Morgunblaðið - 10.02.1985, Síða 23
B 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
Walt Disney með Mikka mús.
Ferill hans hófst árið 1939 þegar
hann lagði fram 500 dollara til að
stofna rafeindafyrirtæki með fé-
laga sínum, William Hewlett. í
dag er fyrirtæki þeirra meðal
stærstu fyrirtækja heims á sviði
smátölva og tölvubúnaðar, og velt-
an rúmlega 180 milljarðar á ári.
Packard var aðstoðarvarnarmála-
ráðherra í forsetatíð Nixons og er
enn stjórnarformaður fyrirtækis-
ins, 72 ára gamall.
An Wang
An Wang fæddist í Kína fyrir 64
árum, og voru foreldrar hans
miðstéttarfólk i Shanghai, þar
sem Wang starfaði við samsetn-
ingu útvarpstækja á árum síðari
heimsstyrjaldarinnar, þar til
hann fluttist til Bandaríkjanna
árið 1945. Þar lauk hann doktors-
prófi í eðlisfræði við Har-
vard-háskóla. Eftir það fann hann
upp nýja aðferð, sem notuð er við
tölvugerð, og hann hefur einkarétt
á. Hann stofnaði svo eigið fyrir-
tæki, Wang Labs, árið 1951, og það
er í dag meðal þeirra fremstu á
sviði tölvuvæðingar á skrifstofum.
Áætlaðar eignir hans eru um 50
milljarðar króna.
Yoko Ono með sýningum Sean.
skuldabréfum og öðrum verðmæt-
um, sem þeir ekki hyggjast láta af
hendi. Þeir hafa því ekki svo ýkja-
mikið handbært fé á lausu. Stað-
reyndin er sú að margir þessara.
400 auðmanna þurfa oft að leita til
bankanna um lán til daglegra
nota. Sumir þeirra hafa einmitt
safnað auði sínum með því að
velta hverri krónu fyrir sér, og
halda því áfram í einkalífinu. Auk
þess ætla þeir sér ekki að fylgja
fordæmi þeirra fáu, sem farið
hafa að bruðla með fjármunina og
endað í gjaldþroti.
Auk þessa er það nú einu sinni
svo, að þegar komið er upp fyrir
ákveðin mörk, er ekki svo ýkja
margt unnt að gera við peningana.
Það er aðeins unnt að aka um i
einum bíl í einu, kampavínið getur
orðið leiðigjarnt og heilsuspillandi
til lengdar, og enginn býr nema í
einu húsi, sem auk þess verður
óhagkvæmt i rekstri sé það of
stórt. Og þeim sem í eðli sinu er
sparsamur finnst ógeðfellt að sitja
uppi með einkaflugvél, sem hann
svo ekki getur notað nema ef til
vill einu sinni i mánuði.
Þótt flestir þessara auðmanna
lifi allt öðru lífi en þeir glaumgos-
ar, sem mest láta á sér bera, verða
þeir þó fyrir öfund annarra, sem
dreymir um að komast i sömu að-
stöðu. Flestir vilja því helzt láta
lítið fyrir sér fara, forðast umtal í
fjölmiðlum, búa afskekkt og beita
fjármálaáhrifum sínum innan
veggja stjórnarherbergja fyrir-
tækjanna eða sjóðanna. Þeir koma
ekki fram í eigin nafni, heldur
nafni fyrirtækja og sjóða, og i
augum utanaðkomandi eru það
stjórnirnar og framkvæmdaráðin,
sem taka ákvarðanirnar.
Hvejrir eru þeir svo, þessir 400
mestu auðmenn Bandaríkjanna?
Hér skal getið nokkurra þeirra, og
þótt þeir séu ekki alveg jafn auð-
ugir og Gordon Peter Getty, eiga
þeir þó það sameiginlegt að ráða
yfir að minnsta kosti 150 milljón-
um dollara.
Vasatölvur og
tölvubúnaöur
Eignir Davids Packard eru í dag
metnar á um 67 milljarða króna.
Silfurbraskarinn
Nelson Bunker Hunt frá Dallas
í Texas varð frægur fyrir það árið
1980 að kaupa ásamt bróður sín-
um gífurlegt magn af silfri, sem
svo átti að sjálfsögðu að hækka í
verði og færa þeim bræðrum mik-
inn hagnað. En í stað þess aö
hækka, lækkaði verðið og þeir
bræður urðu fyrir miklu fjár-
hagslegu tapi. Engu að slður
liggja helztu auðæfi fjölskyldunn-
ar enn í tryggum olíufélögum og
fasteignum. Nelson Bunker er í
dag stjórnandi fjármagns, sem
metið er á um 70—75 milljarða
króna, og finnur lítið fyrir því þótt
hann gefi árlega tugi milljóna
króna til ýmissa kirkjusjóða og fé-
laga.
