Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 íþróttaleikvangar Reykjavíkurborgar: Veitingasalan verður boðin út 30 ÁRA LEIKAFMÆLI Morgunblaðið/Bjarni Árni Tryggvason bélt upp á 30 ára leikafmæli sitt í Austurbæjarbíói á föstudagskvöldið. Húsfyllir var hjá Árna og voru honum fsrðar gjafir í tilefni afmslisins. Hríseyingar fsrðu honum blóm, málverk og talstöð í bátinn. „Við samþykktum á fundi í fyrra- kvöld að bjóða út alla veitingasölu á íþróttavöllum Reykjavíkurborgar," sagði Júlíus Hafstein formaður íþróttabandalags Reykjavíkur í sam- tali við Morgunblaðið. „Við höfum rekið þetta sjálfir hingað til, en ákváðum að það væri rétt að athuga hvort einkaað- ilar hefðu ekki áhuga á að taka þetta að sér. Við teljum að einka- aðilar séu betur til þess fallnir að sinna þessum rekstri fáist viðun- andi tilboð í hann,“ sagði Júlíus ennfremur. „Vallargestir mega því eiga von á betri þjónustu. Með því er ég ekki að halda því fram að þjónust- an hjá okkur hafi ekki verið nægi- lega góð. Það má hins vegar búast við að þeir sem hafa sérhæft sig í veitingarekstri geti boðið upp á fjölbreyttari og betri þjónustu en við. Þess er að gæta að það er ekk- ert smá fyrirtæki að afgreiða 8—10 þúsund manns i 15 mínúnta hléi, eins og oft getur þurft að gera á landsleikjum eða þegar fræg erlend félagslið sækja landið heim,“ sagði Júlíus. Hann sagði að einnig væri tíma- bært að athuga hvort ekki bæri einnig að bjóða út veitingarekstur í Laugardalshöll. Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater: Getum ekkí keppt um magn við Kanadamenn meigináherzluna á hina ótvíræðu — leggjum því megináherzlu á ótvíræða forystu í gæðum „OKKUR er borgað umfram aðra fyrir afbragðsgóða vöru. Af þorski, sem stenzt gæðakröfur getum við selt allt, sem til fellur og gætum selt meira af ýsu og karfa. Við getum ekki keppt við Kanadamenn í magni, en yfirburðir okkar í gæðum eru ótvíræðir. Því verðum við að leggja áherzlu á að þjóna þeim hluta markaðsins, sem vill borga fyrir gæði,“ sagði Magnús Gústafss- on, forstjóri Coldwater, í saratali við Morgunblaðið. Hlutdeild Kanadamanna í sölu áður, en birgðir jukust um tæpar 5 þorskflaka á Bandaríkjamarkaði milljónir punda milli áranna. Því hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum, en hlutdeild íslendinga minnkandi. Árið 1977 var heildar- innflutningur þorskflaka í Banda- ríkjunum 118,6 milljónir punda. Hlutur Islendinga var þá 58,9 millj- ónir punda en Kanadamanna 26,1. Á síðasta ári var hlutur íslendinga 44,3 milljónir punda en hlutur Kanadamanna 103,4 milljónir af 174,7 milljóna punda heildarinn- flutningi. Heildarinnflutningur þorskflaka á síðasta ári var rúmum 3 milljónum punda meiri en árið hefur sala flakanna heldur dregizt saman á þessum tíma. Þá er athygl- isvert, að hlutur Kanadamanna í innflutningi þorskblokka hefur far- ið minnkandi síðustu þrjú ár, hlut- ur íslendinga farið heldur vaxandi og hlutur Dana meira en tvöfaldazt. Magnús sagði, að framleiðsla ís- lendinga og Kanadamanna á þessu sviði væri ekki samanburðarhæf hvað gæði varðaði eins og söluverð sýndi. Uppistaða þorskflaka Cold- water væri seld á 1,80$, nema til Long John Silver’s, sem nyti 10 senta magnafsláttar. Megnið af þorskflökum Kanadamanna seldist á 1,20 til 1,30$ pundið og allt niður í 90 sent. Þetta leiddi hugann að því, hvernig íslendingar brygðust við sí- aukinni markaðshlutdeild Kanada- manna enda væru horfur á því að afli þeirra ykist á næstu árum. Keppni um íorystu í formi magns væri vonlaus. Því yrði að leggja meigináherzluna á hina ótvíræðu forystu í gæðum. Islenzki fiskurinn væri mun betra hráefni en sá kan- adíski, bæði hvítari og þéttari nema á sumrin, þegar hann lfktist þeim kanadíska nokkuð. Leggja þyrfti áherzlu á gæði fisksins, vöruvöndun og pakkningar, sem fólk væri til- búið til að borga meira fyrir en ella. Hins vegar væri staðreyndin sú, að skortur á fólki í fiskvinnslu gæti takmarkað nýtingu þeirra tæki- færa, sem fyrir hendi væru. Þá sagði Magnús, að það mætti ekki gleymast, að Coldwater væri leiðandi í sölu ýsuflaka hvað magn snerti og sömuleiðis í sölu karfa- flaka. Frá árinu 1980 til 1984 hefði sala ýsuflaka aukizt úr 9 milljónum punda í 15 milljónir og karfaflaka- salan úr 9 milljónum í 14. Alþjóðlega mótið í Danmörku: Helgi í hópi efstu manna HELGI Ólafsson sigraði Danann Jens Christiansen í 6. umferð alþjóð- lega skákmótsins í Danmörku á föstudag. Þar með hefur Helgi hlotið 3'/i vinning, vinningi á eftir ung- verska stórmeistaranum Josef Pint- er. Föstudagurinn var óheilladagur fyrir Jóhann Hjartarson. Hann tap- aði biðskák sinni gegn Pinter og féll í gildru sem Ungverjinn lagði fyrir hann. Því næst tefldi hann við Curt Hansen frá Danmörku og fór skák þeirra í bið. Að sögn Jóhanns á Han- sen alla möguleika á að vinna þá skák. Staða efstu manna í mótinu er nú þannig, að Pinter hefur hlotið 4% vinning, Vassily Smyslov frá Sovétríkjunum hefur 3% vinning og biðskák, þar sem hann stendur verr. Helgi Ólafsson er í 3.