Morgunblaðið - 05.02.1985, Page 47

Morgunblaðið - 05.02.1985, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 47 II W/s.. JJ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 'v ir Um sjálfskuldar- ábyrgð ríkissjóðs Einn st-m átti bréf með sjálfskuld- arábyrgð Ríkissjóðs 1942 skrifar: Mig langar að skýra frá því hvernig búið var að þeim sem lögðu til hliðar peninga, oft af litl- um launum, til þess að leggja í Námsefni skólans byggt á Heilagri Ritningu Fyrir nokkrum vikum sendi ein- hver einstaklingur innritunarkort til Biblíubréfaskólans þar sem hann óskaði eftir því að sér yrðu send námsbréfin um Opinberum Jóhannesar. En því miður láðist honum að rita nafn sitt og heimil- isfang á kortið, því höfum við ekki getað orðið við ósk hans. Vonumst við til þess að viðkomandi lesi þessi orð og komi skilaboðum til okkar, annað hvort skriflega til Biblíubréfaskólans, Pósthólf 60, Keflavík, eða símleiðis, í síma 91- 13899. Annar einstaklingur skrifaði og var eitthvað að vandræðast yfir hver ræki skólann, var eitthvað smeykur um að það væri leynd- armál. En svo er að sjálfsögðu ekki. Sjöunda dags aðventistar bera ábyrgð á útgáfu námsefnis og kostnaði við Biblíubréfaskólann, sem er töluverður þar sem þátt- taka í skólanum er öllum nemend- um ókeypis. Persónulega sé ég, undirritaður, um daglegan rekstur skólans. Vil ég leggja áherslu á að náms- efni Biblíubréfaskólans er í einu og öllu byggt á Heilagri ritningu og engan veginn á mannasetning- um. Er þar fylgt fordæmi Martin Lúthers, siðbótamannsins rnikla, er hann sagði „Sola Scriptura" eða „Einungis Biblían", engu viðbætt og ekkert tekið burt. Enda er aðal- form námsefnis þannig að nem- andinn þarf sjálfur að fletta upp í Biblíunni og finna þar svörin sjálfur. Þannig getur hver og einn verið viss um að hann er að rann- saka Orð Guðs hreint og ómengað. Kær kveðja og ósk um Guðs blessun til allra landsmanna, Þröstur B. Steinþórsson, skólastjóri Biblíubréfaskólans. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisróng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér f dálkunum. banka eða kaupa ríkistryggð bréf. Þetta gerði mögulegt að bankar eða opinberir sjóðir gátu lánað peninga til ýmissa framkvæmda í landinu. í því tilefni sem hér um ræðir var bréf sem ég eignaðist árið 1953 eftir föður minn látinn. Bréfið var þannig: „4% skuldabréfalán Bygg- ingarsjóðs verkamanna, 1942, flokkur B, krónur 2.000, 1944-1985. Neðantil í bréfinu stóð eftirfar- andi: Samkvæmt 3. gr. laga nr. 39 janúar 1935, um verkamannabú- staði tekst Ríkissjóður hér með á hendur sjálfskuldarábyrgð á Skuldabréfi þessu ásamt vöxtum í samræmi við skilmála þá sem um getur í skuldabréfinu. Fjármálaráðherra í júlí 1942, Jakob Möller.“ Bréf þegga eignaðist ég sem fyrr segir árið 1953. Ég hef fengið greitt í Landsbankanum kr. 80 í vexti á ári þar til árið 1981. Þá voru mér greiddir 80 aurar í vexti á ári. Nú 23. janúar 1985 var bréf- ið innleyst með kr. 20 og 80 aura í vexti. Þetta er nú saga þessa bréfs. Þegar það var keypt á sínum tíma kostaði bréfið ca. 4—6 mánaða laun verkamanns. Hér læt ég stað- ar numið, en mig langar til að þetta komi fyrir almennings sjón- ir og tali sínu máli. Umrædd myndbandaleiga á Sogavegi. „Myndbandaleiga á biðstöð SVR“ íbúar við Sogaveg skrifa: Sú óþægilega, að við segjum ekki óþolandi, röskun átti sér stað hér við Sogaveginn rétt fyrir verkfallið í haust, að allt í einu er komin þar upp mynd- bandaleiga í húsi sem staðið hef- ir hálfbyggt i mörg ár og er enn ófullgert. Þetta er í grónu ibúð- arhúsahverfi, eins og viðurkennt var af borgaryfirvöldum fyrir nokkrum árum þegar hætt var við að reisa einkaskólahús með veitingaaðstöðu á næstu lóð, vegna mótmæla okkar íbúanna í kring. Nú er okkur spurn: Hafa eig- endur þessarar myndbandaleigu leyfi borgaryfirvalda til þess að setja þessa „næturforretningu" upp hér í hverfinu eða þarf ekk- ert leyfi til slíkrar röskunar? Það er sem sé staðreynd að myndbandaleiga þessi er oft opin langt fram eftir kvöldi, og fram yfir miðnætti þegar bisn- essinn er mikill, eins og var í verkfallinu í haust, og þá er ör- tröð bíla hér í götunni með því ónæði og umferðarhættu sem slíkri örtröð fylgir. Við segjum umferðarhættu, og hversvegna sérstaklega. Það er ótrúlegt en satt, og það alvarleg- asta í þessu máli, að beint frir framan myndbandaleiguna er strætisvagnabiðstöð fyrir leið 6 og 7. Þegar örtröðin þarna er sem mest á kvöldin kemst stræt- isvagninn með sina farþega beinlínis ekki að fyrir bilaþvargi þeirra, sem eru að skipta við myndbandaleiguna. Verður vagninn þá að stoppa úti á miðri götu og bílar á hreyfingu fyrir aftan og framan þá, sem eru að fara út eða inn. Þessu óþolandi ástandi mót- mælum við íbúar við Sogaveginn eindregið. Ekki aðeins vegna þess ónæðis, sem þetta skapar í kyrrlátu íbúðarhúsahverfi held- ur einnig, og ekki síður, vegna umferðarhættunnar, sem við höfum lýst hér að framan og vís- um málinu til borgarstjórnar, Umferðarnefndar Reykjavíkur og Umferðarráðs. Kynnið ykkur málið, við óskum svars. r Þýzkir prentara- hljóödeyfar Vandaðir Ódýrir E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIROI — SIMI 51888 Metsöiublad á hverjum degi! FEBRÚAR TILBOD Viö veitum 20% afslátt af barnamyndatökum til 20. febrúar. PANTIÐ TÍMA STRAX. barna&fjölsk/ldu- Ijúsmyndir Austurstrœti6, sími 12644.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.