1969, Ólafur endurskoðandi f.
24. maí 1919, d. 12. janúar 1972.
Foreldrum Unnar, þeim Guð-
rúnu og Pjetri, var margt til lista
lagt. Guðrún stundaði um tíma
farsæl verslunarstörf í Reykjavík
og var meðal annars ein af stofn-
endum og stjórnendum verslunar-
innar Gullfoss, ennfremur tók hún
mikinn og virkan þátt í félags-
störfum í Reykjavík.
Áður en Pjetur tók við embætti
aðalslökkviliðsstjóra í Reykjavík
1920, hafði hann unnið við iðn sína
og þótti hagsýnn, vandvirkur og
góður skipuleggjandi við húsa-
smíðar svo sem Miðbæjarbarna-
skólinn og Iðnaðarmannahúsið
gamla við Lækjargötuna bera vott
um, svo dæmi séu nefnd.
Að ofangreindu má ráða að
Unnur var komin af stórhuga
gáfufólki og þessir voru meðal
annarra þeir kostir sem Unnur
tók í arf frá foreldrum sínum.
Hafa þau snemma gert sér grein
fyrir hvað í Unni bjó og einsett sér
að virkja það sem best eins og eft-
irfarandi umsögn, sem hún tjáði
mér einu sinni sjálf, lýsir best. *
Unnur fermdist vorið 1917 og þá
tók hún inntökupróf í Verslun-
arskóla íslands, sem var á þeim
tíma til húsa á Vesturgötu 10.
Þann 30. apríl 1919, útskrifaðist
hún frá Verslunarskólanum við
góðan orðstír. Þar sem foreldrum
hennar þótti hún of ung til að fara
að vinna úti, var ákveðið að hún
skyldi eiga frí í eitt ár. Einnig var
ákveðið að Unnur skyldi læra að
sauma á sig flík (eins og hún orð-
aði það) og kom móðir hennar
henni til þekktrar saumakonu í
bænum, hálfan daginn til þess
arna, og stóð þetta nám yfir í 6
mánuði. Hafa þessar ráðstafanir
eflaust komið sér vel fyrir unga
Sigfríður P. Þormar
— Minning
Fædd 4. september 1889
Dáin 27. janúar 1985
Með Sigfríði P. Þormar er horf-
in af sjónarsviðinu kona, sem
fylgdist með vexti og viðgangi
tveggja byggðarlaga á Austur-
landi í lok síðustu aldar og á fyrri
hluta þessarar aldar, fyrst
Brekkukauptúns í Mjóafirði og
síðan Neshrepps og Neskaupstað-
ar í Norðfirði. Hún gaf sig að vísu
ekki að opinberum málum fremur
en venjulegt var um konur á
blómaskeiði hennar, en hún var
nákomin austfirzkum athafna-
mönnum, sem settu svip í samtíð
sína.
Frú Sigfríð, eins og hún var
venjulega titluð í uppvexti mínum
eystra, andaðist í Borgarspítalan-
um í Reykjavík hinn 27. síðasta
mánaðar, en fæddist í Brekku-
kauptúni í Mjóafirði 4. september
1889. Fram eftir ævi átti hún við
betri kjör að búa en títt var um
íslendinga yfirleitt á þeim tíma,
enda má segja, að hún héldi sig
ríkmannlega. En er á leið, mátti
hún þola ýmislegt mótdrægt í líf-
inu, ástvinamissi og þverrandi
efni. En einmitt þá sýndi hún, að
hún var miklu lífsþreki gædd og
lét hvergi bugast, þó að árin færð-
ust yfir.
Sigfríð var fönguleg kona, nokk-
uð stórvaxin, miðað við hennar
kynslóð, en þó fríðleikskona. Þeg-
ar litið er á uppruna Sigfríðar og
ættir þær, sem að henni stóðu, er
ekki að furða, þó að hún væri
miklu lífsmagni búin. Faðir henn-
ar var Konráð Hjálmarsson
(1858—1939), einn hinn kunnasti
athafnamaður austanlands um
sína daga, bæði í Mjóafirði og á
Norðfirði. Ein happasæiasta
framkvæmd Konráðs var sú, að
hann fékk fslending, sem verið
hafði í Ameríku, fsak Jónsson, til
að setja upp „frosthús" eða íshús,
svo að safna mátti beitu og geyma
mátti hana óskemmda langtímum
saman. Breiddist þessi aðferð óð-
fluga út um landið (frá ísaki
eystra og Jóhannesi Nordal
syðra), íslenzkum sjávarútvegi og
þar með þjóðarbúinu til mikils
farnaðar. Konráð var rótgróinn
Mjófirðingur, sonarsonur Her-
manns Jónssonar í Firði, sem var
kjarnakarl, þó að hann væri ekki
alltaf sléttur og felldur.