-4. sæti ásamt Carsten Hoi frá Danmörku, þeir hafa 3Vi vinning. Jóhann Hjartarson hefur 2'k vinning úr 6 umferðum. Akranes: Einn í gæzlu vegna innbrots EINN maður hefur verið úrskurð- aður í gæzluvarðhald á Akranesi vegna rannsóknar lögreglunnar á innbroti í Fólksbílastöðina. Rúða í útidyrahurð var brotin. Tóbaki og sælgæti var stolið en talsverður hluti þýfisins hefur þegar fundist. Málið er í rannsókn. Kolbeinsey ÞH 10 á nauðungaruppboð: Húsvíkingar stofna félag til að kaupa skipið aftur LJÓST virðist vera að togarinn Kolbeinsey frá Húsavík verður seldur á nauðungaruppboði innan fárra mánuða. Húsvíkingar eru staðráðnir í að eignast skipið aftur og undirbúa nú stofnun hlutafélags í þeim tilgangi undir forystu bæjarsjóðs, að því er Bjarni Aðalgeirsson bæjarstjóri sagði í samtali við blaðamann Mbl. á Húsavík á röstudag. Hefur Bjarni, fyrir hönd þeirra er munu stofna nýja hlutafélagið, leitað eftir hluta þeirra hundrað milljóna, sem ríkisstjórnin hefur fært af lánsfjáráætlun til að auðvelda byggðarlögum að ná aftur til sín „vandræðaskipum“, sem fara á nauðungaruppboð. [| t.LáAki ÞiiN FR Lést við köfun á Dalvík MAÐURINN sem lést við köfun í Dalvíkurhöfn í fyrradag hét Snorri Guðlaugur Árnason, 42 ára gamall. Snorri nam múraraiðn og var meistari í þeirri iðngrein. A síð- astliðnu ári varð hann einn af stofnendum fiskeldisstöðvarinnar ölunar á Dalvik, og var fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar er hann lést. Snorri lætur eftir sig 4 börn og sambýliskonu sína, As- gerði Jónasdóttur. Við höfum ekki nefnt neinar töl- ur í þessu sambandi,“ sagði Bjarni, „en við vonumst til að við getum fjármagnað okkar hlut í þessu skipi með framlaginu, sem á að koma í gegnum Byggðasjóð. Það er ljóst að skipið fer á sölu og engin önnur leið fær til að losna við skuldahalann. Kolbeinsey verður ekki gerð út með þessum skuldahala og þegar eru miklir fjármunir í fyrirtækinu tap- aðir.“ Það er hlutafélagið Höfði sem á og gerir út Kolbeinsey. Skipið var keypt á nm 50 millj. doliara- tryggðar krónur í júnílok 1981 — þær fimmtíu milljónir voru orðnar 190 milljónir í desember sl. Höfði hefur skilað 20% af aflaverðmæti reglulega til Fiskveiðasjóðs og borgað nærri fjörutíu prósent af upphaflegu kaupverði fyrir skipið — en skuldar samt tæpar 200 millj- ónir, þar af 114 milljónir í skipinu sjálfu, skv. upplýsingum Kristjáns Asgeirssonar, framkvæmdastjóra Höfða. „Maður veit aldrei að kvöldi hve skuldin verður mikil að morgni," sagði hann. „Ef við hefðum miðað við pund í staðinn fyrir dollara væri skuldin 57 milljónum króna lægri. Miðað við fulla nýtingu á skipinu og viðbótarkvóta frá hinum togaran- um okkar gætum við borgað í mesta lagi 8,7 milljónir á árinu. Það eru 25% tekin út úr veltunni — en það hefur ekkert að segja í hítina. Þetta mál verður ekki leyst nema af stjórnvöldum. Þau ráða þessu öllu.“ Morgunblaðíð/Friftþjófur Trillukarlar á Húsavík undirbúa róður — togarinn er á förum. Pólitísk samstaða hefur tekist í Húsavík til að firra byggðarlagii því gríðarlega áfalli, sem missii togarans væri. Fulltrúar allri flokka hafa setið í nefnd með bæj arstjóranum til að undirbúa stofn un hins nýja fyrirtækis og er ger ráð fyrir að eigendur þess verði þei sem nú eru eigendur Höfða hf., eðí bæjarsjóður, Fiskiðjusamlag Húsa vikur, Kaupfélag Þingeyinga og ein staklingar. Kolbeinsey hefur skilai um 40% af hráefninu til Fiskiðju samlagsins. 100-120 manns missí vinnu sína ef skipið fer og vegní margföldunaráhrifa, segja stjórn málamenn á Húsavík, er Kolbeins ey grundvöllur 300-400 starfa bænum, þar sem íbúar eru un 2.500. 1 ályktun, sem stuðn ingsmenn G-listans á Húsavfk sam þykktu nýlega, segir m.a.: „Tekju missir bæjarbúa sem af þessu hlyt ist gæti orðið um 130—150 milljónii króna á ári, eða sem jafngildir eini togaraverði. Þetta þýddi einni| tekjumissi hjá bæjarsjóði upp í 15 17 milljónir í minni útsvars tekjum."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.