Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.02.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1985 51 Einvígi Margeirs og Agdestein: „Af hverju leikur hann ekki drottningu a8?“ — spurðu menn á Loftleiðum þegar Norðmaðurinn missti af rakinni vinningsleið í miklu tímahraki „EINVÍGIÐ fcr af stad meö látum, annað verður ekki sagt,“ sagði Jóhann Hjartarson, hinn landskunni skákmaður, eftir að fyrsta einvíg- isskák þeirra Margeirs Péturssonar og Norðmannsins Simen Agdestein hafði farið í bið á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. Þrátt fyrir að biðskákin sé jafnteflisleg var hún ssispennandi og hélt áhorfendum í spennu fram á síðasta augnablik. Báðir háðu æðislegt kapp- hlaup við tímann í lokin. Mar- geir átti undir högg að sækja vegna veikrar kóngsstöðu og Agdestein missti af rakinni vinningsleið. „Af hverju leikur hann ekki drottning a8?“ spurðu menn frammi f skákskýringarsal þegar Agdestein lék sinn 34. leik. Sá leikur hefði ofið mátnet um kóng svarts - kóng Margeirs. En hafa ber í huga að Agdestein átti eftir aðeins 3'Æ mínútu á siðustu sex leiki sína og honum yfirsást þessi sterki leikur — hopaði í þess stað og jafntefli varð stað- reynd. Margeir slapp með skrekkinn, því allir voru sam- mála um að biðstaðan sé dautt jafntefli. Allt of fáir áhorfendur fylgd- ust með skák þeirra Margeirs og Agdestein. Aðstaða er að mörgu leyti góð í ráðstefnusal Hótel Loftleiða og frammi í anddyri kepptust landskunnir skákmenn við að skýra skákina, þeir Sævar Bjarnason og Jóhann Hjartar- son. Menn skeggræddu fram og aftur, veltu hinum ýmsu mögu- leikum fyrir sér og komu fram með „snilldarleiki", sem við nán- ari skoðun stóðust ekki. „Enga heimsk-speki hér,“ sagði Sævar einhverju sinni eftir að ágætur doktor í heimspeki hafði stungið upp á heldur vafasömum leik. „Þetta var fjörug skák. Hún fór rólega af stað, en í lokin var mikill hasar — ekki nein logn- molla. Margeir átti lengi undir högg að sækja og Agdestein átti sigur vísan hefði hann fundið réttu leiðina," sagði Jóhann. „Það er ómögulegt að spá um Morgunblaöid/Fnöþjófur Sævar Bjarnason stendur mikilúðlegur við skýringatöfluna. Þeir voru ábúðarmiklir í upphafi einvígis, Margeir og Agdestein. Morgunblaöiö/Bj arni úrslit í þessu einvígi. Við skulum gera okkur grein fyrir því, að Simen Agdestein er mjög sterk- ur skákmaður, langsterkasti skákmaður Norðmanna, sem fram á sjónarsviðið hefur kom- ið,“ sagði Helgi Ólafsson, sem var meðal áhorfenda eins og ýmsir kunnir skákmenn. Menn voru almennt sammála um að biöskák Margeirs og Agdestein væri jafnteflisleg. Þeir heyja fjögurra skáka ein- vígi og sigurvegarinn öðlast rétt til að tefla á millisvæðamóti. Sá er tapar teflir við þann er hafnar í öðru sæti á svæðamóti í ísrael um þátttökurétt í millisvæða- móti. Tveir efstu menn á milli- svæðamótunum þremur fara áfram í kandidataeinvígin. Að lokum stendur aðeins einn skák- maður uppi og hefur öðlast