Morgunblaðið - 10.02.1985, Side 3

Morgunblaðið - 10.02.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 B 3 Reglugerð um rækju kynnt Fiskvinnsluskólinn og Ríkismat sjávarafurða munu á næstunni halda sjö námskeið um mat á rækju og til kynningar á reglugerð þar að lút- andi. Verða fyrstu námskeiðin í Reykjavík í upphafi næstu viku. Morgunblaðinu hefur vegna þessa borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Ríkismati sjávarafurða: Hinn 1. ágúst 1984 tók gildi reglugerð um meðferð, geymslu og vinnslu rækju um borð í veiðiskip- um og vinnslustöðvum í landi. Vegna mikillar aukningar í rækjuveiðum, sérstaklega á djúp- slóð og fjölgunar vinnslustöðva í landi var þörfin orðin brýn á setn- jngu reglugerðarinnar. Fiskvinnsluskólinn og Ríkismat sjávarafurða munu halda nokkur námskeið til kynningar á reglu- gerðinni svo og til að samræma matsmenn, eftirlitsmenn og starfsmenn rækjuvinnsla í mati og túlkun á reglugerðinni. f fyrstu voru áætluð þrjú námskeið fyrir matsmenn Ríkismats sjávaraf- urða en þegar farið var að kynna málefnið reyndist áhugi það mikill að nauðsynlegt reyndist að halda að minnsta kosti sjö námskeið. Verða þau haldin dagana 11., 12. og 14. febrúar í Reykjavík, 19. og 20. febrúar á Akureyri og 27. febrúar á ísafirði. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær sjöunda námskeiðið verður haldið. Kjalarnesprófastsdæmi: Námskeið um fjölskylduna og hjónabandið Á VEGUM Kjalarnessprófastsdæm- is verður haldið námskeið dagana 15. og 16. febrúar og 1. og 2. marz um fjölskylduna og hjónabandið. Námskeiðið er einkum ætlað ungu fólki og fer það fram í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli, Garðabæ. Fjallað verður um eftirtalin mál: Fjölskyldan og hjónabandið, réttindi og skyldur hjóna og sam- býlisfólks, foreldrar og uppeldi barna, fjölskyldan í blíðu og stríðu. Prófastur og aðstoðar- prestur Garðasafnaðar hafa unnið að undirbúningi þessa námskeiðs nú um nokkurt skeið ásamt þeim séra Birgi Ásgeirssyni, dr. Birni Björnssyni og Sævari Berg Guð- bergssyni félagsráðgjafa. Þrir þeir síðastnefndu flytja erindi á nám- skeiðinu en auk þeirra þau Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi, Sigríður Ingvarsdóttir lögfræð- ingur og Páll Eiríksson geðlæknir. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu prófasts og hjá prestum Kjalarnessprófastsdæm- is. Skráningu á námskeiðið lýkur á miðvikudag. Hópuppsagn- ir kennara í þjóðmála- umræðu SUNNUDAGINN 10. febrúar kl. 14.30 verður önnur þjóðmálaum- ræða á Veitingahúsinu Gaukur á Stöng. Umræðuefnið er „Hópupp- sagnir kennara — hrynur mennta- kernð?“. Frummælendur verða Kristján Thorlacius formaður HÍK og Inga Jóna Þórðardóttir aðstoðarráð- herra. Eftir framsögu þeirra verða fyrirspurnir og umræður úr sal. Ný sending af fótlag'askóm ^ ur mjuku ' " sterku anilinskinni með ósviknum hrágúmmísólum. Litur: Ljósbrúnt og svart. Nr. 35—36 ófóöraö. Nr. 35—47 loöfóöraö. Verö frá kr. 1.110,- Einnig er komin nýja geröin med riflásnum. Póstsendum samdægurs __________ T0PP V/SA E M SKORm VELTUSUNDI 1 21212 Egilsgötu 3. a.1»519.‘ S-L dagurinn: Keilukeppni Feröakynning og glæsileg Ferðakynning í Austurstræti Fyrsta keilukeppnin á íslandi Við efnum til fyrstu opinberu keilukeppninnar á Islandi og er öllum heimil þátttaka! Sigurlaunin eru glæsileg: ■ 1. verölaun: 2ja vikna sæluhúsaferð til Hollands að verðmæti 15 þús. ■ 2. verðlaun: Máltíð fyrir tvo á Sælkeranum. ■ Einnig fá þrír næstu sérstök aukaverðlaun og allir fá veglega viðurkenningu fyrir þátttökuna. Keppnin hefst á sunnudagsmorgun I tilefni dagsins höfum við söluskrifstofuna, Austurstræti 12,opna frá kl. 13-16 og höldum óvenjulega og skemmtilega ferðakynningu. ■ Stórskemmtileg ferðagetraun. Giæsiieg ferðaverðlaun í boði - flug til Kaupmanna- hafnar fyrir tvo. ■ Dixie-bandið leikur hressileg lög fyrir gesti og gangandi. ■ Trúðurinn Skralli sprellar fyrir þá yngstu. ■ Og rúsinan í pylsuendanum: Heimsdaman Henríetta gefur holl ferðaráð og segir frá Parísarævintýrum kvenna, en Rósamunda sendir heim beina lýsingu á upplifun sinni á skemmtistöðum Evrópu! klukkan 9.30. — Hátíð í Háskólabíói!---------------------- Húsiö opnað kl. 14.30. Dixie-bandið leikur létt lög í anddyrinu frá kl. 14.45. Klukkan 15 hefst síðan skemmtidagskráin: Kvikmyndasýning - stuttar og skemmtilegar barnamyndir. Barnagaman - fóstrunemar sjá um söng og leiki sem allir í salnum geta tekið þátt í. Lukkumiðar. Tveir glæsilegir ferðavinningar - italíuferð að andvirði kr. 20 þúsund og flug til Danmerkur að andvirði kr. 15 þúsund - dregnir út á hátíðinni. Stjúpsystur syngja og fara með gamanmál eins og þeim er einum lagið. BjÖSSÍ bolla - sá eini sanni skemmtir og leikur við börnin. Fjölskylduhátíö Sunnudagurinn 10. febrúar er SL-dagurinn í ár! í tilefni af útkomu sumaráætlunar og sumarbæklings ’85 höldum við hátíð og bjóðum öllum að vera með! ?A4?sunnuda9í Trúðurinn Skralli sprellar í anddyrinu, í salnum og á sviðinu og kynnir jafnframt dagskrána. Ferðabæklingar liggja frammi á öllum stöðunum! Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.