Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 4
4*
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
Bílabú6 Benna Vagnhöföa 23 110 Reykjavík Sími 685825
Aukahlutir Varahlutir Sérpantanir
VAGNHJ@LIÐ Vatnskassar og vélahlutir i ameríska bila á lager.
Vélaupptekningar Mjög hagstætt verö.
Bachelor Party
„Bachelor Party“ er mynd sem slær hressilega i gegn.
Mynd fyrir alla.
íslenskur texti.
Sýnd sunnudag kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Sýnd mánudag kl. 5, 7, 9 og 11.15
Nú fer sýningum að fækka.
Blaóburðarfólk
óskast!
Austurbær Lindargata frá 40—63
Sóleyjargata Bergstaöastræti 1—57
1 Pfffl
Það er ósköp erfitt ad skilja við pabba þegar maður er að byrja í skólanum. Marta litla heldur sér voteyg i pabba
sinn, Philip Ricart, en nær sér fljótt á strik þegar hann er farinn. Stalla hennar, Sophie, sem er fimm ára, er
alveg óbangin.
í frönskum skóla
á íslandi
Iskólamálum er mikið haft á orði að hvert
barn skuli fá kennslu við sitt hæfi. Þykir
sjálfsagt. Erfiðleikar verða þó gjarnan þeg-
ar börn flytja milli landa með foreldrum
sínum, kannski oft á skólagöngunni, og
þurfa að skipta um tungumál í viðbót við
allt annað. í Reykjavík eru nokkur frönsku-
mælandi böm og börn sem foreldrar vilja að haldi
við frönskunni þótt þau líka séu í íslenskum skól-
um. Meðal foreldra franskra barna eru starfsmenn
í franska sendiráðinu, sem gengust fyrir því að
koma upp skóla fyrir þá kennslu sem börnin þurfa.
Var fræðsluráði skrifað og tók formaður fræðslu-
ráðs og skólastjóri Álftamýrarskóla, Ragnar
Júlíusson að sér að veita slikum sérskóla húsrými í
Álftamýrarskóla.
Við litum inn í kennslustund í Álftamýrarskól-
anum, þar sem kennt er í franska skólanum kl.
1—5 daglega í stofu, sem ekki er notuð eftir hádeg-
ið. Þrjár litlar telpur voru þar að vinnu með kenn-
ara sínum, en eldri bðrnin voru ókomin eða ekki
væntanleg, enda voru þau komin í haust í íslenska
JT'
Kennarinn Anita Creff skrifar frönsk orð á töfluna.
skóla. Kennarinn er Anita Creff frá héraði frönsku
íslandssjómannanna, Bretagne í Frakklandi. Hún
er starfsmaður franska sendiráðsins, vinnur þar á
morgnana en kennir í skólanum síðdegis. En hún
hefur kennt hjá Alliance Francaise.
Telpurnar þrjár voru að koma í skólann, sú
yngsta, Marta, hélt fast í pabba sinn með vota
hvarma, enda er hún að byrja skólagöngu og til
viðbótar komnir blaðamenn. En þegar skilnaðar-
stundin var afstaðin náði hún sér á strik. Faðirinn
Philippe Ricart, vinnur á íslandi og móðirin er
íslensk. Sessunautur hennar, Sophie, sem er 5 ára
gömul, talar frönsku, dönsku og þýsku, þar sem
móðir hennar er þýsk og faðirinn franskur, en það
er allmikið viðfangsefni fyrir litla stúlku, þótt ekki
bætist við íslenskur skóli. Þær voru í byrjenda-
verkefnum, voru að læra franska söngva og teikna.
Þriðji nemandinn er Valerie, 8 ára gömul. Hún
hefur ærin verkefni, þvi hún fylgir kennsluefni
franskra skóla. Fyrir hana fást send kennslugögn
frá Frakklandi og hennar verkefni send utan. Hún
er að læra stærðfræði, frönsku, málfræði o.fl. Fað-
Valerie, sem er 8 ára gömul, grúflr sig yfir verkefnin
sem hún fær send frá Frakklandi. Morgunblaðið /Júlfus.
ir hennar starfar í sendiráði lands síns og fasta-
punkt þarf hún að hafa í samfelldu skólanámi.
Hún sagðist vera dugleg áð „travailler", eða vinna,
en það orð nota frönsk börn um að læra í Frakk-
landi. Það hlýtur þó að vera erfitt með stöllurnar í
léttara leiknámi í kring í stofunni.
Von var á Ellen, sem er 11 ára, klukkan þrjú,
þegar hún væri búin í sínum íslenska skóla. En
hún bætir þá við sig frönsku efni þarna. Sama
höfðu þeir ætlað að gera strákarnir tveir sem eru 9
og 12 ára og eru líka í íslenskum skólum. Sagði
kennarinn að þau börn hefðu verið búin að skipu-
leggja vinnu sína í haust, en franski skólinn byrj-
aði ekki fyrr en eftir áramótin, svo að það varð
nokkuð laust (reipunum hjá þeim. Hún kvaðst ekki
vita hvað yrði næsta haust, það færi eftir því
hvernig þetta reyndist í vetur og hver áhuginn
yrði. Ekki væri hægt að hafa of mörg börn og
unglinga á svo misjöfnum aldri, sem öll þyrftu þá
sérverkefni. En 7—8 börn væri viðráðanlegt.
Anita Creff sagði að allt starfsfólk skólans væri
ákaflega hjálplegt. Henni væri leyft að nýta ýmis
gögn og einnig væri börnunum frá henni leyft að
koma inn í einstakar kennslustundir, svo sem tón-
listartíma í skólanum. Væri hún ákaflega þakklát
fyrir viðtökurnar.
Af venjulegri íslenskri forvitni var Valerie auð-
vitað spurð hvernig hana hefði borið á Islands
strendur. Það væri einfalt, sagði hún, kærastinn
sinn væri íslenskur læknanemi, sem hún kynntist á
írlandi. Hann fór svo með hana til í slands, þar sem
hún fór að læra íslensku. Hefur lokið islenskunámi
fyrir útlendinga í háskólanum og er nú bæði í námi
og kennslu.
- E.Pá.
./
./