rétt til að skora á heimsmeistarann. Sem kunnugt er urðu Margeir og Agdestein efstir og jafnir á svæðamótinu í Gausdal í Noregi. Hlutu IVi vinning og í kjölfar þeirra kom danski stórmeistar- inn Bent Larsen með 7 vinninga og missti þar með af lestinni. Síðasta umferðin t Gausdal var æsispennandi. Þeir Margeir, A gdestein og Larsen voru efstir og jafnir fyrir síðustu umferðina með 6'/í> vinning. Larsen varð að sætta sig við jafntefli við Jóhann Hjartarson en Margeir og Agde- stein sigruðu sína andstæðinga. Nokkurrar beiskju gætti hjá Larsen í grein í Ekstrabladet eftir mótið 1 garð andstæöings Agdestein í síðustu umferð, Sví- ans Ernst, sem notaði aðeins 45 mínútur af umhugsunartíma sínum og lét leigubíl bfða sfn á meðan hann lauk við að tapa fyrir Agdestein. „Þessi fram- koma Svíans er óíþróttamanns- leg ætti að draga dilk á eftir sér,“ skrifaði Larsen í Ekstra- bladet. En Agdestein er hingað kom- inn hvort sem Larsen líkar betur eða verr og þessum unga Norð- manni nægir jafntefli í einvíginu við Margeir þar sem hann vann innbyrðisviðureign þeirra í Gausdal. Ýmsir telja þetta bein- línis Margeiri í hag þar sem Norðmaðurinn tefli upp á jafn- tefli, sem jafnan sé veikleika- merki og Margeir hafi allt að vinna. En menn voru ekki á eitt sáttir á Loftleiðum í gærkvöldi. „Að sjálfsögðu er það Agdestein mikill akkur að nægja jafntefli í svo stuttu einvígi. Það setur aukna pressu á Margeir," sagði Guðmundur G. Þórarinsson eftir skákina í gærkvöldi. En í skákinni kom i ljós aö jafntefli úr einvíginu er Agde- stein ofarlega í huga. 1 stað þess að tefla til sigurs hopaði hann á mikilvægu augnabliki. Fann ekki vinningsleið og valdi í þess stað „örugga leið“. En allt um það, viðureignin á Loftleiðum æsi- spennandi og lofar sannarlega góðu um framhaldið, svo sem skákskýringar Braga Krist- jánssonar bera með sér. HH. Skák Bragi Kristjánsson 1. skákin: Hvítt: Simen Agdestein Svart: Margeir Pétursson Drottningarbragð I. d4 — Rf6, 2. c4. e6,3. Rf3 — d5, 4. Bg5 — Be7, 5. Rc3 — O—O, 6. e3 — h6, 7. Bh4 — b6, 8. Bd3 — Bb7, 9.0—0 - Rbd7, 10. De2 - Einnig er hægt að leika strax 10. Bg3 - c5,11. Hcl - cxd4,12. exd4 — dxc4, 13. Bxc4 — a6, 14. a4 - Rh5, 15. d5 - Rxg3, 16. hxg3 — exd5, 17. Rxd5 — Bxd5, 18. Dxd5 - Rc5, 19. Df5 - Dd7, 20. Dh5 - Bf6, 21. a5 - Da7? - 22. b4 — Rd7, 23. Hfdl og hvítur stendur betur (Romanishin — van der Wiel, Sarajevo 1984). 10. — c5, 11. Hfdl — önnur Ieið er hér 11. Hcl — Hc8, 12. Bg3 cxd4, 13. exd4 — dxc4, 14. Bxc4 með þægilegra tafli fyrir hvít (Karpov — Gell- er, 1981). II. — Re4, 12. Bg3 — cxd4, 13. exd4 — Til greina kemur hér 13. Rxd4, og eftir 13. — Rxg3, 14. hxg3 — Re5, 15. cxdö — Rxd3, 16. Dxd3 - Bxd5,17. De2 — Dc8,18. Rxd5 - exd5, 19. Df3 - Db7, 20. Rf5 nær hvítur betra tafli. 13. — Rg3, 14. hxg3 — Rf6, 15. Re5 — a6, 16. cxd5 — Rxd5! Margeir verður að leika þenn- an leik, því eftir 16. — exd5 hef- ur hann ekkert mótspil, en hvit- ur getur leikið f3 og g4 eða Df3- f5. 