Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ1985
Gaman
og alvara
Paul Zukofsky stjórnar Kammersveitinni á æfingu {Tónlistarskóla Reykjavíkur.
mmjws
„Vildi losna við hátíðleikann
og semja skrautlegt skemmtiverku
— Rabbað við Atla Heimi Sveinsson
og Halldór Haraldsson um fimmta
píanókonsert Atla Heimis, sem
Kammersveit Reykjavfkur frumflyt-
ur á tónleikum í Menntaskólanum
við Hamrahlíð í dag.
Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í Menntaskólanum við
Hamrahlíð í dag, sunnudaginn 10. mars, klukkan 17.00. og gefur þar
raeðal annars á að hiýða frumflutning á nýjum konsert fyrir píanó og
hljómsveit eftir Atla Heimi Sveinsson.
Morgunblaöift/RAX
Atli Heimir og Halldór fara í saumana á verkinu, sem þeir segja að hafi
alltaf staðið til að semja.
Margra annarra grasa kennir
á efnisskrá tónleikanna og þótti
blm. því ekki úr vegi að bregða
undir sig betri fætinum upp í
Tónlistarskóla Reykjavíkur, þar
sem Kammersveitin æfði stíft
fyrir helgina og fræðast nokkuð
um þá af þeim Atla Heimi og
Halldóri Haraldssyni. En Hall-
dór leikur einmitt einleik í verki
Atla Heimis.
í góðum höndum
í Kammersveitinni
„Ef við ræðum um efnis-
skrána, þá er þar fyrst að telja
Ljóð förusveinsins eftir Gustaf
Mahler, sem Sigrún Gestsdóttir
syngur í,“ sagði Atli Heimir.
„Mahler samdi verkið fyrir stóra
hljómsveit, en Arnold Schönberg
útsetti það fyrir kammersveit.
Nú er farið að spila þessar út-
setningar á verkum, sem voru
upphaflega samin fyrir stærri
hljómsveitir, mjög mikið og Ljóð
förusveins sýnir glöggt hve Arn-
old Schönberg hefur verið snilld-
arlegur útsetjari. Honum tekst
að koma allri litadýrð fjöl-
mennrar hljómsveitar fyrir í
fámennum hópi.
Næst á dagskránni er Kvart-
ett Albans Berg, ópus 3. Þessi
kvartett er sveinsstykki Albans
Berg, líklega frá 1910 og alveg
gullfallegur.
Þriðja verkið heitir Square
eða Ferningur og er eftir fiðlu-
leikarann Szymon Kuran, sem
hefur starfað í Sinfóníuhljóm-
sveitinni síðan í haust. Það er
mikill fengur áð fá Szymon til
liðs við okkur. Hann er afburða
fiðluleikari og prýðilegt tón-
skáld,“ sagði Atli Heimir og
svaraði því næst fyrirspurn um
eigin þátt í þessum tónleikum,
þ.e. konsertinn, sem er síðastur á
dagskrá Kammersveitarinnar í
Hamrahlíðinni í dag.
„Þessi píanókonsert er eigin-
lega alveg nýsaminn, sérstaklega
fyrir Kammersveitina og ein-
leikarann, Halldór Haraldsson,"
sagði Atli Heimir. „þetta kom
þannig til, að Kammersveitin
bað mig að semja fyrir sig verk
og það hafði líka staðið lengi til
að ég semdi eitthvað fyrir Hall-
dór. En við erum skólabræður og
gamlir nágrannar og leikfélagar.
Þetta er fimmti einleikskon-
sertinn minn, svo að ég hlýt að
hafa mjög gaman af að semja
fyrir einleikara og hljómsveit,
enda hefur það alltaf komið upp
með reglulegu millibili á mínum
ferli. Það var auðvelt að semja
fyrir Halldór, vegna þess að ég
þekki hann og hans túlkunar-
máta svo vel og ég held, að það
komi ósjálfrátt fram í þessum
konsert. Ég veit hvernig Halldór
spilar, þekki skoðanir hans á
ýmsum hlutum og hvaða músík
hann heillast af. Akaflega flínk-
ur og fagmannlegur píanisti,
Halldór.
Um konsertinn sjálfan er það
að segja, að þetta er svolítið létt
músík. Mér finnst menn hafa
haft tilhneigingu til að vera
svolítið alvarlegir og taka sjálfa
sig of hátíðlega. Ég vildi losna
við hátíðleikann og semja ein-
hverskonar skrautlegt skemmti-
verk, „divertimento“.
Hljóðfærin í konsertinum eru
mörg, meðal annars harpa.
semball og gítar, svo eitthvað sé
nefnt og svo eru þrjár manns-
raddir notaðar eins og hljóðfæri,
textalaust. Eigendur raddanna
eru þrír nemendur úr Tónlist-
arskólanum, þau Anders Jos-
ephson, Marta Halldórsdóttir og
Guðrún Árnadóttir.
Það er afar gott að vinna með
stjórnanda Kammersveitarinn-
ar, Paul Zukofsky,“ sagði Atli
Heimir að lokum. „Zukofsky er
mjög nákvæmur og inspírerandi
stjórnandi og maður er í mjög
góðum höndum hjá þessu ágæta
fólki í Kammersveitinni."
