Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
Kapphlaupið á
Suðurskautið
um tókst að bjarga öllum sínum
mönnum eftir að skip þeirra var
molað af ísnum. Hann var af
millistéttarfóiki og fór ungur í
kaupskipaflotann en ekki í flotann
eins og Scott. Síðan gerðust tveir
afdrifaríkir atburðir í lífi hans,
hann fór sem stýrimaður með
Scott til Suðurskautssvæðisins
1901 og giftist dóttur auðugs lög-
fræðings. Það fyrra kom honum í
kynni við heimskautasvæðin sem
tóku hug hans og hið síðarnefnda
jók löngun hans til að auðgast til
að geta veitt konu sinni það sem
hún var vön og þetta tvennt varð
fljótt samtengt í vitund hans.
Hann trúði því að tækist honum
einhver frábær dirfskudáð sem
heillaði heiminn, þá mundi það
um leið opna honum leið til frægð-
ar og um leið fjár. En jafnframt
þarfnaðist hann þeirrar miklu
ögrunar sem heimskautaferðirnar
buðu upp á og viðnám kröftum
sínum.
Helförin heim
Þegar árið 1912 gekk í garð var
Scott við fjórða mann á leið yfir
ísbreiðuna í átt til Suðurskauts-
ins. 10. janúar skrifaði hann í
dagbók sína: „Það reyndist okkur
erfitt að komast tíu mílur á dag,
hvað þá meira, en takist okkur það
enn í fjóra daga, þá ættum við að
vera sloppnir." Síðan bætir hann
við: „Okkur ætti að takast þetta,
en færðin er skelfileg!“ En áfallið
beið þeirra. Þiðjudaginn 16. janú-
ar skrifar hann: „Það versta sem
okkur gat hent eða hér ufn bil það
versta hefur nú dunið yfir ... Þeg-
ar við höfðum gengið á annan
klukkutíma sá Bowers það sem
hann taldi vera vörðu. Hann var
þó ekki viss og hélt að þetta væri
íshryggur ... Við héldum göng-
unni áfram og sá hann þá að þetta
var dökkur fáni bundinn við sleða-
meið. Norðmennirnir höfðu orðið
á undan okkur og hafa þvi orðið
fyrstir á Suðurskautið. Þetta eru
okkur hræðileg vonbrigði og það
tekur mig mjög sárt vegna minna
tryggu félaga. Allar okkur
draumaborgir eru hrundar. Heim-
förin verður erfið.“ Og dagbókar-
færslan heldur áfram: „Þetta hef-
ur verið hræðilegur dagur. Það er
skelfilegt að hafa brotist hingað
með þessum harmkvælum án þess
svo að verða fyrstir. Nú er ekki
annað eftir en heimförin og að
reyna að koma fréttum fyrst á
framfæri. Ég er í vafa um að
okkur takist það.“ Gremja Scotts í
garð Norðmannsins braust út í
færslu 18. febrúar: „Ég tel það
auðsætt að þeir hafi miðað að því
að komast hingað fyrir þann dag
er haft var eftir mér í Lundúnum
að ég teldi heppilegastan, eða 22.
desember." Nú hafði þessi skelfi-
lega þrekraun er enginn virtist
geta gengið undir nema hljóta
ríkulega umbun fyrir reynst unnin
fyrir gýg. Á heimleiðinni sýndu
þeir þrákelknislega seiglu á fyrstu
dögununi þótt engin ævintýri biðu
þeirra. Þeir héldu undan vindi,
stundum drógu þeir upp segl til að
létta sér sleðadráttinn. En þetta
átti eftir að versna og það dregur
af þeim, einkum Oates sem tefur
fyrir þeim.
Að morgni 15. mars hafði Oates
sagt þeim að hann gæti ekki farið
lengra og beðið þá að skilja sig
eftir í svefnpokanum, en þeir vildu
ekki yfirgefa hann og hann var
enn með þeim er þeir slógu upp
tjöldum. Scott skrifar daginn eft-
ir „Við getum borið vitni hugrekki
hans. Hann hefur liðið skelfilegar
þjáningar vikum saman án þess að
kvarta ... Hann gaf ekki upp - og
vildi ekki gefa upp alla von fyrr en
í fulla hnefana. Hann var ótta-
laus. En nú var komið að endalok-
unum. Hann svaf í fyrrinótt og
vonaði að hann vaknaði ekki aftur.
