Morgunblaðið - 10.02.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.02.1985, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRpAR 1985 íslenska sendingin á Addis Ababa-flugvelli. Gunnlaugur Stefánsson starfsmadur Hjálparstofnunar kirkjunnar lóðsar kassa til burðarkarla. brúðkaup. Gestirnir eru að tfnast að hótelinu en fæstir komu inn fyrr en brúðhjónin bar að í glæsi- vagni: brúðurin í hvítu og dró á eftir sér slörið, brúðguminn í dökkum jakkafötum, bæði bráð- myndarleg. Á undan gekk einn og lék á eins strengs fiðlu með geita- skinnsbelg. Gestirnir koma á eftir, allir prúðbúnir á vestrænan mæli- kvarða, og klappa með sama takti konurnar við strákofana áður. meðan geisar annars konar fjör í búnabettuaragrúanum skammt frá hótelinu og glæsigarði þess. Vegna brúðkaupsins hafa pant- anir okkar skyndilega gufað upp en hótelstjórinn er mjög lipur maður, lætur flytja stóla burtu úr biðstofu sinni og þar sofum við á gólfinu. Enginn segist hafa sofið dúr en allir hafa heyrt alla hina hrjóta. I Dessie eru höfuðstöðvar björg- unarstarfsins í Wollo-héraði. Einn yfirmanna hjálparstarfs Lúth- erska heimssambandsins (LWF) þar er geðþekkur Eþfópi, Kebete Haile að nafni. Við förum með honum í birgðageymslu, þar sem vörubílar biðu í röðum, flestir hlaðnir amerískri matarolíu (sem kemur sér vel á þessum slóðum). Inni í allstórri skemmu hefur ver- ið hlaðið upp matarolíukössum f þúsundavfs. „Það berst nógur mat- ur,“ segir hann, „vandinn er að koma fyrir birgðum og eins að ko- ma birgðum frá okkur aftur. Við höfum ekki nema sex vörubfla til þessara flutninga í öllu fylkinu." Beðiö eftir Stóru rigningunni Kebete Haile rennir í gegnum nokkrar staðreyndir með okkur: Lútherska heimssambandið rekur fæðudreifingarstöðvar, Rauði krossinn og innlenda hjálpar- stofnunin (RRC eða Relief and Re- habilitation Commission, sem heyrir beint undir ráðherra) eru jafnframt með sjúkraskýli. LWF í Wollo hefur reynt að einbeita sér að börnunum, 2000 börn fá að borða daglega í Wichale, 2000 f Mersa, 500 í Worgesa, þar sem ís- lensku hjálparliðarnir verða. Af liðlega 3,5 milljón fbúum í Wollo hafa ekki færri en 2 milljónir orð- ið fyrir skakkaföllum af völdum þurrkanna, margir mjög alvarleg- um. Tíu af tólf sýslum í Wollo eru þurrkasvæði og þar eru stærstu búðirnar í landinu sjálfu — 25 þúsund manns halda til f Bati- búðunum austan við Dessie. Hátt í hundrað kílómetra norðan við Dessie og Worgesa eru Korem- búðirnar með sína fjörutíu þúsund íbúa. Maður sér fyrir sér alla íbúa Reykjavíkursvæðisins saman- komna f Kópavogi að leita að mat. „Vonin í dag er að Stóra rign- ingin komi i júnf, júlf og ágúst,“ segir Kebete Haile. „Þá má búast við uppskeru í október eða nóv- ember. Þangað til verður ekkert fyrir þetta fólk að hafa nema utanaðkomandi hjálp. Sem stend- ur berst nægur matur til landsins en hvað það verður lengi veit eng- inn. Nema Guð. Við ætlum að hver fimm manna fjölskylda þurfi 50 kíló af korni mánaðarlega en höf- um þurft að fara allt niður í 15 kfló mánaðarlega. Nú vitum við ekki betur en að allir fái mat sem þurfa hann.“ f Worgesa, skammt norðan við Dessie, tekur Hjálparstofnun kirkjunnar þátt í að byggja upp aðstöðu til hjálparstarfs. Eftir að fara niður í gegnum bæjarslömm- ið f fylgd vopnaðs unglings er komið inn á heimavistarlóð, þar sem hópur barna situr og borðar einhverskonar graut úr útlendu mjöli af bláum plastdiskum. Flest eru svei mér sællegri en krakkarn- ir utan við búðirnar — þau fá næringarefnaríkan mat tvisvar á dag. Þau búa f kringum Worgesa og ganga heim á milli mála. Þetta eru lítil krfli mest og horfa stór- eyg á þessa menn. „Finnst þeim þetta gott?