Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 pt$>r0iM Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Að loknu þingi N orðurlandaráðs Ifimm daga sátu norrænir ráðherrar, þingmenn og embættismenn á rökstólunum í Þjóðleikhúsinu. í þinglok eru þeir býsna glaðir yfir árangrin- um svo sem um efnahagsáætl- un, skipulagsmál og svonefndan Vestur-sjóð Norðurlanda. Á þinginu var þó einnig rætt um málefni sem lengi hafa verið á óskalistanum og ekki komist til framkvæmda, svo sem eins og sameiginlegt sjónvarpskerfi fyrir Norðurlöndin, Nordsat. Ekki er líklegt að því verði kom- ið á fót í bráð. Enn vona ýmsir að unnt verði að sameinast um að senda út samnorrænt efni í gegnum sænskan fjarskipta- hnött, sem kallaður er Tele-X. Sendingar frá honum ná þó ekki til íslands. Lars Roar Langslet, menn- ingarmálaráðherra Noregs, gagnrýndi framkomu Svía í sjónvarpsmálinu í ræðu á fund- inum og þá sérstaklega sænskra jafnaðarmanna. Svíar hafa staðið í vegi fyrir því að til hlít- ar verði rannsakað hvernig unnt sé að koma á fót samnor- rænu sjónvarpskerfi. Þeir hafa reynt að beina málinu í þann farveg, að gervihötturinn verði sænskur og kostnaðurinn við hann verði að verulegu leyti borinn uppi af Norðurlanda- þjóðunum. Mótmælti norski menningarmálaráðherrann því sérstaklega hve háar fjárhæðir Svíar vilja fá fyrir afnotin af Tele-X-hnettinum. Sameiginlega lögðu íslensku fulltrúarnir fram tillögu um að norrænni líftæknistofnun verði komið á fót hér á landi. Á stuðning við hana reyndi ekki á þessu þingi. Á hinn bóginn svaraði Gustav Björkstrand, menningarmálaráðherra Finn- lands, fyrirspurn frá Árna Johnsen, alþingismanni, í til- efni af tillögu er liggur fyrir Al- þingi íslendinga, um að íslensk bókmenntaverk megi leggja fyrir úthlutunarnefnd bók- menntaverðlauna Norðurlanda á öðrum tungum en dönsku, norsku eða sænsku. Svar ráðherrans var málefna- legt. Hann hafnaði hugmynd- inni sem fram kemur í þings- ályktunartillögunni meðal ann- ars með þeim rökum, að ritverk sem nefndinni kynnu að verða send gætu verið frumsamin á átta tungumálum. Þýðingar séu besta leiðin til að unnt sé að dæma verkin innan þess tungu- málaramma sem sameinar flesta Norðurlandabúa. Rökin eru skýr en hitt er ann- að mál, hvort ástæða sé til að sætta sig við þau. íslendingar eiga lengstu bókmenntahefð norrænna þjóða. Það ætti að vera akkur fyrir norrænt menn- ingarsamstarf að standa þannig að málum, að íslenskan skipi nú á tímum þann sess sem henni ber í sögulegu ljósi og sé jafn- gild tungum hinna fjölmennari þjóða þegar úrskurðað er um bókmenntaverk. Þess sjást æ fleiri merki, að menn sem myndu sóma sér vel í úthlutun- arnefndinni hafa íslenska tungu svo vel á valdi sínu, að ekki þarf að þýða verk fyrir þá. Þrátt fyrir umræður um þetta mál á þingi Norðurlanda- ráðs nú og furðulega andstöðu sumra íslenskra þingfulltrúa við það að íslenskan njóti jafn- réttis við úthlutun norrænna bókmenntaverðlauna er ástæðulaust að Iáta málið niður falla. Mestu skiptir að unnið sé að framgangi þess af þeirri festu og alvöru sem virðingu ís- lenskrar tungu sæmir. Varla væri nein goðgá að íslenska nyti jafnréttis á fundum Norður- landaráðs og ekkert þrekvikri að fá góða túlka eða hvetja norrænufólk til að sækja sér slíka menntun með aðstoð ráð- sins. Slíkt gæti orðið íslending- um og baráttu þeirra fyrir al- dagamalli þjóðmenningu mikil hvatning og styrkur á tvísýnum tímum. Kratar deila áfram Suppákoma sem mesta at- hygli vakti í tengslum við þing Norðurlandaráðs voru