Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.02.1985, Blaðsíða 44
44 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1985 HC&AAlin „Gottormur, ég er ekJá ab á^oko. þig, en þab 'jontar týréipald'm." Hvort ég get þagað yfir levndar Hér er kennslubók í spænsku fyrir máli? l»að veit ég ekki. l*að hefur byrjendur. aldrei reynt á það! Lýðræðissinni spyr hvað gera þurfi til að stórnmálamönnum skiljist að meirihluti landsmanna er hlynntur innflutningi á sterku öli. Þesslr hringdu . . . Verðið við vilja meirihlutans Lýðræðissinni hringdi: Nú þegar umræða hefur verið í gangi um bjórmálið og sjaldan eða aldrei meiri, langar mig til að spyrja stjórnvöld hvað þurfi að gera til þess að gera þeim grein fyrir vilja fólksins. Nú hefur mikið verið fjallað um bjórinn á síðum dagblaðanna og allt meira og minna í jákvæð- um dúr. Skoðanakannanir fram- kvæmdar þar sem mikill meiri- hluti þátttakenda er hlynntur bjórnum. Hvað þarf að gera til þess að fá ykkur alþingismenn til að þóknast vilja meirihluta landsmanna? Það er ekki beðið um mikið, eingöngu að almenningur fái að kjósa um málið. Ég trúi því ekki að það fari eins með bjórinn og Keflavíkursjónvarpið, að hópur þröngsýnna afturhaldsseggja nái að snúa aðgerðum þvert ofan í vilja almennings. Góð þjónusta Nokkrir starfsmenn skattstof- unnar komu að máli við Velvak- anda. Við viljum þakka Erlendi Valdimarssyni, eiganda Orku- bankans, fyrir sérstaklega alúð- legt viðmót og þægilega fram- komu. Þá erum við öll mjög ánægð með alla þjónustu sem þarna er veitt og er það til mestu fyrirmyndar hvað allt er snyrti- legt. Góðbók Ólöf Ósk hringdi. Ég vil þakka Eðvarð Ingólfs- syni fyrir stórgóða bók, Fimm- tán ára á föstu. Svo vil ég óska Eðvarð góðs gengis í framtíð- inni. Hver þekkir þessa bæn? Ragnhildur Eiríksdóttir hringdi. Mig langar svo til að grennsl- ast fyrir um hvort að einhver lesandi Velvakanda getur hjálp- að mér. Þannig er, að mig langar svo til að læra bæn eina sem gamall maður fór með á hverjum morgni þar sem ég vann á sjúkrahúsi. Þulan byrjar svona: í þínu nafni uppvaknaður ertu Jesús, guð og maður. Síðan kemur löng þakkargjörð um hitt og þetta en þulan endar: Lof sé þér (eða þökk sé þér) fyrir utan enda. Amen. Auglýsingamar sýndar seinna Linda Magnúsdóttir hringdi: Ég vil taka undir með Sigrúnu Sigurðardóttur sem spurði í Velvakanda 3. febrúar hvort ekki væri eftirlit með auglýsingum sjónvarpsins. Það eru svo sannarlega fleiri en hún sem hafa átt við sama vandamál að stríða. Vil ég benda sjónvarpinu á að börn fá yfirleitt að horfa á fyrsta auglýsingatím- ann eftir fréttir þannig að ef um slíkar ógnvekjandi auglýsingar er að ræða sem óæskilegar eru fyrir börn, þá ætti að hafa þær seinna í dagskránni. Það kæmi sér ákaflega vel fyrir þá sem eru með lítil börn. Nöturlegt tákn um mann fy rirlitningu „Sóknarbarn" spyr í bréfi sínu til Velvakanda í gær, 5.2., hvort heimssamtök lútherskra manna hafi mótmælt því að Friðþæg- ingarkirkjan, sem stendur austan við Berlínarmúrinn, hafi verið jöfnuð við jörðu svo að flóttafólk vestur yfir ætti þar ekki lengur skjól. Sóknarbarn spyr ennfremur hvort íslenska þjóðkirkjan vilji taka frumkvæði til mótmæla í þessu máli, ef heimssamtökin haf- ist ekkert að. Miðstjórn Lútherska heims- sambandsins hefur rétt lokið ár- legum fundi sínum í Genf og ályktanir og ákvarðanir þess fundar hafa ekki borist hingað enn. Hinsvegar hafa samtökin margsinnis og með margvíslegum hætti fordæmt hina ómannlegu aðskilnaðarhyggju sem kemur - skýrast fram í byggingu Berlín- armúrsins og Apartheidstefnu í S-Afríku. íslenska kirkjan hefur tekið í sama streng. Til dæmis sagði Biskup Íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, í Morgunblaðinu nýlega (25. okt. 1984) — Sambandsleysi milli ríkja, aðskilnaðarstefna og innilokun eru mesta ógnun við heimsfriðinn og allt jákvætt sam- starf. Að því leyti er járntjaldið svonefnda mesti Þrándur í Götu til friðar í Evrópu. Ég vil þakka Sóknarbarni fyrir að vekja máls á þessum hörmu- lega og ögrandi atburði, og kalla fólk þannig til umhugsunar um þessi mál. Svipaðir atburðir eru sífellt að gerast þótt ekki sé sagt frá þeim í fjölmiðlum. í ýmsum löndum mú- hameðstrúarmanna er kristinni kirkju gert nær ókleift að starfa opinberlega, sama má segja um ýmis lönd Afríku og Asíu þar sem marxísk stjórnvöld ráða ríkjum. Kirkjan, sem er allir kristnir menn, hlýtur að vinna með öllum tiltækum ráðum að því að frum- læg mannréttindi verði virt og einstaklingurinn fái að njóta sín í frelsi og friði hvar sem hann býr á jörðu. Járntjaldið svonefnt og þar með Berlínarmúrinn er eitt nöturleg- asta tákn þeirrar grimmdar og mannfyrirlitningar sem víða virð- ist hafa undirtök. Ýmsir telja að vísu að glufur hafa komið i það tjald við vaxandi samskipti þjóða báðum megin þess, en atburðir eins og sprenging Friðþægingar- kirkjunnar vinna hins vegar í aðra átt og benda til hugarfars sem er manninum fjandsamlegt. Með kærri kveðju. Bernharður Guðmundsson Rokk-bræður skemmti Ragga og Jóna skrifa: Við erum hérna tvær sem erum fastagestir á skemmtistaðnum Ypsilon í Kópavogi og viljum koma á framfæri þakklæti til eig- enda staðarins fyrir skemmtiat- riði þau sem þar hafa verið sýnd. Sérstaklega viljum við þakka fyrir Rokk-bræður sem hafa sung- ið gömlu góðu rokklögin og komið fólkinu í gott skap. Vonum við að eigendur staðarins fái þá til að skemmta hjá sér aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.