Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 B 11 Áæí/aö er ad um 40°A> ba&nda éi kDSínciELrfskum me&albúum rsimbi nú á bsirmi gjaldþDrots SJÁ: Kröggur ■ SAGAN í NÝJU LJÓSI■ Boðar að gas- klefarnir hafi aldrei verið til IKanada standa nú yf- ir réttarhöld í máli vestur-þýsks borgara, sem búsettur er í Tor- onto en heimili hans þar hefur um langt skeið verið nokkurs konar dreifingarmiðstöð fyrir nasískan áróður, sem hann hefur dreift víða um heim. Taka sumir svo djúpt í árinni að segja, að réttarhöldin séu þau mikilvægustu í kanadískri sögu. Ernst Zundel, sem er 46 ára gamall, er sakað- ur um brot á þeirri grein kanadísku refsilöggjaf- arinnar, sem fjallar um dreifingu hatursfullra skrifa, og er hann eini maðurinn, sem gerst hefur brotlegur við hana á þessari öld. Sam- kvæmt henni varðar það allt að tveggja ára fang- elsi að útbreiða lygar, sem valdið geta umburð- arleysi milli manna og kynþátta. Zundel, sem kom til Kanada 18 ára gamall frá Svörtuskógum í Þýskalandi, er auglýs- ingateiknari að atvinnu, þ.e.a.s. þegar hann er ekki önnum kafinn við að prenta bæklinga niðri í kjallara þar sem því er haldið fram, að það sé lygimál, að sex milljón- um Gyðinga hafi verið útrýmt í síðari heims- styrjöldinni. „Kanada nýtur nú þess vafasama heiðurs að vera meginupp- spretta nýnasísks áróð- urs, sem til Vestur- Þýskalands berst," sögðu fulltrúar kanad- ískra Gyðinga á fundi þingnefndar fyrir tveimur árum en það sama ár sagðist Zundel hafa sent tugþúsundir bréfa til sagnfræðinga, stjórnmálamanna, dóm- ara og nemenda í 12 há- skólum víða um heim þar sem meginefnið var, að helförin, útrýming Gyðinga, væri bara „blekking, sem zíonistar hefðu gripið til í gróða- skyni". Mynd í einum ritl- ingnum, sem sýnir fanga ganga út úr út- rýmingarbúðum, er með þessum texta: „Gáska- fullir fangar og við góða heilsu fara frá Dachau." Réttarhöldin snúast aðallega um tvo ritling- anna, „Er það satt, að sex milljónir Gyðinga hafi látist?" og „Vestur- lönd, stríðið og Islam". í hinum fyrri segir, að ekki hafi verið um það að ræða, að Þjóðverjar hafi reynt að útrýma Gyðingaþjóðinni vegna þess að það hafi engir gasklefar verið til, en í þeim seinni er lýst al- heimssamsæri frímúr- ara, kommúnista, zíon- ista og alþjóðlega bankavaldsins. Eitt helsta sönnun- argagnið í réttarhöldun- um af hálfu ákæruvalds- ins er bandarísk kvik- mynd, sem tekin var þegar bandarískir her- menn tóku á sitt vald búðirnar, hverja á fætur annarri, í lok stríðsins. Auk þess segja ýmsir sérfræðingar frá helför- inni á hendur Gyðingum og nokkrir menn, sem lifðu af vistina í útrým- ingarbúðunum, hafa gefið mjög áhrifaríkan vitnisburð. Ekki er búist við niðurstöðu réttarins fyrr en eftir nokkrar vikur. —CAITLIN KELLY lönrekandi í Kaliforníu hefur látiö smíða 50 feta langa einkabifreið sem hefur meöal annars aö geyma tólf feta „sundlaug", fiskabúr, ör- bylgjuofn, fjóra síma og kæli- skáp. Það er meira að segja vaskur í kerrunni, vísast í vistaverum þjónustufólksins. Brasilíu er ekkert vitað um þessa frumbyggja. Enginn hvítur maður þekkir svo mikið sem eitt orð í máli þeirra. Nokkrir indíánar af öðrum ættflokkum á þessu svæði hafa komið fyrir sjónir hvítra manna og af þeim náðust jafnvel ljósmyndir. Þeir voru klæðlausir og hurfu brátt aftur í skóginn en höfðu samt gefið nokkra vísbendingu um siðvenjur sínar og tungutak. Frumskógurinn er svo þéttur að ættflokkar sem telja innan við 200 manns sjást sjaldan. Þeir tala mál sem enginn utanaðkomandi skilur, taka dansspor sem enginn annar þekkir og segja sögur sem aldrei hafa heyrzt annars staðar. Menn- ing