Morgunblaðið - 10.03.1985, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
9
HUGVEKJA
Frelsi trúar
og kirkju
eftir séra HEIMI STEINSSON
„Ei traðka nema hrottans stígvél hörð
á höndum yðar, fylltum liljublómum.
Hve færi um oss, ef enginn héldi vörð
í innstu helgidómum ?“
Frá Þingvöllum
Mitt er síðan Ijóst, nú eins og œvinlega,
að af boðun kirkjunnar og tilbeiðslu
sprettur þjónusta við menn. Sú þjónusta
á það til að birtast í mynd einarðra
afskipta af ótvíræðum ágreiningsmál-
um.
Undir slíkum kringumstœðum er
þess að minnast, að sameinuð kirkja er
rödd Guðs á jörðu. “
Þannig kveður skáldið Magnús
Ásgeirsson í orðastað Hjalmars
Gullberg. Ekki verður þetta ljóð
frekar rakið hér né margræðri
heildarmynd þess brugðið á loft.
En ofangreindar hendingar leita
á hugann í svip, þegar upp er
runninn þriðji sunnudagur í
föstu.
Margar eru viðsjár í veröldu,
innan lands og utan. Álitamál
hrannast upp linnulaust, og úr-
lausnirnar leika löngum á tveim
tungum. Slíkur er hlutur manna
á jörðu.
Þeim mun brýnna er hitt, að
einstaklingar og samfélagsheild
eigi sér nokkurt það athvarf, er
ofar stendur dægurþrasi og ríg
og öllum býðst sama hlutdeild í,
ef þeir vilja við henni taka.
Maðurinn býr yfir raunveru-
legri og róttækri þörf fyrir að
leggja rækt við ósýnilegan innri
veruleika. Sú hugrækt getur í
framkvæmd orðið á marga vegu.
„Innstu helgidómar" eru að
hluta til einstaklingsbundnir. En
allir eiga sér einhvern slíkan
helgidóm. Það skiptir miklu, að
menn haldi vörð um þær ger-
semar, sem þar er að finna. Án
þeirrar varðstöðu kynni hver og
einn að glata því, sem öðru frem-
ur gjörir hann að mennskum
manni.
Sameiginlegur helgi-
dómur alþjóðar
Til er og innri auður, sem ekki
er einkalegur, heldur sameign
margra og bindur menn t.a.m. af
einu þjóðerni eða sama átrúnaði
nokkrum böndum. Þess konar
sjóður gengur frá hönd til hand-
ar, mann fram af manni. Hann
er samhengið I sögu þjóða og
heimshluta. Hann er og þeirrar
náttúru að vaxa, hverja sinni
sem af honum er ausið.
Arfleifð heilagrar kirkju er
slíkur sjóður. Kirkjan stendur
vörð um hann, öld eftir öld. Með
því að þeir eðalsteinar, sem þar
glóa, eru geirnaglarnir í viðmið-
unarramma íslenzkrar þjóðar og
hljómbotn svonefndrar „þjóðar-
sálar“, er þessi varðstaða kirkj-
unnar einkar mikilvæg. Án
hennar væri sjálfsveru lands-
manna stefnt í tvísýnu og djúp-
tæk upplausn á næsta leiti, mikl-
um mun alvarlegri upplausn en
við til þessa höfum kynnzt, —
þrátt fyrir allt.
Af þessu leiðir, að kirkjan
hlýtur að kosta kapps um að
rækja varðveizluhlutverk sitt og
láta í engu hrekjast af leið.
Mestu varðar, að kirkjan fái að
vera kirkja og að kirkjuleg trú,
sem hér er þungamiðja hins
innsta helgidóms, fái að vera
trú, en hvorugt mengist með
nokkrum hætti.
Sá sérleikur kirkju og trúar er
þjóðinni nauðsyn. En öllu öðru
fremur er þessi sérleikur þó
kjarni þess erindis, sem kirkj-
unni er falið af Guði. Þar með er
það réttur kirkjunnar að berjast
fyrir frelsi sínu til að fá að
leggja alla rækt við þær gersem-
ar, er hún geymir sér við hjarta-
rætur.
Eiginlegt erindi
kirkjunnar
Framangreindur sérleikur
verður seint nógsamlega árétt-
aður. Unnt er að draga hann
saman með eftirfarandi hætti:
Kirkjan er samfélag manna, sem
skírðir eru í nafni Guðs föður,
sonar og heilags anda. Þessi liðs-
afli kemur saman til að boða
fagnaðarerindið um hinn kross-
festa og upprisna frelsara
heimsins, — og heyra það erindi.
í annan stað safnast sami skari
um sakramenti heilagrar kvöld-
máltíðar. Uppistaða samvistar-
innar allrar er tilbeiðsla í trú.