slagsmálin meðal norrænna toppkrata sem Jón Baldvin Hannibalsson hóf. Toppkratar annars staðar á Norðurlöndun- um hafa verið að sækja í sig veðrið gagnvart Jóni Baldvin. Hann bað Kalevi Sorsa afsök- unar en stendur nú frammi fyrir því, að bæði Gro Harlem Brundtland frá Noregi og Ank- er Jörgensen frá Danmörku segja, að það séu íslenskir krat- ar og engir aðrir sem hafi skipt um skoðun í afstöðunni til kjarnorkuvopnalausra svæða síðan á einhverjum toppkrata- fundi 1982. Kjartan Jóhannsson forveri Jóns Baldvins Hannibalssonar á toppkrata-samkomum tekur undir með þeim Gro Harlem og Anker í Morgunblaðinu í gær og segir að málflutningur íslenska formannsins sé einskonar „sam- safnaður misskilningur". Kjart- an telur sig meira að segja vera sömu skoðunar og Jón Baldvin, „hann sæi ekki hvar stefnu- breyting ætti að hafa orðið hjá einum eða neinum." Toppkrata-deilan hefur þann- ig breyst í innanflokks-vanda- mál hjá íslenskum krötum að loknu þingi Norðurlandaráðs. Einn helzti rithöfundur þjóðarinnar, Guðmund- ur G. Hagalín, lézt að- faranótt 26. febrúar sl.í Sjúkrahúsi Akraness, á 87. aldursári. Með hon- um er genginn til feðra sinna einn svipmesti listamaður þjóðar- innar, mikilvirkur og vinsæll rithöfund- ur, forvígismaður í félagsmálum stéttar sinnar, frambjóðandi Alþýðuflokksins vestur á ísafirði, harður stuðningsmað- ur vestrænna varna og studdi Sjálf- stæðisflokkinn um skeið, bókmennta- gagnrýnandi Morgunblaðsins um langt árabil og lét þjóðmál mjög til sín taka í skrifum sínum". Þetta er upphaf forsíðufréttar Morg- unblaðsins 27. febrúar sl. þar sem greint er frá andláti Guðmundar Gíslasonar Hagalín. Þar segir áfram: „Hagalín var einn afkastamesti rit- höfundur þjóðarinnar um langt árabil og varð þjóðkunnur með sígildu meist- araverki sínu, Kristrúnu frá Hamravík, 1933. Hagalín var einn skeleggasti boð- beri lýðræðis og mannréttinda á Islandi og gekk á hólm við fulltrúa kommúnista í tímamótaverki um þjóðmál, Gróðri og sandfoki, 1943. Guðmundur G. Hagalín var einn af forvígismönnum að stofnun Almenna bókafélagsins og sat þar í fyrirrúmi um langa hríð.“ Verk hans munu lifa með þjóðinni Morgunblaðið fjallaði um Guðmund G. Hagalín í forystugreinum, bæði þeg- ar hann varð sjötugur, 10. október 1968, og á áttræðisafmæli hans 1978. í fyrri forystugreininni segir orðrétt: „Það er gleðiefni að á okkar dögum hefur bókin haldið velli í íslenzku þjóð- lífi. Þjóðin fylgist af lífi og sál með störfum skálda sinna og rithöfunda. Einn þeirra, sem hvað mestan þátt hef- ur átt í reisn samtímabókmennta okkar, er Guðmundur Gíslason Hagalín, sem er sjötugur í dag. Hann er einn sérstæð- asti og persónulegasti rithöfundur sem við eigum og fáir standa dýpri rótum í arfi og menningu þjóðarinnar en hann. Bækur hans sumar eru svo íslenzkar að gerð og uppruna, að erfitt mundi vera að þýða þær á erlendar tungur. Svo mikla rækt hefur Hagalín lagt við sér- kennilegt tungutak þess fólks, sem hann hefur kynnzt og upplifað. Svo rík að list og gamalgrónum frásagnararfi eru beztu verk hans, að engum blandast hugur um, að þau munu lifa með þjóð- inni um ókomin ár.