“ spyr ég nærstaddan ungling. „Yes, like very very fine.“ Venjulegur matur þessara barna er hveitibrauð og korn- grautar af ýmsu tagi, sorghum, marsillakorn. En kannski gleym- ist hvað er venjulegur matur — það eru rúm þrjú ár síðan rignt hefur að gagni í þessari sveit. Tunglið á hvolfi beint fyrir ofan Landið vaknar upp úr fimm. Þá er lika aflétt útgöngubanninu, sem er í gildi um allt land nema í hafn- arborginni Massawa. Hanar gala, geitur jarma, fólkið fer að fara um vegina með asna sína og byrðar, rjúka fer upp um kofaþökin (strompar eru óþarfur möguleiki) og krakkarnir byrja að skrfkja. Fyrsta morgunskfman er seiðandi og falleg en ljósaskiptin að kvöldi eru dulúðleg; himinninn skiptir litum og verður gullinn rétt áður en myrkrið dettur skyndilega á, umferðin um vegina minnkar, karlar og börn reka kýrnar og Bibliukindurnar heim á leið, fólkið sest vafið í hvítt út undir vegg eða við vegarbrúnina. Dýrin ganga um inn á milli fólksins og enn fær allt á sig óraunverulegan blæ — það er í mesta lagi að maður hafi séð eitthvað þessu Ifkt f fantagóðum fræðslumyndum um Afrfku. Samt sýna myndirnar ekki nema örlftið brot af því hvernig þetta fallega land býr sig undir nóttina, hvernig stjörnurnar kvikna ein af annarri og hvernig hásléttutunglið glóir á hvolfi beint fyrir ofan bílþakið. 1 Addis er haldinn fundur ís- lenska hjálparfólksins og sænsku trúboðshjónanna Ericson. Hann er yfirmaður Lúthersku kirkjunn- ar í Dessie og nágrenni, bæði hafa verið um árabil í landinu og gjör- þekkja það. Þau hjónin fara yfir helstu atriðin í væntanlegu starfi íslendinganna: þau sex dreifa kröftum sínum á þrjár stöðvar í Wollo, þangað sem sækja 25—30 þúsund fjölskyldur, 150—180 þús- und manns. Hjúkrunarfræðingun- um er ætlað að aðstoða við sjúkra- hjálp, stjórna henni og annast greiningar á þeim verst höldnu. Strákarnir eiga að byggja upp búðirnar í Worgesa, reisa skemm- ur þar sem leyfi fæst til, dreifa sáðkorni sem útvegað hefur verið, aðstoða John Ericson á alla lund. Þegar hann segir frá kólerufar- aldrinum og að frést hafi af skær- um stjórnarhersins og uppreisn- armanna skammt norðan við Worgesa kinka fslendingarnir al- varlega kolli. Þau hugsa sitt en segja fátt. Ericson hlustar kurteislega á spurningar og frásagnir hinna nýkomnu og minnir á að tveggja daga rigning geti breytt ýmsu um lit á landinu: „Ástandið er best meðfram veginum sem þið ókuð. Út frá honum, bæði í austur og vestur, er ástandið miklu verra og versnar eftir því sem norðar dreg- ur. Ekki gleyma, að þar er hernað- arástand." Við horfum á einn þátt þess milli Dessie og Addis, nálægt stað sem heitir Kombolcha. Þangað streyma vörubílarnir norðan að, hlaðnir fólki sem ætlað er að setj- ast að annars staðar í landinu. Á tíu mínútum mættum við tíu stór- um flutningabílum, sumum með tengivagna. Ekki færri en þúsund manns voru á þessum bílum. Þús- und harmsögur. Þúsund færri stuðningsmenn frelsisfylkinganna í Tigre og Wollo. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ (JTSALA að fá sér skápa fyrir gott verð. / SELKO SKÁPAR Við seljum næstu daga útlitsgallaða skápa og stakar skáphurðir á stórlækk- uðu verði. Hurðirnar eru tilvaldar á innréttingar. SELKD SIGURÐUR ELÍASSON hf. Auöbrekku 1-3Kópavogi, s:41380 RAFIÐJANsf. IGNIS-umboðiö Ármúla 8 108 Reykjavík. Sími 91-19294. Kr. 11.700 Kr. ia530 Kr. 10.716 Kr. 14905 Kr. 13270 Kr. 13^05 Kr. 15.105 Kr. 1&140 Kr. 1^800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.