David Rockefeller
Hann er auðugasti fulltrúi
Rockefeller-ættarinnar, en rætur
ættarauðsins liggja í hlutabréfum,
bankastarfsemi, og fasteignum.
Hann stjórnar stofnun þeirri, sem
ber nafn ættarinnar, og er sonar-
sonur olíuauðmannsins Johns
Davidson Rockefeller, sem var
stjórnandi Standard Oil. David er
sennilega sá I fjölskyldunni, sem
þekktastur er, en hann hefur á sfð-
ari árum fengið keppinaut í
frændanum Jay, sem nú er orðinn
öldungadeildarþingmaður fyrir
Vestur-Virginíuríki og demókrati
i þokkabót, þótt Rockefellerættin
sé annars þekkt fyrir eindreginn
stuðning við repúblikana.
Hamborgarar
Joan Beverly Kroc var svo lán-
söm að vera þriðja eiginkona Ray-
monds Kroc þegar hann lézt á ný-
liðnu ári. Það leiddi til þess að hún
ræður nú yfir fjármunum, sem
metnir eru á um 20 milljarða
króna. Eiginmaðurinn sálugi hóf
feril sinn sem sölumaður tækja til
að laga mjólkurhristing, en kom
fljótt auga á möguleikana sem
buðust í matreiðslu hamborgara
(McDonalds). Smám saman tókst
honum að byggja upp mesta ham-
borgaraveldi heimsins. Frúin var
hinsvegar orgelleikari I veitinga-
húsi þegar þau fyrst kynntust.
600 milljónir
vidskiptavina
H.J. Heinz Co. heldur því fram
að 15% ailra íbúa heims séu I dag
viðskiptavinir félagsins. Þekktast
er fyrirtækið fyrir tómatsósu sína,
en framleiðir auk þess mjög fjöl-
breytt úrval matvöru. Henry John
Heinz II er nú sá eini úr fjölskyld-
unni, sem fer með stjórn fyrirtæk-
isins, en sonur hans er öldunga-
deildarþingmaður. Einkaeignir
hans eru metnar á sem svarar 17
milljörðum króna.
Marx
Leonard Marx er hvorki skyldur
Karli Marx, né Marx-bræðrunum,
þeim Groucho, Harpo, Chico og
Zeppo. Hann hefur hinsvegar
auðgazt á fasteignaviðskiptum og
kjörbúðum. Hann er nú áttræður
að aldri, og eignir hans metnar á
11,5 milljarða króna.
Ford-fjölskyldan
William Clay Ford, Henry Ford
II og Josephine Clay Ford eru öll
barnabörn Henrys Ford, þess sem
stofnaði bílasmiðjurnar. Þau þrjú
eiga samtals 40% atkvæðisbærra
hlutabréfa í fyrirtækinu og sam-
tals eru eignir þeirra metnar á yf-
ir 25 milljarða króna.
Estée Lauder
Nafn hennar er vel þekkt, ekki
sízt meðal kvenna. Hún stofnaði
snyrtivörufyrirtæki sitt árið 1946,
en snyrtivörunar seljast nú fyrir
meira en 25 milljarða króna ár-
lega. Sjálf hefur Estée Lauder
dregið sig í hlé frá stjórn félags-
ins. Fyrirtækið, sem einnig selur
framleiðslu sína undir nöfnunum
Clinique og Aramis, er nú sameign
hennar og tveggja sona hennar,
Leonards og Ronalds. Áætlað er
að heildareign þeirra mæðgina sé
vel yfir 25 milljarða króna virði.
Disney
Skapari Andrésar andar lézt
fyrir um 15 árum, og ríkasta
skyldmenni hans er bróðursonur-
inn, Roy Edward Disney, sem
einnig á hagsmuna að gæta í sjón-
varpsrekstri, og eru eignir hans
metnar á um 8 milljarða króna.
Öldungurinn á listanum
Helen Clay Frick er 95 ára og
elzt auðkýfinganna. Faðir hennar
var Henry Clay Frick frá Pitts-
burg, sem auðgaöist á koxvinnslu
og var þekktur fyrir hörku i garð
verkfallsmanna. Um skeið bjó
Helen í nánd við fyrra heimili föð-
urins í New York, þar sem nú er til
húsa eitt bezta listasafn stórborg-
arinnar, Frick-safnið við Central
Park, en að undanförnu hefur hún
nánast ekkert verið á almanna-
færi. Eignir hennar nema trúlega
rúmum 6 milljörðum króna.
Yoko Ono
Árið 1969 giftist Yoko Ono John
Lennon, einum Bítlanna frægu, og
sá í raun að miklu leyti um ráð-
stöfun þeirra miklu fjármuna,
sem streymdu inn. Þegar Lennon
var myrtur árið 1980 yfirtók hún
stjórn allra þeirra styrktarsjóða,
sem stofnaðir höfðu verið. Hún
hefur staðið fyrir og fjármagnað
auglýsingaherferðir fyrir alheims-
friði, en lætur annars lítið á sér
bera. Þegar hún ferðast notar hún
ekki eigið nafn, og þá fylgja henni
jafnan lifverðir. Áætluð eign um 6
milljarðar.