þeirra myndi algjörlega glat- ast, yrði þeim útrýmt. Oft hefur það haft slæmar af- leiðingar fyrir indíána að komast skyndilega í kynni við starfshópa sem beita „galdratækjum" sínum á ósnortnu landi þeirra. Þeir hyllast oft til að álíta að hvfti maðurinn geti galdrað hvað sem er fyrir þá og verða þeim háðir i einu og öllu. Þetta veldur oft sárum vonbrigðum og drykkjuhneigð og þetta hefur einmitt þegar gerzt annars staðar á slóðum Indíána þar sem Petro- bras hefur haslaö sér völl á undan- förnum fimiji árum. - ROBERT DEL QUIRARO ■rannsóknir Fornminjafræðingar feta í fótspor Caesars IRóm hefur nú verið hafist handa við að grafa upp torg Júlíusar Caesars og nærliggjandi torg, sem kennt er við keisarann Nerva. í sex ár hafa þessar framkvæmdir dregist vegna alls kyns skriffinnsku og er hér er um að ræða mesta fornleifauppgröft, sem um getur í nokkurri borg. Uppgröfturinn fer fram við Piazza Venezia, sem eru fjölförnustu gatnamót í borginni, þar sem fimm stór stræti koma saman og eru grafirnar um 150 metrar á lengd. f fyrsta áfanga, sem áætlað er að taki átta mánuði og kosti um 25 millj. kr., á að flytja til allar leiðslur, gas, rafmagn, vatn og síma, en að því búnu taka fornleifafræðingarnir við. Framkvæmdirnar munu að svo stöddu ekki trufla umferðina þar sem svæðið er nú vaxið furuskógi og runnagróðri auk þess sem þar er stytta af Caesari og lítil ísbúð. Seinna verður þó miklu stærra svæði grafið upp. Hin keisaralega Róm er um 20 fetum undir núverandi yfirborði og þangað munu fornleifafræðingar líklega ekki ná fyrr en árið 1989. Uppgröfturinn að þessu sinni er að því leyti ólíkur þeim, sem gerðir hafa verið í Róm síðustu 200 árin, að nú á að varðveita öll mannvistar- lögin, gólf og grunna frá Endurreisnartímanum og það, sem finnast kann frá miðöldum. Aðeins 30% þeirra bygginga, sem vitað er að Caesar, Nerva, Trajanus og Ágústus reistu á svæðinu hafa verið grafin upp. Ef allt fer að óskum mun þetta svæði verða að lokum heljarmikið fornleifasafn milli Colosseum, Circus Maximus og Via Appia. - GEORGE ARMSTRONG ISKAKl Glámur lagði þann fyrsta Glámur, tilraunatölva, sem um stund virtist líkleg til að hreppa 10.000 punda skákverðlaun eftir að hafa borið sigurorð af andstæðingi sínum af holdi og blóði, mátti loksins bíta í það súra epli að tapa fyrir alþjóðlegum meistara. Glámur tók nú á dögunum þátt í meistaramóti bresku samveldis- ríkjanna í skák og kom mjög á óvart í fyrstu umferðinni þegar hann sigraði margreyndan skák- snilling í London, Anthony Stebb- ings að nafni. Glámur þarf að hafa mann sér til aðstoðar til þess að færa mennina en sjálfur gefur hann til kynna hvað hann ætlar að leika með því að lýsa upp viðkom- andi reiti. 1 annarri umferð tefldi Glámur við alþjóðlega meistarann Daniel King og eftir þriggja tíma viður- eign var allt í járnum með þeim. Að fjórum tímum loknum var Glámur kominn með betra tafl en þá urðu honum á mikil mistök. Hann tók eitt af kóngspeðunum og neyddist eftir það til að láta hrók fyrir biskup. Aðstoðarmaður Gláms gafst loks upp fyrir hans hönd þegar skákin var að fara í bið enda stað- an töpuð. Skákin var samtals 47 leikir og stóð í fimm tíma. Glámur var raunverulega betri en ég í skákinni. Hann hefur gott skyn á skákina og kæfði allar leik- flétturnar mínar í fæðingu. Hann fann alltaf besta leikinn auk þess sem hann þarf ekki að hafa áhyggjur af taugaálaginu. Ég kalla mig heppinn að hafa sigrað hann að lokum," sagði King eftir skákina. - LEONAD BARDEN. ■japan Allt í steik hjá sælgætisfram- leiðendum Um eitt ár er nú liðið síðan „Ófreskjan með 21 andlitið" kom