Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 20

Morgunblaðið - 10.02.1985, Page 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Hrogn Aþessum árstíma eru hrogn í hverri fiskbúð, en þau eru fáanleg frá janúarlokum og fram til miðs marsmánaðar. Þá fer þorskurinn að hrygna. Þessi tími er tilhlökkunarefni þeirra sem unna tilbreytni í matargerð. Eitt sinn kom lítill sonur minn hlaupandi inn með öndina í hálsinum og hrópaði: „Mamma, það fæst þetta appelsínugula, sem mér finnst svo gott.“ Já, gefið börnunum hrogn, þeim finnst þau góð og gefið þeim lifur og nýja soðna ýsu eða þorsk með. Ýsan og þorskurinn eru einmitt feitustu og best skömmu fyrir hrygningu. Ýsuhrognin eru yfirleitt ekki borðuð svo nokkru nemi, heldur eru það þorsk- hrognin sem við kaupum í fiskbúðum. Matreiða má hrogn á ýmsa vegu. Heimsfrægur er réttur Grikkja: „Taramosalata", sem er búinn til úr reyktum hrognum. Þeir sem eiga reykgrill, geta auðveldlega reykt hrogn, en hægt er að reykja hrogn í köku- kassa með götum, ef grind er sett á botninn og sag eða trjá- flögur settar undir grindina. Kassinn er síðan settur ofan á gastæki. Sérstakt sag fæst í þeim verslunum sem selja reykgrill. Gott er að reykja mik- ið af hrognum í einu, sjóða síðan og frysta til síðari nota. Hrognin gegnsoðna ekki f reyknum, og því þarf að sjóða þau eftir reyk- ingu. Þótt Grikkir noti reykt hrogn í „Taramosalata" er það ekki nauðsynlegt, ef í réttinn er bætt einhverju góðu kryddi í staðinn. Hér gef ég uppskrift af „Taramosalata", sem ég ætla sem ídýfu. Einnig er hér upp- skrift af soðnum hrognum með lifur eins og við þekkjum þau best, ýsuflaki með hrognaþaki, sem er mjög góður réttur og hægt er að nota leifar af hrogn- um í. Til gamans er hér upp- skrift af færeyskum „rognadrýl- um“ (hrognabollum) með mikilli tólg. Færeyingar setja sykur eða sýróp út á drýlurnar og setja jafnvel rúsínur út í þær. Eg kann ekki slíkt að meta. Hins vegar eru þessar bollur góðar með hvers kyns grænmeti og kartöflum. Hrognaídýfa (Taramosalata) 250 g reykt hrogn 2 stórar skorpulausar fransk- brauðsneiðar 'h dl mjólk 1 bikar jógúrt án bragðefna 1 stór hvítlauksgeiri safi úr 1 sítrónu '/« tsk salt '/« tsk pipar 5 dropar tabaskósósa væn grein fersk steinselja eða 1 msk þurrkuð 1. Reykið hrognin og sjóðið eins og segir hér á undan. Takið siðan himnuna af þeim. Kælið. Setjið í hrærivél eða blandara. ||||!! HIÍ! Rji L Jii w ji i M 2. Rífið franskbrauðið út 1 mjólkina. Látið standa í 10 mín- útur, vindið þá eins mikinn vökva úr brauðinu eins og hægt er og setjið brauðið saman við hrognin. 3. Merjið hvítlauksgeirann og setjið saman við hrognin og brauðið 4. Hrærið þetta vel saman, setjið síðan jógúrtið smám saman út í og hrærið vel á milli. 5. Kreistið safann úr sítrónunni og hrærið vel út í. 6. Setjið salt, pipar og tabaskó- sósu út í. 7. Setjið ídýfuna i skál, leggið plastfilmu yfir skálina. Geymið í kæliskáp í 3—4 klst. 8. Klippið steinseljuna og setjið út í og berið fram. Meðlæti: Smákex eða snack-ólífur jafnvel hrátt grænmeti svo sem gúrku- stafir, tómatbátar, selleri- stönglar, radísur og gulrætur. Soðin hrogn Handa 4 1 meðalstór hrognabrók u.þ.b. 750 g 1 'h msk. gróft salt 5 dl vatn 5 dl mysa 1. Sjóðið saman vatn, mysu og salt. 2. Þvoið hrognabrókina, látið hana í grisju eða plastpoka sem þolir suðu (það þurfa að vera göt á honum) Nauðsynlegt er að vefja utan um hrognin eða setja þau í poka til þess að þau springi síður. 