Morgunblaðið - 12.03.1985, Side 19

Morgunblaðið - 12.03.1985, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1985 19 Reynir Kristbjörnsson Sigurbjörn Þorkelsson Ingveldur Jónsdóttir Ijósm. ÓI.K.M. þátt í Kðlisfræðikeppninni næsta ár? „Ég get vel hugsað mér að taka þátt í henni aftur og tel reyndar ekki ólíklegt að ég geri það.“ Góður félagsandi milli keppenda „Það voru ekki nema tveir sem kepptu úr Menntaskólanum í Kópavogi — það var einhver hræðsla í mönnum og kennarar ekki nógu áhugasamir að hvetja til þátttöku," sagði Ásgeir B. Æg- isson. „Það hefur verið mjög skemmti- legt að taka þátt í þessari keppni og ég hefði ekki viljað missa af því — það ríkir góður félagsandi milli okkar keppendanna og þeir sem fyrir keppninni standa hafa sýnt okkur mikla velvild. Mér gekk hræðilega illa í forkeppninni og átti alls ekki von á því að komast í úrslit, enda voru verkefnin í for- keppninni óneitanlega mjög þung. Eðlisfræðin er að sjálfsögðu áhugamál hjá mér og ég er ákveð- inn í því að fara í verkfræðina í haust þó ég hafi ekki enn fullráðið hvaða grein ég vel.“ Verklegi hlutinn kom dálítið á óvart „Þetta hefur verið nokkuð LJósm. Árni Sæberg. Þátttakendur í Eðlisfræðikeppni kynna sér starfsemi Veðurstofu Íslands undir handleiðslu Hlyns Sigtryggssonar, veðurstofustjóra. skemmtileg keppni, en fyrrihlut- inn var að mínu mati allt of þung- ur,“ sagði Reynir Kristbjörnsson MS. „Dæmin í síðari hlutanum voru skemmtiiegri og betra að fást við þau. Verklegi hlutinn kom dá- lítið á óvart — við höfðum allt of stuttan tíma að mér fannst, — þurftum að gera þrjár tilraunir, en höfðum aðeins 50 mín. til að ganga frá skýrslum. Nei, eðlisfræðin er ekki sérstakt áhugamál hjá mér — ég legg meiri áherslu á stærðfræði og er ákveð- inn í að fara í verkfræði að loknu stúdentsprófi." — Reyndu nemendur að undir- búa sig fyrir þessa keppni? „Eðlisfræðin spannar svo vítt svið að það þýðir nú lítið að undir- búa sig fyrir keppni sem þessa, en ætli flestir hafi ekki reynt að líta eitthvað í bækur. Einn félagi minn lærði tölvert í skammtafræði fyrir keppnina en það kom svo ekkert úr henni. Ég var dálítið óánægður með að í verkefnunum reyndi á þekk- ingarsvið sem við höfðum ekki lært um — ég á við geislavirkni- dæmið. Við höfum mjög lítið lært um þetta svið — mér tókst þó að gera dæminu nokkur skil og diffra það út, en hafði ekki nóga þekk- ingu á geislavirkni til að ganga frá dæminu að fullu." — bó. F/ug/e/'ð/rbjóðaf/ugogb/7ítengslumviðáætlunarflugfélagsinstil 11 borga í Evrópu. Þessir staðir eru: Björgvin, Glasgow, Gautaborg, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, Luxemborg, Osló, París, Salzburg og Stokkhólmur. Ef þú vilt hafa fararstjórnina í eigin höndum, þá hentar enginn ferðamáti þér betur en flug og bíll. Það er ódýrt að ferðast um Evrópu á bílaleigubíl. Við hittum ykkur kannski í Búdapest. LEITIÐ FREKARI UPPLÝSINGA UM FLUG & BlL A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIOA, HJAumboðsmönnum FÉLAGSINS, EÐA A FERÐASKRIFSTOFUNUM. semviljflsl heiminn og skiljfl hannbetur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.