“ f síðari forystugreininni segir m.a.: „Hann (þ.e. Hagalín) er einn mesti sagnamaður í bókmenntasögu þjóðar- innar, fjölhæfur, afkastamikill og stefnumótandi. Það er enginn vafi á því, að Guðmundur G. Hagalín hefur haft mikil áhrif á samtíð sína með mótandi afstöðu, ekki sízt þeirri köllun sinni að hlú að fornum menningarrótum ís- lenzku þjóðarinnar, kristnu siðgæði. bræðralagi og andstöðu við einræði. f ljóðinu Svefneyjarbóndinn, sem Guð- mundur orti heldur ungur að árum, er í fáum dráttum fjallað um líf hans sjálfs, afstöðu og hugsjón. Það er eðli hans að rífa sig upp úr því, sem hrellir og hrjáir og hlúa að því, sem getur gróið og ilmað. Þetta hefur hann ávallt sýnt í verki, ekki sízt með einarðri afstöðu sinni alla tíð fyrir frelsi og sjálfstæði fslands, samstarfi þess við aðrar lýðræðisþjóðir um öryggi sitt, hatrammri baráttu gegn einræði og alræði, fasisma og kommún- isma; og frjálshyggju, sem hann sjálfur telur í ætt við jafnaðarstefnu, en ýmsir aðrir frjálshyggjumenn mundu fremur telja, að væri í ætt við þá stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar, enda mun Hagalín á löngum ferli sínum hafa stutt hugsjónir og markmið beggja þessara flokka, þótt hann beri nú sem stendur rós jafnaðarstefnunnar í barminum." Skáldið og rithöfundurinn Guðmund- ur Gíslason Hagalín hefur lokið jarðvist sinni. En verk hans munu lifa lengi með þjóðinni og varðveita dýrmæta menn- ingararfleifð. Hann er kvaddur með hlý- hug, virðingu og þakklæti. Þjódartekjur og kaupmáttur Það er vissulega illt í efni þegar sígur á hina verri hliðina bæði um rekstrar- stöðu atvinnuvega, einkum og sér í lagi undirstöðuatvinnuvega, og kaupmátt al- mennra launa. Hér hefur þetta þó gerzt. Fyrirtækjum í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu, sem gefa þjóðarbúinu þrjár af hverjum fjórum krónum útflutnings- og gjaldeyristekna, hefur verið gert að sæta tapi, ganga á eignir og safna skuldum, á heildina litið, frá því að óða- verðbólgan hóf innreið sína í íslenzkan þjóðarbúskap í upphafi áttunda áratug- arins. Verðbólgan margfaldaði fram- leiðslukostnað, í krónum talið, langt umfram þróun söluverðs á erlendum mörkuðum og skekkti samkeppnisstöðu þeirra. Staða útflutningsatvinnuvega var að vísu „rétt af“, eins og það var kallað, með stanzlausu gengissigi, rétt til að þeir hengju á horriminni. Sumir segja að vísu að rekstrardæmi sjávar- útvegsins væri „ekkert mál“, ef hann hefði fengið að selja þann gjaldeyri, sem hann aflaði og aflar, á frjálsum mark- aði, en það er önnur saga. Óðaverðbólgan, sem til varð á vinstri stjórnarárum áttunda áratugarins, gerði og útflutning búvöru útilokaðan, nema fyrir brotabrot af framleiðslu- kostnaði og með himinháum útflutn- ingsbótum. Fram að þeim tíma var út- flutningur „umframframleiðslu", svo- kallaðrar, viðráðanlegur, en búvöru- framleiðsla í góðæri getur verið u.þ.b. fjórðungi meiri en í slæmum árum. Þessum útflutningi var í raun veitt banahöggið í samstjórn Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks á verðbólgu- áratugnum, áratug hinna glötuðu tæki- færa. Ef þjóðartekjur eru settar á viðmið- unartöluna 100 árið 1971 ná þær há- marki 1981, þ.e. 125, en vóru 120 1977, 124 1978, 123 1979, 124 1980. Síðan 1981 fara þær lækkandi úr 125 það ár í 114 1984, samkvæmt heimildum frá Þjóð- hagsstofnun. Ef kaupmáttur tímakaups verka- manna er settur á viðmiðunartöluna 100 1980, var hann 81 1971, 92 1975, komst hæst í 105 árið 1982, en fer síðan lækk- andi og var 81 á fyrsta ársfjórðungi sl. árs, og 83 á öðrum, samkvæmt Frétta- bréfi kjararannsóknarnefndar, sept- ember 1984. Bæði þjóðartekjur og kaup- máttur taxtakaups hafa farið lækkandi sl. þrjú ár. Þjóðartekjur hafa rýrnað vegna aflatakmarkana og verðsam- keppni (verðfalls) sjávarvöru á erlend- um mörkuðum. Erlendar skuldir taka síðan nálægt fjórðung útflutningstekna „fram hjá skiptum" til almennings og