Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985
B 33
■
FÖNG
Bolli Gústqvsson
menningarviðburð í bæjarlífinu.
Það hlýtur að vera eitt af verkefn-
um þessara blaða, að greina frá
blómlegu starfi menningarstofn-
ana og listviðburðum. Það vekur
nauðsynlegan, almennan áhuga, ef
fjallað er af skilningi um þessa
mikilvægu þætti í staðbundnum
fjölmiðlum. Ég veit að landshluta-
útvarpið, RÚVAK, sem hér er að
hefjast um næstu mánaðamót,
mun hafa mikil áhrif til bóta.“
VI
í framhaldi af umræðu um
Tónlistarskólann vík ég talinu að
listaverkakaupum Akureyrarbæj-
ar og spyr Soffíu, hvort hún telji
ekki tímabært, að komið verði á
fót listasafni og viðunandi sýn-
ingaraðstöðu.
„Jú, það er auðvitað löngu tíma-
bært, að Akureyri eignist lista-
safn. Engum getur dulist, að vel
búið safn hefur margþætt gildi, er
nauðsynlegt til stuðnings Mynd-
listarskólanum, og hefur ekki síð-
ur uppeldisgildi fyrir grunnskóla-
nemendur, auk þess sem það
myndi vekja myndlistaráhuga
fólks á öllum aldri, og verða til
ómældrar ánægju. Það vill svo til,
að ég slæddist inn í menningar-
sjóðsstjórn bæjarins, sem á m.a.
að annast listaverkakaup. Átti ég
þar sæti í þrjú ár við litla lukku,
vegna þess að ég þótti of afskipta-
söm. Þetta er fjögurra mannna
nefnd og forseti bæjarstjórnar er
jafnan formaður. Það verður að
segjast eins og er, að listaverka-
kaup stjórnarinnar hafa verið
harla handahófskennd. Hún hefur
þó yfirleitt skoðað þær sýningar,
sem hér hafa verið haldnar og æði
oft keypt myndir. En það hefur
ekki verið mörkuð nein ákveðin
stefna, né leitað ráðgjafar list-
fræðinga. Þannig á bærinn t.d.
ekki heillegan þverskurð af verk-
um, er gefur glögga sýn yfir það
merka og gróskumikla tímabil ís-
lenskrar myndlistar frá árinu
1940 til þessa dags, sem hefði þó
verið mjög viðráðanlegt. Sjóður-
inn fær ákveðna upphæð á ári
hverju og henni á að ráðstafa til
kaupa á listaverkum. Það hefur
komið fyrir, að stjórnarmenn hafi
fest kaup á myndum suður í
Reykjavík. T.d. réðst ég í fyrir
hennar hönd að kaupa málverk
eftir Karl Kvaran, sem vakti að
sjálfsögðu skiptar skoðanir, og
Valur Arnþórsson keypti gamalt
verk eftir Jón Engilberts, sem gert
var upp og fengur var að. Myndum
þessum hafa bæjaryfirvöld komið
fyrir á ýmsum stöðum, í skólum, á
skrifstofum bæjarstofnana og í
Amtsbókasafninu. Haraldur Sig-
urgeirsson mun hafa gert skrá yf-
ir þessi verk og kann best skil á
listaverkaeigninni. Þá ber þess að
geta, að höggmyndir hafa ekki
verið keyptar og einnig hefur
listvefnaður með öllu orðið út
undan. Nokkrar umræður hafa
orðið um húsnæði fyrir listasafn.
Helst staðnæmdust menn við
íþróttaferlíkið, en komið hefur í
ljós, að þar verður ekki viðunandi
aðstaða. Auðvitað er til húsnæði
til þess að byrja með. Ber þess að
gæta, að verkin eru ekki svo mörg
og alls ekki ástæða til að halda
þeim öllum fram. Mér kemur fyrst
í huga gamli barnaskólinn við hlið
Samkomuhússins. Það er unnið að
því að gera þetta merkilega hús
upp og tekst með ágætum. Það er
vel staðsett og gæti hæglega gegnt
hlutverki listasafns fyrst um sinn.
Vel mætti hugsa sér að reka það
með líku sniði og Ásgrímssafn í
Reykjavík, þ.e.a.S. skipta um
myndir reglulega. Þá væri hægt
að setja þar upp yfirlitssýningar,
t.d. í samvinnu við Listasafn ís-
lands eða Listasafn ASt, og eins
mætti jafnframt gefa starfandi
málurum kost á að sýna þar öðru
hverju. Hitt er svo annað mál, að
það hefur löngum þurft krafta-
verkafólk eins og Ragnar í Smára
eða Bjarnveigu Bjarnadóttur, til
þess að leggja traustan grunn að
listasöfnum með stórgjöfum. En
slíkt fólk er sennilega ekki á
hverju strái. Þegar ég minnist á
gamla barnaskólann á Akureyri,
þá kemur mér í hug Höfði, hús
borgarstjórnar Reykjavíkur. Það
er gamalt hús, en minnir um
margt á listasafn, enda vel búið
listaverkum, sem mér finnast
njóta sín vel í því fallega húsi. Nú
er fyllsta ástæða til að efla lista-
verkasjóð og koma upp álitlegu
safni, áður en verður um seinan að
safna verkum frá því gróskumikla
tímabili, sem ég minntist á áðan.
