Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 ÞOGLI FARALDURINN Rætt viö Ólaff Steingrímsson lækni og sérffræöing á Sýkladeild Rann- sóknastofu Háskólans um klamydíu- sýkingar, algengasta kynsjúkdóm hér á landi Hver er algengasti kynsjúkdómur hér á landi? Líklega hafa fæstir heyrt nafn hans getið, en sjúkdómur þessi er jafnframt algengasti kynsjúkdómur Yesturlanda. Ein af ástæóum þess hve lítt hann er þekktur er að rannsóknir á bakteríunni sem veldur honum, Clamydia Trachomatis, hófust ekki að marki fyrr en upp úr 1965. Baktería þessi hefur lengi verið ein algengasta orsök blindu í heiminum en það er þó ekki fyrr en á síðustu árum að vitað er að þessi baktería er einnig algengasta orsök kynsjúkdóma. í nýlegri grein í Time er þessi sjúkdómur nefndur „þögli faraldurinn" og talið að þrjár til tíu milljónir Ameríkana smitist af honum árlega, og af hans völdum verði um ein milljón bandarískra kvenna ófrjósamar á ári hverju. Klamydía er Ifkt og Herpes orðinn algengur millistéttarsjúkdómur, um 10% framhaldsskóla- nema bera sjúkdóminn með sér. Hversu alvarlegur er sjúkdómurinn? Talið er að meira en helm- ings líkur séu á að kona sem hefur samfarir við sýkt- an mann smitist. Meirihluti þeirra er einkennalaus, eða um 90 pró- sent, sjúkdómurinn getur legið niðri um lengri eða skemmri tíma, í sumum tilfellum sér líkaminn sjálfur um lækninguna og í öðrum tilfellum getur sjúkdómurinn blossað upp og valdið bólgum í leghálsi, getur borist í eggjaleið- ara og valdið þar bólgum sem geta leitt til ófrjósemi í konum. Hluti þeirra kvenna sem sýkjast fá eggjaleiðarabólgu, 30% þeirra sem fá þessar bólgur einu sinni verða ófrjó, 50% þeirra sem fá bólgurnar tvisvar og 70% þeirra sem fá bólgurnar þrisvar. Auk þess getur sjúkdómurinn haft áhrif á heilsufar nýbura, því ef Klamydiubakteríur eru í fæð- ingarvegi konu er barn fæðist get- ur það valdið augnsjúkdómum og alvarlegri lungnabólgu hjá nýbur- um, sem í stöku tilfellum reynist banvæn. Klamydíusýkingar auka einnig líkur á utanlegsfóstrum, þvi ef frjóvgað egg býr um sig í eKggjaleiðurunum geta þeir rifnað með slæmri blæðingu sem getur verið lífshættuleg konunni. Algengasti sjúkdómurinn sem bakterían veldur hjá körlum er þvagrásarbólga. Um 35% þeirra sem eru sjúkir eru einkennalausir og að öllum líkindum læknast sjúkdómurinn oftast af sjálfu sér þó ekkert sé að gert. Hann getur einnig valdið tímabilsbundinni ófrjósemi hjá körlum og í undan-' tekningartilfellum alvarlegri sjúkdómum. Rúmlega tveir af hverjum þrem sem eru með kynsjúk- dóma eru sýktir af klamydíu Hversu algengur er sjúkdómur- inn hér á landi? í grein eftir ólaf Steingrímsson í síðasta tölublaði tímarits um Heilbrigðismál eru birtar tölur um hlutfallslega skiptingu kynsjúkdóma, sam- kvæmt skrám Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur árið 1982. Samkvæmt þeim upplýsingum sem þar koma fram eru 30% þiúrra sem eru með kynsjúkdóma með lekanda, 51% með klamydíu, 18% með lekanda og klamydíu og 1% með sárasótt. Þar segir enn- fremur: „Árið 1982 var leitað að klamy- díu og lekanda hjá 1151 sjúklingi sem kom á Húð- og kynsjúkdóma- deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Klamydía fannst hjá 347 sjúklingum og var hún tæp- lega 50% algengari en lekandi. Þetta ár, 1982, voru 2417 sýni rannsökuð á Sýkladeild Rann- sóknarstofu Háskólans og reynd- ust 500 vera jákvæð. Árið eftir, 1983, fjölgaði sýnum í 3.980 og hafði jákvæðum sýnum fjölgað í 709. Aftur á móti hafði greining- um á lekandasýnum fækkað. Af þessu sést að klamydíusýkingar eru umtalsvert vandamál á íslandi og sennilega svipað og í nágranna- löndum okkar þó að erfitt sé að vita það með vissu. Ekki er ljóst hvort sýkingum hefur fækkað eða fjölgað á undanförnum árum. Ef litið er á skýrslur Húð og kynsjúk- dómadeildarinnar árin áður en klamydíuræktanir