Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
[
i
I
|
f
(
I
Látum það liggja á milli
hluta hvort þessi mótrök
megni að kveða í kútinn
þá skoðun að óheiðarleiki
og þar með ranglæti geti
„borgað sig“. Veitum því aðeins at-
hygli að í þeim felst að menn eigi
að vera heiðarlegir og réttlátir
vegna þess að það er þeim fyrir
bestu — ekki vegna þess að heiðar-
leiki og réttlæti séu dygðir sem
hafa sjálfstætt gildi og ber að
virða af þeim sökum, án tillits til
þess hvaða afleiðingar þær hafa
fyrir þá menn sem þær prýða.
Þungamiðjan í frægustu sam-
ræðu Platóns, Ríkinu, er ofan-
nefnd spurning, „Því skyldu menn
vera réttlátir?" Platón lætur Sókr-
ates læriföður sinn glíma við þessa
spurningu og svara henni á þann
veg að ranglátur maður sé sjúkur á
sálinni, geðveikur, og þar sem allir
menn vilji sína eigin heill og ham-
ingju gefi augaleið að þeir eigi og
vilji vera réttlátir! Með öðrum orð-
um, það er mönnum fyrir bestu að
vera réttlátir; rangiátur maður —
til dæmis afbrotamaður — er veik-
ur, sálsjúkur.
Þessi kenning, sem Platón legg-
ur Sókratesi í munn, er vægast
sagt umdeild, enda þykir ýmsum
að reynslan sýni og sanni að marg-
ir ranglátir menn séu síður en svo
sálsjúkir. Ekki í þeim skilningi að
minnsta kosti að þeir líði þján-
ingar, eða séu óhæfir til að takast
á við vandamál daglegs lífs. En
menn skyldu þó ekki hrapa að
þeirri ályktun að hægt sé að af-
greiða þessa kenningu með einni
handarhreyfingu sem bull og vit-
leysu; Platón leggur það ekki í
vana sinn að setja fram kenningu
án ýtarlegs rökstuðnings, og það er
á rökin sem þarf að ráðast til að
fella kenninguna.
Um þessar mundir vinnur heim-
spekimenntaður maður, Eyjólfur
Kjalar Emilsson, að því snúa Rík-
inu úr forngrísku yfir á íslensku,
en Eyjólfur hefur áður þýtt sam-
ræðu Platóns Gorgías, og kom sú
þýðing út sem lærdómsrit Hins ís-
lenska bókmenntafélags árið 1977.
Eyjólfur er barn síns tíma, skrifar
þýðingu sína inn á nýstárlega
tölvu og er það óneitanlega
skemmtileg blanda nútíma tækni
og fornrar menningar. Mér lék for-
vitni á að kynnast skoðunum Eyj-
ólfs á Ríkinu og hvort hann teldi
að nútímamenn gætu dregið af
kenningum Platóns einhvern lær-
dóm. í spjallinu hér á eftir er kom-
PLATON er sennilega þekktasti heimspeking-
ur sögunnar. Hann var Aþenumaður, fæddur árið 427
f.o.t. og lést árið 447. Svo hefur verið sagt að öll heim-
speki Vesturlanda eftir daga Platóns sé ekki annað en
neðanmálsgreinar við verk hans. Þetta eru náttúrulega
ýkjur, en nokkuð til íþví samt. Flest rita hans eru
samræður um heimspekileg efni og lætur Platón kenn-
ara sinn Sókrates oftast leika aðalhlutverkið. Meðal
frægustu rita hans má nefna samræðurnar Faídón og
Kríton, og Málsvörn Sókratesar, en þessi þrjú rit hafa
komið út í íslenskri þýðingu í íðustu dögum Sókratesar.
