Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 10
m
MORGUNULADIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
BAGINDI
Rússan-
IKRÖGGUR
'
’
Bandarískir
bændur undiri
hamrinum
Dale Warren stóð við appel-
sínugulu dráttarvélina sem
hann hafði unnið á í tvo áratugi.
„Mér finnst ákaflega þungbært að
láta hana af hendi, en ég má bara
til„“ sagði hann. Hann reyndi ekki
að leyna örvæntingu sinni. Hann
er 53ja ára að aldri og er haltur
eftir vinnuslys sem hann varð
fyrir. Hann skuldar lánardrottn-
um sínum yfir fjórar milljónir
króna og brátt á hann engan
samastað lengur.
Hann horfði með trega á ali-
svínahúsið sitt, korngeymsluna,
stíurnar og landbúnaðarvélarnar
úti á akrinum. „Hérna var ekkert
þegar ég kom,“ sagði hann.
Og brátt verður þarna ekkert á
nýjan leik. Eigur Dale Warren
voru nýlega seldar hæstbjóðend-
um á nauðungaruppboði. Hann
gerði ráð fyrir að fá um það bil 250
þúsund krónur fyrir aleiguna.
Hann rakti lið fyrir lið öll þau
skakkaföll sem hann og fjölskylda
hans höfðu orðið fyrir og höfðu að
lokum komið þeim á kné.
Land hans hafði hríðfallið í
verði á síðustu árum. Fyrir fjórum
árum var hver ekra lands metin á
62 þúsund krónur, en er nú aðeins
metin á 20 þúsundir. Á tímabili
nam markaðsverð á aligrísum
tæplega helmingi af eldiskostnaði
þeirra. Útgjöld höfðu stöðugt
hækkað og með hverju ári sökk
hann dýpra og dýpra í skuldafenið
en vextir hækkuðu stöðugt.
Dale Warren er ekki einn á báti.
Mikill háski steðjar að bandarísk-
bændum. Samkvæmt mati
þykir áreiðanlegt ramba
um
sem
bandarískir bændur á um það bil
40% meðalbúa á barmi gjaldþrots,
en meðalbúin eru um 600.000 tals-
ins. Eftir fimm erfið ár skulda
margir bændur allt að 70% eigna
sinna. Bankar sem lánuðu fé til
bænda hafa orðið gjaldþrota,
þorpin sem hafa byggst upp vegna
þjónustu við blómlegan landbúnað
eru ekki lengur svipur hjá sjón.
Örvænting leiðir til sjálfsvíga og
ofneyslu á áfengi og fólk vanrækir
börnin sín. Fólki í verksmiðjum og
þjónustugreinum sem tengdar eru
landbúnaði hefur verið sagt upp í
stórum stíl. Og ef Ronald Regan
forseti fær sínu framgengt, er
þetta aðeins byrjunin.
Hann vill afnema styrki til
landbúnaðarins og innleiða frjálsa
samkeppni að nýju. Slíkar ráð-
stafanir mundu fljótlega knésetja
þá bændur sem nú berjast í bökk-
unum. Stefna forsetans birtist
með nöturlegum hætti í eftirfar-
andi ummælum David Stockmans,
en hann er yfirmaður fjárlaga-
gerðar: „Mér er lífsins ómögulegt
að skilja hvers vegna skattgreið-
endur eiga að ganga í ábyrgð fyrir
skuldir, sem fólk með fullum söns-
um steypti sér vísvitandi út í.“
Bændur hafa með ýmsu móti
sýnt hug sinn í verki. í desember
sl. ákvað Tim Wrage áburðar-
kaupmaður að aðhafast eitthvað
er hann áttaði sig á að viðskipta-
vinir hans skulduðu honum orðið
hálfa áttundu milljón króna.
Hann tók höndum saman við 16
bændur og þeir stofnuðu „land-
búnaðarkreppunefnd”. Stuðn-
ingsmenn nefndarinnar eru nú um
40 þúsund og hún hefur samið
drög að nýju landbúnaðarfrum-
varpi og reynir nú að afla málstað
sínum fylgis í Washington.
Aðrir hópar hafa efnt til að-
gerða í höfuðborgum einstakra
fylkja. Þeir hafa meðal annars
truflað uppboð til að reyna að
koma í veg fyrir að bændur væru
flæmdir af jörðum sínum og þá
hafa þeir sett upp krossa framan
við réttarsali sem eiga að vera
eins konar tákn fyrir bændur sem
þegar hafa flosnað upp. Og eftir
að Stockman mælti sín fleygu orð
hafa þeir látið skrifleg mótmæli
dynja á stjórninni í Washington.
ROBERT CHESSHYRE
um er
kalt á
tánum
ISovétríkjunum hefur veturinn
'
verið með eindæmum harður og
nú hefur nýtt áfall dunið yfir
þjóðina í baráttunni við kulda-
bola. Það er „valenki“-skorturinn.
„Valenki" eru há stígvél úr
pressuðum flóka, sem hafa haldið
hita á rússneskum fótum frá því
löngu fyrir daga Péturs mikla.
Umferðarlögregluþjónarnir í
Moskvu hafa mikið dálæti á þeim
og í hernum eru þau hluti af bún-
ingi hermannanna. „Valenki"-
birgðirnar eru hins vegar á þrot-
um.