Kirkjan er þannig guðsdýrk-
unarsamfélag. Skírskotun henn-
ar er fyrst og fremst yfirskilvit-
leg. En af fundi sínum við Guð
gengur kirkjan út í veröld marg-
breytileikans og leitast við að
sýna það í verki, að hún hefur
lotið hinum hæsta og er sjálf lík-
ami Krists á jörðu.
í aldanna ris
Kirkjan hefur iðulega hrakizt
af þessum sínum eiginlega vegi.
Örðugt reynist löngum að láta
sér nægja að standa á hinu einu
nauðsynlega.
Allt frá því á fjórðu öld hefur
kirkjan þrásinnis látið misjafn-
lega ágenga valdhafa beita sér
fyrir vagn ýmiss konar verald-
legra hagsmuna. Jafnframt hafa
risið upp innan kirkjunnar hóp-
ar, er hneigðust á sveif með und-
irokuðum almúga og gjörðust
hluttakendur í baráttu þess
fólks fyrir réttindum sínum og
lífi.
Hvort tveggja er að nokkru
leyti óhjákvæmilegt: Kirkjan
gegnir því samfélagslega hlut-
verki að hlynna að þeirri „skikk-
an skaparans", er birtist i skipu-
lögðu þjóðfélagi. Af sjálfu leiðir,
að nærtæk verður samstaða
kirkjunnar og þeirra yfirvalda,
er aðhyllast hið fornkveðna:
„Með lögum skal land byggja."
í annan stað er kirkjan full-
trúi lítilmagnans á jörðu. Hún
boðar fátækum fagnaðarerindi.
Þaðan er bæjarleiðin stutt til
virkrar þátttöku í baráttu
snauðra manna gegn kúgurum
sínum.
Hvorugt þessara viðfangsefna
er þó eiginlegt erindi kirkjunnar,
eins og það er skilgreint hér að
framan, í samræmi við rætur
kristninnar í Nýja testamenti.
Enda hefur kirkjan á öllum öld-
um með margvíslegum hætti
barizt fyrir sérleik sínum og
kappkostað að lúta þeim herra
einum, er sendi hana í heiminn í
öndverðu. Þessi barátta tók á sig
ýmsar myndir. Hún gat jafnvel
snúizt upp í yfirgang einstakra
kirkjuleiðtoga við hvora tveggja,
veraldlega valdsmenn og al-
múga. En ævinlega var baráttan
í innsta eðli sínu viðleitni til að
varðveita það frelsi trúar og
kirkju, sem fyrr var að vikið.
Hreinsun
musterisins
Frá því segir í einu af guð-
spjöllum þriðja sunnudags í
föstu, að Jesús gekk inn í helgi-
dóm þjóðar sinnar í Jerúsalem
og rak þaðan út þá menn, er
saurgaö höfðu musterið með at-
hæfi, sem ekki samrýmdist
þeirri guðsdýrkun, er þar skyldi
um hönd höfð. í þessu tilviki
beitti frelsarinn raunar aðferð,
sem hann ekki greip til í annan
tíma. Sýnir sú staðreynd ljós-
lega, hve mikið honum þótti í
húfi. Hörð orð fylgdu og harka-
legu athæfi: „Hús mitt á að
nefnast bænahús fyrir allar
þjóðir. En þér hafið gjört það að
ræningjabæli."
Fyrri hluti þessara orða er hér
kjarni máls: Hús Guðs er vett-
vangur tilbeiðslu. Söfnuður Guðs
er samfélag um tilbeiðslu. Um
þann hinn innsta helgidóm ber
að standa tryggan vörð, jafnvel
þótt sú varðstaða kosti atferli,
sem kann að koma einhverjum
óþægilega á óvart.
Ný staða
Það mun tæpast ofmælt, að
kirkjuleg trú hafi víða um Vest-
urlönd notið meira sjálfstæðis
síðustu mannsaldra en þráfald-
lega fyrr í sögunni. Frelsi kirkj-
unnar til að vera samfélag um
tilbeiðslu og boðun, óháð for-
skriftum yfirvalda og kröfum
byltingarafla, er vaxandi. Ein-
hver kann að telja þetta bera
vott um þverrandi áhuga á trú
og kristni yfirleitt. Þó mun skýr-
ingarinnar eigi síður vera að
leita í annarri staðreynd: Sú
sundurleita hugmyndafræði, er
náði tökum á veröldinni á 18. og
19. öld, hefur smám saman beðið
skipbrot. Eftir stendur kirkjan
með fagnaðarerindið um Jesúm
Krist, með boðun sína og til-
beiðslu í trú. Menn þarfnast
þessara verðmæta, skilja þá þörf
og gjöra sér ljóst, hvað til þarf,
að henni megi fullnægt verða,
vita að hún er bezt geymd í
höndum frjálsrar kirkju alþjóð-
ar.