Móðir Sigfríðar var Sigríður
Jónsdóttir Jónatanssonar, en Jón
faðir hennar var annálaður sjó-
sóknari og hákarlaformaður frá
Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði,
en hann fórst rúmlega fertugur
með skipi sínu og allri áhöfn. Um
Jón er fróðleg ritgerð í VIII. bindi
Blöndu. Kona Jóns Jónatanssonar
og móðir Sigríðar var Rannveig,
dóttir séra Hákonar Espólín (síð-
ast á Kolfreyjustað); sonar Jóns
sýslumanns Espólín (1769—1836),
sem kunnastur er fyrir Árbækur
sínar, fyrsta samfellda rit um
sögu fslands eftir að Sturlungu
sleppir á 13. öld og fram yfir 1830.
Jón Espólín var ekki síður ann-
álaður um sína daga fyrir mikinn
vöxt og afl að sama skapi, enda
þótt hann komist svo hæversklega
að orði um sjálfan sig í Árbókun-
um; „Ekki mátti hann sterkan
kalla nema í gildara lagi.“ Hann
var sonur Jóns sýslumanns Jak-
obssonar á Espihóli, en til þess
bæjar á ættarnafnið rót sína að
rekja. Faðir Jóns Jakobssonar var
Jakob Eiríksson (1708—1767)
bóndi og stúdent á Búðum á Snæ-
fellsnesi. Um hann segir Páll Egg-
ert Ólason svo í fslenzkum ævi-
skrám: „Hann var manna mestur
og rammur að afli, vel að sér,
heppinn læknir, rausnsamur og
vel metinn, búsýslumaður mikill,
hafði oftast 20—30 skip á útvegi
sínum.“ Af þessu má marka, að
margt þrekmennið er að finna í
ættum Sigfríðar Þormar.
Hinn 13. september 1912 giftist
Sigfríð Páli G. Þormar, sem þá var
bankaritari og gjaldkeri bæjar-
sjóðs á Seyðisfirði. Páll fæddist á
Eiðum 27. maí 1884, sonur Gutt-
orms Vigfússonar, sem þá var
skólastjóri búnaðarskólans þar.
Guttormur hafði numið búfræði í
Noregi, verið kennari á Möðruvöll-
um fyrsta starfsár skólans þar
(1880—1881). Hann var kunnur
maður á sinni tíð, alþingismaður
Sunnmýlinga 1892—1908, en
lengst af bóndi í Geitagerði í
Fljótsdal, dáinn 1928. Synir hans
tóku sér ættarnafnið Þormar. Það
er leitt af Guttorms-nafninu, og
hef ég heyrt, að Sigurður Guð-
mundsson skólameistari hafi verið
með í ráðum um val nafnsins.
Páll var gagnfræðingur frá Ak-
ureyri 1906, en starfaði á Seyðis-
firði 1907—1915. Hann var vel
íþróttum búinn, var t.d. þátttak-
andi I flokki, sem sýndi fslenzka
glímu á Ólympíuleikunum í Lond-
on 1908 við góðan orðstír. Voru
þar engir aukvisar á ferð. Flestir
munu enn kannast yið nöfn
manna eins og Jóhannesar Jós-
efssonar, Hallgríms Benediktsson-
ar og Sigurjóns Péturssonar, sem
allir voru í þessum flokki.
Til Norðfjarðar fluttust þau
Páll og Sigfríð 1915. Gerðist Páll
brátt meðeigandi að verzlun
tengdaföður síns. Jafnframt lét
hann opinber mál nokkuð til sín
taka, og gegndi hann þess vegna
talsverðum trúnaðarstörfum.
Hann var oddviti Neshrepps
1920—1925, hreppstjóri sama
sveitarfélags 1925—1929, er það
varð bæjarfélag, í yfirskattanefnd
Suður-Múlasýslu 1921—1925 og
um hríð brezkur vísikonsúll I Nes-
kaupstað. Fyrir kom að Páll var
settur bæjarfógeti I forföllum, eft-
ir að sveitarfélagið fékk kaupstað-
arréttindi.
Þau Sigfríð og Páll áttu í Nes-
kaupstað stórt og myndarlegt hús,
sem nefndist Þórsmörk. Þar
bjuggu þau við mikla rausn og
lengst af við rúman fjárhag. Var
þar jafnan margt í heimili, börnin
urðu sex og fósturbörn þrjú. Á
heimilinu var einnig ráðskona,
sem hafði þjónustustúlkur sér til
aðstoðar.
Páll var í eðli sínu framfara-
sinnaður og tók upp ýmsar nýj-
ungar. Hann eignaðist útvarps-
tæki fvrstur manna á Norðfirði,
alllöngu áður en Ríkisútvarpið hóf
göngu sína. Ég minnist þess frá
uppvaxtarárum mínum, að Páll
setti hátalara utan á hús sitt og
fólk tók sér stundum sæti á sum-
arkvöldum á bekkjum í garði
þeirra hjóna til að hlusta á útvarp
frá fjarlægum löndum, einkum frá
Englandi. Einnig hefur mér verið
sagt, að Páll, sem lengst af rak
nokkurn búskap, hafi snemma
haft hátalara í fjósi sínu, svo að
kýrnar mættu einnig njóta sömu
tilbreytingar og mannkindin. Þeg-
ar kom fram á erfiðleikaárin upp
úr 1930, setti Páll upp refabú og