Akureyrarbær þarf að ráða sér-
menntaðan mann til þessa verk-
efnis, sem yrði jafnframt for-
stöðumaður Listasafns Akureyr-
ar.“
VII
Við höfum gert myndlistinni
nokkur skil, þótt raunar sé hægt
að halda lengi áfram. En áður en
þessi spjalli lýkur, langar mig til
þess að heyra álit Soffíu á verk-
efnum úthlutunarnefndar lista-
mannalauna.
„Hlutskipti okkar, sem í nefnd-
inni störfum, er hálf raunalegt
eins og málum er nú háttað. Ekki
er ég að kvarta undan samstarf-
inu, því það er ágætt. Ég hefi
sannfærst um það, að skipun
nefndarinnar, sem er í höndum
Alþingis, er sennilega besta lausn-
in og hefur alls ekki bitnað á sam-
starfinu. Ég held þvi hiklaust
fram, að þetta sér miklu betra
fyrirkomulag, heldur en að láta
samtök listamanna sjá um úthlut-
un. Þá færi allt i bál og brand.
Auðvitað verða þeir, sem í nefnd-
inni starfa að hafa nokkra innsyn
í íslenska list og fylgjast með því
sem er að gerast á sviðum hennar.
Ég býst við að þingmenn hafi
það í huga, þegar nefndin er skip-
uð. Það skiptir engu máli, hvaða
störf nefndarmenn hafa með
höndum í þjóðfélaginu, enda koma
þeir úr ýmsum áttum eins og þú
veist. Ég tek sem dæmi, að mér
þykir ágætt að starfa með Magn-
úsi Þórðarsyni, sem veitir skrif-
stofu NATO á Islandi forstöðu. Ég
býst við, að pólitískar skoðanir
okkar fari lítt saman, en í störfum
úthlutunarnefndar þykir mér
Magnús tillögugóður og réttsýnn
og hann fylgist greinilega ágæt-
lega með íslensku listalífi. En það
raunalega við starfsaðstöðu okkar
í nefndinni er, hversu litlir fjár-
munir eru til skiptanna. Viðhorf
listamanna til launanna eru mis-
jöfn. Margir virðast líta á þau sem
æskilega viðurkenningu, leggja
áherslu á að fá nafn sitt á blað. Én
fæstum þeirra munar um þessa
hungurlús. Eins og málum er nú
háttað, þykir mér hins vegar vit-
urlegast að breyta listamanna-
launum ! starfslaun og sameina
jafnframt hina ýmsu sjóði í senn.
Jafnframt yrði úthlutunarnefnd
framvegis treyst til þess að skipa
mönnum í heiðurslaunaflokk. Mér
þykir eðlilegt, að nefndin verði
skipuð með sama hætti og áður, en
störf hennar verði viðameiri,
krefðust lengri tíma og meiri
vinnu, þegar hennar væri ætlað að
bæta starfsaðstöðu íslenskra
listamann, svo um munaði. Og auk
þess yrði þá að leita ráðgjafar og
nefndin hefði að sjálfsögðu frjáls-
ar hendur um það, hvert hennar
væri leitað. En það er engin glóra
í þvf, að peðra þessu lítilræði, sem
okkur er fengið, út um víðan völl.
Ég vona sannarlega, að þess verði
ekki langt að bfða, að jákvæð
breyting verði á skipan þessara
mála.“
Tíminn líður og skyldstörfin
kalla. Ég kveð Sofffu og Jón Haf-
stein. Hennar bíða verðandi
tónsnillingar, en hans metnaðar-
fullir, upprennandi raunvísinda-
menn, er glíma við flóknar stærð-
fræðiformúiur, sem mér hefur
alltaf hrosið hugur við.
Verzlunaraðstaða
Iðnrekendur, heildsölur og verzlanir
Leigjum út verzlunaraöstööu í lengri eöa
skemmri tíma.
Þjónusta
Tökum aö okkur vörur í umboðssölu.
Tölvuvædd þjónusta.
Vöruloft Markaöshússins,
Sigtúni 3, sími 83075.
VIÐ HÖFUU
TEKIÐ VIÐ
UMBOÐINU
<3>g£> er heimsþekktur framleiðandi hvers kyns þungavinnuvela. <$£>vélar hafa getið sér
gott orð fyrir frábæra hönnun, styrk, öryggi og hagkvæmni í rekstri. Við munum kosta
kapps um að veita viðskiptavinum okkar trausta og góða þjónustu i hvivetna.
Vél frá <%£> er þrautseigur vinnuþjarkur.
VEGHEFLAR
HJÓLASKÖFLUR
U4
LYFTARAR
HJÓLAGRÖFUR
VÉLBÖRUR
HJÓLASKÓFLUR
BELTAGRÖFUR
J
RAFM AGNSLYFT ARAR
HLAÐBÆR
SKEMMUVEGI 6 KÓPAVOGI, SIMAR 75722 CG 40770
o