17. De4 — f5 Auðvitað ekki 17. — g6, 18. Rxg6! og hvítur vinnur. 18. De2 — Bf6 Svartur hefur nú veikt peð á e6, en hvítur á d4. 19. a4! — Norðmaðurinn kemur í veg fyrir að Margeir geti leikið b6- b5, og bindur þannig svart við að valda peðið á a6. 19. — He8, 20. Bc4 — Dd6 Ef svartur reynir að valda peðið á a6 með 20. — Rb4 gæti Rg6-f4 orðið honum erfitt. 21. RI3 — Norðmaðurinn teflir fyrir ör- yggið, enda dugar honum jafn- tefli i einvíginu til að komast á millisvæðamót. 21. — Rc7 Mörgum áhorfendum fannst þetta óvirkur leikur hjá Mar- geiri, en með honum valdar hann báða veikleika sina, peðið á a6 og e6 og hótunin — Bxf3 gæti vofað yfir hvít. 22. Hd2 — Hvassara hefði verið að leika hér 22. Hd3 til að eiga möguleik- ann Hd3-e3 síðar. 22. — Kh7, 23. Hadl — He7, 24. Re5 — Hd8, 25. Kh2 — Tímahrakið er nú komið til sögunnar, og Agdestein tekur því enga áhættu. 25. — Db4!? Margeir hefði nú getað leyst taflið upp með 25. — Bxe5, 26. dxe5 — Dc6, 27. f3 — Hed7 og jafntefli virðist líkleg úrslit. 26. f4 - g6 Bjartsýnir áhorfendur stungu upp á 26. — g5!?, en eftir 27. g4! opnast taflið hviti i hag. 27. Ba2 — Eftir 27. g4 — Bxe5, 28. Dxe5 (28. dxe5 — Dxf4) — Rd5 er ekki að sjá að hvítur komist neitt áfram. 27. — b5, 28. axb5 — Rxb5!? abcdafqh Öruggara hefði verið 28. — axb5, því nú opnast taflið Agde- stein í hag. 29. d5! — exd5 Margeir verður að drepa þetta peð. 30. Rxd5 — Bxd5, 31. Hxd5 — IIxd5 Eftir 31. - Hde8, 32. Hd7 með hótununum Rc6 og Bf7 er svart- ur í miklum vanda. 32. Hxd5 — Rd6 Margeir var hér í miklu tíma- hraki og missir af bestu vörn- inni: 32. — De4! og ef 33. Dxe4 — fxe4, 34. Bbl — Bxe5, 35. fxe5 — e3, þarf svartur engu að kvíða. 33. Dxa6 — Re4, 34. Hdl — í tímahrakinu missir Agde- stein af vinningsleið: 34. Da8! t.d. 34. — Del (svartur hótar þrá- skák með — Dxg3+, og — Del+), 35. Hd3 — Hg7 (hvað annað? Hótunin er Dg8 mát). 36. Rf7 og hvítur vinnur. Ekki dugar heldur 34. - Db7, 35. Df8! - Bg7 (hvað annað?), 36. Dg8+! - Kxg8, 37. Hd8+ - Kh7, 38. Bg8+ - Kh8, 39. Rxg6 mát. Svartur hefur heldur ekki tíma til að leika 34. — Bxe5 vegna 35. Hb5! með máthótuninni Dg8. 34. — Bxe5, 35. fxe5 — Db8 Báðir keppendur voru i miklu timahraki í þessari mjög tvísýnu stöðu. Svartur gat ekki leikið 35. — Rxg3? vegna 36. Bg8+! (ekki 36. Kxg3 — Dg4+ ásamt 37. — Dxdl) 36. - Kh8 (36. - Kxg8, 37. Dxg6+ ásamt 38. Hd8+), 37. Df6+ - Hg7, 38. Bf7 - Kh7, 39. Bxg6+ — Hxg6, 40. Hd7 og hvítur vinnur. 36. Dc4 — h5. Annars vofir máthótunin á g8 alltaf yfír. 37. Hd5 — Dxb2, 38. Hb5 — Df2, 39. Dg8+ — Kh6, 40. Df8+ — Hg7 • b c d • f o h Agdestein lék biðleik í þessari stöðu og hlýtur að þráskáka og taka jafntefli með 41. Dh8+ — Hh7,42. Df8+ - Hg7 (ekki 42. - Kg5, 43. Dd8+ - Kg4?, 44. Dh4 mát), 43. Dh8+. Svartur hótar í stöðunni bæði — Dxg3+ og — Del+ og — Dxa2. Biðskákin verður tefld áfram í dag kl. 10 fyrir hádegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.