Ennfremur má nefna samræðuna Menón sem væntan-
leg er í íslenskri þýðingu innan skamms og höfuðritið
Ríkið.
ið víða við, en meginþráðurinn
verður þó sú rökfærsla Platóns,
sem leiðir til þeirrar sérkennilegu
niðurstöðu að rangiátur maður sé
geðveikur, eða „sjúkur á sálinni",
eins og Eyjólfur kýs frekar að orða
það, því Fomgrikkir áttu eðlilega
ekkert orð yfir geðveiki í nútíma
skilningi. „Við verðum að vara
okkur á að leggja þetta að jöfnu,“
segir Eyjólfur, og sver sig þar með
mjög í ætt við starfsbræður sína,
en það er rík tilhneiging heimspek-
inga að slá varnagla og koma með
fyrirvara. En í fyrstu berst talið að
Eyjólfur
Kjalar
EmilsHon
ýmsum vandamálum sem þýðandi
þarf að glíma við þegar átt er við
2500 ára gamlan texta ..._
1
„Það hljómar kannski undar-
lega, en íslenskan ræður betur
forngrísku heimspekiritin en
marga nýaldar- eða samtíma-
heimspeki," segir Eyjólfur. „Þetta
stafar af því að heimspekileg hefð
er varla til á íslandi og því eigum
við lítið af orðum yfir tæknileg
heimspekileg hugtök. Platón skrif-
aði ekki tæknilegt mál og þýðend-
ur hans losna því við þann vanda
sem til dæmis er samfara því að
þýða Kant, sem notar mikið af
löngum og ljótum orðum.
Helsta vandamálið við þýðingu á
verkum Platóns er það, að ýmis
hugtök forngrískunnar, þar með
talin lykilhugtök, eiga sér ekki
nákvæma samsvörun í nútíma
menningu. Orðið „kalos" er eitt af
mýmörgum dæmum um slíkt. Það
hefur verið þýtt sem „fagur", en sú
þýðing er ekki nákvæm. „Kalos" er
lykilorð í mörgum samræðum
Platóns, og sennilega nær ekkert
eitt íslenskt orð því betur en „fag-
ur“, en mikið vantar þó á að sam-
svörunin sé fullkomin. „Mythos“ er
annað dæmi. Það hefur verið þýtt
með orðinu „goðsögn", en sjálfur
held ég hreinlega að orðið „saga“
komist næst því sem Grikkirnir
áttu við. Það er að segja, saga, sem
frásögn, eða „story" á ensku.
En það hugtak, sem verst er við
að eiga við þýðingu á Ríkinu, er
sjálft höfuðhugtakið „dikaiosyne".
Menn hafa notast við orðið „rétt-
læti“, en það nær merkingunni
engan veginn fullkomlega. Rétt-
lætishugtak Grikkja var yfir-
Rætt við heimspekinginn
Eyjólf Kjalar Emilsson um Ríkið,
frœgustu samræðu Platóns,
en Eyjólfur vinnur að þýðingu
samrœðunnar um þessar mundir
Hvers vegna skyldu menn vera réttlátir? Þetta er
spurning sem við látum okkur litlu skipta í daglegu
lífi; við teljum það einfaldlega mannkost að vera
réttlátur og löst á manni að vera ranglátur. Og
látum þar við sitja. En er það mönnum endilega til
góðs að vera réttlátir? I fljótu bragði virðist svo
alls ekki þurfa að vera. Eða geta menn ekki aug-
Ijóslega haft hag af því að Ijúga, svíkja og pretta.
Það virðist auðvelt að finna mörg slík dæmi. Græði
ég til dæmis ekki á því að svíkja undan skatti, ef
ég kemst upp með það? Að bera Ijúgvitni í rétti til
að firra mig refsingu? Og svo framvegis. Menn
kynnu að svara því til að slíkt væri einvörðungu
skammtíma gróði, að óheiðarleiki kæmi mönnum í
koll þótt síðar yrði. „Honesty is the best policy“
iýsa menn þessu sjónarmiði gjarnan á ensku, sem
útleggst „heiðarleiki borgar sig þegar upp er stað-
ið“. Fyrir þessu má færa margvísleg rök: upp kom-
ast svik um síðir, og maður, sem uppvís verður að
svikum, þarf iðulega að sæta refsingu, þótt ekki sé
í öðru formi en því að missa traust og trúnað
annarra manna.
VIÐTAL: GUÐM. PÁLL
Er
ranglátur
maður
sjúkur á
sálinni?