Morgunblaðið - 05.02.1985, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 05.02.1985, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1986 41 Traustið, vald- ið og virðingin — eftir Sigurð Guðmundsson Tilefni eftirfarandi er yfirlýsing undirrituð af Valdimar Gislasy/ii og Bergi Torfasyni og birtist í Morgunblaðinu 22. jan. sl. Yfirlýs- ing þessi er sögð tilkomin vegna ályktunar sauðfjáreigenda í þrem hreppum á sunnanverðum Vest- fjörðum frá 7. des. 1984. Ekki sé ég ástæðu til þess að sinni að ræða þessa yfirlýsingu þeirra tvímenn- inga alla, enda er hún alllöng, en nokkur atriði skulu tekin hér til meðferðar. Þeir tvímenningar tala um markaða stefnu til útrýmingar riðuveiki í Vestfjarðahólfi. Æði reikul virðist sú stefna á stundum. T.d. var okkur, sem sátum fund að Núpi 30. júní á liðnu ári, sagt eft- irfarandi m.a.: Girða átti af Rauðasandshrepp með varnar- girðingu úr Stálfjalli í Hvalsker. Sauðfjáreigandi í Mjólkárvirkjun skyldi farga öllu sínu fé á hausti komanda, þ.e. 1984. Allt sauðfé í Barðastrandarhreppi skyldi og skorið niður að hausti. Staðreyndirnar eru þessar: Um miðjan nóvember sagði mér glögg- ur bóndi á Barðaströnd, að enn gengi þar í högum um 300 fjár og væri enginn reki gerður að því að ná því saman. Síðar kom í ljós, að fjöldi þessa fjár var mun meiri og nú fyrir fáum dögum voru um það myndskreyttar fréttir í fjölmið- lum, að enn gengi Barðastrandar- fé úti og uppi hafðar aðskiljanleg- ar aðferðir við að ná því. Býsna löng sláturtíð það! Fjáreigandinn í Mjólkárvirkjun gleymdi hinum góða ásetningi um niðurskurð og setti á meginhluta fjár síns, svo sem góðra bænda er háttur. Og Rauðasandsgirðingin! Þar fór í verra! Henni mun ekki ennþá endanlega hafa verið valinn staður, en hugmyndirnar hafa færst æ vestar, og hafa nú spá- fuglar það í flimtingum, að trú- lega verði endirinn sá, að girt verði einungis kringum landar- eign eins bæjar, svo að rollunum á Láganúpi megi takast að halda ár- unni hreinni! En maðal annarra orða. Er Al- viðra í Dýrafirði ekki í Vestfjarða- hólfi? Eða gildir ekki grunurinn svo norðarlega? Að því er varðar allt tal þeirra tvímenninga um varnir gegn riðu- veiki vil ég benda þeim á eftirfar- andi málsgrein, sem tekin er beint úr greinargerð framkvæmda- nefndar riðuvarna í Vestfjarða- hólfi og lögð var fram á fjórðungs- þingi á ísafirði 8. og 9. sept. sl. Málsgreinin hljóðar svo: „Það er álit nefndarmanna, að heimamenn séu ekki fáanlegir til að taka þátt í neinum þeim ráðstöfunum, sem dæmdar eru fyrirfram til að mis- takast." Ættu þeir tvímenningar að leggja þessa málsgrein vel á minn- ið til síðari tíma. Svo að ég víki aftur að fundin- um á Núpi, reis þar upp ábúðar- mikill spekingur og kvaðst ætla að afsanna riðuveiki í sínum hreppi, að því er best varð skilið nú og um alla framtíð. Hins vegar lét hann þess ekki getið hvaða aðferðum hann hygðist beita til þess arna. Kannski er það hernaðarleynd- armál. Tvímenningarnir segjast harmi slegnir yfir því, að heilindi og starfshæfni Sauðfjárveikivarna og starfsfólk Tilraunastöðvarinn- ar á Keldum skuli í efa dregin. Að því er varðar Sauðfjárveikivarnir skal aðeins bent á 30 ára aðgerð- arleysi þeirrar stofnunar í riðu- ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 „Bændur hér um slóðir eru staöráðnir í því að standa þétt sam- an gegn hvers konar ofríki og yfirgangi úr hvaöa átt sem slíkt kem- ur.