Morgunblaðið - 05.02.1985, Page 37

Morgunblaðið - 05.02.1985, Page 37
37 stúlku á þessum tíma og síöar. Árið 1920, þegar Unnur er 17 ára, fær hún að tilstuðlan föður síns starf hjá Axel V. Tuliníus, sem þá rak vátryggingarskrifstofu í Reykjavík. Fóru þá fljótlega að koma í ljós þeir hæfileikar til stjórnunar, réttsýni og skarp- skyggni, sem einkenndu Unni alla æfi. Varð þetta til þess að henni var falin sú ábyrgðarstaða að veita forstöðu brunatryggingar- deild fyrirtækisins sem telst vera fyrsti vísirinn að brunatrygg- ingardeild Sjóvá hf. Árið 1924 verða þáttaskil í lífi Unnar. Þá kynnist hún ungum verslunarmanni, Einari Pjeturs- syni f. 17. júlí 1892 í Reykjavík. Þau Unnur og Einar giftu sig 6. júlí 1928. Segja má, að Einar hafi þá verið orðinn þjóðfrægur maður þar sem hann hafði orðið fyrir þeirri reynslu árið 1913 að vera tekinn fastur af sjóliðsforingjum á danska eftirlitsskipinu Islands rak um nokkurt skeið. Ekki veit ég, hvernig rekstur þess gekk fjár- hagslega, en síðar átti hann eftir að hafa meiri afskipti af þessari búgrein. Páll var áreiðanlega fyrstur manna á Norðfirði til að eignast fólksbifreið, og fleira mætti vafalaust tína til. Kreppuárin frá 1931 og fram undir 1939 voru austfirzkum bæj- um og kauptúnum ákaflega erfið í skauti. Öll útgerð gekk hörmulega vegna verðfalls á erlendum möríc- uðum, jafnframt því sem tollmúr- ar í löndum viðskiptaþjóða okkar gerðu okkur erfitt um vik. Leiddi þetta ástand til atvinnuleysis og lágmarkskaupgetu alls þorra manna. Það hlaut einnig að bitna á allri verzlun. Rótgróið fyrirtæki eins og verzlun þeirra Konráðs og Páls lagðist í rúst og átti sér ekki viðreisnar von. Varð það til þess, að þau Sigfríð og Páll fluttust til Reykjavíkur 1937 með fjölskyldu sína. Mun fjárhagur þeirra hafa verið orðinn mjög erfiður, er hér var komið sögu. í Reykjavík gerðist Páll brátt framkvæmdastjóri skinnasölu Loðdýraræktarfélagsins og rak jafnframt eigin verzlun á Laug- arnesvegi 52. Var þó allt erfiðara en fyrr hafði verið. Árið 1944 urðu þau hjónin fyrir þeirri þungu sorg, að einkadóttir þeirra, Sigríður, elskuleg stúlka, rétt tvítug að aldri, fórst með Goðafossi, sem skotinn var í kaf í Faxaflóa á heimleið frá Ameríku 10. nóvem- ber það ár. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 Falk. Einar var þá að róa sér til skemmtunar á höfninni í Reykja- vík með hvítbláa fánann eða „Hvítbláinn" eins og hann var oft nefndur manna á meðal. Var fán- inn tekinn af honum og Einar sendur í land. Varð úr þessu all- mikið mál, sem hefur verið kallað Fánamálið, og skal það ekki rakið nánar hér, en telst merkur atburð- ur í sögu sjálfstæðisbaráttu okkar íslendinga. Einar hafði, er þau Unnur giftu sig, þá þegar stofnað ássmt Ólafi Gíslasyni stórkaupmanni verslun- arfyrirtækið Ólafur Gíslason & Co (stofnað 1923). Seinna gerðist Tómas bróðir Unnar einnig með- eigandi að fyrirtækinu. Reyndist þetta fyrirtæki þeim Unni og Ein- ari vel alla þeirra ævi, enda ávallt góð samvinna og samstaða með þeim Ólafi, Einari og Tómasi. Einnig var Einar um árabil fram- kvæmdastjóri Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar á Kletti. Sem greind og reynslumikil kaupkona stóð Unnur ávallt við hlið eiginmanns síns og fylgdist vel með og skildi starf hans. Hún var oft í