í borgunum Novosibirsk og Irk-
utsk, þar sem frostið hefur farið
niður í 50 stig á celcius, er ekki
lengur nein „valenki“-stígvél að
hafa að því er segir í Komsom-
olskaya Pravda. Opinbert verð á
þem er um 600 kr. en í Vladimir er
svartamarkaðsverðið um 2.000 kr.
og í Omsk allt að 4.800 kr. Um
80% af stígvélunum eru framleidd
hjá einu ríkisfyrirtæki, Rosvalpr-
om, og stjórnendur þess draga
ekki dul á, að þeir anni ekki eftir-
spurninni nema að hálfu leyti.
Það eru engar ýkjur að segja, að
„valenki“-skorturinn hafi mikil
áhrif á Rússa. Stígvélin eru rússn-
eskari en allt sem rússneskt er,
hluti af rússneskri þjóðmenningu
á sama hátt og Skotapilsin eru
einkennandi fyrir Skotana. í ganl-
alli, rússneskri þjóðvísu segir
stúlka við aðdáendur sína:
„Gleymið blómum og blíðuhótum,
gefið mér heldur „valenki".
„Valenki“-stígvélin eru einhver
besti skófatnaður, sem gerður hef-
ur verið. Þau eru stór og klunnaleg
að sjá, ná upp að hnjám, en þau
eru einstaklega létt og sérstaklega
hlý. Það er því ekki að undra, þótt
mikil eftirspurn hafi verið eftir
þeim í vetur þegar hörkurnar hafa
náð allt suður til Armeníu.
„Þið hafið kannski heyrt sög-
urnar um fátæklingana fyrr á
tímum, sem voru svo illa staddir,
að öll fjölskyldan átti aðeins ein
„valenki“-stígvél,“ sagði kona
nokkur á dögunum í bréfi til
Komsomolskaya Pravda.
„Við erum ekki lengur fátæk en
„valenki“-skorturinn er samur við
sig. f okkar fjölskyldu er það að-
eins amma, sem á „valenki", og
átta ára gamall sonur okkar verð-
ur að nota þau þegar hann fer út
þótt þau séu allt of stór á hann.
Frá því í ágúst höfum við leitað að
„valenki“-stígvélum frá einni
borginni til annarrar en árangur-
inn er enginn."
- MARTIN WALKER
u
:: :::
mm
ISOKNIN I GULLIÐl
Iregnskógum hins víðlenda ríkis
Amazonas i Brasilíu búa þjóð-
flokkar, sem enga nasasjón hafa af
kostum og göllum nútíma iðnvæð-
ingar. Svo er að sjá sem nútíminn
sé í þann veginn að halda innreið
sína í kyrrlát indíánasamfélögin og
íbúar þeirra munu komast í kynni
við vélar, skotvopn og neysluvörur
hvort sem þeim er það ljúft eða
leitt. Ástæðan er sú að þar er að
hefjast leit að olíu og jarðgasi.
Mannfræðingar og trúboðar
komu fyrir skömmu frá regnskóg-
unum til Manaus sem er höfuðborg
Amazonas. Þeir eru uggandi um að
válegir atburðir séu á næsta leiti,
ef ríkisrekna olíu og gassamsteyp-
an Petrobras verði ekki knúin til að
láta umsvifum sínum á þessu
svæði.
Seint á síðasta ári börðu indíán-
ar tvo hvíta menn til bana. Annar
þeirra var starfsmaður Petrobras
en hinn vann hjá stofnun á vegum
ríkisstjórnar Brasilíu er fer með
málefni Indíána og nefnist FUNAI.
Mennirnir höfðust við í búðum í
skóginum og læddust þaðan kvöld
nokkurt til að horfa á dans indíána,
að því er heimildarmenn GIMI
Heimur frum-
skógafólksins
þrengist enn
herma, en það er stofnun á vegum
kaþólsku kirkjunnar, sem annast
málefni frumbyggjanna. CIMI hef-
ur einnig óstaðfestar heimildir um,
að starfsmaður Petrobras hafi
skotið indiána til bana. Af opin-
berri hálfu hefur engin staðfesting
fengist á þessum atburðum.
450 manns frá Petrobras eru á
svæði sem nær frá fljótinu Javari í
norðri og afmarkast af mörkum
fylkjanna Amazonas og Acre í
suðri, en til vesturs eru landamæri
Perú. Petrobras flytur allan sinn
NÁTTÚRUBÖRN: koma hvítu „galdramannanna“ vill draga dilk á
eftir sér.
útbúnað með þyrlum og notar
borpalla. CIMI hermir að leitar-
mennirnir reyni að hræða indíán-
ana með sprengiefni. Þá er þess
a.m.k. eitt dæmi að þyrla hafi verið
komin að því að lenda inni í miðju
indíánaþorpi. Að sjálfsögðu hafi
þetta tiltæki skotið þorpsbúum
skelk í bringu, en að auki hafi öll
híbýli þeirra eyðilagzt í þeim gíf-
urlega loftstraumi sem myndaðist
þegar þyrlan hóf sig upp að nýju.
Þá hefur annað þorp verið brennt
til ösku. Starfsmenn Petrobras
segja raunar að það hafi þorpsbúar
gert sjálfir áður en þeir fluttust
búferlum, en GIMI hefur ekki séð
ástæðu til að leggja trúnað á þá
skýringu.
Á rúmu ári hefur Petrobras fært
út kvíarnar á þessu svæði og haldið
lengra í vesturátt. Nú er fyrirtækið
komið á slóðir ættflokka indíána
sem ekkert er vitað um annað en að
þeir búa í þorpum og hafa 23 verið
talin úr lofti.
Þótt nálega 500 ár séu liðin síðan
portúgalskir sæfarar tóku land í