Píanókonsert má
ekki vera auðveldur
„Við Atli Heimir höfum
þekkst svo að segja sfðan í
sandkassanum. Síðan fylgdumst
við að i gegnum Tónlistarskól-
ann og þessi samvinna hefur
alltaf staðið til“, sagði Halldór
Haraldsson, sem tók sér örstutt
hlé frá æfingunni til þess að
dreypa á kaffi og spjalla við blm.
„Þetta er enginn venjulegur
konsert fyrir píanó og hljóm-
sveit," sagði Halldór. „Heldur er
líka gert ráð fyrir blásurum og
miklu slagverki. það er mjög
spennandi að leika þetta verk. I
því koma fram svo miklar breyt-
ingar og þróun á því sem Atli er
að gera. Síðasta píanóverk hans
hét óður til steinsins og þar kom
fram margt skemmtilegt, sem
hefur þróast áfram í þessu verki.
Við Atli höfðum dálítið samráð
um konsertinn. Ég skaut að hon-
um hugmyndum, sem hann hef-
ur svo unnið úr á sinn hátt.
Það má segja að í þessum
konsert skiptist á mjög strangir
og hraðir rytmískir kaflar og svo
aðrir lýrískari,“ sagði Halldór.
„Hinn sígildi píanókonsert er yf-
irleitt hugsaður sem einhvers
konar keppni milli einleikarans
og hljómsveitarinnar, en þessu
breytir Atli í samstöðu píanós-
ins og hljómsveitarinnar. Það er
líka óvenjulegt, að í þessu verki
á einleikarinn bæði fyrsta og
siðasta orðið. Svo sakar ekki að
hafa Zukofsky við stjórnvölinn,
það hækkar gæðastuðulinn.
Þessi konsert er ekki auðveld-
ur. Það þarf að glíma við ýmsar
flækjur í honum. Enda má pí-
anókonsert ekki vera auðveldur,
þá væri ekki gaman að spila
hann. Hins vegar er konsertinn
skemmtilegur, eins og Atli hafði
í huga að hann yrði og ég vona
að enginn hafi ástæðu til þess að
láta sér leiðast meðan hlýtt er
á“, sagði Halldór og hélt við svo
búið áfram að glíma við þetta
skrautlega skemmtiverk æsku-
vinar síns Atla.
- H.H.S.
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Auður Haralds:
Elías í Kanada
Myndir eftir Brian Pilkington
Iðunn Reykjavík 1984
Framhaldið af sögunni Elías
eftir Auði Haralds og Valdísi
Óskarsdóttur er samið af Auði
einni.
Nú er Elías kominn til Kanada
með foreldrum sínum. Skringi-
legheit yfirgefa ekki fjölskylduna
og heimilisfaðirinn hegðar sér á
ferðalaginu — nákvæmlega eins
og hann hefur gert alla tíma
heima hjá sér. Ýmsir smá árekstr-
ar verða á leiðinni sökum
„flónsku" pabba. Móðirin Elva
stýrir honum eftir bestu getu og
Elías tekur að sér hlutverk Möggu
móðu sem nú er víðs fjarri.
Elías þekkir varla foreldra sína,
á þessu langa ferðalagi, sem sífellt
ljær þeim ókunn verkefni til þess
að glíma við og leysa úr.
Það er fyrst þegar þau eru kom-
in í galtómu fbúðina sína í blokk-
inni í Alberta og kaffilyktin berst
um húsið að Elías eygir þessar
sömu persónugerðir í foreldrum
sínum og hann rámaði í áður en
allt flutningabramboltið kom til
heima á íslandi.
Pabbi er fljótur að kynnast
nágrannakonunni ísabellu frá
Rússlandi sem er að hengja upp
Auður Haralds
þvott á sínum svölum, þegar pabbi
er að gera leikfimisæfingar á sín-
um svölum. Það gerist eins og þeg-
ar tveir sveitamenn hittast á ls-
landi.
Þau spyrja og fræðast hvort um
annars hagi- Kynning fjölskyld-
unnar við ísabellu og „gestinn sem
borgar“, eru fylling í ókunnugleik-
ann.
Elías er líka fljótur að kynnast
honum Jóni indíánadreng. Þeir
kynnast úti i skógi skammt frá
stóru blokkinni. Ekki háir tungu-
málakunnáttan skjótum kynnum
þeirra og mörgum uppákomum.
En Magga móða á Islandi
gleymist ekki. Eftir þriggja daga
veru skrifar Elías fyrsta bréfið til
hennar — Magga fær fleiri bréf og
hún skrifar og tekur þátt í öllu
eins og heima á Islandi. Magga
vinnur í happdrætti. Það verður
afdrifaríkt fyrir þau öll og endar
ekki eins vel og þegar þau sluppu
lifandi frá matarboði tsabellu
spákonu. Það elta fleiri örlög sín
til Kanada en Elías og foreldrar
hans.
Hinn sérstæði húmor Auðar
nýtur sín sannarlega í sögunni.
Hún er bráðhress og ekki síst er
líður að sögulokum.
Brian Pilkington er sú dásemd
gefin að kalla fram efni hverrar
sögu, er hann myndskreytir, í
samræmi við persónur hennar og
atburði.
Frágangur er ágætur.