Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 68

Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 68
HUEKKURIHHMSKEÐJU 6eila Oficð 9.00-00.30 SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Þorsk- og loðnuaflinn fyrstu tvo mánuði ársins: Meiri en í fyrra þrátt fyrir verkfall ÞORSKAFLI landsmanna fyrstu tvo mánuði ársins var 8.419 lest- um meiri en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir verkfall. Loðnuaflinn varð 38.532 lestum meiri, en annar botnfiskafli en þorskur varð 11.932 lestum minni. Heildaraflinn þennan tíma varð því 34.942 lestum meiri nú en í fyrra. í febrúar aflaðist hins vegai minna af öllum helztu fiskiteg- undum en í fyrra og munar þar Þjóðleikhúsið: Islands- klukkaní þriðja sinn íslandsklukkan verður frum- sýnd í þriðja sinn í Þjóðleikhúsinu 20. aprfl á 35 ára afmæli leikhúss- ins. Hún var fyrst sýnd við opnun leikhússins 1950 og í annað sinn 1968. „íslandsklukkan hefur allt- af gengið mjög vel,“ sagði Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri í samtali við Morgunblaðið. „Það má segja að þetta sé okkar lang- v i nsælasta stykki.“ Það er Helgi Skúlason leikari sem að þessu sinni fer með hlut- verk Jóns Hreggviðssonar, en í fyrri sýningum hafa þeir Róbert Arnfinnson og Brynjólfur Jó- hannesson spreytt sig á hlut- verki Jóns. Snæfríði Islandssól leikur Tinna Gunnlaugsdóttir og þess má geta að móðir hennar Herdís Þorvaldsdóttir fór með það sama hlutverk í fyrstu sýn- ingunni. Með hlutverk Arne Arnæus fer Þorsteinn Gunnarsson, Hjalti Rögnvaldsson leikur Jón Marteinsson og Jón Grindvíking leikur Sigurður Sigurjónsson. Um -10 manns taka þátt í sýning- unni. Leikstjóri er Sveinn Ein- arsson, en þeir Baldvin Hall- dórsson og Lárus Pálsson hafa áður spreytt sig á leikstjórn þessa verks. mest um verkfallið í lok mánað- arins. Fyrstu tvo mánuðina nú var þorskafli báta 783 lestum meiri en í fyrra, en annar botnfiskafli 7.302 lestum eða nær helmingi minni. Loðnuaflinn var 38.532 lestum meiri og heildaraflinn 31.936 lestum meiri. Skýring lítils afla annars en þorsks liggur bæði í verkfalli og lítilli ufsagengd á helztu mið bát- anna. Á þessu tímabili öfluðu togarar 7.636 lestum meira af þorski en í fyrra, en 4.630 lest- um minna af öðrum botnfiski. Heildarafli togaranna var því 3.006 lestum meiri en í fyrra. I febrúar var heildarafli bát- anna 85.939 lestum minni en í fyrra. 77.303 lestum minna fékkst af loðnu, 2.384 lestum minna af þorski og 5.501 lest minna af öðrum botnfiski. Heildarafli togaranna í mánuð- inum var 4.455 lestum minni en í fyrra, þorskafli 1.632 lestum meiri en annar botnfiskafli 6.087 lestum minni. Aflatölur þessar eru fengnar hjá Fiskifélagi Islands og eru ekki endanlegar. Morgunblaðið/RAX Dönsku matrósahjónin um borð í Ingolf f gærmorgun: Anita (Knudsen) og Jim Sorensen með Poul Schriver kommandor-kafteini og séra Carl Rosenberg varðskipapresti. Matrósabrúðkaup á ytri höfninni DANSKT matrósapar, Anita Knudsen og Jim Sorensen, gengu í það heilaga um borð í varðskipinu „Ingolfs" á Faxaflóa skammt utan við Reykjavík í gærmorgun og þegar lagst var að bryggju neðan við Hafnar- búsið var slegið upp brúðkaupsveislu í þyrluskýli danska skipsins. Ungu hjónin voru gefin saman kl. 9:45 í gærmorgun af her- presti, séra Carl Rosenberg, sem kom með danskri þyrlu um borð í skipið þegar það var á Dohrn- banka í fyrrakvöld. Þar átti vígslan upphaflega að fara fram en grimmilegt óveður geisaði og var athöfninni því frestað þar til á laugardagsmorgun. Þau Anita og Jim Sarensen hafa verið í herþjónustu í rúm tvö ár og kynntust um borð í Ingolf fyrir réttu ári. Þau sögðu blaðmanni Mbl. þegar veislan um borð var að hefjast um há- degi í gær, að endanleg ákvörðun um brúðkaupið hefði ekki verið tekin fyrr en við brottför frá Danmörku fyrir viku. Brúðurin er 21 árs, brúðguminn 22 ára. Alls eru átta konur matrósar um borð í Ingolf í þessari ferð. Poul Schriver, kommandor-kaft- einn um borð, sagðist vera ánægður með konurnar — og að allar sögur danskra blaða á borð við BT um vandræði og erfiðan móral um borð af þeirra völdum væru rangar. Ingolf kemur til heimahafnar, Fredrikshavn í Danmörku, á mánudaginn. Ungir bændur stofha ný samtök um kjaramálin Stofnfundur