“ veikimálum Barðstrendinga. Það ætti að nægja. Ég kannast ekki við, að starfsfólki Tilraunastöðv- arinnar á Keldum sé vantreyst hér um slóðir, með einni undantekn- ingu þó. Sigurður dýralæknir Sig- urðarson nýtur mér vitanlega ekki trausts eins einasta fjáreiganda hér. Fyrir því hljóta að vera ákv- eðnar ástæður. Ég hlýt í þvi sambandi að taka fram, að ég tel það hvorki hlýða né sæma opinberum embættismanni, að fara á einum bæ með kviksögur og slúður um annan. Þegar þeir menn, sem völd hafa, misbeita þeim, er það kölluð valdníðsla og þykir ekki gott. Hitt er þó jafnvel enn verra, þegar menn taka sér vald, sem þeir ekki hafa að lögum. Ef þeim tvímenningum kynni að vera það einhver harmaléttir, skulu þeir minntir á hið forn- kveðna, að blóðnætur eru bráðast- ar, og eflaust gleður það þá líka að heyra, að ég er þess fullviss, að bændur hér um slóðir eru stað- ráðnir í því að standa þétt saman gegn hvers konar ofríki og yfir- gangi úr hvaða átt, sem slíkt kem- ur. En sú er trú mín, að gylfrum gangi traustið og virðingin hjá þeim tvímenningum í garða ein- hverra aðila, ef niðurskurðar- áformin eiga eftir að beinast norð- ur um Hrafnseyri. Sigurður Gudmundsson er stöðvar- stjórí Otradal. Sunnudagur 10. feb. Þriðji og sfðasti áfangi hefst kl. 21.30. Húsið opnað kl. 19 fyrir matargesti en kl. 20.30 fyrir aðra en matargesti. Aðgangseyrir kr. 360. Þríréttaður kvöldverður kr. 740. Bæði kvöidin leikur hln sprellfjöruga Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, ásamt söngvurunum Jóhanni Helgasyni og Ellen Kristjánsdóttur fyrir dansl til klukkan 01. Borðapantanir þríðjudag 5. feb. og miðvikudag 6. feb. kl. 15-17 ( anddyri Súlnasalar eða ( s(ma 20221. GILDIHF James McKechan og Jane Lyttteton. Bo Loft Jensen og Helle Poulsen. Geir Bakke og Trine Dehli. Danskeppnin verður í þremur liðum: Fimmtudagur 7. feb. Fyrsti áfangi hefst kl. 21.30. Husið opnað kl. 19fyrir matargesti, en kl. 20.30 fyrir aðra en matargesti. Aðgangseyrir kr. 360. Þrfréttaður kvöldverður kr. 740. Sunnudagur 10. feb. Annar áfangi, sem einkum er ætlaður bðmum og unglingum, hefst kl. 15. Húsið opnað kl. 14. Aðgangseyrir kr. 100 (kr. 250 fyrir foreldra). Stórviðburður fyrir íslenskt dansáhugafólk. ! kjölfar frábærlega vel heppnaðrar keppni slðastliðinn vetur efnum við á ný til alþjóðlegrar danskeppni í Súlnasal. Fjögur af bestu áhugadanspörum heimsins keppa í suður-amerískum dönsum. Og nú verða íslensk danspör ( fyrsta sinn meðal þátttakenda. Útlendu danspörin koma frá Ástralíu, Englandi, Noregi og Danmörku og keppa í fimm dönsum: Jive, sömbu, rúmbu, paso doble og cha cha cha. Islensku pörin keppa I jive og cha cha cha. Atíl DflNSSKÓLm Sími 52996 HEIMILJSTÖLVA ÁRSINS Flest virtustu tölvublöö Evrópu og Bandaríkjanna hafa nýlega kosiö Commodore 64 heimilistölvu árs- ins annaö áriö í rööl Þetta sýnir svo ekki veröur um villst aö Commodore 64 er ein öflugasta og vinsælasta heimilistölva sem völ er á í dag. Commodore 64 er í raun miklu meira en heimilistölva; hún er heilt tölvukerfi því viö Commodore 64 heimilistölvuna eru fáanlegir prentar- ar, diskettudrif, teiknarar og fjöldi annarra tækja, aö ógleymdu sennilega mesta úrvali forrita, sem fáan- legt er á nokkra tölvu. Taktu þátt í sigurgöngunni og veldu þér Commo- dore 64 heimilistölvu. Hún svíkur engan. F= ARMULA 11 SÍMI 81500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.