Morgunblaðið - 14.04.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 14.04.1985, Síða 24
Á áttunda hundrað böm komu saman og sungu: „Syngjandi barn, hamingjusamt barn“ I>að hcfur vart leynt sér að sönglíf og kórstarf á vegum skólanna hefur orðið æ öflugra á undanfornum árum. Má segja að það sé vart tiltökumál lengur að hlýða á vandaðan söng barna- kóra svo víða sem þá er orðið að finna. Dæmi um þetta þróttmikla starf mátti merkja í lok mars er um 800 börn komu til að syngja saman í Langholtskirkju. Að sögn Egils Friðleifssonar stjórnanda Öldutúnskórsins var tilefnið Landsmót íslenskra barnakóra sem haldið er annað hvert ár og var þetta í fimmta skipti sem slíkt mót er haldið. Það voru að þessu sinni 19 barnakórar víðsvegar af landinu sem komu og stilltu saman radd- ir sínar. ! Fyrst sungu kórarnir sitt í hvoru lagi, en þá sungu þau lög eftir Bach og Hándel í tilefni 300 ára afmælis þeirra og auk þess sungu börnin ðnnur lög sem þau höfðu æft saman. Að síðustu var Landsbankinn: þjóðsöngurinn sunginn. Egill sagði að frumhugsunin að baki þessa landsmóts væri að syngjandi barn væri hamingju- samt barn. Þá sagði hann að til- gangurinn væri einnig að glæða og efla skilning á fallegri tónlist sem félagsþroska. Eftir tónleikana fyrri daginn var slegið á léttari strengi og börnin komu með skemmtiatriði er þau höfðu æft. Það voru einnig gestir sem komu þ.e. hljómsveit kvikmyndavers í Peking sem stödd var hérlendis og þeir léku forna kínverska tónlist. Þá komu einnig félagar úr Musjca Antiqua og fluttu efni frá fyrri öldum. Helgi Bachmann framkvæmdastjóri lánasviðs HELGI Bachmann hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri lánasviðs Landsbankans. Staða þessi er ný innan bankans en lánasviði er ætlað að sameina alla þá starfsemi, sem lýtur að útlánum fyrirtækja. Hér fer á eftir fréttatilkynning Landsbankans um stöðuveiting- una og hið nýja starfssvið; Stofnað hefur verið nýtt starfs- svið í Landsbankanum, lánasvið. Lánasviði er ætlað að sameina alla þá starfsemi, sem lýtur að útlána- málum fyrirtækja. Hagdeild bankans verður hluti lánasviðs, en hún hefur fyrst og fremst fjallað um útlánamál fyrirtækja á undan- förnum árum. Þá mun útlánaeft- irlit verða önnur megingrein lána- sviðs og fyrirkomulag og fram- kvæmd afurðalána hin þriðja. Stofnun lánasviðs er liður I þeim breytingum á starfsskipulagi bankans, sem bankaráð ákvað að framkvæma á sl. ári að tillögu bankastjórnar. Framkvæmdastjóri Iánasviðs hefur verið ráðinn Helgi Bach- mann. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951, lauk cand. oecon prófi frá viðskiptadeild Háskóla Islands 1955 og hóf það sama ár störf í hagfræðideild Landsbankans og Seðlabankans. Hann hefur verið forstöðumaður hagdeildar Lands- bankans frá 1961 og jafnframt ráðunautur bankastjórnar um út- lánamál. Helgi Bachmann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.