hófust, má sjá að einstaklingum, sem leituðu til deildarinnar vegna einkenna um þvagrásarbólgu en ekkert ræktað- ist frá, fór fjölgandi. Óvíst er að um klamydíusýkingar hafi verið að ræða. Það er ljóst að einhver hluti þvagrásarbólgu kemur til af óþekktum orsökum og augljóslega gæti allt eins verið um aukningu á þeim sjúkdómum að ræða. Einnig getur verið breytilegt hverjir leita til deildarinnar." Hæg aukning sjúk- dómsins undanfarin ár „Ég held það hafi orðið hæg aukning á þessum sjúkdómi und- anfarin ár,“ sagði ólafur Stein- grímsson læknir í samtali við Morgunblaðið. „Ef litið er á tölur yfir þá sem koma á Heilsuvernd- arstöðvarnar hefur þeim farið fjölgandi sem ekki greinast með Söguþráður: Myndin Iwftt vorið 1918 í Mið-VMturríkjum Bandarikjanna. Ekkjumaðurinn Ed Hobb* (Alan Fudga) ar í boltaleik við 14 éra gamlan aon ainn, Roy. Roy ar góbur íþróttamabur, an hatur mestan éhuga é hornabolta. FaOir hans sagir honum þó aO hsslilaikarnir ainir dugi akki til. Stuttu seinna dayr faOir Roys. Sama dag gerir óvaOur mikiO maO þrumum og aldingum. Elding klýfur stórt eikartré við bœinn. Roy télgar kylfu úr trónu og grefur é hana „Undrabarn". Hann sker út eldíngu yfir érituninni. Vorið 1924 er Roy Hobbs (Robert Redford) 20 éra gamall. Hann lær tilboð fré atvinnuliði i Chicago og það fyrsta sem hann gerir er að segja unnustu sinni, Iris Raines, (Glenn Close) fréttirnar. A leið lil Chicago hittir hann unga, fagra konu, Harriet Bird (Barbara Hershey) að nafni. Hann kynnist ainnig hinum mikla Whammer, hornaboltahetjunni frssgu, og Max Mercy, íþróttafréttamanni (Robert Duvall). begar Roy kemur til Chicago biður Harriet honum upp é hótelherbergi. Roy fer, alls óhræddur en þessi lundur é eftir að koma i veg fyrir að allir framlíðardraumar hana rætist. ViO sjéum næst til Roy Hobbs 15 érum seinna í New York. Hann er nú 35 éra gamall. Pop Fisher (Willord Brimley), þjélfari New York Knights, verður litt hrifinn, þegar Hobbs kynnir aig fyrir honum og segist vera nýr liOsmaður. „35 éra byrjandi"? Max Merey er enn íþróttafréttaritari. Hann verður strax forvitinn um þennan undarlega leikmann og ar stað- réðinn f að grafasl tyrir um fortíð hans. Roy kynnist fljótlega hinni fðgru Memo Pria (Kim Basingar), frænku Pops. Hún lítur þó ekki við honum fyrr en hann fær loks tækifæri til að sýna hvað i honum býr. Á skömmum tima ar hann orðinn frægaata hornaboltahatja landsins. Pop gamli eygir nú loks möguleika é sigri liös sfns, eftir 25 éra bið. Hann ar þó ekki hrifinn af sambandi Roys og Memos, sem hann segir tæra flestum mönnum óhamingju. Roy er öllum stundum meö Memo og brétt fer nætursvall þeirra skötuhjúa aö segja til sfn. Roy stendur sig æ verr i keppni og Pop Fisher sér fram é tap liös sins. Memo er góð vinkona Gus nokkurs, ríks mangara, sem aér henni fyrir Hnum fötum og feröalögum. Gus ar f samkrulli viö dómarann (Robert Prosky), sem é meiri hlutann af hlutabréfum New York Knights. Dómarinn vill aö liðið tapi, svo hann geti keypt Pop Fisher út. Eini möguleiki Pops er aö liöið sigri. Kvöld nokkurt þegar Roy gengur illa í ksppni stendur ung og falleg, hvftklædd kona upp é éhorfendapöllunum. Roy þekkir hana ekki, en fær styrk tré konunni og tekst að skora. barna ar komin æskuunnusta hans, Iris Raines. Mynd af hvítklæddu konunni birtist i dagblööunum. Gus og dómarinn bjóða Roy fúlgu fyrir að sjé til þess að liOið tapi, en éöur en til úrslitaleiks kemur veikist Roy al- varlega og honum ar sagt að hann geti aldrei aftur tekið þétt i keppni. Max Mercy hefur nú loka tekist að komast aö því hver Roy Hobbs er í raun og veru. Þessa vitneskju ætlar hann að nota sér til Iramdréttar. Iris heimsækir Roy í sjúkrahúsið og ann é ný vsitir hún honum styrk til að taka erfiðustu ékvöröun Iffs sfns. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.