3. Setjið hrognin í pottinn og lát- ið vera við suðumark í 30 mínút- ur. Hrogn þurfa langa suðu. 4. Takið hrognin upp úr pottin- um. Takið himnuna af þeim meðan þau eru heit og skerið í sneiðar og berið fram. Soöin lifur 1 meðalstór lifur 2 tsk salt 14 lítri vatn 1. Hitið vatn og salt. 2. Skolið lifrina vel, skerið úr alla bletti og orma ef einhverjir eru í henni. Sjóðið síðan í salt- vatninu í 10 mínútur. Athugið: Margir sjóða lifrina með hrognunum, en gætið þess að hún þarf mun styttri suðu- tíma en hrognin. Einnig sjóða margir ýsu með, en hún þarf einnig styttri suðutíma en hrognin. Ýsubakstur meö hrognaþaki Handa 5 1 ýsuflak, u.þ.b. 400 g 1 tsk. salt '/4 tsk pipar safi úr 'k sítrónu til að hella yfir fiskinn 1 msk. matarolía 1 msk. hveiti 1 meðalstór laukur 3 msk. rjómaostur 2 tsk. sítrónusafi 'h meðalstór soðin hrognabrók 2 egg væn grein fersk steinselja eða 2 tsk. þurrkuð 'h dl rifinn ostur 2 msk. rasp 1. Roðdragið flakið, skerið úr því beinagarðinn, skolið og þerrið með eldhúspappír. Leggið flakið á eldfast fat. 2. Stráið salti og pipar yfir flak- ið, hellið síðan sítrónusafa yfir það. Látið það bíða í 10—12 mín- útur. 3. Afhýðið og saxið laukinn, sjóðið hann síðan í olíunni við hægan hita í 10 mínútur. 4. Hrærið hveiti út í laukinn, setjið síðan sítrónusafa og rjómaost út í. Skerið hrognin smátt og hrærið út í. 5. Takið hræruna af hitanum og hrærið eggin út í. 6. Smyrjið hrærunni yfir fiskinn, stráið síðan steinselju yfir. 7. Rífið ostinn, blandið raspi saman við hann og stráið yfir. 8. Hitið bakarofn í 180°C og bak- ið þetta í 20—30 mínútur. Með- læti: Soðnar kartöflur og sítr- ónu- og tómatbátar. Færeyskar rognadrýlur (hrognabollur) Handa 4 1 hrognabrók, u.þ.b. 750 g 400 g hveiti 1 'h tsk salt 1 'h tsk. lyftduft 'A tsk. pipar lOOgtólg 2 lítrar saltvatn til að sjóða í 1. Takið hrognin úr himnunni og setjið í hrærivélarskál. 2. Skerið tólgina smátt og setjiö saman við hrognin. 3. Setjið hveiti, salt, lyftiduft og pipar saman við. Hrærið vel saman. 4. Setjið vatn ásamt salti í pott. Látið sjóða. 5. Bleytið hendurnar og mótið stórar bollur með þeim. Setjið síðan bollurnar út í vatnið og sjóðið við hægan hita í 30 mínútur. 6. Skerið drýlurnar í sneiðar. Þær eru mjög þéttar og ekki ólíkar brauði. Meðlæti: Soðnar kartöflur með klipptum frystum eða þurrkuð- um graslauk, rófur, gulrætur, blaðlaukur, hvítkál og brætt og kalt smjör. Póstverslunirt Príma pósthólf 63, 222 Hafnarfjördur Pöntunarsími 91-651414 (allan sólarhringinn) Otrúlega lágt verð á þessum handklæðum Aðeins kr. 1.150.- 20 stk. í setti 2 mynstruð baðhandklæöi 56x112 sm 2 einlit baöhandklæöi 56x112 sm 2 mynstruð baöhandklæöi 38x64 sm 2 einlit baöhandklæöi 38x64 sm + 4 stk. mynstruö gestahandklæöi 4 stk. mynstraöir þvottapokar 30x30 sm 4 stk. einlitir þvottapokar 30x30 sm Badhandklæði — 20 stk. í setti MEIRIHÁTTAR TILBOÐ MEDAN BIRGÐIR ENDAST Vinsamlegast sendió mér eftirfarandi: Heimili___________________________ Póstnr./staður____________________ Sendist til: Póstverslunin Príma, pósthólf 63, 222 Hafnarfjöróur, sími 91-651414. □ Handklœðasett kr... □ Hjálögó greiðsla kr... (ekkert póstburðargjald) □ Sendist í póstkröfu (póstkröfukostnaður kr. 68,50

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.