fylgd með Einari á við- skiptaferðum erlendis og sat oft með honum fundi viðskiptalegs eðlis. Fyrir utan viðskiptalífið voru sameiginleg áhugamál þeirra hjóna mörg. Einar hafði mikið yndi af því að umgangast hesta og laxveiðar stunduðu bæði hjónin mikið um tíma. Hafði ég mjög gaman af að hlusta á Unni segja veiðisögur, oftast með gamansömu ívafi, af henni og Einari, þá er þau voru við veiðar í Þverá í Borgar- firði sem Einar og fleiri félagar þeirra höfðu á leigu um tíma. Páll Þormar andaðist í Reykja- vík 1. maí 1948. Sigfríð lifði mann sinn sem sé hátt á 37. ár. Mátti hún þá muna sinn fífil fegri frá æskuárum og lengst af búskapar- ára sinna. Einnig varð hún fyrir þeirri raun, að elzta barn þeirra hjóna, Konráð, náði ekki þeirri fótfestu í lífinu sem vænta hefði mátt, lézt 1957 aðeins 43 ára. Má nærri um það fara, að móður hans hafi tekið meinleg örlög hans sárt. Því er þó við brugðið, hvað Sigfríð tók öllu mótlæti af miklu þolgæði. Langt fram á elliár hafði hún ánægju af að gæta barna. Láta mun nærri, að afkomendur hennar og Páls séu nú um 50 talsins. Þau Sigfríð og Páll eignuðust sex börn. Þau eru þessi: Konráð P. Þormar, fæddur 1913, dáinn 1957, stundaði verzlunarstörf; Geir P. Þormar, einn kunnasti ökukennari hér í borg og lætur ferðamál til sín taka, fæddur 1917. Kona hans er Sigríður Jónsdóttir Þormar; Garðar P. Þormar, flutningabíl- stjóri, fæddur 1920. Kona hans er Ingunn Kristjánsdóttir Þormar; Þór P. Þormar, lengi starfsmaður Togaraafgreiðslunnar hér í borg, fæddur 1922. Kona hans er Ingunn Kristjánsdóttir Þormar; Sigríður, fædd 17. október 1924, dáin 10. nóvember 1944, eins og fyrr segir; Kári P. Þormar, tæknimaður í IS- AL, fæddur 1929. Kona hans er Ólafía Jóhannesdóttir Þormar. Konráð, elzta barnið, fæddist á Seyðisfirði, en hin öll á Norðfirði. Fósturbörnin voru þessi: Guð- laug Jóhannsdóttir, frá Mjóafirði; Ásgeir Helgason, frá Eskifirði, látinn; Jóna Þorláksdóttir, frá Reykjavík. Sigfríð P. Þormar var sjálf- bjarga fram í háa elli. Síðustu ár- in dvaldist hún þó á öldrunar- heimilum, fyrst við Norðurbrún og síðan á Droplaugarstöðum við Snorrabraut. í dag er Sigfríð P. Þormar til moldar borin. Ég er þess fullviss, að margt fólk af austfirzku bergi brotið og raunar margir fleiri minnast hennar með þakklæti og virðingu og votta sonum hennar, tengdadætrum og skylduliði þeirra samúð sína við fráfall hennar. Með henni er af heimi gengin merk kona, sem lét ekki veraldargengi spilla sér né mót- læti buga sig. Friður sé með henni og líkn þeim sem lifa. Bjarni Vilhjálmsson Unnur þótti vel liðtæk til laxveiða og hef ég heyrt að hún hafi ekki gefið karlmönnunum neitt eftir í afköstum í þeim efnum enda hafði hún ekki langt að sækja þá hæfi- leika þar sem faðir hennar var þekktur laxveiðimaður og aflakló. Líknarmál voru Unni mikið áhugaefni og gerðu þau hjón bæði mikið af því að rétta þeim hjálp- arhönd sem minna máttu sín, and- lega og efnalega. Hún starfaði um skeið að mann- úðarmálum með Kvenfélaginu Hringnum, ennfremur ber hátt óeigingjarnt starf hennar í líknar- félaginu Vinahjálp sem hún átti þátt í að stofna og starfaði við meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þau Unnur og Einar eignuðust fjögur börn: Pétur f. 11. janúar 1929, Sigurjón f. 13. desember 1920, d. 