Morgunblaðið - 10.03.1985, Page 59

Morgunblaðið - 10.03.1985, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 59 ■——- Málverk eftir John Everett Millais sern á aft sýna sigur Pizarros á Inkum. eins ok Cortes, annar kunnur landvinninf;a- maður, og hafði engan áhuga á að snúa innfæddum til kristinnar trúar. Um Pizarro hefur verið sagt að hann hafi komizt yfir meira gull og silfur en nokkur annar þeirra mörgu Spánverja, sem fóru til Ameríku, jafnvel meira en nokkur annar herforingi í sögunni. Samt barst hann lítið á. Diego de Almagro og stuðningsmenn hans lögðu undir sig Lima og réðu lögum og lofum í Perú í tæpt ár. Almagristar voru brotnir á bak aftur öðru sinni í orrustunni um Chupas, rétt fyrir utan borgina Huamanga, 16. septem- ber 1542. Grafið upp Þegar stuðningsmenn Pizarros höfðu náð aftur völdunum var lík Pizarros grafið upp 21. janúar 1544 og jarðsett á nýjan leik með sæmd undir aðalaltari dómkirkjunnar í Lima. Þar var líkið í trékistu í um 85 ár. Eftir það voru jarðneskar leifar Pizarros fluttar til hvað eftir annað eftir því sem Brjóstmynd af Pizrro og ástkonu hans. því er athuganir á beinagrind hans leiddu í ljós. Hann missti einnig hluta af hægra olnboganum, bersýnilega þegar hann bar af sér axarhögg. Sverðstunga í hátsinn varð honum að lokum að bana eins og fjöldi vitna bar síðar fyrir spænskum dómstólum, sem yfirheyrðu tilræðismenn hans. Líkið fjarlægt Vinir Pizarros óttuðust að morðingjar hans mundu höggva höfuðið af líkinu og festa það upp á staur á torginu (eins og Pizarro hafði oft gert við óvini sína) og námu líkið á brott með leynd. Þeir klæddu Pizarro í hvítan kufl með rauðum krossi Herorðu riddara heilags Jakobs og grófu líkið á laun síðdegis sama dag fyrir aftan kirkjuna ásamt líkum nokk- urra stuðningsmanna hans. Diego de Almagro og stuðningsmenn hans gengu fylktu liði um göturnar og hann var lýstur landstjóri og yfirhershöfðingi Perú. /jLJI Jr f M/J9IWMJ^ m if Líkneski Francisco Pizarros gegnt höllinni sem Hernando bróðir hans reisti í Trujillo de Extremadura, þar sem þeir fæddust. Skjaldarmerki Pizarros. Atahualpa og hlekkj- aðir höfðingjar. Með dauða Pizarros lauk fyrsta kafla landvinninganna. Hann hafði verið helzti leiðtogi þeirra frá byrjun og var miskunn- arlausari en þeir flestir. Hann var haldinn mikilli metnaðargirnd, en hafði engin ljós markmið. Hann var enginn heittrúarmaður kirkjan stækkaði. Hún varð ein fallegasta dómkirkja Nýja heimsins, en jarðskjálftar og fleira hrjáði hana. Þegar líkið var grafið upp 1661 markaði það þáttaskil samkvæmt gömlu skjali í dómkirkjunni. Hauskúpu Pizarros var kom- ið fyrir i blýkassa. Beinagrind hans var sett í trékassa og flauelsdúkur breiddur yfir. Skjalið, sem staðfestir þetta, skaut ekki upp kollinum fyrr en 1935 og þá var annar Pizarro til sýnis í dómkirkjunni, velvarð- veitt múmía í steinkistu með glerhliðum. í nær eina öld hafði múmían heillað út- lendinga jafnt sem Perúmenn. Engin ferð til Perú var fullkomin án þess að menn skoðuðu það sem leiðsögumennirnir kölluðu „ósviknar, visnaðar leifar Pizarros í glerkistu". Múmían hafði verið vandlega söltuð í þeim tilgangi að varðveita hana, en þessi tilraun hafði tekizt aðeins að nokkru leyti. Nokkrir voru haldnir þeim grun að múmían væri ekki Pizarro. En þar sem ekki lágu fyrir nokkrar sannanir til stuðnings skjal- inu frá 1661 gat enginn sannað að þetta væri fals-múmía. Árið 1945 hlaut læknir í Perú jafnvel verðlaun í læknisfræði fyrir að sýna með vísindalegum rökum