Morgunblaðið - 05.02.1985, Side 43

Morgunblaðið - 05.02.1985, Side 43
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 43 Morgunblaðið/Bjarni. GYLFI PÁLSSON, PÚSTÞJÓNUSTUNNI Gylfi Pálsson ásamt syni sínum Brynjari. ár A sjö bíla í augnablikinu Hann Gylfi Pálsson í Púst- þjónustunni er ekki að safna frímerkjum, mynt, kortum eða neinu slíku, heldur eyðir hann allri sinni orku og pening- um í bíla. í augnablikinu á hann sjö bíla á hjólum og einn í pört- um og margir af þessum bílum eru meðal þeirra sem flestir Reykvíkingar taka eftir þegar þeir sjá þá aka um stræti borg- arinnar. Blm. og ljósm. fóru og heimsóttu Gylfa í siðastliðinni viku, spjölluðu örlítið og fengu að mynda bílana. — Hefurðu lengi haft bíla- dellu? „Já það held ég að óhætt sé að segja. Ætli að það fari ekki að nálgast þrjátíu ár núna síðan áhuginn kviknaði fyrir alvöru. Síðan hef eé ekki losnað við bakteríuna, og hún á sjálfsagt eftir að fylgja mér lengi". — Er þetta ekki dýrt tóm- stundagaman? „Að vísu, en ég vinn nú mest í þeim sjálfur og þetta kemur í staðinn fyrir skemmtanir, áfengi og tóbak. Það má kannski segja að ég sé eins og svertingjarnir í Bandaríkjunum, sem leggja mest upp úr bílunum og búa svo í hálfgerðum hreysum. Sonur minn Brynjar virðist ætla að erfa þessa dellu, hann er 19 ára, kominn með þrjá bíla, hefur ekki mikinn áhuga fyrir skemmtunum og áfengi og vinn- ur hér hjá mér.“ — Ekurðu um á öllum þessum bílum til skiptis? „Nei sumir eru ekki á númer- um og maður notar meira jepp- ana á veturna þó snjórinn hafi alveg svikið í vetur og þá hvílir maður hina bílana og öfugt. Svo selur maður þá af og til og fær sér nýja til að breyta.“ Þeir eru fallegir bflarnir hans og flestir þannig að maður snýr sér við á gðtu þeir þeir birtast Farið á kostum Ein af þeim kvikmyndum sem eru nýjar af nálinni og hvað mesta athygli hafa vakið nú upp á síðkastið heitir „Rom- ancing the Stone“ og var hún út- nefnd til „Golden Globe“-verð- launa fyrir stuttu og vann til fleiri en einna. Aðalhlutverkin i myndinni eru í höndum Michael Douglas og Kathleen Turner. Þykja þau fara á kostum í myndinni og leikur þeirra verið rómaður. Hér eru þau í einu at- riði myndarinnar. KYNNTU ÞER KEILU Þeir voru margir sem lögöu leiö sína í Öskju- hlíð um helgina og kynntu sér keilu, nýjustu íþróttina á íslandi. Nú notum við tímann fram aö helgi til að fín- stilla vélarnar og bjóðum þig velkomin þegar við opnum aftur á laugar- dag. Þangað til hvetjum við þig að kynna þér keilu t.d. með því að ■ ■ renna við í Oskjuhlíð milli kl. 10.00 og 18.00, litast um, og þiggja bæklinginn: KYNNTU ÞÉR KEILU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.