En hann vaknaði um morguninn í
gær. Það var blindhríð. Hann
sagði: „Ég ætla að bregða mér út
og verð kannski smástund." Hann
gekk út í hríðina og við höfum
ekki séð hann síðan." Og síðar
bætir hann við: „Við vonum allir
að við getum horfst jafnæðrulaus-
ir í augu við dauðann og vissulega
er hann ekki langt undan.“
Það reyndist rétt. 19. mars
skrifar Scott: „Við eigum mat til
tveggja daga en varla eins dags
olíu.“ Hann talar um kal á fæti:
„Ég slepp aldrei við að láta taka af
mér fótinn ef ekki bíður mín ann-
að verra.“ Þeir telja að þeir eigi 16
mílur ófarnar að vistunum, en enn
er 40 stiga frost á Celsius og
stórmurinn stendur beint í fangið.
Þennan eftirmiðdag leggja þeir þó
að baki 5 mílur. En nú er stórhríð
Oats bar mikla umhyggju fyrir hest-
unum og reyndi á allan hátt að lina
þjáningar þeirra þegar skipið valt á
leiðinni. Hann fórnaði lífi sínu og
gekk út í hríðina til að reyna að
bjarga félögum sínum þegar hann
var búinn að vera og orðinn til traf-
ala á leiðinni með Scott frá Suður-
skautinu.
Til Kathleenar eiginkonu sinnar skrifaði Scott eitt siðasta bréfið, þegar félagar hans lágu látnir við hlið hans og líf
hans var að fjara út í tjaldinu í ísnum. Þar talar hann um son þeirra, sem var náttúrufræðingurinn Peter ScotL Hér er
Kathleen, sem var myndhöggvari, með syni sínum.
Scott skrifaði deyjandi í tjaldi sfnu
huggunarbréf til ættingja mannanna
sem lágu við hlið hans látnir, bréf til
ekkju sinnar, til þeirra sem stutt
höfðu leiðangurinn og opið bréf til
almennings. Hér er sýnishorn af síð-
ustu færsíu hans sem endar á: „í
guðanna bænum hjálpið fólkinu
okkar“.
og 23. mars stendur: „Sama
stórhríðin — á morgun verða síð-
ustu forvöð — engin olía eftir og
matur til eins eða tveggja daga.
Nú dregur að endalokunum. Höf-
um ákveðið að flýta ekki fyrir
þeim — við munum halda áfram
ferð okkar þar til yfir lýkur með
útbúnað okkar eða án hans í átt að
birgðastöðinni.“ Síðan verður hlé
á innfærslum í sex daga, meðan
stórhríðin geisaði og líf þeirra
fjaraði út dag frá degi. Þessa daga
börðust þeir að vísu ekki gegn fár-
viðrinu, þeir urðu að halda kyrru
fyrir í tjaldinu og finna þrótt sinn
dvína með hverri stundinni er leið.
Hefðu þeir árið áður getað sett
birðastöðina þar sem þeir ætluðu,
eða 20 mílum sunnar, þá hefðu
þeir nú verið komnir að henni.
Scott skrifar í dagbókina: „Frá 21.
hefir geisað stöðugt illviðri af
VSV og SV. Við áttum olíu til að
hita okkur tvo bolla af tei á
mann og tæplega tveggja daga
matarskammt hinn 20. Ahverjum
degi höfum við beðið færis að
komast þessar 11 mílur sem eftir
eru, en fyrir utan tjaldskörina er
iðulaus stórhrið. Ég held nú að öll
von sé úti. Við munum ekki láta
bugast, en við erum að verða
máttfarnir að sjálfsögðu, endalok-
in geta ekki verið langt undan.