að múmían væri Pizarro. Beinin fínnast Þegar borgarstjórn Lima ákvað að heiðra Pizarro á 350 ára ártíð hans 1891 var múmí- an sýnd almenningi. Svika-múmían væri enn á sínum stað, ef dyntir í fjórum verkamönnum hefðu ekki leitt til þess að síðari saga Pizarros hófst. „Þeir voru sendir inn í grafhvelfingu dómkirkjunnar til þess að gera nokkrar breytingar," sagði Ludena. „Eitt sinn þegar þeir voru að slæpast opnuðu þeir samliggj- andi vegg, sem ekki var ætlazt til að þeir snertu." Þeir fundu veggskot og blýkassa með óskýrri áletrun á lokinu. Þar sem sagði að í henni væri hauskúpa Francisco Pizarros. Við hliðina á blýkassanum lá trékassi með beinum sem voru sveipuð flauelsdúk. Beinin voru því miður of mörg — þetta voru raunar næstum því fjórar heilar beinagrindur. Með hjálp bandarískra vis- indamanna tókst Perúmönnum að lokum að flokka beinin: ein beinagrindin var af karl- manni, ein af háaldraðri konu og tvö af tveimur ungum börnum. Vísindamenn telja að Pizarro kunni að hafa verið faðir barnanna. Konan kann að hafa verið frænka landvinningamannsins, er lézt í kringum 1590. Þeir eru vissir um að karlmaðurinn sé Pizarro sjálfur. „Hauskúpan var lykillinn að lausn gát- unnar. Höfuðkúpan og beinagrind manns- ins áttu alveg nákvæmlega saman," sagði Garcia. „Líkamlegu sannanirnar styðja að öllu leyti hinn sögulega vitnisburð. Menn sjá ekki aðeins, heldur nánast finna, sverðs- höggið. Á þessu leikur enginn vafi. Við höf- um (fundið) Francisco Pizarro." Frekari sannanir Þó þurfti að afla margra frekari sannana og ekki var til fé til þess að greiða laun fyrir það starf. Það tók Ludena sjö ár að koma sér upp hópi vísindamanna frá mörgum löndum til þess að taka þátt í öflun frekari sannana í sjálfboðaliðsvinnu. Rannsóknir þeirra leiddu í Ijós að beinin voru frá réttri öld og að maðurinn hafði verið jafngamall og Pizarro þegar hann lézt. Þeir fundu blýagnir á hauskúpunni, sem benti til þess að hún hefði verið lengi í kassanum. Rannsóknir með röntgengeisl- um, sem vörpuðu skýru ljósi á sárið sem sverðið olli og tugi annarra sára, voru úr- slitaröksemdirnar. Háskólinn í Florida „endurgerði" jafnvel andlit Pizarros með tækni, sem er notuð til að auðvelda mönnum að bera kennsl á fórn- arlömb slysa nú á tímum. Þegar hið sanna kom í ljós að lokum „mætti það nokkurri andúð heimamanna í fyrstu. Fólki þótti vænt um múmíuna sína,“ sagði Ludena. „En ég vissi að við mundum sigra. Þegar blýkassinn fannst hættu prest- ar að blessa múmíuna er þeir gengu um dómkirkjuna með reykelsi." í janúar beygði borgarstjórn Lima sig fyrir vísindunum og fyrirskipaði að bein hins raunverulega Pizarros yrðu flutt I grafhvelfingu dómkirkjunnar eins og land- vinningamaðurinn hafði mælt fyrir um i erfðaskrá sinni. Honum var komið þar fyrir 10. janúar. Þótt gátan hafi verið ráðin á fullnægj- andi hátt að allra dómi er eftir að svara þeirri spurningu hver múmían, sem sigldi undir fölsku flaggi, er í raun og veru. Hvaða maður var þetta? „Þar sem múmían er ekki Pizarro er kirkjan dálítið hikandi við að leyfa okkur að rannsaka hana,“ sagði Garcia. „Fljótleg at- hugun gefur til kynna að hann hafi dáið af eðlilegum ástæðum á sextugsaldri — ef til vill allt að einni öld síðar en Pizarro. Ég býst við að hann hafi aðeins verið skrif- stofuembættismaður." (International Herald Tribune o.fl. gh.) 1 Húsgagnasýnlng í dag kl. 2—5 Borgarhúsgögn Hreyfilshúsinu viö Grensásveg símar 686070 og 685944

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.