Hér er á ferð jákvæð þróun og
í fyllsta samræmi við uppruna
kristins dóms. Góðan eigum við
fyrirliðann og eindregna fyrir-
myndina, þar sem Jesús sjálfur
fer. Hús hans á að nefnast bæna-
hús fyrir allar þjóðir. Kappkost-
um því að gjöra það hús aldrei
að neins konar ræningjabæli,
hversu mjög sem að okkur kann
að sækja löngunin til að sinna
öðrum efnum, er í svip kunna að
virðast nærtækari en iðkun
þeirrar tilbeiðslu, sem er fyrsta
og síðasta viðfangsefni kristins
manns.
Kennivald kirkjunnar
Hitt er síðan ljóst, nú eins og
ævinlega, að af boðun kirkjunn-
ar og tilbeiðslu sprettur þjón-
usta við menn. Sú þjónusta á það
til að birtast í mynd einarðra
afskipta af ótvíræðum ágrein-
ingsmálum.
Undir slíkum kringumstæðum
er þess að minnast, að sameinuð
kirkja er rödd Guðs á jörðu. Sú
rödd getur hljómað, þegar kirkj-
an í tilbeiðslu og trú fyrir altari
hins hæsta og í orði hans hefur
leitað svars við örlagaríkum
spurningum, er varða líf og
dauða. Dæmi sliks erú mörg og
sundurleit um okkar daga, þótt
eigi verði þau orðfærð að sinni.
Aldrei skiptir það meira máli
en einmitt þegar þess konar mál
koma á loft, að sérleikur kirkj-
unnar, frelsi hennar og sjálf-
stæði njóti afdráttarlausrar við-
urkenningar. Við þau tækifæri
sem endranær skyldu allir leit-
ast við að gjöra sér það ljóst,
hvers erindi kirkjan rekur, — ef
þeir á annað borð viðurkenna
drottinvald Jesú Krists yfir
heiminum.
SOLUGENGI VERÐBREFA
11. mars 1985
Spariskulelni og happdioemslán riUssjóðs
1971- 1
1972- 1
1972- 2
1973- 1
1973- 2
1974- 1
1975- 1
1975-2
1975-1
1975-2
1977-1
1977- 2
1978- 1
1978- 2
1979- 1
1979-2
1990-1
1900- 2
1901- 1
1901- 2
1962-1
1902- 2
1983- 1
1903- 2
1964 1
1964-2
1984- 3
1985- 1
1975-G
1975- H
1976- »
1977- J
•961-1FI
1985-1SIS
Sðlugeng.
pr.to 100
19.494,65
17.411,60
14006,88
10.258,46
9648.22
6.217.36
4906,70
3.762,65
3.584,19
2816,67
2 628,89
2145,82
1 782.39
1370,81
1 178.59
889,39
802,56
613,82
521,31
374.94
369,97
271,63
206,37
130.05
126,26
118,44
114,20
Nytlutboð
3092,51
2806.46
2129,07
1872,37
406.95
Nyttuttwð
Avðxturv
Nnnld
8,60%
8,60%
8,60%
8,80%
8,60%
8,60%
8,80%
I
8,60%
8,60%
8,60%
8,60%
8,80%
8,60%
8,80%
8.80%
8,80%
9,00%
9,00%
7,00%
10,00%
10,00%
10.00%
10,00%
10,00%
10,70%
184 d
314 d
184 d
184 d
314 d.
184 d
v i SwNat. 10.01 85
v íSeðteb 25.0185
v I Seðlab 10 03.85
v íSaðlab 2501 85
v iSflðlab 250385
179 d
v i Sflðiab 25 03 85
179 d
v i Seðlab 25 02 85
184 d
34 d
224 d
314 d
1 ár. 214 d.
Hv .Soðtab 1 03 85
200 d
350 d
1 «r. 230 d
1 ár. 320 d
2 ár, 179 d
2 ár. 241 d
2 ár, 299 d
260 d
1 ár, 19 d
1*. 259 d
2 ár. 20 d
1 Ar, S0d
5 ár. 20 d
Veðskuldabref-
Lánst
2afb
áári
2ár
3ár
4ár
Sár
6ár
/á«
8ár
9ár
10*
Sðájgengimv
rmsm ávðxtunar
krðfu
14% 16% 18%
Veðskuldabref - oreiðtirjgí
Sölugflngim v
Spariskirteini rikissjóðs,
verðtryggð veðskuldabrét,
óverðtryggð veðskukfabréf
óskast á soluskrá.
Sparifl áreigendur
og eítiispyijendur fjármagns.
Hjá okkur er að íinna lausnir í samrœmi við
þaríir og óskir hvers og eins.
Þjónusta okkar íelst meðal annars í:
Fjármálaráðgjöí - Fjárvöxtun - Kaup og sölu verðbréía.
st sísssjsr
bcrð borgctr sig■
Vcróbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins
Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7.
101 Reykjavík, sími 28566.