Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
Stofnun Golfklúbbs Reykjavíkur
í síðastliðnum desembermánuði voru 50 ár liðin frá því að
Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður. Nokkrir af eldri fé-
lögum sendu klúbbnum stækkaða mynd af 34 félögum, sem
voru viðstaddir stofnunina. Á myndinni sem hér birtist má
sjá marga af forvígismönnum þeirra tíma sem flestir eru
horfnir af sjónarsviðinu að undanteknum 4 konum og 3 körl-
um.
Aftasta röö frá vinstri:
Kristinn Markússon, Versl. Geysir — Jóhann
Rönning, forstj. — Bergur G. Gíslason, forstj.
— Fridþjófur O. Johnson, framkv.stj. —
Kristján G. Gíslason, forstj. — Magnús
Andrésson, framkv.stj. — Daníel Fjeldsted,
læknir — Valur Norðdal, bryti — Ásgeir
Ólafsson, stórkaupm. — Sveinn Valfells,
forstj. — Guðmundur Ásbjörnsson, fors. bæj-
arstjórnar — Haraldur Árnason, kaupm. —
Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, forstj. — Einar
Pétursson, stórkaupm.
Miðröð frá vinstri:
Karl Jónasson, nuddlæknir — Gottfreð
Bernhöft, stórkaupm. — Sigurður Jónsson,
forstj. — Valtýr Albertsson, læknir — Ingi-
björg Gíslason, húsfrú, kona Bergs G. Gísla-
sonar — Friðbjörn Aðalsteinsson, fulltr.
símamálastj. — Gunnar Guðjónsson, skipa-
miðlari — Gunnlaugur Einarsson, læknir —
Gorley, fulltr. Leverbrothers. — Sigurður B.
Sigurðsson, stórkaupm. — Helgi Eiríksson,
bankastj. — Unnur Pétursdóttir, húsfrú,
kona Einars Péturssonar.
Fremsta röð frá vinstri:
Ólöf Möller Andrésson (Stella), kona Magn-
úsar Andréssonar — Jóhanna María Bern-
höft, kona Guidos Bernhöft — Guðmunda
Kvaran, húsfrú, kona Gunnars Kvaran,
stórk. — Unnur Magnúsdóttir, húsfrú, kona
Gunnars Guðjónssonar — Anna Gunnlaugs-
dóttir, læknisfrú, kona Gunnlaugs Einarsson-
ar — Kristrún Bernhöft, húsfrú, kona Gott-
freðs Bernhöft — Karítas Sigurðsson, húsfrú,
kona Sigurðar B. Sigurðssonar — Frú Helga
Valfells, kona Sveins Valfells.
Eftirlit
með rækju
stóraukið
í Hollandi
1. mnrs. Frá Eggert H. Kjartanssyni.
FRÁ OG með 1. aprfl verður gæða-
og hreinlætiseftirlit á rækju og allri
meðferð hennar hér í Holíandi stór-
aukið. Þann dag gengur nefnilega í
gildi svonefnd „Rækjuákvörðun
1984“. Þessar upplýsingar er að
flnna í hollensku Stjórnartíðindun-
um frá því í síðustu viku. Ástæða
þessarar ákvörðunar er að í desem-
ber 1983 átti sér stað mjög alvarlegt
óhapp með rækjuna hér með þeim
afleiðingum að 14 manns létust. Þeir
höfðu etið rækju sem var menguð af
svokallaðri Shigellabakteríu. Sú
rækja hafði verið keypt hingað frá
Suðaustur-Asíu þar sem hún er
handpilluð við afar lélegar hreinlæt-
isaðstæður.
Þessi nýja „Rækjuákvörðun"
gildir fyrir alla rækju, einnig þá
sem seld verður til Hollands frá
Islandi. t þeim skýringum sem
fylgdu þessari ákvörðun er gert
grein fyrir þvi að pillun rækjunn-
ar í heimahúsum verður áfram
leyfð á þeirri forsendu að hollensk
fyrirtæki sem versla með rækju
hafi ekki fjármagn til þess að fjár-
festa í pillunarvélum. Ætlunin er
samt sem áður að reyna að fækka
þeim þúsundum staða þar sem
rækjan er pilluð niður í viðráðan-
lega stærð. Hvaða áhrif þessi nýju
lög eða reglugerð kemur til með að
hafa í sambandi við innflutning er
ekki greinilegt. Það gæti eins vel
gerst að traust viðskiptavinanna,
almennings, verði endurunnið og
þá þýðir það án efa stóraukna
sölu, en síðasta árið hefur hún
vægast sagt verið mjög lítil.
Ástralía:
Reyndi að
varpa máln-
ingarpokum á
herskip
Sydney, Ajtralín, 8. mars.
MAÐUR sem flaug agnarlítilli flug-
vél reyndi í dag að varpa pokum full-
um af gulri málningu nióur á banda-
ríska herskipió Buchanan, þegar það
sigldi út úr höfninni í Sydney. Skipið
hafði verið í höfn í fjóra daga, en
kjarnorkuandstæðingar höfðu uppi
látlaus mótmæli vegna komu þess.
Málningarskeytið geigaði og
lenti í sjónum. Flugmaðurinn var
handtekinn eftir eltingarleik um
götur borgarinnar.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar flaug maðurinn á afar
léttri flugvél, svipaðri svifdreka.
Eftir að hafa tekið dýfu í átt að
skipinu, sveigði hann til lands og
lenti á ströndinni skammt frá. Þar
snaraðist hann upp i bíl.
Lögregluhraðbátur setti strax á
fulla ferð í humátt á eftir drekan-
um og stakk Glen Johns, háttsett-
ur lögreglumaður, sér til sunds,
þegar komið var til strandar, og
synti knálega í land. Hann tók bil
traustataki og hóf eftirförina, að
sögn lögreglunnar.
Brátt blönduðu lögreglubílar sér
í leikinn og svifdrekamaðurinn
var króaður inni og handtekinn.
Kynnum nýja og glæsilega
línu í baðinnréttingum ;
Opið í dag frá kL 13.00—18.00.
nméttínýci
‘ Ijonuótcm
Smidjuveg 32
S.79800.
200. Kóp.