atvinnuvega. Nýsköpun atvinnulífsins íslendingar guma stundum, réttilega, af atvinnuöryggi hér á landi, á sama tíma og atvinnuleysi er allt að 10% víða í V-Evrópu og N-Ameríku, sem við ber- um okkur gjarnan saman við. Atvinnu- leysi er sumstaðar þjóðarböl og ekkert rústar verr heill og velferð einstaklinga, sem hafa getu og vilja til starfa, en að finna sig „órnaga" á þjóðfélaginu. Stundum er þó talað um „dulið atvinnu- leysi" hér á landi sem hluta af lágum launum, sem komi fram í fleiri vinnandi einstaklingum hér en erlendis við sam- bærileg fyrirtæki eða stofnanir. Um slíkt er erfitt að fullyrða. Það er engu að siður athyglisvert að tvær tillögur til þingsályktunar eru nú til meðferðar Al- þingis, sem fjalla um könnun og saman- burð á launum og lífskjörum hér og í nágrannalöndum. Það blasir hinsvegar við að finna þarf um 20 þúsund ný störf á næstu 15 árum MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 35 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 9. marz til að mæta atvinnuþörf fólks, sem er að vaxa inn á vinnumarkað hér. Þessi stað- reynd speglast í fjölmörgum þingmál- um. Nefna má nokkrar tillögur til þingsályktunar: • um eflingu atvinnulífs á Norðurlandi vestra • um orkufrekan iðnað á Suðurlandi • um þróunarverkefni á Vestfjörðum • um orkufrekan iðnað á Vesturlandi • um auðlindarannsóknir á landgrunni Islands • um fjárfestingar erlendra aðila í at- vinnufyrirtækjum hér á landi • um eflingu atvinnulífs og stuðning við stofnun og rekstur smáfyrir- tækja. í greinargerð með síðasttöldu tillög- unni, sem þingmenn Bandalags jafnað- armanna flytja, segir m.a.: „í stóriðju eru ýmsar tillögur uppi. Jafnvel þótt öll áformuð stóriðjufyrir- tæki yrðu reist fyrir aldamót, svo sem í Straumsvík, Eyjafirði og Reyðarfirði, er líklegt að bein vinnuaflsþörf þeirra yrði innan við 1000 ársverk. Þessari stóriðju mundi síðan tengjast ýmis konar þjón- usta og afleiddur iðnaður. Atvinnutæki- færin (þ.e störfin) yrðu hinsvegar til- tölulega fá miðað við þá gífurlegu fjár- festingu, sem að baki þeim lægi í orku- mannvirkjum og iðjuverum. Stóriðja af því taginu, sem hugmyndir eru um hér- lendis, er leið til að nýta auð í fallvötn- um frekar en fólki. Fram til aldamóta þarf að finna 20 þúsund íslendingum atvinnu.“ Enginn hefur haldið því fram að orkufrekur iðnaður leysi allan efnhags- eða atvinnuvanda okkar. I tilvitnuðum orðum eru margfeldisáhrif starfa í orkufrekum iðnaði þó vanmetin. Það að breyta fallvötnum okkar og jarðvarma í störf og útflutningsverðmæti er „að- eins“ ein af mörgum leiðum sem fara þarf til að tryggja framtíðaratvinnuör- yggi — og ekki síður til að auka svo þjóðartekjur næstu ár og áratugi, að þær rísi undir sambærilegum lífskjör- um hér og í nágrannalöndum. Ella má búast við atgervisflótta héðan og þangað sem betri kjör bjóðast. Nýsköpun atvinnulífsins þarf að ná til miklu fleiri sviða: framleiðni- og tækni- þróunar í hefðbundnum atvinnugrein- um, fiskeldis, nýiðnaðar margs konar og nýtæknigreina en síðast en ekki sízt á sviði þeirrar atvinnubyltingar, sem nú gengur yfir hinn vestræna heim, sem byggist á að virkja hugvit og þekkingu einstaklinga. Sú atvinnubylting tengizt framvindu, sem verða þarf í skóla- og fræðslukerfi okkar, sem og efldum rannsóknum og þróunarverkefnum. Verdbólga, erlendar skuldir, viðvarandi gengisfall Við erum aðeins 240.000 talsins; þar af innan við helmingur á vinnualdri. Rúmlega hundrað þúsund einstaklingar rísa undir kostnaðarþætti tilveru full- valda ríkis; lífskjörum