Mér þykir það leitt, en ég held að
ég geti ekki skrifað meira.“ Og síð-
asta færslan: „I guðanna bænum
hjálpið aðstandendum okkar.“
Síðustu orðin eru rituð skjálfandi
hendi, en stafirnir þó greinilegir
og orðin læsileg. Scott hefur dáið
síðastur. Hann skrifar kveðjubréf
sín full af umhyggju en þó æðru-
laus þótt þeir séu orðnir máttfarn-
ir og matarlausir og helkuldinn
hafi þá í greip sinni. Hann skrifar
konu Wilsons félaga síns huggun-
arbréf og segir að hann hafi dáið
eins og hann lifði sem sannur
maður. Móður Bowers skrifar
hann líka og segir að eftir því sem
syrti í álinn hafi hann sýnt meira
hugrekki og æðruleysi, hann skrif-
ar vini sínum J.M. Barrie sem er
áhrifamaður og biður hann um að
stuðla að því að ekkjur þeirra fé-
laga og börn hljóti bætur eftir þá:
„Það kann að vera að ég hafi ekki
reynst mikill landkönnuður,"
skrifaði hann, „en meiri göngu
hafa engir farið en við og mjög
litlu munaði að tilgangi hennar
yrði náð.“ Hann skrifaði þeim sem
höfðu styrkt leiðangurinn og valið
hann til foringja fyrir honum, út-
gefanda sínum og gömlum félög-
um úr sjóhernum. Og að lokum
bréf sem erfiðast hefur verið að
skrifa, bréfin til Kathleenar og
móður hans. Huggaði þá síðar-
nefndu eins og hann gat. Til ekkju
minnar er utanáskriftin á bréfi
Kathleenar, sem hann fullvissar
um að hann hafi ekki liðiö neinar
þjáningar, biður hana fyrir dreng-
inn þeirra, hvetur hana til að gift-
ast á ný „þegar rétti maðurinn
verður á vegi þínum til að verða
þér stoð í lífinu“ og hann segir „þú
veist að það sem mér þykir erfið-
ast er að ég fæ ekki að sjá þig
aftur.“ Loks skrifar hann „opið
bréf til almennings" er hefst á
þessum orðum: „Orsaka ófaranna
er ekki að leita i skipulagsleysi,
heldur þeirri ógæfu er elti okkur í
hvert sinn er áhættu þurfti að
taka.“ Hann getur um tap hest-
anna, illviðrið og lausamjöllina
neðst á skriðjöklinum og segir:
„Ég held að engir dauðlegir menn
hafi lifað slíkan mánuð sem við.“
Hann segist ekki sjá eftir að hafa
Matarekammtur handa einum manni i sleðaferð í leiðangri Scotts.
farið þessa ferð, „sem hefur sann-
að það að Englendingar geta þolað
harðrétti, sýnt samhjálp og horfst
í augu við dauðann af sömu
hreysti og áður fyrr. Við lögðum
okkur í hættu, við vissum að hjá
því yrði ekki komist; við höfum
orðið fyrir óhöppum, en við höfum
enga ástæðu til að kvarta... Þessi
slitróttu skrif og lik okkar munu
segja söguna, en vissulega mun rík
þjóð sem okkar sjá svo um að að-
standendur okkar komist ekki á
vonarvöl." Það var 12. nóvember
að leitarflokkur á hundasleða kom
að tjaldinu þar sem þeir lágu látn-
ir.
Hundarnir
skiptu sköpum
En hvernig leit málið út frá
sjónarhóli Amundsens? Hann
kryfur i bók sinni „Sókn mín til
heimskautanna" ástæðurnar fyrir
þvi að hans leiðangur kom heilu og
höldnu úr sinni hættuför á Suður-
skautið, en Scott og felagar hans
hlutu dapurleg skapadægur. Eftir
að hafa borið af sér þann áburð,
að hann hafi komið óheiðarlega
fram við Scott sem keppinautur
með því að leyna hann þvi að hann
ætlaði að stofna til kapphlaups
milli leiðangra þeirra og sýna að
Scott hafi vitað um fyrirætlun
hans eftir að hann fór frá Ástralíu
og meðan þeir höfðu vetursetu
suður á jöklinum, þá segir hann:
„Öll reynsla mfn sem heimskauta-
fari hefur sannfært mig um að
hundar séu einu dráttardýrin sem
nothæf eru á snjó og ís. Þeir eru
fljótir á fæti, sterkir og vitrir og
komast allar þær leiðir sem færar
eru mönnum. En Scott hafði með
sér vélsleða sem þegar í stað
reyndust ónothæfir á fsnum og
snjónum. Hann hafði Iika með sér
k-J t'iX' ^
wl' í*v ,
v | Uv
X*-i**~~ I, .>
UZ
ft/
Cj *—^ ■> rj
*ýijr