Félags kúabænda á Suðurlandi í næstu viku A MEÐAL yngri bænda víða um land er ríkjandi megn óánægja með kjörin og eru þeir mynda samtök um Skoðanakönnun Hagvangs: 75,1 % fylgjandi sölu bjórs hér á landi SALA á áfengum bjór á íslandi nýtur nú fylgis mikils meirihluta þjóðar- innar, eða 75,1 % samkvæmt niðurstöðum í skoðanakönnun Hagvangs hf. um afstöðu Islendinga til sölu bjórs hér á landi. Jafnframt telur meiri- hlutj þeirra sem afstöðu taka, eða 78,4% að takmarka ætti sölu bjórsins við ÁTVR og vínveitingahús. Skoðanakönnunin náði til alls landsins og voru 1000 þátttak- endur á aldrinum 18 ára og eldri valdir af handahófi úr þjóðskrá af Reiknistofnun Háskóla ís- lands að undangengnu leyfi Hagstofu Islands og tölvunefnd- ar. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því, að leyfð verði sala á áfengum bjór á Islandi?" Fylgjandi sögðust 68,7% vera, andvígir 27,8% og óákveðnir voru 8,5%. Ef aöeins eru taldir þeir sem tóku afstöðu voru 75,1% fylgjandi , en andvígir 24,9%. Þeir sem tóku afstöðu skiptast þannig eftir kyni: Fylgjandi karlar 78,0%, fylgjandi konur 72,2%. Andvígir karlar 22,0% og andvígar konur 27,8%. Mests fylgis nýtur bjórinn hjá yngsta fólkinu, því þeir sem spurðir voru á aldrinum 18 til 24 ára voru bjórnum hlynntir í 89,9% tilvika, 25 til 29 ára í 85% tilvika, 30 til 39 ára í 80,6% til- vika, 40 til 49 ára í 74,1% tilvika, 50 til 59 ára í 54,6% tilvika og 60 ára og eldri í 51,4% tilvika. Hjá öllum aldurshópum er meiri- hlutafylgi við bjórinn, þó að mjótt sé á mununum í efsta ald- ursflokknum, en þar eru 48,6% spurðra andvígir honum. Þeir sem sögðust vera fylgj- andi sölu áfengs bjórs á íslandi voru jafnframt spurðir spurn- ingarinnar: „Telur þú að tak- marka ætti sölu bjórs við ÁTVR og vínveitingastaði eða leyfa hana frjálsa í verslunum?" Svör þeirra voru á þann veg að 78,4% vildu takmarka söluna við ÁTVR og vínveitingahúsin, en 21,6% vildu leyfa frjálsa sölu. sumsstaðar að j bændasamtaka. Á Suðurlandi hefur stofnun nýrra | Ld. verið boðað til stofnfundar Fé- lags kúabænda á Suðurlandi í næstu viku. Þá er hreyfing meðal sauð- fjárbænda, a.m.k. á Suðurlandi og í Húnavatnssýslum, í þá veru aö mynda nokkurs konar landssamtök sauðfjárbænda. Að undanförnu hefur verið starfandi undirbúningsnefnd fyrir stofnun Félags kúabænda á Suð- urlandi og eiga sæti í henni tveir menn úr hverri sýslu búnaðarsam- bandssvæðisins. Hefur nefndin boðað til stofnfundar félagsins að Hvoli næstkomandi miðvikudag, 13. mars kl. 21. Guðmundur Lár- usson, bóndi á Stekkum II í Sandvíkurhreppi, sem á sæti í undirbúningsnefndinni, sagði í samtali við Mbl. að tilgangur fé- lagsins yrði að efla samstarf fé- laga, berjast fyrir bættum kjörum þeirra og auka upplýsingastreymi um mikilvægi framleiðslugreinar- innar, til hagsbóta bæði fyrir framleiðendur og neytendur. Guðmundur sagði að stofnun fé- lagsins væri búin að eiga sér nokk- urn aðdraganda. Staða bænda væri orðið slík eftir tvö óþurrka- sumur í röð að ekkert blasti við mörgum þeirra nema gjaldþrot. Þetta brynni sérstaklega á yngri mönnum sem væru með verð- tryggðu lánin á bakinu. Sagði hann að það muni ráðast á stofn- fundinum hvernig tekið yrði á málum. Nefndi hann sem dæmi að menn á þessu svæði væru alls ekki ánægðir með kjarnfóðurskattinn og sagði ekki ólíklegt að það mál yrði tekið til umfjöllunar. Hann sagði að gert væri ráð fyrir ein- földu félagskerfi þannig að sam- tökin væru virk og gætu tekið strax á málunum. „Ég held að kjör okkar beri það með sér að það hafi þau ekki gert,“ sagði Guðmundur, þegar hann var spurður að því hvort þeim sem að félaginu stæðu þætti hin hefð- bundnu bændasamtök, eins og Búnaðarfélag íslands og Stéttar- samband bænda, ekki hafa staðið í stykkinu. Sagði hann að félag þeirra myndi standa utan við bændasamtökin fyrst I stað, en framtíðin yrði að leiða það I Ijós hvað síðar yrði. Taldi hann að hin nýju samtök myndu styðja heild- arsamtökin við að koma málum bænda fram. Hann sagði að því væri ekki að leyna að bændur á Suðurlandi væru ákaflega óánægðir með uppbyggingu bændasamtakanna, t.d. Stéttar- sambandsins, þar sem sunnlend- ingar hefðu ákaflega slæma stöðu til að koma málum fram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.