Morgunblaðið - 05.02.1985, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.02.1985, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1985 Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ Sjúkravinir Hádegisverðarfundur verður haldinn að Hótel Sögu kl. 12.30 fimmtudaginn 7. febrúar í Ölstofu uppi. 1. Snorri Ingimarsson læknir flytur erindi um brjóstakrabbamein. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi fyrir kl. 16.00 miövikudaginn 6. febrúar 1985 í síma 28222 — 23360 og 32211. Félagsmálanefnd. HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eöa tuttugu og sex mælistaöi. Ein og sama miðstöðin getur tekiö við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius h-200+850 eöa 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mis- munandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Þaö er hægt aö fylgjast með afgashita, kæli- vatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, fryst- um, lestum, sjó og fleira. REYKJAVIK, ICILAND Vesturgötu 16. Símar 14680 — 13280. Námskeið Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Vitað er að andleg líðan og sjálfsöryggi er mikilvægt fyrir einstaklinginn í starfi og einkalífi. Tilgangur námskeiösins er að leiðbeina einstaklingum að meta stöðu sína og kenna árangursríkar aðferðir í samskiptum. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig sérstæð reynsla einstaklingsins mótar hann. • Hverjir eru helstu áhrifaþættir í samskiptum • Hvernig má greina og skilja fjölskyldutengsl • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leióbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í síma Sálfræðistöðvarinnar: 687075 milli kl. 10 og 12. Pálmi Jónsson, formaður RARIK: „Niðurskurður hefur áhrif á framkvæmdaáætlun en ekki rekstur“ PÁLMI JÓNSSON formaður stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins telur að ef lánsfjárheimild fyrirtækisins verður skorin niður um 35 milljónir, úr 175 milljónum í 140 milljónir króna, muni það koma niður á framkvæmdaplani rafmagnsveitnanna, en ekki hafa áhrif á reksturinn. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra segir í samtali við Mbl. sl. sunnudag að RARIK fái ekki að taka hærri upphæð í erlendum lánum en þeir borgi af, sem er 140,5 milljónir króna. „1 fjárlögum er skrá yfir áætl- aðar framkvæmdir RARIK á ár- inu 1985, og 175 milljónir er sama talan og var í fjárlagafrumvarp- inu eins og það var lagt fram,“ sagði Pálmi Jónsson formaður stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins í samtali við blm. Mbl. í gær. „Hér er um lánsfé að tefla, þannig að lántökuheimildar þarf að afla í fjárlögum. Ef þessi heimild er skorin niður um 35 milljónir króna, sem iðnaðarráðherra hefur ekki rætt við mig sem formann stjórnar rafmagnsveitnanna, kemur það niður á framkvæmda- plani rafmagnsveitnanna, en hef- ur ekki áhrif á reksturinn," sagði Pálmi jafnframt. Pálmi sagði að rétt væri að hafa í huga að framkvæmdafé þetta væri þegar að miklum hluta bund- ið með efnispöntun og efnisútveg- un, þar sem afgreiðslutími á efni til raforkuframkvæmda væri í mörgum tilvikum 6 til 9 mánuðir og rafmagnsveiturnar byggðu sína efnisútvegun á því sem fram kæmi í fjárlagafrumvarpi á hverjum tíma. Auk þess fengju veiturnar stundum heimildir hjá iðnaðar- ráðuneyti og fjármálaráðuneyti áður en fjárlagafrumvarp kæmi fram, en það sagði Pálmi geta ver- ið afar þýðingarmikið fyrir veit- urnar vegna hins langa afgreiðslu- tíma. „Meðal annars af þessum sökum tel ég vera erfitt að breyta að verulegu marki þeirri fram- kvæmdaáætlun sem fyrir liggur og staðfest er með fjárlögum fyrir árið 1985,“ sagði Pálmi, „enda