fram á sjónarsviðið japönsk- um kaupsýslumönnum til mikillar hrellingar. Raunar er ekki að sjá, að glæpamönnunum sem kalla sig þetta hafi tekist með hótun- um sínum að verða sér úti um einn einasta eyri, en á hinn bóginn hefur þeim tekist að gera eitt stærsta sæl- gætisverslunarfyrir- tækið í Japan allt að því gjaldþrota. Mori naga-fy ri rtæk - ið, sem er það næst- stærsta í sælgætis- versluninni í Japan, tapar nú um hálfri fimmtu milljón ísl. kr. á dag og það þótt stjórnvöld hafi sér- staklega lagt að al- menningi að kaupa vörur fyrirtækisins. Fram til marsloka á síðasta ári nam árs- gróði Morinaga á sjöunda hundrað millj- óna ísl. kr. en nú er því spáð, að fjárhagsárinu ljúki með tapi upp á tæpar 300 millj. „eða rneira". Heihachi Ino, for- seti fyrirtækisins, gafst loksins upp fyrir Ófreskjunni og sagði af sér í fyrra mánuði. Segja má, að afsögnin hafi komið á réttum tíma því að í febrúar er sælgætissalan mest og í Japan er það gam- all siður, að ungu stúlkurnar færi elsk- unum sínum súkkulaði á Valentínusardegi. Þann 14. febrúar lét ófreskjan aftur til skarar skríða. Þótt 40.000 lögreglumenn væru á verði við flest- ar stórverslanir tókst glæpamönnunum að lauma 13 súkkulaði- stykkjum, þar af átta með banvænum skammti af blásýru, í búðarhillurnar í and- dyri brautarstöðva, í anddyri stórbygginga dagblaðanna, veit- ingahúsa og pósthúsa í Tókýó. Mörg sælgætisfyr- irtæki hafa orðið fyrir barðinu á þessum glæpalýð. Fujiya, Ez- aki Glico, Meiji Seika, Lotte og ekki síst Mor- inaga. Það síðast- nefnda reyndi að snúa á glæpamennina með því að taka upp pakkn- ingar, sem ekki átti að vera hægt að opna án þess sjáanlegt væri, en allt kom fyrir ekki, Ófreskjunni tókst líka að koma eitrinu fyrir þar. í bréfi, sem Ófreskjan skrifaði blaðinu Mainichi á Valentinusardegi, skammaði bréfritari ungt fólk og ástfangið fyrir sælgætisfíknina og sagði, að „sannir elskendur ættu heldur að fremja sjálfsmorð með einni af blásýru- blokkunum okkar.“ í mars í fyrra var Katsuhisa Ezaki, for- seta Ezaki Glico- sælgætisfyrirtækisins, rænt þegar hann var í baði og kröfðust glæpamennirnir 3,78 millj. dollara í lausn- argjald og 100 kílóa af gulli. Ekki var orðið við þeim kröfum og I Ezaki slapp eða var sleppt. í maí skýrðu glæpamennirnir hinsvegar frá því, að þeir ætluðu að koma blásýru fyrir í vörum frá Glico-fyrirtækinu og fyrirtækið þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur af því að anna ekki eftirspurn. Sem betur fer var Glico hótað að sumar- lagi, þegar sælgætis- neyslan er minnst, auk þess sem fyrirtækið var stöndugt og gat tekið á sig nokkur áföll. Þrátt fyrir það urðu hótanir glæpa- mannanna því þungar í skauti. Á síðasta fjárhagsári minnkaði salan um 23%. Þegar „Ófreskjunni með 21 andlitið“ hafði mistekist að kúga fé út úr Glico-fyrirtækinu sneri hún sér í október að Morinaga með skelfilegum afleiðing- um fyrir það. Að þessu sinni gerðu glæpa- mennirnir líka alvöru úr hótun sinni og komu fyrir eitruðum súkkulaðistöngum í verslunum Morinaga. í desember sl. hót- aði Ófreskjan Fujiya- fyrirtækinu og krafð- ist þess, að 76.000 doll- urum eða jafnvirði þeirra yrði dreift ofan af skýjakljúfum í Tókýó til marks um, að fyrirtækið ætlaði að verða við kröfunum. Af þessu varð raunar ekkert en alls hefur 31 japönsku fyrirtæki verið hótað af ófreskj- unni. Athuganir stjórn- valda leiða í ljós, að aðeins í nóvember og desember hafi hótanir fjárkúgaranna valdið japönskum framleið- endum tjóni, sem met- ið er á rösklega hundr- aó milljónir dollara. ! — PETKU MCGILL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.