Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 17

Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 B 17 hans skeyti í Melbourne í Ástralíu frá Madeira: „Er á suðurleið. Amundsen." Norðmaðurinn Roald Amundsen, sem hann hélt að væri á leið á Norðurpólinn var því líka kominn áleiðis til Suðurskautsins. Peary hafði orðið á undan Amundsen á Norðurpólinn og hann vent sínu kvæði í kross og beint leiðangri sínum, sem var til- búinn til heimskautafarar til suð- urs. Menn urðu geysilega hneyksl- aðir og mörgum fannst sem Scott að komið hefði verið aftan að hon- um. Shackleton, sem nú hafði ver- ið aðlaður, lét í ljós undrun sína og spáði því að Amundsen kæmist aldrei til Suðurskautsins þótt hann hefði hunda því „þeim er ekki treystandi". Þeir höfðu reynst Bretum illa, en í höndum Norðurlandabúa virtust dýr þessi allt önnur. Peary vard á undan Amundsen Sjónarmið Roalds Amundsens kemur m.a. fram i bók hans Sókn min til heimskautanna, sem til er í íslenskri þýðingu með eftirmála Jóns Eyþórssonar: „Næsta verk- efni, sem ég ákvað að glíma við, var að finna Norðurskautið. Ég vildi líka gjarna freista að vinna sjálfur það afrek sem Nansen hafði reynt við fyrir nokkrum ár- um, sem sé að berast á hafstraum- um yfir skautið og þvert yfir ís- hafið. Ég fékk því umráð yfir því i veðri vaka að vísindalegur árangur af förinni mundi eftir sem áður verða svo mikill, að hún ætti ekki að leggjast undir höfuð. í ágúst 1910 hélt ég úr Noregi ásamt félögum mínum. Svo var ráð fyrir gert að við sigldum inn í íshafið gegnum Beringssund og létum okkur reka þaðan, því að við álit- um að meginstraumurinn mundi liggja þannig. Til Beringssunds skyldi leiðin lögð frá Noregi suður um Horn á Suður-Ameríku. Á leiðinni komum við til Madeira. Þar sagði ég félögum mínum að ég hefði ákveðið að halda til Suður- skautsins, þar sem Norðurskautið væri þegar fundið. Allir fögnuðu því einum rómi. Shackleton, Scott og Amundsen ólíkir Þessir þrh- vösku hugrökku menn sem voru að keppast við að verða fyrstir á Suðurpólinn virð- ast hafa verið mjög ólíkir. Ernest Henry Shackleton er svo lýst að hann hafi verið framur og djarf- mannlegur og mjög óikur Robert Scott, sem var dulur og fáskiptinn. Það kemur fram að Shackleton er mjög hár vexti og vel að manni. Það er Scott raunar líka, og í dagbókum hans sést að hann ber mikla umhyggju fyrir mönnum sínum og einnig hundum og hest- um, tekur nærri sér þegar eitt- hvað er að, þótt hann hafi ekki hátt um það. Og hann getur verið 1 Teikning sem einn leiðangursmanna George Marston gerði af búðum Shackletons og félaga hans á ísjakanum, eftir að ísinn fór að brotna undan þeim. Norski landkönnuðurinn Roald Am- undsen skaut Scott ref fyrir rass og komst mánuði á undan honum á Suðurskautið 14. des. 1911. Hér er hann á skautinu með norska fánann og hundasleðann. Scotts kom þar við sögu, en hann hafði m.a. fyrir móður sinni að sjá. Að lokum gengu þau í hjóna- band og höfðu áður en hann lagði i sína hinstu för eignast dreng, náttúrufræðinginn Peter Scott, sem oft hefur verið á Islandi, m.a. vegna friðunar heiðargæsarinnar í Þjórsárverum. Kathleen fylgdi Scott ásamt eiginkonum Evans og Wilsons til Nýja Sjálands. Þegar í ljós kom að Scott og Shackleton voru báðir að búa sig í heimskautaleiðangra til Suður- skautsins stóðu þeir I bréfaskrift- um. Scott var raunar enginn ný- lenduherra á suðurskautssvæðinu og hafði engan einkarétt á suður- skautssvæðinu, en hann krafðist þess að hafa einn yfirráð yfir bæk- istöðinni Kofatá við McMurdo- sund sem hann hafði komið upp. En stuðningsmönnum Shackle- tons hafði einmitt fundist hann sigurstranglegastur vegna þess hve kunnugur hann var landsvæð- inu suður af Kofatá. Svo háttar að Suðurskautið er miðsvæðis í geysimiklu, hálendu og snævi þöktu