þótt oft hafi þurft að draga nokkuð saman seglin þegar verðhækkanir á efni eða vinnulaunum hafa verið meiri en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir." r Morgunblaðið/Bjarni Sigurður Magnússon afhendir Kristínu Ingvarsdóttur lyklana að húsakynn- um Styrktarfélagsins á Háaleitisbraut 13. Á myndinni eru talið frá vinstri: Kristín Ingvarsdóttir, Sigurður Magnússon, Óttar Kjartansson formaður félagsins og Jónína Guðmundsdóttir forstöðukona endurhæfingarstöðvarinn- Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra: Nýr framkvæmdastjóri Um mánaðamótin urðu fram- kvæmdastjóraskipti hjá Styrktarfé- lagi lamaðra og fatlaðra. Sigurður Magnússon sem gegnt hefur starf- inu á fimmta ár lét af störfum og við tók Kristín Ingvarsdóttir, viðskipta- fræðingur. Kristín Ingvarsdóttir er fædd árið 1945. Hún hefur unnið um margra ára skeið á skrifstofu Rík- isspítalanna. Eiginmaður hennar er Bragi Hannibalsson skrifvéla- virki og eiga þau þrjú börn. Sigurður Magnússon tekur við starfi framkvæmdastjóra Iþrótta- sambands íslands 1. júní nk. Farþegum Flugleiða fjölgaði um nær 100 þús. SAMKVÆMT bráðabirgðatölum um farþegaflutninga Flugleiða á síðasta ári, flutti félagið samtals 659.000 farþega í áætlunarflugi það árið. Fjölgun frá árinu 1983 nemur tæplega 100.000 farþegum. í stórum dráttum, skiptist þessi fjöldi eftir leiðum á þann hátt að í Norður Atlantshafsflugi voru far- þegar 248 þúsund og fjölgaði um 20% frá fyrra ári. A Evrópuleið- um voru fluttir 195 þúsund far- þegar og er þar um að ræða 26,7% fjölgun. í innanlandsflugi voru farþegar 216 þúsund talsins og hafði fjölgað um 7,3% frá árinu áður. Á síðasta ári fluttu vélar Flug- leiða samtals 10.415 tonn af frakt og pósti og er þar um að ræða nokkra aukningu. Frá áramótum til 26. janúar flutti félagið nær 39.000 farþega í áætlunarflugi sem er 28,7% aukning frá sama tíma í fyrra. Eiðfaxi er kominn út Vigri seldi í Cuxhaven LÍTIÐ er nú um siglingar fiskiskipa á erlendar hafnir, enda verð þar lágt Aðeins þrjú skip selja afla sinn í Þýzkalandi í þessari viku. Vigri RE seldi alls 133,1 lest, mest karfa í Cuxhaven á mánu- dag. Heildarverð var 4.223.000 krónur, meðalverð 31,73. Tvö skip til viðbótar selja afla sinni í Þýzkalandi í vikunni, en ekkert í Englandi. Háskóla- tónleikar AÐRIR háskólatónleikar á vor- misseri verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudaginn 6. febrúar í samvinnu við Myrka músíkdaga. Snorri Sigfús Birgisson leikur eig- in verk á píanó. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 12.30. Dauft yfir loðnuveiðinni DAUFT er nú yfír loðnuveiðunum og ræður veður þar mestu um. Nánast engin veiði hefur verið síðan í síð- ustu viku, en á sunnudag tilkynntu 6 skip samtals 1.660 lestir. Ekkert skip hafði tilkynnt um afla síðdegis í gær. Skipin, sem tilkynntu um afla á sunnudag eru: Ljósfari RE, 450, Harpa RE, 300, Hrafn GK, 250, Börkur NK, 440, Gullberg VE, 120 og Heimaey VE 100 lestir. Flest skipanna voru á miðunum í gær, en veiðiveður var ekki. EIÐFAXI, 1. tbl. 1985, er komið út. Meðal efnis í blaðinu eru ýmsar greinar, t.d. Hugleiðingar um hugleiðingar Eyjólfs eftir Reyni Hjartarson, Yfir Grænland á ís- lenskum hestum 1912—13 eftir ívar Gizurarson og Á Costa del Sol í reiðgalla eftir Erling Jóns- son. Björn Steinbjörnsson dýra- læknanemi ritar grein um járn- ingar og knúið er dyra hjá Boga Eggertssyni frá Laugardælum. Auk þess eru ýmsir fastir þættir í blaðinu o.fl. Ritstjóri Eiðfaxa er Hjalti Jón Sveinsson, ritstjórnarfulltrúi og aulýsingastjóri er Sigurður Sig- mundsson frá Syðra-Langholti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.