fámennrar þjóð- ar í stóru landi. Tökum aðeins tvö kostnaðardæmi: samtengt raforkukerfi (flutningslínur orku) og samtengt vegakerfi (hringveg- ur). I Danmörku, svo dæmi sé tekið, þar sem margar milljónir búa á tiltölulega fáum ferkílómetrum, koma kostnaðar- þættir af þessu tagi léttar niður á hverj- um þjóðfélagsþegn en hér. Sama máli gegnir um flutningskostnað til og frá landinu — og raunar flesta hluti. Fáar þjóðir, ef nokkur, er jafn háð milliríkjaverzlun og íslendingar, flytur út jafn hátt hlutfall framleiðslu sinnar eða inn jafn mikið nauðsynja. Það er því mjög mikilsvert að stöðugleiki í efna- hagslífi og verðþróun hér „haldist í hendur" við hliðstæðu í helztu ná- granna- og viðskiptalöndum okkar. Þar hefur okkur brugðizt bogalistin. Við höfum allar götur síðan 1971 verið Evr- ópumethafar í verðbólgu, sem skekkt hefur samkeppnisstöðu íslenzkrar fram- leiðslu, heima og heiman. Kjaraátök eru og tíðari hér en víðast annarstaðar. Við höfum lagt meiri áherzlu á að slást um rýrnandi þjóðar- tekjur en auka skiptahlutinn. Við höfum sem heild og þjóð ekki látið okkur nægja að skipta því, sem til skiptanna hefur verið, heldur „samið" út fyrir þann ramma. Þetta hefur haft margs konar afleiðingar í för með sér: verðbólgu, viðskiptahalla, erlenda skuldasöfnun og viðvarandi gengissig, sem allt eru við- blasandi efnahagsstaðreyndir í þjóðar- búskap okkar. Þegar útflutningsverðmæti (söluverð á mörkuðum þjóða sem búa við stöðug- leika í efnahagslífi) mæta ekki fram- leiðslukostnaði verðbólguþjóðfélagsins er vandanum mætt með „hefðbundnum hætti", einhverskonar gengisfalli, smækkun krónunnar, þannig að óbreytt verð í erlendum gjaldeyri gefur fleiri en smærri og verðminni krónur til skipt- anna heimafyrir en áður. I þessu sam- bandi sýnist ekki skipta máli, hvern veg ríkisstjórn er saman sett. Gengisfallið hækkar síðan erlendar skuldir, í krón- um mældar, sem og lánakostnað, eykur enn á verðbólguna og kaupkröfur. Hrunadans víxlhækkana er stiginn á hengibrún efnahagslífsins. Þannig hækkaði kaup í krónum talið um 900% 1972—1980, en kaupmáttur jókst aðeins um 9%. Það eina sem breyttist var að 1980 þurfti 900 krónur til að kaupa sömu verðmæti og 9 krónur dugðu til 1972. Þetta er síðan kölluð kjarabarátta. í ársbyrjun 1981 var hundrað gamal- krónum breytt í eina nýkróna, sem þá stóð heldur betur en sú danska. Tvö núll vóru strokuð aftan af verðbólgunni! En „kjarabaráttan“ hélt áfram. Nú þarf bráðum fjórar nýkrónur fyrir eina danska. Kollhnís BSRB sl. haust sann- aði okkur að fastir liðir eru eins og venjulega í hefðbundinni kjarabaráttu þjóðarinnar. Við höfum endrum og eins og af og til talað um þjóðarsátt, samátak til að koma þjóðarbúskapnum á réttan kjöl, til að stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu og auka þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekjur, skiptahlutinn. Það lifir enginn til langframa á hávaða offara í „kjara- baráttunni", sem slást vilja slagsmál- anna vegna, en eiga hvorki áttavita né höfn til að sigla heilu fleyi til. „í ljóðinu Svefneyjabónd- inn, sem Guð- mundur orti ungur, er í fáum dráttum fjallað um líf hans sjálfs, afstöðu og hugsjón. Það er eðli hans að rífa sig upp úr þvi, sem hrellir og hrjáir og hlú að því sem get- ur gróið og ilm- að. Þetta hefur hann ávallt sýnt í verki, ekki sízt með ein- arðri afstöðu sinni alla tíð fyrir frelsi og sjálfstæði ís- lands, samstarfi þess við aðrar lýðræðisþjóðir um öryggi sitt .. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.