Morgunblaðið - 12.03.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 12. MARZ 1985
55
iryep
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
to'l/MUWUM-JJ
Tveir sautján ára segja lítið vit í því að fólk megi samkvæmt lögum giftast
og stofna heimili 18 ára, en verði að bíða til tvítugs eftir því að geta keypt
áfengi og skemmt sér á öldurhúsum.
Þessir hringdu . . .
Átján ára fái aðgang
að vínveitingahúsum
Tveir sautján ára skrifa:
Við viljum koma nokkrum at-
riðum á framfæri varðandi skrif
bindindismanna í blöðum. Þann-
ig er að samkvæmt lögum má
fólk stofna heimili, giftast og ala
upp börn átján ára en ekki neyta
áfengis eða sækja vínveitinga-
staði fyrr en um tvítugt. Traffic
er bara fyrir yngri krakka, fjórt-
án og fimmtán ára, en þeir sem
eru sautján og átján ára komast
oftast ekki inn á vínveitinga-
staði og geta þá lítið skemmt sér.
Helst þyrfti að lækka aldurstak-
mark vínveitingahúsanna niður í
átján ár eða þá að opna
skemmtistað fyrir sautján og
átján ára unglinga þar sem
strangt yrði tekið á aldurstak-
marki. Þessi bindindismanna-
áróður er löngu orðinn úreltur,
krakkar byrja oft að drekka
fjórtán og fimmtán ára og verð-
ur oftast ekki meint af.
Er ekki kominn tími til að
endurskoða þessi lög um aldurs-
takmark vínveitingahúsanna?
P.s.: Við viljum taka undir
grein sem Wham!-aðdáandi
skrifar í Velvakanda 24. febr. um
að fá þættina Top of the Pops
sýnda reglulega í sjónvarpinu.
Flestir krakkar sem við höfum
talað við eru sammála, enda
þykja þessir þættir mjög góðir.
Með þökk fyrir birtinguna.
Verslunarmiðstöð
við Kleifarsel
Sigurður Örn Sigurðarson hjá
Seljakjöri hringdi:
Um daginn skrifar kona í
Velvakanda og segist óánægð
með þjónustu við íbúa Selja-
hverfis.
Langar mig að benda á að við
hjá Seljakjöri erum að koma upp
verslunarmiðstöð við Kleifarsel
og hefur bráðabirgðaverslun
með kvöldsölu þegar verið opnuð
þar. Síðar er meiningin að
byggja þarna litla verslunarmið-
stöð með bakaríi, pósthúsi,
bankaútibúi, bókabúð, matvöru-
verslun o.fl. Ætlunin er að
miðstöðin rísi innan tveggja ára.
Hulunni svipt
af Sigríði
Kona hringdi:
Ég vil nú láta í ljós ánægju
mína yfir því hve krakkarnir í
Stundinni okkar eru ágæt og
skemmtileg. Þetta er góð til-
breytni að lofa þeim að koma
fram og sýna hvað þau geta, ekki
síður en fullorðna fólkið.
Sennilega eru ekki allir svo
kunnugir henni Sigríði Hann-
esdóttur leikkonu sem yfirleitt
er í dulargervi þegar hún kemur
fram eða skemmtir eins og t.d. í
Brúðubílnum sem frægur er hjá
yngri kynslóðinni.
Hvernig væri nú að fá að
kynnast þessari konu í sjónvarpi
og útvarpi? Hún gæti boðið upp
á gamanvísur, söng og margt
fleira. Einnig veit ég til þess að
hún hefur haldið námskeið fyrir
kvenfélagskonur víðsvegar og
gert þar garðinn frægan.
Hvers eiga selirnir að gjalda?
I.A. skrifar:
Mig langar til að tala við þig,
selur, nábýlingur minn. Frá upp-
hafi íslandsbyggðar hefur þú ver-
ið einn af bjargvættum okkar
mannanna, sem byggjum þetta
land. Þú hefur verið vinur okkar
og hjálparhella á löngum, dimm-
um öldum. Þú hefur að nokkru
fætt okkur og skætt og orðið að
gjalda þess með lífi þínu. Sjaldan
gengum við nær þér, þínum ætt-
bálki, en svo, að þú gast haldið
velli. í raun vorum við þá til-
neyddir, vegna margháttaðra
þrenginga okkar sjálfra, að bera
okkur eftir allri þeirri björg, sem
að höndum bar, til að geta fram-
fleytt okkur. Þökk sé þér fyrir allt
þitt framlag í okkar þágu.