Coca Cola
Robert Winship Woodruff, sem
er nú 94 ára, er maðurinn á bak
við sterka stöðu Coca Cola-fyrir-
tækisins, þótt það hafi verið faðir
hans, sem stofnaði félag um kaup
á fyrirtækinu árið 1919. Hann
stjórnar nú ýmsum sjóðum, sem
ráða yfir fjármagni upp á að
minnsta 15 milljarða króna, auk
þess sem talið er að hann eigi
sjálfur eignir að verðmæti um 10
milljarða króna.
Eins og fram hefur komið hafa
margir auðmannanna tekið auð-
æfin í arf. Einn þeirra, sem eru á
hraðri leið í áttina að sæti á stóra
listanum og hefur ekkert hlotið í
arf frá forfeðrum sínum, er popp-
söngvarinn vinsæli Michael Jack-
son, en eignir hans eru taldar
nema sem svarar 2‘/i milljarði
króna. Vinsælasta platan hans
nefnist Thriller, og seldist í meira
en 35 milljónum eintaka, en tekjur
Jacksons af þeirri plötu einni eru
taldar nema um 1.800 milljónum
króna.
(HeimiWir: Korbes og Huradaudobladet)
Skýrsla um
málefni
aldraðra á
Norðurlöndum
Birt hefur verið á vegum Norður-
landaráðs skýrslan „Gammal i
Norden“. Er hér um að ræða fyrstu
skýrsluna af þremur um víðtæka at-
hugun á málefnum aldraðra á Norð-
urlöndum. Skýrsluna tóku saman
þeir Svein Olav Ilaatland, sem starf-
ar hjá norsku öldrunarstofnuninni
(NGI) og Gerdt Sundström hjá fé-
lagsvísindadeild háskólans í Stokk-
hólmi.
Verkefni þessu var hrundið af
stað á vegum Norðulandaráðs
fyrir um tveimur árum og er því
stjórnaó af embættismönnum í
heilbrigöis- og félagsmálaráðu-
neytum viðkomandi landa.
I þessari skýrslu er lýst ástandi
í húsnæðismálum aldraðra, fjöl-
skyldugerð hjá þessum aldurshóp
og þjónustu innan og utan stofn-
ana. Þetta er fyrsta athugun sinn-
ar tegundar á þessu sviði, þar sem
gerður er samanburður á heil-
brigðis- og félagslegri þjónustu
fyrir aldraða á öllum Norðurlönd-
um.
Niðurstöður skýrslunnar sýna
að talsverður munur er á öldrun-
arþjónustu á Norðurlöndum. Hvað
ísland varðar kemur fram að mjög
skorti á allar upplýsingar um þau
atriði sem athuguð voru og gerir
það allan samanburð mjög erfið-
an.
Eintök af skýrslunni munu
liggja frammi i heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu innan
skamms.
(Úr fréttatilkynningu.)
Franskir kommunistar:
Kenna sósíal-
istum um
ófarnað sinn
St Ouen, Prnkklandi, 7. febrúnr.
GEORGES Marchais, leiðtogi
kommúnistaflokksins I Frakklandi.
sagði í ávarpi sínu á 25. þingi flokks-
ins á þriðjudag, að sósíalistar ættu
höfuðsökina á hinum mikla ósigri
flokksins í kosningunum í sumar
sem leið.
Kommúnistaflokkurinn fékk að-
eins 11,2 prósent atkvæða í kosn-
ingunum til Evrópuþingsins í júní,
sem er lægsta atkvæðahlutfall
flokksins í 43 ára sögu hans. Fylg-
ismönnum kommúnistaflokksins
hefur fækkað jafnt og þétt á sl.
fimm árum.
„Sannarlega berum við okkar
hlut ábyrgðarinnar á þessum óför-
um,“ sagöi Marchais í ávarpinu,
„en það voru athafnir sósíalista-
flokksins, sem réðu úrslitum."
Kommúnistar áttu aðild aö rikis-
stjórn Frakklands með sósíalist-
um frá 1981 og þar til í júlí í fyrra,
er þeir slitu samstarfinu vegna
ágreinings um stefnu í atvinnu- og
iðnaðarmálum.
Á þingi franskra kommúnista,
sem haldið er í borginni St. Ouen,
sitja 1.722 fulltrúar. Marchais,
sem er 64 ára að aldri og hefur
verið formaður flokksins í 13 ár,
sækist eftir endurkjöri og er búist
við því að hann fái fylgi til áfram-
haldandi formennsku. Þó hefur
orðrómur verið á kreiki um að
stofnað verði til einhvers konar
„samvirkrar forystu" í flokknum
og Marchais verði neyddur til að
deila leiðtogastarfinu með einum
eða tveimur mönnum öðrum.
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
JRorgimhlnhiíi