meginlandi, Suð- urskautslandinu, sem er um 14 milljónir ferkílómetra að stærð. Suðuríshafið er umhverfis það, úf- ið og stormasamt. Þar er rekís, lagnaðarís og ferlegir borgarísjak- ar. Suður úr Kyrrahafi gengur flói mikill inn í Suðurskautslandið og nefnist Rosshafið. Geysistór skriðjökull gengur út í flóann og girðir ströndina með 30—50 m háum íshömrum á 750 km strand- lengju. Jökull þessi heitir Ross- barrier og oft nefndur íshellan mikla. Þarna var eini möguleikinn til að komast með skip nærri landi. Og Shackleton féllst á að nota ekki bækistöðina heldur taka land handan íshellunnar við land Játvarðs VII og ef það tækist ekki þá norðar og vestar. En hvorugt tókst svo þegar á hólminn var komið, og Shackleton neyddist til að taka land við Kofatá. „Annars vegar stendur loforð mitt við Scott og hinsvegar það fyrirheit sem ég hefi gefið öllum heiminum og hin- um 40 félögum mínum. Hrein vitfirring væri að reyna að hafa vetursetu nokkurs staðar annars staðar en við Ishelluna," skrifaði Shackleton. En bæði Scott og Shackleton hraus raunar hugur við „barnalegu áhyggjuleysi um- heimsins, sem gerði sér enga grein fyrir tilfinningum okkar, þegar helgreipar íssins tóku að lykjast um okkur.“ Scott og margir aðrir töldu þarna illa brotið drengskap- arheit. Enn voru þessar hættu- ferðir reknar eins og þar færu riddarar í einvigi og leikreglur og drengskapur skipti miklu máli í augum þátttakenda og allra sem á horfðu. Shackleton komst sunnar en Scott hafði gert áður, en ekki þó á Suðurpólinn. Póllinn stóð enn ósigraður þegar Scott lagði upp í sinn leiðangur af sama stað 1911. En á leiðinni þangað hafði beðið Fram, því víðfræga skipi dr. Nan- sens. Þó að skútan væri gömul og snjáð þóttist ég viss um að hún mundi ennþá geta boðið ísnum byrginn og fleytt leiðangrinum heilum heim. Öllum undirbúningi var lokið, Fram dubbaður upp og fermdur matarforða, förunautar mínir tilbúnir og þar á meðal einn flugmaður. En einmitt þá, þegar öllu var að verða lokið, barst fregnin um að Peary aðmíráll hefði komist á Norðurskautið í apríl 1909. Það var talsverður grikkur. Til þess að halda uppi hróðri mínum sem landkönnuður varð ég með einhverju móti að vinna glæsilegan sigur hið fyrsta. Ég ákvað að gera búhnykk og lét Frá Suðurskautslandi. Mynd eftir Edward Wilson, teiknara í leiðangri Scotts. þunglyndur. Hann hefur því oft áhyggjur og hann verður ákaflega sár þegar honum finnst ekki kom- ið vel fram við sig, eins og þegar Shackleton neyddist til að lenda á „hans landsvæði" og þegar Am- undsen „sveikst aftan að honum” og var kominn í kapp við hann um Suðurpólinn honum að óvörum. Roald Amundsen setti sér tak- mark í æsku. keppti að þvi alla ævi og náði því áður en elli beygði hann, eins og Jón Eyþórsson orðar það. Hann var maður jafnlyndur og glaðlyndur en kappsamur og fylginn sér. Ekkert mótlæti megn- aði að drepa kjark úr honum. Sjálfur sagði hann þegar um þetta var rætt: „Mótlætið hefur aldrei fengið á mig. Það er ekkert eins hressandi og mótlæti." Og þegar hann var spurður hvernig hann hefði klórað sig fram úr öllu því mótlæti sem á vegi hans hafði orð- ið, sagði hann: „Eg held að sé nóg að nota vitið sem guð gaf — og svo ríður á að halda gleði sinni." Amundsen er svo lýst að hann hafi verið borinn til mannafor- ráða og dáður af öllum þeim sem með honum voru. Hann hlaut mörg virðingarmerki um ævina, var heiðursfélagi í aragrúa félaga. Hann brá skjótt við þegar Nobile hinn italski sem hann hafði verið í deilum við var á leið á loftskipi til Norðurskautsins 1929 og brotlenti í ísnum. Hann hélt þá strax í hættuför með lélegri flugvél til bjargar og spurðist ekki til hans framar. Shackleton er líka lofaður fyrir að hafa verið frábær leiðtogi, eins og raunar sést á því hvernig hon-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.