En nú hafa orðið þær umbætur
á öllum kjörum okkar íslendinga,
að við getum vel komist af án þess
að þurfa að heimta líf þitt okkur
til bjargar. Við gætum því leyft
þér að lifa frjálsu lífi við sameig-
inlegar strendur ykkar og okkar,
án þess að þér stafaði ógn af fram-
ferði okkar. En erum við menn
sannir vinir þinir í raun? Því er nú
ver að svo er ekki. í stað þess að
vera þér þakklátir fyrir alla þá
björg, sem þú hefur veitt okkur þá
erum við nú farnir að sækjast eft-
ir lífi þínu, í miklu meiri mæli en
fyrr og án neinna þarfa.
Einhverjir fundu upp á því að
greiða verðlaun hverjum þeim
manni, er gæti drepið þig. Því er
nú verr, að drápseðlið er svo ríkt í
mörgum manninum, að hann
svífst einskis, ef honum.er gefinn
laus taumur til að drepa án ámæl-
is. Þessir menn hafa ætt um allar
strendur, skjótandi, limlestandi og
drepandi, eingöngu til að svala
morðæði sínu. Því nú reyndu þeir
ekki að hafa af þér neinar nytjar,
enda þurftu þeir þess ekki með.
Ólafur Á. Kristjánsson skrifar:
Margt er skrýtið í kýrhausnum
þegar hann baular, sagði karlinn.
Sama má segja um deilu mennta-
málaráðherra og kennara um upp-
sagnarfrest ríkisstarfsmanna,
hvort hann á að vera þrír mánuðir
eða sex í neyðartilfellum.
Nú þegar kennarar ætla að
hverfa frá kennslustörfum fyrir
fullt og fast, á mjög óheppilegum
tíma fyrir nemendur, vegna deilu
um kaup og kjör, því ekki hafa
þeir samúð með nemendum, telur
menntamálaráðherra sig geta
skyldað þá til starfa í þrjá mánuði
til viðbótar við þá þrjá sem liðnir
eru, sem eðlilegan frest án vand-
ræða fyrir nemendur. Lögspeking-
Þetta er ljótur leikur, og síst átt
þú skilið, selur vinur minn og ná-
býlingur, að svona sé með þig far-
ið.
Það er heit ósk mín að þessum
ódæðisverkum linni og að þú fáir
framvegis að una óáreittur af
mönnum því lífi sem þér og okkur
öllum hefur verið ætlað að njóta
frá upphafi vegar.
ar, sem hafa látið ljós sitt skína
opinberlega um þetta deilumál,
eru ekki sammála.
Nú vill svo til að til er stofnun
sem heitir Hæstiréttur og hefur
síðasta orðið, ef hann fær slík
þrætumál til úrskurðar.
Hefur deiluaðilum ekki dottið í
hug að leita á náðir þessa dóm-
stóls eða eru þeir báðir hræddir
við hugsanlegan úrskurð og vilja
heldur pexa áfram um þetta at-
riði, ásamt öllu öðru í þessu stríði?
Væri nú ekki ráð að deiluaðilar
kæmu sér saman um að byrja nú á
því að fá úrskurð Hæstaréttar í
snarheitum, það myndi hreinsa
andrúmsloftið og greiða fyrir
áframhaldandi samningum.
Hæstiréttur úr-
skuröi í málinu
Þýzk borð fyrir:
★ Tölvuskjá og
lyklaborð.
★ Tölvuprentara
Vönduð
Ódýr
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888
llngir og aldnir njóta þess að borða
köldu Royal búðingana.
Bragðtegundir: —
Súkkulaði, karamellu, vanillu og
jarðarberja.
evrópska og japanska bíla.
Heildsala — Smásala
Armúla 36. sími 82424. PósthóH 4180. 104 Reyk|avik