Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 .... og nú tekur „listamaðurinn“ við. Á undanförnum árum hefur Rowney skapað sér alþjóölegan orðstír fyrir frábæra framleiöslu á vatnslitum, olíulitum, penslum og öörum fylgihlutum. — Þeir sem vilja mála í frístundum eða hafa skapað sér sess á listmálarabrautinni verða því ekki sviknir af Rowney merkinu. Það er ekki bara málning á boðstólum í Málaranum við Grensásveg.Sími 83500 Breskur húmor frá Benny Hill Myndbönd Árni Þórarinsson Svo virðist sem enskt og bandarískt sjónvarpsefni, aflóga sem alveg nýtt, sé orðið lang- vinsælasta efnið á myndbanda- leigunum. Ef marka má svokall- aða vinsældalista sem tvö dag- blaðanna birta vikulega sækist þjóðin mest í langhunda (seríur) um amerískt efnafólk sem virka samkvæmt uppskriftinni auð- ur+völd+ástir=átök=dramatísk spenna=framhald í næstu viku. Þarna tróna sápuóperur eins og Dallas, Dynasty og Falcon Crest. Svo koma stutthundarnir (mín- í-seríur). Þær virka samkvæmt uppskriftinni auður+völd+ástir=- átök=dramatísk spenna=fram- hald á næstu einni til tveimur spólum. í þessum flokki eru eldhúsreyfarar og útsöluþriller- ar eins og Mistral’s Daughter, Master of the Game, Lace, Cele- brity, Angelique og fleiri. Það bætast sífellt fleiri spólur af þessu tagi á markaðinn þessar vikurnar, enda engin von til að þær verði bannfærðar af siðferð- iseftirliti kvikmynda. Margar þeirra ætti hins vegar skynsem- iseftirlit hvers og eins áhorfanda að taka af sýningarskrá. Þetta er mikið til lapþunn undanrenna í umbúðum dýrustu eðalvína. í þessari sókn sjónvarps- mynda gegn bíómyndaspólum í vinsældavalinu er ánægjuleg undantekning frá reglunni: Það eru spólur með samsafni atriða úr skemmtiþáttum breska grín- istans Benny Hill. The Benny Ilill Show er mér vitanlega fyrsti og eini grínþátturinn sem send- ur hefur verið á myndbanda- markaðinn hérlendis (reyndar fyrir utan spólur með völdu efni úr bandarísku Candid Camera- þátturinn). Og þótt Benny Hill hafi aldrei verið sýndur hér í ís- lenska sjónvarpinu virðast margir kannast við hann af af- spurn því spólurnar hafa rokið beint í fyrsta sæti listans. Benny Hill er á margan hátt dæmigerður breskur sjón- varpstrúður. Þetta er feitlaginn bangsi með breitt, tvírætt glott og sameinar með sinni aðferð tvær tegundir breskrar kímni, annars vegar hinn klúra, farsa- fengna revíuhúmor sem alþýðan elskar úr sjónvarpi, leikhúsi og bíómyndum eins og Áfram- myndunum; hins vegar mennt- aðri, fágaðri enskan orðaleikja- húmor. Sumpart má segja að Benny Hill takist í bestu skiss- um sínum að lyfta neðanþind- argríni á hærra plan. Flestar skissurnar ganga út á bangsann Benny á kvennafari, gjarnan með forljótt frúarskass í eftir- dragi en bosmamiklar ljóskur vísa honum veginn eða leiða hann afvega, eftir því hvernig á það er litið. Oft og einatt er þetta drepfyndið glens, þótt við- fangsefnin verði heldur einhæf til lengdar. Spólurnar með skemmtiefni Benny Hill eru þéttpakkaðar með skissum og einatt kynlegum músíkatr:ðum. Þar sem íslenska sjónvarpinu virðist ekkert bjóð- ast annað þessi árin af ensku gríni en endalausar kringum- stæðnakómedíur úr eldhúsum, dagstofum og svefnherbergjum hjóna eða hjónaleysa þá er vel skiljanlegt að fólk taki þessum skaupspólum fegins hendi. Þær veita prýðilega afþreyingu eina kvöldstund, en þá er rétt að menn skoði bara eina og eina spólu hverju sinni, því annars fer einhæfnin að verða of áber- andi. Stjörnugjöf: The Benny Hill Show ick'/i JHtfgnnfclafrib Askriftarsíminn er 83033 NYVAHAKJÖR fiátl.janúar Sparisjóðsreikningar (alm.).................. 24.0% Spariveltureikningar......................... 27.0% Sparireikningar með 3ja mún. uppsögn........ 27.0% Sparireikningar með 6 mán. uppsögn........... 31.5% Innlánsskirteini 7.5% + alm. sparisjóðsvextir 31.5% Hávaxtareikningur...................24.0% - 32.5% (eða verðtryggður með vöxtum miðað við kjör 3ja og 6 mán. vísitölubundinna reikninga hjá bankanum). Verðtryggðir sparíreikningar: (sérstakar verðbætur 2.0% á mánuði) 3ja mán. binding.............................. 1.0% 6 mán. binding................................ 3.5% Tékkareikningar: a) ávísanareikningar....................... 19.0% b) hlaupareikningar........................ 12.0% Innlendir gjaldeyrísreikningar: innst. í bandarikjadollurum................... 7.5% innst. í sterlingspundum..................... 10.0% ? innst. í v-þýskum mörkum........................ 4.0% innst. í dönskum krónum...................... 10.0% 24.0% 27.0% 28.82% 33.98% 33.98% 35.14% Víxlar (forvextir)............................ 31.0% Viðskiptavixlar (forvextir)....................32.0% Hlaupareikningar.............................. 32.0% þar af verðbótaþáttur 19.0% Skuldabréfalán................................ 34.0% Viðskiptaskuidabréf........................... 35.0% Lán með verðtryggingu: a) lánstimi allt að IVi ár..................... 4.0% b) lánstími minnst IVi ár...................... 5.0% Betri kjör bjóðast varla Samvinnubankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.