7. apríl 1971, Guðrúnu f. 26. nóvember 1932 og Unni f. 24. mars 1943. Þann 7. mars 1961 lést Einar, 69 ára að aldri, eftir að hafa átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið. Lát Einars var mikið áfall fyrir Unni þó hún bæri sig vel eins og hennar var ávallt venja. Hjóna- band þeirra hafði verið ákaflega farsælt og þau samrýnd vel. Hún gerði sér ljósa grein fyrir að hún stóð ein uppi með ýmis vandaverk, sem hún yrði að vinna, svo sem þátttaka í rekstri og stjórnun fyrirtækja og fleira í þeim dúr. Nú kom sér vel góður undirbúningur á unglingsárum og fyrri reynsla. Leysti Unnur alla þessa hluti vel af hendi og hélt og rak heimili sitt með sömu reisn og virðingu sem það hafði haft þegar Einars naut við. Þau Unnur og Einar höfðu lengst af búið á Smáragötu 1 í Reykjavík, en það hús létu þau byggja fyrir sig árið 1939. Húsið, sem er myndarlegt steinhús með stórum garði, var teiknað og skipulagt af Unni og Pjetri föður hennar og byggði Pjetur húsið upp á tæpu ári fullbúið fyrir dóttur sína og tengdason. Síðustu ár ævi sinnar bjó Unnur i íbúð sinni í Sólheimum 23. Eitt var það áhugamál, sem Unnur hafði mikið yndi af, frá því ég man eftir, en það var að fást við að rekja ættir fólks, bæði sínar eigin og annarra. Ég man að það var eitt af því fyrsta sem hún ræddi við mig um og fyrr en varði var hún búin að rekja föðurætt mína langt aftur í tíma án þess að styðjast við neitt nema vit sitt og minni. Hafði hún mikinn fróðleik að geyma um hinar ýmsu ættir enda sjálf ættstór kona. Ber þar hæst Reykjahlíðarættina, en Jón Þorsteinsson prestur í Reykjahlíð f. 1781, d. 1862 var langalangafi hennar, og Blöndalsætt, en Unnur var komin af Sigríði Oddnýju dóttur Björns Blöndals sýslu- manns f. 1787, d. 1846. Sigríður Oddný f. 1824, d. 1899 var lang- amma Unnar. Mig langar til að ljúka þessum fátæklegu orðum mínum um merkiskonuna Unni Pjetursdóttur með einni af heilræðavísum frænda míns Sigurðar Guð- mundssonar bónda á Heiði í Gönguskörðum. Vísan er úr Vara- bálki þeim sem Sigurður orti og margir þekkja og var hann heil- ræðavísur og hugrenningar um lífið og tilveruna og finnst mér vísan spegla það lífsmottó sem Unnur glímdi við og leitaðist við að miðla öðrum á æviferli sínum: Atlot sjúkum auðsýn mjúk ástfús lúk þá skyldu góðsemd brúka, grát af strjúk greið aðhjúkrun mildu. Blessuð sé minning Unnar Pjet- ursdóttur. Sigurður K. Brynjólfsson Með söknuð í brjósti fylgdum við frú Unni Pjetursdóttur til hinstu hvíldar. Með henni er fallin frá mikil sóma kona, sem vann t.d. mikið og gott starf í Vinahjálp og var svo sannarlega sómi sinnar stéttar. Hún var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, dóttir Pjet- urs Ingimundarsonar slökkviliðs- stjóra. — Með hlýhug kveð ég Unni og sendi hennar skylduliði innilegar samúðarkveðjur. Þorkell Valdimarsson Ferskar dögum saman -enda i loftskiptum umbúöum. Mjólkursamsalan Sólblómá • SÓLBLÓMA er þrungið fjölómettuðum fitusýrum en margir telja þær draga úr líkum á hjartasjúk- dómum og of háum blóðþrýstingi. • í SÓLBLÓMA er mikið magn af E vítamíni og svo auðvitað bæði A og D vítamín. • SÓLBLÓMA kemur mjúkt úr ísskápnum. • Og verðið!!! • Það erþví ekki að ástœðulausu að allir róma SÓLBLÓMA SDsmjörlíki hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.